Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 10
NOBEL Framh. af bls. 2 aði hann í bréfi, „fátt eins leið- inJegt og að tala við franskar konur, en hinsvegar er unun að hitta mennta^ar og ekki um of frjálsiegar rússneskar kon- ur. Til allrar óhamingju eru þær frábitnar sápu, en maður má ekki vera of kröfuharður.“ Enda þótt Nobel skipti sér lítt af rekstri fyrirtækja sinna — hann sagðist hafa þá reglu að gera aldrei neitt sjáRur, sem hann vissi aðra jafnfæra um — þá var hann talinn góður húsbóndi og sagt er, að aldrei hafi komið til verkfalls í No- bel-verksmiðju. Er hann var beðinn að dreifa and-sósfalist- isku blaði meðal verkamanna í verksmiðju sinni í Bofors í Sví- þjóð, svaraði hann hvatskeyts- lega að sér fvndist ekki sann- fjarnt ef verkamennimir færu að setja sér fyrir lesefni og álíka sanngjarnt væri það ef hann ætlaði að fara að segja þeim hvað þeir ættu að lesa. Nobel var tiltölulega sjald- an heiðraður opinberlega og honum var það mikil gleði þeg- ar hann var gerður að heiðurs- doktor í heimspeki við háskól- ann í Uppsölum árið 1893. Hann, sem aldrei hafði gengið í háskóla var nú gerður að há- skólaborgara og það sem eftir var ævinnar vildi hann helzt láta kalla sig „Doktor Nobel“. Hann lét það meira að segja eft ir þeim að skrifa ævisögu sína fyrir háskólann, en hafði hana samt stuttorða: „Undirritaður er fæddur 21. október árið 1833, hann aflaði sér þekkingar með sjálfsnámi en gekk ekki í neina æðri skóla. Hann helgaði sig eink- um efnafræði og fann upp sprengiefni, sem þekkt er und- ir nafninu dynamit, og reyk- laust púður, sem kallað er Ballistite og C89. Frá árinu 1884 hefur hann verið meðlim- ur Konunglegu sænsku vísinda- akademíunnar og er einnig meðlimur Royal Society í Lon- don og Société des Ingénieurs Civils í París. Var sæmdur Pól- stjörnu-orðunni árið 1880. Er riddari í Heiðursfylkingunni. Hið eina, sem komið hefur út eftir hann á prenti er ritgerð á ensku, og hlaut hún silfur- verðlaun.“ Á síðustu árum ævinnar tók hann að selja hluti sína í iðnfyrirtækjunum og sagði af sér forstjórastörfum. Ætlun hans, sagði hann, var að lifa eins og „gömul piparmey“ á vöxtum af ríkisskuldabréfum og einbeita sér að vísindarann- sóknum. Hann þjáðist nú af gigt og hjartakvilla og fannst honum spaugilegt þegar læknir hans ráðlagði honum nitroglycerin við hjartanu. Hann hafði á- vallf verið uggandi útaf heilsu- fari sínu og hugsanir hans tóku að snúast um dauðann. Hin nýja útfararaðferð, líkbrennsl- Framh. á bls. 12 LISTASAFN Framhald af bls. 4. mynd Kristjáns DavíSssonar: Enn syngur vornóttin. Sú mynd er einskonar ljóð í lit- um, og meðferð margra og sterkra lita með þeim hætti að aðeins hinir mestu kunnáttu- menn sleppa slysalaust frá því. Það væri sannarlega tilvinn- andi að gera sér ferð á þessa sýningu, þó ekki væri til ann- ars en að sjá tvær myndir Sverris Haraldssonar frá 1951 og 52. önnur heitir Gata og hús, en hin Borgin. Og báðar sýna þær stilfærð áhrif frá götum og húsum. Meðferð- in, fimleikinn og tilfinningin eru öldungis óviðjafnanleg. Dálítið í ætt við Sverri hvað fínleika og tilfinningu snertir er mynd Hrings Jóhannesson- ar, Grá hús, máluð 1952. Þessi mynd er frá því tímabili, er Hringur notaði olíukrít en hann hefur jafnt og þétt verið að þróa stíl sinn og er meðal þeirra myndlistarmanna okkar af yngri kynslóðinni, sem mik- ils má vænta af. Þurrkrítarskyssa Jóns Engil- berts af verkamannafjölskyld- unni fer vissulega vel í eigu Alþýðusambandsins, en mótífið ætti