Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 5
BÖKMENNTIR OG LISTIR ífaflja rjwTÆ- P ()»'' tFfja ^ ijjró ú Hann vann hjá Því opin- bera, sem er þó állténd skárra starf en að hengslast á Arnar- hóli jafnt um helgar sem virka daga eða þá að setja saman ó- hróður um heiðarlegar mann- eskjur sem kannski eru svo alls ekki til. Þetta var þesskonar maður að hann gat heitið allt milli himins og jarðar, þó tæplega Hrafnkell eða Skallagrímur. Vér nefnum hann því Jón. Það var einn dag að Jón þessi kemur heim úr vinnunni, svo sem hans var venja, arkar eftir götunni nákvæmlega eins og hann var vanur, umvafinn gráma hvundagsins og engum þrastasöng eins og góðskáldið mundi komast að orði um jafn ómarkverðan viðburð. Hann er svolítið súr á svipinn, en það telst heldur ekki til nýlundu. Þessi dagur hefur verið jafn leiðinlegur öðrum dögum, hann skynjar það af því að hann er löngu hættur að nenna að hafa fyrir því að hugsa það. Áfram labbar hann og hugsar ekki neitt, en skynjar hvað allt er ómerkilegt — nema ef vera kynni starf hans hjá því op- inbera sem getur þó ekki bein- línis talizt skemmtilegt. — En hvað er skemmtilegt? Einhver brjálaður maður hefur fundið upp þetta orð eða þá algerlega ábyrgðarlaus ungl- ingur. „Skemmtilegt!“ Hann heyrir sjálfan sig tauta þetta. Þetta er bæði fíflalegt orð og næstum því ósiðlegt. í einu orði sagt: óskemmtilegt. (Þetta var snjallt). Og nú ber mjög óskemmtileg- an hlut fyrir skilningarvit hans — það lýsir sér í því að hann fær uppstuð (hans eig- ið orðalag sem hann viðhefur í huganum) og veldur það ó- bragði í munni og leggur uppí nef sem einskonar sviði, en það ber afturámóti vott um að hann hafi komizt í nokkurs- konar geðshræringu eða öl’lu heldur að átt hafi sér stað í honum geðtruflun, þ.e. röskun á eðlilegri geðstillingu. Það sem veldur þessu er ókunnur mað- ur, sem stendur á skyrtunni uppi á kassa með húfu í ann- arri hendinni og jakka í hinni og æpir útí loftið. — Hvers- vegna æpir hann svona einsog fáviti? hugsar Jón með sér og hugleiðir ekki einusinni hver hann sé þessi ókunni maður eða hvað það er, sem hann er að brýna fyrir hundinum og krökkumum. Hann finnur greini lega til blygðunar, því einhver verður að skammast sín fyrir svona athæfi (það er þá sem hann fær uppstuð), og — ham- ingjan góða! — tvíburarnir, hans eigin börn, standa þarna einsog frelsaðir ídjótar! Hann fær aftur uppstuð og ætlar að sökkva niður í jörðina af ein- tómri velsæmiskennd. Kara að þau komi ekki auga á mig, hugsar hann með sér og tekst að gera sig enn ópersónulegri, er telja má kraftaverk útaf fyrir sig. Hann átti auðvitað við tvíburana, en hann skýldi aldrei hafa hugsað þessa hugsun því það var eins og við manninn mælt: stelpan leit við um leið og rak auð- vitað augun í pabba sinn. „Pabbi!“ æpti hún, „það er maður að halda ræðu!“ Minna mátti nú heyra! Hvurn fjandann þurfti hún að vera að blanda honum í þetta leiðindamál. Hann fær óhemju legt uppstuð og veit ekki hverju hann á að svara stelp- unni. „Það er alveg satt, hann er að halda ræðu“, kallar strák- urinn, því að hann veit sem er að honum er betur til þess trú- andi að segja sannleikann en stelpunni. „Hann er kominn úr jakk- anum!“ æpir stelpan æst. Hamingjan góða, hugsar Jón með sér, hvar endar þetta? „Engan hneyks'lar það þótt rétt skapaður karlmaður létti af sér klæðum að ofanverðu", þrumar prédikarinn á kassan- um og snýr nú máli sínu til stelpunnar og steitir til henn- ar jakkann sem hann heldur á, „hitt er verra þegar þér Só- dómudætur og Gómorru, sprangið um á svo stuttum pilsum að hillir uppundir sjálfa Blygðunina og það jafnvel þótt þér séuð ekki mannbærar orðn- ar!“ Verra gat það tæplega orð- ið! Hans eigin fjölskylda bendluð við hneyks'li! „Pabbi, hvað meinar maður- inm?“ æpir stelpan. „Og þér, feður, gangið sem í svefni og sjáið ekki ósómann þótt honum sé stillt upp fyrir framan nefið á yður!