Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 7
Magnús Á. Árnason i_r j~l E f hægt er að tala um þjóðareinkenni, þá held ég að það sé trygglyndið, sem ein- kennir Frakka mest. Þetta rifj- aðist upp fyrir mér, þegar við hittum vin okkar, Samivel, aft- ur hér í heimahögum hans í Provence. Eins og mönnum er kunnugt, er Samivel höfundur bókarinn- ar L’Or d’Islande (Gull ts- lands) og kvikmyndar með sama nafni. Mér þykir því ekki ólíklegt að landar mínir hefðu gaman af að heyra eitthvað af honum, því við þykjumst líka vera vinir vina okkar. Barbara kona mín veitti Sami vel nokkra aðstoð meðan hann var að gera kvikmynd sína um ísland, og síðan höfum við haft stöðugt samband við hann og stundum hitt hann, þegar við höfum komið tii Frakklands, enda símaði hann til okkar undir eins og hann vissi að við vorum komin á þessar slóð- ir í byrjun október í haust. Síðan höfum við iðulega hitt hann, því ýmist hefur hann sótt okkur heim, eða sótt okkur heim til sín. Konu Samivels höfðum við ekki áður kynnzt, en hún gef- ur manni sínum ekkert eftir að rausn og myndarskap. Þegar þau til dæmis buðu okkur til kvöldverðar, þá var þar um að ræða franska matargerð eins og hún verður bezt og full komnust og vínin eftir því. Áður en Samivel gerði kvik- myndina og skrifaði bókina um ísland, hafði hann gert áþekk- ar kvikmyndir og bækur um Egyptaland og Grikkland, sem náð höfðu miklum vinsældum. Eitt kvöldið sýndi hann okk- ur ágrip af kvikmynd, sem hann er að gera um sitt eigið hérað, Provence. Provence er syðsta hérað Frakklands og nær yfir alla suðurströndina, milli landamæra Spánar og ítal iu. Loftslag er hér yfirleitt milt og landslag víða mjög fag- urt. Auk þess eru ótal staðir, sem eiga sér merkilega sögu, er rekja má aftur í gráa forn- eskju, að ógleymdu því, að hér bjuggu margir af frægustu pósíuimpressjónistunum: Céz- anne í Aix, Renoir í Cagnes, van Gogh í Arles og Gaugain um tíma. Samivel sýndi okkur að- eins einn áttunda hluta af þvi, sem hann er búinn að taka af kvikmyndum um þetta efni. Hánn á eftlr að klippa filmum- ar, velja og hafna og skeyta saman. En í þessum kafla, sem tók á annan klukkutíma að sýna, vom afar fallegir þættir, sem sýndu að listamannsauga hafði um þær fjallað: náttúm- fegurð, fornar byggingar, blóm og tré, fuglar og jafnvel skor- dýr. Nú er Samivel að semja bók um héraðið á svipaðan hátt og hann hefur áður gert um Egyptaland, Grikkland og ísland. Seinna bauð Samivel okkur með sér til Nice til að horfa á kvikmynd hans um skordýr- in. Hann sýndi myndina í ein- hverjum kvikmyndaklúbbi og aðsókn var það mikil, að taka varð fram alla aukastóla, en margir urðu frá að hverfa. Myndin hafði Samivel gert fyrir tíu árum, en aldrei sýnt hana opinberlega áður. Þar bar marga furðusýn fyrir augu og ekki laust við að hrollur færi um kvenfólkið, þegar þúsund- fætlan varð tveggja metra löng á tjaldinu. Tónlistin fylgdi hreyfingum dýranna ísmeygi- lega og jók á áhrifin. Myndin minnti dálítið á hinar frægu dýramyndir Walt Disneys, en tók þeim fram að sumu leyti. Að lokinni sýningu var Sami vel gerður að heiðursfélaga í þessum klúbbi. Eftir á lentum við í boði klúbbsstjórnarinnar. Þar liittum við meðal annars Comtesse Maeterlinch, ekkju hins fræga belgíska rithöfund- ar. Eflaust