skilið stærri útfærslu og væri Jón ugglaust ekki í vand- ræðum með það. Það er nú bú- ið að skamma íslendinga svo fyrir tryggðina við lýriska ab- straktstefnu í myndlist, að þetta er næstum orðið skamm aryrði. Ég verð þó að segja að fáir komast betur frá þessu verkefni en Hafsteinn Aust- mann, og myndir hans tvær á sýningunni gefa góða hugmynd um það nýjasta í tækni hans og stíl. Það eru fallegar og þægi- legar myndir, sem trúlega er gott að hafa nálægt sér. Negrastúlka Örlygs Sigurðs- sonar er ef til vill full mikið í ætt við myndskreytingar, en samt tel ég að Örlygur nái „sál“ í verkið, sem lyftir því upp yfir slíka meðalmennsku. Það er annars skaði hvað sjaldan sjást myndir eftir Ör- lyg. Hreinn Friðfinnsson kall- ar mynd sina málverk en uppi- stöðuefnið er lituð sísallína á má'luðum grunni. Það er mynd, sem ekki er auðvelt að átta sig á í fljótu bragði, dálítið í pop-stíl, en þægileg hvað sem öðru líður. Þessi mynd og mynd Einars Hákonarsonar, Fyrir ut- an samfélagið, eru einna nýstár- legastar á þessarisýningu. Mynd Einars finmst mér með talsverð- um ágætum, vel uppbyggð og mun befcur gerð í lit en venja er um málverk Einars. Báru- plastið, sem Einar notar þarna með góðum árangri, sýnir að það er fleira matur en feitt ket og fleiri efni geta verið góð til myndsköpunar en olíu- 'litir einir. Þeir Arthur Ólafsson og Guð mundur Ármann Sigurjónsson, sem nú eru við myndlistarnám í Gautaborg sýna, að þeir hafa tekið miklum framförum undir handleiðslu Svía. Grafíkmynd- ir þeirra og Einars Hákonar- sonar mættu gjarnan verða til þess að áhugi færi vaxandi á þessari listgrein, en áhrif frá ljósmyndum og filmum sem nú slæðast talsvert inn í myndlist- ina, virðist mér að geti fallið saman við grafíkina svo vel fari. Grafíkmyndir Einars eru með því bezta sem okkar menn hafa afrekað á því sviði og raunar finnst mér Einar varla græða mikið á að nota lit. Ég hef einungis talið upp það sem mér hefur þótt minnistætt á þessari sýningu en að sjálf- sögðu eru talsvert fleiri verk þar, sem of langt mál yrði að telja upp. SKAK Hvítt: Ingvar Armundsson Svart: Racha (Brazilíu) Enski leikurinn. 1. c4 e5 2. g3 (Réttari leikur og nákvæmari er 2. Rc3) 2. Rf6 3. Bg2 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Rc3 Rb6) (Bezti leikurinn) 6. Rf3 Rc 6 7. 0-0 Be 7 8. d3 (Fljótt á litið e'ðlilegur leikur, en gef- ur lítið í aðra hönd. Skarpara framhald er 8. a3 eins og tefld- ist t.d. í skák þeirra Friðriks Ólafssonar og Donners í Bled 1961. Framhaldið varð: 8. a3 f5 9. d3 Bf6 10. e4 0-0 11. þ4 Kh 8 12. Bb2 Be 6 13. exf5 Bxf5 14. Re4 og hvítur hefur betri mögu leika). 8. — 0-0 9. a3 Be 6 10. Dc 2? (Hvítur skynjar ekki hinn rétta anda og eðli stöðunn ar og teflir hugsunarlaust. Rétta framhaldið er 10. Be3) 10. — Rd4 11. Rxd4 exd4 12. Re4 Bd5 13. h4? (Þessi leikur reynist örlagaríkur fyrir hvít- an, enda er hann í hæsta máta óeðlilegur. Hvítur hefur eflaust í huga að finna riddara sínum stað á g5 eftir f5, en sv. kem- ur auðveldlega í veg fyrir það í næsta leik). 13. — h6 14. Bh3? (Furðuleg hugmynd) f5 15. Rc5 Bxh4! (Svartur lætur til skarar skríða og sýnir nú hvít- um fram á fánýti 13. leiks hans). 16. gxh4?? (Hvítur var'ð að sætta sig við að tapa peði, því augljóst er hverjar afleið- ingar verða þar sem hvítur er algjörlega varnarlaus kóngs- megin). 16. — Dxh4 17. Bg2 Bxg2t 18. Kxg2 Hf6 19. Db3f Kh8 20. Re6 Hg6t 21. Rg5 Dg4f Gefið. ---------------------^ SVIPMYND Blaðakóngurinn þýzki, Axel Springer, lét svo um mælt fyrir skömmu, að hann læsi aldrei staf: „Ég hef fólk, sem les fyrir mig.