Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 12
ÞRENN JOL Á ÍSLANDI Eftir Ernst Molin, deildarstjóra Hjálprœðishersins á íslandi 1933—1936 Þegar þessar línur eru rit- aðar, eru rétt þrjátíu og fimm ár 'liðin frá þvi, er við kona mín stigum upp í lestina í Málmey í Svíþjóð (hinn 8. des. 1933), em þaðan áttum við að ferðast gegnum Hamborg alla leið til Reykjavikur til þess að taka við forystu Hjálpræðis- hersins á íslandi og í Færeyj- um. Þegar til Hamborgar kom stigum við um borð í íslenzkt skip, Goðafoss, sem átti að verða „heimili" okkar næstu níu sólarhringana á leiðinni til Reykjavíkur. Skipið átti að koma við í Hull á Englandi og það var síðasta skip til Is- lands fyrir jól. Þess vegna var mikill farmur með í ferðinni, svo mikill að við skildum varla hvernig hann komst fyr ir í þessu litla skipi. í Hamborg rigndi stöðugt og það var þoka og skipið lét ekki mikið yfir sér, þar sem það lá við hafnar- bakkann. Þetta varð löng og ströng ferð yfir hafið og það var þægileg tilfinning, sem greip okkur þegar við sigldum meðfram íslands- ströndum sunnudaginn 17. des- ember og nálguðumst Reykja- SVIPMYND Framhald af blaðsíðu 11. kænska, en ekki afrek hans í fjármálaráðherraembættinu, sem veldur því að Strauss nýt- ur álits á ný. Sem fjármála- ráðherra hefur hann ekki skar- að fram úr, og sjálfur hefur Strauss láið svo um mælt í blaðaviðtali í Der Spiegel (sem vatt bráðan bug að því að frið- mælast við hann ekki síður en aðrir), að hann liti nokkuð hlutlægum augum á þessa nú- verandi stöðu sína, allt öðrum augum en á embætti varnar- málaráðherra „þar sem ég gaf kannski of mikið af sjálfum mér.“ vík. Við áttum enn eftir tals- vert ófarið, þegar við greind- um hljómana frá lúðrasveit Hjálpræðishersins, sem kominn var niður að höfn til að taka á móti okkur útlendingunum. Þegar við stigum af skipsfjöl vorum við boðin velkomin af hundrað fólögum og það var sannarlega gott að hafa aftur fast land undir fótum, en vik- um saman vorum við haldin af sjóriðunni. Hér fannst okkur við vera stödd í nýjum heimi. Hið stórbrotna land, þessi fjöldi fjalla, hverirnir, eldgos- in og jarðskjálftarnir, allt var þetta nýtt. Gaman var að virða fyrir sér undirbúninginn undir jólin og allt, sem þá gekk á. Okkur þótti ótrúlegt, hve hér voru margar nýtízku verzlanir og hve allir virtust vel klæddir. Ég man einkar vel eftir fyrsta sunnudagaskólahaldinu hér og því hve börnin voru vel búin og frísikleg að sjá. Ýmsu skemmtilegu man ég einnig eft- ir í sambandi við þau þrenn jól sem við áttum á íslandi. Hjálpræðisherinn sá í þá daga um, að jólatré væri sett Og það má reyndar segja, að hann geri það enn. Enn hefur hann mestan áhuga á því, sem var einu sinni nefnt „æðri stjórnmál“ — samspil utan- og innanríkismála á æðsta vett- vangi. Þá fyrst taka fjármálin hug hans allan, er þau færast yfir á það svið, eins og núna í gjaldeyrismálunum, þegar Strauss lét til sín taka á vett- vangi alþjóðastjórnmála með því að koma í veg fyrir hækk- un þýzka marksins, og snið- gekk þá bæði þýzka utanríkis- ráðherrann og sannaði yfirburði Þýzkalands. í þessu nýja embætti sínu hefur hann meira að segja haft tíma til að skrifa stórt stjórn- málarit. Bókin er ekki verr upp fyrir utan Alþingishúsið. Við settum þá líka upp jóla- pottana okkar við ýmsar göt- ur í borginni. Það hefur lík- lega verið um önnur jólin, sem ég pantaði sjö metra hátt jóla- tré og aldrei hafði svo stórt tré komið til íslands. Mig minn ir, að hver metri hafi kostað sjö krónur — tré voru seld og borguð eftir metramáli. Á- höfnin á skipinu sem flutti það frá Danmörku hafði átt í tals- verðum erfiðleikum við flutn- inginn. Þetta tré prýddi síðan Austurvöll og þetta sama ár fékk ég stóra karameilupoka frá nokkrum fyrirtækjum til þess að gefa öllum góðum börn- um, sem komu að skoða jóla- tréð og