Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 14
ERLENDAR BÆKUR SELECTED CRITICAL WRIT- INGS OF GEORGE SANTA- YANA. Vol. I—II Edited by Nor- man Henfrey. Cambridge Uni- versity Press 1968. 30,- Henri Lefebvre er prófessor í þjóðfél.fræði við Parísarháskóla. Höfundur rekur þá þjóðfélags- fræði, sem hann telur sig finna í ritum Marx. Áhrifa kenninga Marx gætir í öllum þjóðfélögum á vorum dögum þótt þeirri kenn ingu aukist stöðugt fylgi, að Marx tilheyri fortíðinni, þá er menning nútímans reist á framúrstefmu for tíðar. Marx og kenningar hans voru ákveðins tímabils. Spár hans rættust ekki. Hann spáði enda- lokum ríkisvaldsins, kapítalism- ans, fjörrunnar og heimspekinn- ar. Allt þetta er ennþá við lýði og sumt þessa ennþá fastmótaðra heldur en á dögum Marxs. Skil- greiningar Marxs og útlistanir og kenningar af þeim dregnar tjá þó betur raunveruleika 19. aldar heldur en ílestra annarra sam- tíðarmanna hans. Marx spáði því að kapítalismi 19. aldar, hindrun arlaus samkeppni og frjálst fram tak yrði að þoka fyrir myndum hrifum öreiganna. Sá spádómur hefur rætzt. Kapítalismi 'sá, sem nú er við lýði er mjög svo breytt ur frá þeim á 19. öld, þegar Marx setti saman rit sín. Varð- andi þá kenningu að hin svo nefnda borgarastétt móti kapítal- iskt þjóðfélag, þá stenst hún eng anveginn. Andstæðingar Marx telja að und anfarin hundrað ára hafi nýtt þjóðfélagsform verið í mótun og sé í mótun og Marx sé einn þeirra, sem hafi rutt þessu nýja þjóðfélagskerfi braut þrátt fyrir þær byltingar, sem hann hafi kveikt með kenningum sínum. Samkvæmt þessum skoðunum er þetta nýja form mikið til „af sögulegri þróun“. öll barátta gegn þessari þróun verður samkvæmt þessum kenningum aðeins til þess að styrkja hið nýja þjóðfélags- form í lokin. Aðrir telja að það beri merkvisst að stefna til hins nýja þjóðfélags með hjálp vís- inda og nútíma tækni. Sá aðili, sem á að framkvæma stefnuna þeir, sem móta það, teknokratarn ir. Það er þó fjarri lagi, að telja að teknokratarnir séu sammála í grundvallaratriðum og verða því til þess að skapa nýjar andstæð ur innan þjóðfélagsins í stað þess að leysa þær sem fyrir eru. Þetta nýja þjóðfélag, sem er í mótun er nefnt ýmsum nöfnum: iðnaðar þjóðfélag eða iðnvætt þjóðfélag, tækniþjóðfélag, neytendaþjóðfélag massaþjóðfélag, sumir kenna það við auknar tómstundir, ofgnótt eða skynsemi. Höfundur telur þessar nafngift ir meira og minna villandi, sé betur .skyggnst um og hið nýja þjóðfélagsform hafi ekki á sér neina heildarmynd ennþá, heldur sé í mótun, stefnan sé óákveð- in og óttinn við gjöreyðingu eitri andrúmsloftið og menn freistist til þess að láta tölvuidjótiið ráða örlögum sínum í ýmsum grein- um. Höfundur álítur að bilið milli stefnu eða hugsjónar og aðferða breikki stöðugt í þeim ríkjum, sem telji sig marxistísk. Þar virð ist vald ríkisins eflast í stað þess að dragast saman. í lokakafla bókarinnar er fjallað um Marx og áhangendur hans, sem margt bendir til, að hann hafi álitið misskilja og rangtúlka ýmis atriði kenninga sinna. í lokin spyr Lefe bvre hvort fyrstu frávikin frá kenningum Marx um ríkisvaldið hafi ekki orðið meðal fylgismann hans meðan Marx var enn á lífi og að eins geti verið að hann hafi séð fyrir það afstyrmi, sem boðskapur hans varð í höndum lærisveinanna. Réttur skilningur á þjóðfélagskenningum Marx er til gangur höfundar með bókinni og samkvæmt þeim skilningi halda þær fullu gildi sem þjóðfélags- vísindi en framkvæmdin er ann- að mál. FOOD AND SOCIETY. Magnus Pyke. John Murray 1968. 