Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 3
MYNDLIST Císli Sigurðsson: LISTASAFN ALÞÝÐUSAM- BANDSINS SÝNING Á SAFNAUKA OG iLDRI VERKUM i i u eru nalega atta ar lið- in síðan Ragnar Jónsson af- henti Alþýðusambandi Islands 120 listaverk til eignar. Þessi stórhöfðinglega gjöf Ragnars, sem varla á sinn líka í okkar menningarlífi, hefur orðið uppi staðan í listasafni Alþýðusam- bandsins og á grundvelli gjaf- arinnar var safninu síðan sett skipulagsskrá. Gjöf Ragnars Jónssonar var á sínum tíma sýnd í Listamannaskálanum, en síðan hefur verið fremur hljótt um þetta safn, og ástæðan er vitaskuld sú, að það hefur ekki enn fengið húsnæði. Af þeim sökum er það fagnaðarefni, að nú hefur verið efnt til sýning- ar í Hliðskjálf á nokkrum hluta þessa safns. Síðan 1961 hefur það gerzt, að bæði hefur Ragn- ar Jónsson aukið við safnið góðum listaverkum og einnig hafa safninu bætzt verk frá listamönnum, og velunnurum. Þá befur safninu verið ánafn- að fé, en því síðan varið til kaupa á nýjum myndlistarverk- um. Það er einkum þessi viðauki við safnið sem til sýnis er í Hliðskjálf, og var sú ráðstöf- un eðlileg, þar sem búast má við að fjöldi fólks hafi ekki séð þau verk. Þá eru þarna einnig nokkur verk úr frumgjöf Ragnars Jónssonar. Að öllu samanlögðu verður að telja þessa sýningu hina merkustu, sem haldin hefur verið í Hlið- skjálf, en sýningarsalurinn hef- ur farið vel af stað og nú hef- ur verið aukið við hann all- miklu húsnæði, svo hægt er að koma þar fyrir allt að 50 með- alstórum myndum, án þess að verulega sé þrengt að þeim. I nnst í enda salarins blas- ir við stór mynd eftir Gunn- laug Scheving og tekur hún athyglina nokkuð frá öðru sem þar er í kring, bæði vegna stærðar sinnar og styrkleika. Scheving nefnir þessa mynd „Á stöðli“. Hún er máluð 1958 —59, og er í einu orði sagt stórfenglegt ævintýri. Þarna eru dulmögn íslenzkrar þjóð- sögu samankomin, kýrin sleikir sig meðan mjaltakonan mjólk- ar og barnið heldur á blómi. Scheving á þarna einnig tvær nálega tvítugar sjómannamynd- ir, en talsvert finnst mér vanta á að þær séu eins góðar. Mig minnir að stærstur hluti þess safns, er Ragnar Jónsson gaf 1961, hafi verið myndir eft- ir Jóhannes Kjarval. Aðeins tvær þeirra eru á þessari sýn- ingu, og það var auðvitað vel til fundið að hengja þar upp myndina, sem Kjarval málaði af Ragnari. Að vísu er mynd- in ekki vitund lík Ragnari; gefur ekki einu sinni minnstu hugmynd um hann, en allt um það er hún eitt frábærasta verkið í eigu safnsins. Ásgrímur er dálítið daufur á- sýndum i Húsafellsmynd sinni; hún er máluð á svipuðum slóð- um og hinar skrautlegu síðari tima myndir hans. Þetta er samt sem áður falleg mynd, en því miður í ljótum, útskornum skrautramma. Skammdegi á fjöllum er ein nafnfrægasta mynd Jóns Ste- fánssonar, máluð 1953. Formið minnir ósjálfrátt á síðustu mynd Van Goghs; vegurinn, sem þar rýfur miðju myndar- innar og endar í akrinum. Hjá Jóni er það dökkleit áin, sem rýfur miðflötinn, en snævi þak- ið heiðarlandslag sín hvorum megin. Þe>tta er magnþrungin mynd, full af dulúð og blæs á- horfandanum í brjóst þeirri sömu kennd, sem landið sjálft gerir í skammdeginu. Hestar heitir eina mynd Jó- hanns Briem á sýningunni. Hún er máluð 1961 og verður að teljast prýðisgott dæmi um síð- ari tíma myndir Jóhanns. Eins og oft áður hjá Jóhanni er meg inhluti myndarinnar einn órof- inn flötur og ofantil í þessum fleti mynda nokkrir hestar sterka andstæðu við gulan bak grunn. Eg er á þeirir skoðun að and litsmyndir Nínu Tryggvadóttur, sem hún málaði frá árunum um og eftir 1940 séu með því betra Hringur Jóhannesson: Grá hús sem íslenzk myndlist getur stát að af. Þeirra á meðal eru mynd ir af Ragnari Jónssyni og Steini Jón úr Vör UNGVIÐI Úr Ijóðaflokki trá 7943 áður óprentuðum Ekki get ég sagt neinum trá því Ekki get ég sagt neinum frá því og lýst því með orðum hvernig hún er, hvernig hún gengur, hvernig hún talar, þegar hún talar, hvernig augu hennar eru og hárið, hversu góð hún er, og þótt ég segði: Ég elska hana, myndi enginn skilja mig. Ég hef horft á stúlku Ég hef horft á stúlku og hún roðnaðá. Hún er ósnortin hendi nokkurs manns. Hver er ríkari en ég í dag? Vissi ég það áður að stúlka roðnar, ef ég horfi á hana? Brjóst hennar hreyfast og hún talar ekki. 23. febrúair 1000 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.