það var svo mikil þröng í kringum mig að grind- verkið á Austurvelli var troð- ið niðuj- á kafla. Það var líka þessa daga, sem ég fékk leyfi hjá lögreglunni til þess að standa við jólapott- ana okkar ásamt aðstoðar- manni mínum Jóni Sigurðssyni (sem líkl. mun vera Jón Kristó- fer kadett, — þýð.) Þetta varð til þess að umferðartruflun varð umhverfis okkur. Eftir smástund, við höfðum tekið okkur stöðu við jólapottana, gengu lögregluþjónar upp að okkur og okkur var stungið inn í bíla og ekið upp á lög- reglustöð, fylgt þar fyrir lög- reglusitjóra þar sem við urð- um að taka ofan grímurnar. Við höfðum komið hvor í sínu 'lagi, og urðum meir en lítið undrandi að hittast þarna. En þetta bjargaðist nú allt, því að lögreglustjóri hafði aðeins gleymt að tilkynna lögreglu- þjónunum að við mættum leika jólasveina! Hið stóra, fallega jólatré hlaut sín örlög á nýársnóttina. Einhverjir unglingar höfðu skemmt sér við að kvekja í því. En al'lt það sem ég fékk að taka þátt í þessi tvö og hálft ár mín á Islandi, bæði í starf- inu í Reykjavík og á öllum ferðunum um landið og um- hverfis það, stendur enn ómáð í minni mínu og konu minnar. Og niú vildi ég riota tækifærið, sem gefst og færa, ásamt konu minni og börnum, en tvö þeirra fæddust í Reykjavík, vina- kveðjur öllum þeim sem kunna að minnast okkar. Sérstaka kveðju vil ég biðja fyrir til Svövu Gísladóttur, Brigadörs, svo og annara gamallla félaga í Hjálpræðishernum. skrifuð en gengur og gerist um slíkar bækur, og efni hennar er sannarlega áhugavert. Það væri að vísu ekki sanngjarnt að líkja henni við Mein Kampf — Því að höfundurinn er ekki nærri eins upptekinn af sjálf- um sér og stíllinn ekki eins í- borinn — en í bókinni lætur verðandi kanslari af undra- verðri hreinskilni uppi stefnu sína á stjórnmálasviðinu — og það væri synd að segja, að sú stefna væri ekki borin upp af metnaði. Bókin líkist Mein Kampf einnig að því leyti, að viss valdafíkn leynir sér ekki hjá höfundi, og hann fer held- ur ekki dult með and-komm- únískar og and-rússneskar skoðanir sínar. Strauss er enginn Hitler. Hann er hvorkl elnveldisslnni né harðstjóri. Hann er hlynnt- ur þingræði, þótt hann virðist kannski ekki alltaf lýðræðisleg ur. Hann er ekki hlynntur að- skilnaði eftir kynþáttum né er hann Gyðingahatari. Hann er enginn ósiðaður lýðskrumari — hann er menntaður, allt að því fágaður maður, sem kann vel að beita rökum í samræðum. Hann er ólíkur Hitler í því, að hann vill gjarna falla öðrum í geð. Hann er einnig harla ólík- ur honum að skapferli. Hann er kátur og glaðlyndur og kann vel að meta þær unaðssemdir er lífið færir honum í hendur — vissulega að ógleymdu vald- inu — en hann er ekki harð- geðja og veiklaður á taugum, knúinn af ástríðum hefndar og haturs eins og Hitler. Hann er ekki grimmlyndur maður, enda þótt hann geti stundum sýnt of- stopa. Það er samt ekki alveg út í bláinn, að óvinir hans bæði innanlands og utan bera hann hvað eftir annað saman við Hitler. Segja má, að ártalið 1945 hafi setzt að í huga Strauss af jafnmiklum þunga og ártalið 1918 hjá Hitler. Strauss er alveg jafnáfjáður og Hitler var á sínum tíma í að endur- reisa Þýzkaland sem stórveldi. En hann er nógu skynsamur til þess að sjá, að í þetta sinn geta Þjóðverjar ekki risið upp á ný hjálparlaust. Þess vegna er hann Evrópu-sinni. En lesi mað- ur bók hans niður í kjölinn, skynjar maður óhjákvæmilega þá von hans, að einnig í þetta sinn muni eggið geta kennt hænunni — að Evrópu verði stjórnað frá Þýzkalandi. Hann var einu sinni hlynnt- ur sambandi Atlantshafsþjóða, en treystir nú ekki jafnvel á Ameríkana og áður. Hann vill nú, að komið verði á sambandi Vestur-Evrópuríkja. Vestur- Evrópu á að vera ein ríkjasam- steypa og sjálfstætt stórveldi, en „auðvitað í náinni samvinnu við Bandaríkin“, að minnsta kosti í byrjun. Þetta ríkjasam- band