“ kallar þessi snarbrjálaði maður til hinnar sómakæru söguhetju vorrar og steitir í áttina til hans húfuna. Jón fær uppstuð og forðast að líta við. — Sjáið ekki ó- sómann! Hann sem er svo yfir- bugaður af návist hans að hann megnar vart að hreyfa fæturna til skiptis. Ekki verður þetta óþægilega atvik rakið hér nánar nema hvað Jón komst heim til sín, — hann er reyndar ekki fyrr kominn innúr dyrunum en hann tekur að skamma hina gæflyndu konu sína fyrir hitt og annað en þó einkum fyrir óþolandi framferði fyrrgreinds ræðumanns. J íú fór í hönd mikill regn- tími eða rosi eins og sumir kalla það. Þetta var reyndar mikil blessun, því að ræðuhöld und- ir berum himni mega heita úti- lokuð í slíkri tíð. Geðheilsa söguhetju vorrar fór nú líka dagbatnandi enda þótt hann fyndi sér ýmislegt til að nöldra útaf svo sem ábyrgu fólki sæm ir. En það var eins og við mann- inn mælt: hann var ekki fyrr hættur að rigna en viskíkass- inn var kominn á hvoif á sín- um gamla stað við götuna sem hetja vor trað minnst tvisvar á dag, maðurinn stiginn uppá SMÁSAGA eftir Odd Björnsson hann, jakkalaus og húfulaus og æfði róminn. Ekki var honum minna niðrifyrir en áður og ekki voru handleggjasveiflur hans síður ógnvekjandi í þetta sinn, það þótti hundinum að minnstakosti. Þeir sem höfðu fylgzt með fyrri ræðum þessa manns og meðtekið boðskap þeirra urðu samt meira en lit- ið undrandi og vissu raunar varla hvaðan á sig stóð veðrið. Olli þetta að sjálfsögðu and- legum óþægindum hjá þeim sem höfðu í iaumi sannfærzt um réttmæti fyrri prédikana, krakkarnir afturámóti tóku hinum nýja boðskap tveim höndum — það er að segja þau sem á annað borð botnuðu eitt- hvað í því sem maðurinn var að segja. Og hvað var hann svo að segja þennan sólbjarta síðsumai-sdag? í stuttu máli það að allt sem hann hafði áður sagt um stutt pils væri á mis- skilningi byggt, sem stafaði af ónógri þekkingu á málefninu. Nú hefðu hinsvegar augu hans opnazt fyrir dásemdum lifsins, sem skyldu vissúlega vera í sem minnstum umbúðum enda sízt af öllu ástæða til að hneykslast á því sem fagurt væri og mönnum tii unaðar. Þetta þótti Jóni afleit heim- speki og ill viðbót við annað athæfi hins geggjaða ræðu- manns. „Eins og þetta s é mér að kenna“, sagði gæflynda konan hanis. „Ég sagði það heldur ekki, ég sagði að þetta mætti ekki viðgangast — eða hvar held- urðu það þetta endi mann- eskja?“ hélt hann áfram að nöldra. „Hvað ætli ég viti það“, svar aði konan og virtist bara standa á sama. Og þannig héldu áfram sam- ræ'ður á heimili Jóns enda þótt í rauninni væri ekki hægt að ræða við þessa gæflyndu en að því er virðist ábyrgðarlausu koniu um mikilvæg málefni. Við kvöldverðarborðið segir stelpan eitt sinn við bróður sinn af gefnu tilefni: „Finnst þér mamma ekki sljó?“ „Hún er nú alltaf að búa til mat eða að vaska upp,“ svarar bróðirinn, sem fyrr reiðubúinn að finna öllum eitt- hvað til málsbóta. „Eins og hún þurfi að glata sómatilfinningunni við það,“ skrækti Jón. Ja, þetta var vel sagt! Stélp- an leit hreykin á föður sinn. „Nú hvað á ég svosem að gera?“ sagði konan ráðþrota. „Það er enginn að segja þú eigir að gera neitt, afturámóti er það lágmarkskrafa að þú sért hneyksluð", sagði Jón, rjóður af hugaræsing. „Það er alveg rétt“, sagði stelpan en strákurinn lét sér nægja að samsinna þessu í hjarta sínu. „Ég er hneyksluð", sagði þá konan og reyndi að sýnast hneyksluð, en það fór henni ekki vel. „Hún er ekki neitt hneyksl- uð, hún þykist bara vera það,“ sagði stelpan og horfði spennt á pabba sinn. „Hún getur nú vel verið hneyksluð þótt hún sýnist ekki vera það“, muldraði strákur- inn. Jón var orðinn fölur og fár. „Það er ekki til neins að ræða þetta má'l á þessu heim- ili“, sagði hann lágt og dálítið skjálfraddaður. „Allt henni mömmu að kenna!“ gall við í stelpunni. „Það er nú ekki alveg satt“, muldraði strákurinn. „Þú sérð það sjálfur“, sagði stelpan, „það er bókstaflega ekki hægt að tala við þessa manneskju." „Hún hefur nú samt sína kosti“, múldraði strákurinn og var farinn að kenna í brjóst um mömmu sína. „Eins og hverja?“ sagði stelp- an, 23. febrúax 10ÖB LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.