30s. „Nú fyrst hafa næringarefna vísindin farið að gefa gaum að hegðunarháttum mannkynsins Það eru nýjar víddir innanþess- arar vísindagreinar, sem eklki hefur verið sinnt fyrr ... “ Þann- ig skifar Pyke í bók slnni um fæðu og þjóðfélag, sem er ein- mitt eftirtektarverð af þessum sökum. Hann rýnir ekki í grein sína eins og hún væri afskor- in frá öllum öðrum greinum, einstök og sérstæð, heldur teng- ir hana öðrum greinum mann- legs samf éj .ugs, þá ekki hvað sízt sálfræði. Höfundur segir frá mörgum dæmum um misskilning og hjátrú varðandi ýmiskonar fæðutegundir og hve snar þáttur venjur og trúarsiðir hafa átt og eiga í fæðuneyzlu mannkynsnis slíkt gangi nú undir öðrum nöfn- og ekki sízt nú á dögum, þótt um e,n hjátrú og hindurvitni. Auk þess að vera fróðleg er bókin mjög skemmtileg aflestr- ar. THE NEW THEOLOGIAN. Ved Mehta. Penguin Books 1968. 6d Höfundurinn er Indverji, fædd- ur í Lahore, stundaði nám við Oxford og Harvard háskóla og síðan ritstörf Hann hefur sem Indverji, sérstæða aðstöðu til þess, að skrifa um stefnur í guð- fræði nú á dögum. Bók hans er skýr og skilmerkileg svo langt sem hún nær. Hann ræðir við og túlkar kenningar þeirra guðfræð- inga, sem nú ber hæst svo sem Bonhoeffers, Bultmanns, Tillichs, Barths, Niebuhrs og van Burens. Höfundur notar skræðu biskups- ins af Woolwichs „Honest to God“ sem nokkurskonar stökk- bretti út í nútíma guðfræði. Bók- in er ágæt aflestrar og skýrir hinar ýmsu andstæðu skoðanir, sem einkenna þessa öld guðfræð- innar. TWENTIETH-CENTURY GER- MAN VERSE. Indrouced and edited by Patric Bridgewater. Penguin Books 1968. 8s6d. Safnandi og útgefandi bókar- innar er fyrirlesari í nútíma þýzkum bókmenntum við háskól fcnn í Leicheister. Útgefaindinn ritar ágætan inngang þar sem hann gerir grein fyrir vali sínu. Safnið hefst á Nietzche, enda er hann upphafsmaður nútíma ljóðlistaæ á Þýzkalandi eins og hann var frumkvöðull í svo mörgum öðrum andlegum hrær- ingum. Síðari hluti 19. aldar var ekki sérlega gróskumikill í þýzkri ljóðlist, það er ekki fyrr en með expressionismanum og Rilke og Stefan George sem #ýzk Ijóðlist hefst í svipaðair hæðir og frensk og ensik ljóð- list tímabilsins. Umbrotin í ljóð- list Þjóðverja, tilraunastarfsem- in og nýjar víddir hefjast með expressionismanum og síðan hef- ur þýzk Ijóðlist einkennst af ex- pressionisma eða fráhvairfi frá honum inn í hreina póseíu eða hermetisma. Kvæðin og ljóðin eru prentuð á þýzku og fylgja prósaþýðingar á etisku. THE TWO GENTLEMEN OF VERONA. Edited by Norman Sadners. — KING RICIIARD THE TIIIRD. Edited by E.A.J. Honigmann. The New Penguin Shcakespeare. Pcnguin Books 1968. 5s-5s. Tvö ný bindi Shakespeare út- gáfu Penguins forlaigsins, þá eru komin sautján bindi með þess- um tveimur. Af ódýrum útgáfum er þessi með þeim vönduðustu og það skaðar ekki að geta þess að bækurnar eru heftar en ekki límdar í kjölinn. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS i 23. febrúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.