Vestur-Evrópu á auð- vitað helzt að teygja sig um alla Evrópu með tímanum alveg upp að landamærum Rússlands. Rússland verður algerlega að einangra frá Evrópu. Rúss- land er höfuðóvinurinn. „Ev- rópa verður líka að taka á sig öll málefni Þýzkalands, að gæta hagsmuna þess og framfylgja kröfum þess. Þetta er ásteiting- arsteinninn. Þessar skoðanir Strauss hafa vissulega fengið hljómgrunn sums staðar. Hann höfðar til tilfinninga þeirra Evrópubúa, sem tekur sárt ósigur og hnign- um álfunnar. Þetta er vissulega staðreynd. En það eru fleiri hliðar á málinu. Það er líka staðreynd, sem er engu síður áþreifanleg, að mörgum ógnar sú tilhugsun, að Þýzkalandi eigi eftir að aukast ásmegin, margir draga andann léttar yf- ir því að þýzkt ofríki var brot- ið á bak aftur og kæra sig ekki um að heyja nýtt stríð til þess að tryggja sameiningu og veldi Þýzkalands. Strauss snið- gengur þessa afstöðu manna, en einmitt með þvi að snið- ganga hana eflir hann tals- menn hennar til andstöðu. Ákefð hans vekur tortryggni: áhugi hans á kjarnorkusprengj- unni gerir það einnig. Hvað eft- ir annað leggur hann áherzlu á, að Evrópa verði að ráða yfir kjarnorkusprengjum til þess að geta varið sig, og Þýzkaland verði að eiga hlut þar í. Og hvað gerist ef hin Evrópu- ríkin hafni þessari tillögu, eins og ástæða er til að ætla? Að vísu hefur Strauss aldrei svar- að þessari spurningu afdráttar- laust, en menn þykjast hafa ástæðu til að óttast, að Þjóð- verjar undir forustu Strauss munu framkvæma hana hjálp- arlaust. Guð forði okkur frá því. NOBEL Framh. af bls. 10 an, hafði vakið áhuga hans og í fyrsta uppkastinu að erfða- skrá sinni lagði hann svo fyr- ir, að auk stofnunar Nobels- verðlaunasjóðsins, skyldi fé varið til byggingar líkbrennsla í stórborgum. Þar sem hann átti engin börn sjálfur og Nobel-olíufé- lögin sáu vel fyrir fjölskyld- um bræðra hans í Rússlandi, var enginn réttmætur erfingi að auðæfum hans. Enda var Nobel því andvígur að arfleiða einstaklinga að of miklu fé. „Ég er sósíal-demokrati í húð og hár, enda þótt ég sé hófsamur í skoðunum", sagði hann við vin sinn árið 1896. „Einkum lít ég svo á að stór arfur sé ógæfa hverjum manni og ræni hann aðeins hæfileik- um sínum. Maður sem á mikinn auð ætti því ekki að láta nema lítinn hluta af honum renna til ættingja sinna. Jafnvel þótt hann eigi börn álít ég það rangt að færa þeim upp í hend- urnar stórar fjárfúlgur til við- bótar því sem nauðsynlegt er þeim til menntunar. Það elur aðeins á leti og hamlar heil- brigðum þroska á hæfileikum einstaklingsins til að skapa sér sjálfstæða tilveru.11 Nobel lagði síðustu hönd á erfðaskrá sína þann 27. nóvem- ber 1895 og undirritaði hana í Sænska klúbbnum í París, í við urvist fjögurra sænskra votta. Hann hafði skrifað hana sjálf- ur, án lögfræðilegrar aðstoðar. Hún er stutt plagg, 302 orð skrifuð öðrumegin á eina papp- írsörk. Hinn gamli ótti hans við að vera grafinn lifandi kemur aftur í ljós í erfðaskránni, þar sem lagt er fyrir að honum verði opnuð æð eftir andlátið, og lík hans brennt. Loks mælir erfðaskráin svo fyrir, að frátöldum nokkr- um smáupphæðum til einstakl- inga, að eignir hans verði seld- ar og andvirði ávaxtað á ör- uggan hátt en vöxtum af því verði skipt í fimm hluta, þann- ig: „Einn hluti verði veittur þeim manni, sem mikilvægasta uppgötvun hefur gert á sviði eðlisfræði, einn hluta fær sá sem er höfundur að mikilvæg- astri uppgötvun eða umbótum á sviði efnafræði, einn hluti renni til þess manns sem gert hefur mikilvægasta uppgötvun á sviði lífeðlisfræði eða lækn- isfræði, einn hluta fær sá, sem á bókmenntasviðinu lætur frá sér fara stórbrotnasta verk af hugsjónalegum toga, og, að síð- ustu renni einn hluti til þess 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. febrúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.