“ Sú stétt, sem hann til- heyrir, hin raunverulega valda- stétt Þýzkalands, sem skipuð er viðskiptajöfrum og bankastjór- um, hefur sama hátt á í stjórn- málum. Fæstir hafa þeir opin- ber afskipti af stjórnmálum, en þeir hafa fólk á sínum snær- um, sem rekur stjórnmálin fyr- ir þá — sérstaka stétt manna sem byggir afkomu sína . á stjórnmálalegum afskiptum og treystir á þau sér til félags- legs framdráttar. Þessi sérstaka stétt stjórn- málamanna hefur haldið dyggi- 'lega um taumana í þýzkum stjórnmálum síðan einveldinu lauk og byltingin var barin niður fyrir fimmtíu árum. Þeir eru allir runnir úr lægri milli- stétt og vonast til að stjórn- málaferill þeirra fleyti þeim upp í æðri millistétt eða jafn- vel enn ofar. Erzberger, Strese- mann og Brúning: Hitler, Göbb- els og Himmler: Adenauer, Er- hard og Kiesinger — enda þótt þeir hafi auðvitað verið ólík- ir um margt, eru þeir samt af sama sauðahúsi stéttarfarslega: gáfaði, fátæki drengurinn sem vinnur sig upp á stjórnmála- hæfileikum sínum. Hann verð- ur að þekkja hina réttu yfir- boðara sína, eigi þessir hæfi- leikar hans að nýtast honum, og hann má ekki fara yfir viss mörk. Hann má ekki leyfa sér að halda fram nokkrum skoð- unum um þjóðarhag, sem sam- rýmast ekki hagsmunum við- skiptajörfanna. Innan þessarra takmarkana hefur hann nokk- urn veginn frjálsar hendur. Franz-Josef Strauss, sem nú virðist stefna í kanslarastólinn af meiri einbeitni en nokkurn tíma áður og lítur á sjálfan sig sem mesta örlagavald Þýzka- lands, er svo dæmigerður- fyrir þessa stétt stjórn- málamanna, að það nálgast skopstælingu. Ef maður drægi fram þá eiginleika, sem þessum níu þýzku stjórnmálamönnum, sem taldir eru hér að framan, eru sameiginlegir, og kæmi þeim svo fyrir í einni persónu, yrði útkoman nánast Strauss. Hann er fjö'lgreindur maður, gæddur miklum hæfileikum og jafnvel frumlegur í hugsun, gáfur og starfsþrek eru meira en í með- allagi, lifsþrótturinn er mikill og framkoman geðfelld: ýmsir skapgallar hans leyna sér þó ekki, og það orð leikur á, að hann sé ekki alltaf vandur að meðulum. En þeir eigin'leikar, sem kynnu að gera hann sér- stæðan og einstakan, hverfa þó í skuggann fyrir þeirri stað- reynd, að persónuleikinn í heild Jakob Jónasson: Beri apinn Þessar visur urðu til eftir lestur bókarinnar, Beri apinn. Bók þessi er að mínum dómi vel skrifuð og margt í henni umhugsunarvert. Ilöf. setur fram ákveðna lífsskoðun, sem er þó ekki nema að litlu leyti ný, en þessi lífsskoðun fer í meginatriðum í bága við mína lífsskoðun. Ég mótmæli að maðurinn sé kominn af apa. Ekki virðist mér ættin vor stór og ekki af miklu að gapa, ef mannkynið allt, með beran bjór, eru börn undan kafloðnum apa. Hver verður mannsins lokaleið ef lífið er hjóm og andinn. Hefur hann allt sitt æviskeið örflientur skrifað í sandinn. Sálarlaus mannapinn virðist þó verjast að verða aldauða lagður i skor. Hversvegna eru þeir um hann að berjast andi kristur og drottinn vor. Eífið er eilíft, en ég skynja og skil, að skammsýni heimsmýkri veldur. ITpphaf lífsins er ekki til og endir þess ekki heldur. Þótt vísindin gefi efninu allt, en andann og guðseðlið svíki. Mannvitið reynast mun viðsjált og valt og vonlaust í apanna ríki. Líf vort er dropi í eilífðarál er aldrei fellur í duftsins- líki. Andinn mikli er sálnanna sál og sólkerfin öll guðanna ríki. 23. febrúar 1969 mmmmmmmmmm—mm 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.