liefur gamla komið vegna áhuga manns hennar á skordýrum, en vinsælustu bæk- ur Maeterlincks eru um hvítu maurana og býflugurnar. Eftir að Samivel lauk við kvikmyndina um ísland og hafði sýnt hana víðsvegar, skrifaði hann sina fyrstu löngu skáldsögu, Fou d’Edenberg (Vit firringurinn í Edenberg), sem varð vinsæl mjög og kom til greina sem bezta skáldverk ársins við úthlutun stærstu bókmenntaverðlauna Frakk- lands, þó önnur bók yrði hlut- skarpari. Og svo var það á aðfanga- dagskvöld jóla að Samivel sýndi okkur sína frægu ís- landskvikmynd í vinnustofu sinni. Við liöfðum gott næði til að horfa á myndina, því við vorum aðeins f jögur viðstödd. Það er varla þörf á að taka fram, að myndin er falleg hvað landslag snertir. Er hægt að gera Ijóta kvikmynd af land- inu okkar? Myndin hefur ým- islegt annað sér til ágætis. Ég tók eftir að sömu efni eða skyld, voru dregin saman, t.d. fossar og fallvötn, berg og hraunmyndanir, hverir, laugar og geysar, fuglalíf o.s.frv., svo að myndin verður að nokkru leyti kerfisbundin. Auk þess fáum við nokkra hugmynd um fyrsta fund Iandsins, uppruna fslendinga í Noregi og sigl- ingar fornmanna til Grænlands, Marklands og Vínlands. Sjálf- ur teiknaði Samivel Sánkti Brendan þar sem hann kemur á skipi sínu til íslands og sér þáverandi Surtsey rísa úr hafi og djöflana æða út úr gignum. Samivel gaf okkur frummynd- irnar við þetta tækifæri. Það sem mér þótti einna at- hyglisverðast við myndina var það, hvað liöfundinum varð úr forngripunum á þjóðminja- safninu. Þeir nrðu mikil mynd- arprýði. Ég held að útlending- ar meti þessa dýrgripi okkar meira og betur en við gerum sjálfir. Tvær af vinkonum okkar koma fram í myndinni, þær Líney Jóhannesdóttir sem mjög svo tragísk fomaldarkona og Bryndis Schram — sem Bryn- dís Schram, elskuleg og yndis- leg eins og hún -er. Aldrei hefur Samivel gleymt sínum góða vini, Lofti Bjarna- syni. Samivel langaði til að sýna hvalveiðar, en hafði verið neitað í Hvalfirði um leyfi til að fara út með hvalveiðiskipi. Ég fékk þá sameiginlega vin- konu okkar Lofts, unga og fal- 1-ega stúlku, til að fara með okkur á fund hans. Loftur tók málaleitan okkar vel og þegar hann var búinn að samþykkja að Samivel fengi að fara út með hvalveiðiskipi, sagði hann: „Þú ert helvíti góður, lagsmað- ur!“ — og klappaði Samivel svo duglega á bakið, að minni maður hefði rokið um koll, en Samivel er stór maður og þrek- inn, sem sé „þéttur á velli og þéttur í lund“. — Því miður þótti mér sárt að sjá drápið á þessum stóru, vamarlausu skepnum. Eitt var það sem Samivel fannst vanta í myndina, en það var Surtseyjargosið. Surt- ur fór ekki að gjósa fyrr en eftir að Samivel hafði verið hér á landi í tvö sumur. Hann hafði hvorki aðstæður til eða efni á að koma til landsins í þriðja sinn. Ég leitaði þá til okkar snjallasta myndatöku- manns, að hann léti Samivel fá ofurlítinn bút af hans mörgu filmum af Surtseyjargosinu, en sá góði maður neitaði. Samivel fékk samt tilboð frá öðrum manni, en það var svo hátt, að ekki var viðlit að ganga að því. Landinn reyndist ekki sérlega hjálplegur í þessu til- viki. Ég spurði Samivel, hvað hann væri oft búinn að sýna þessa kvikmynd. Ekki vissi hann það, aftur á móti sagðist hann vera búinn að sýna hana á mcira en 500 stöðum, í Frakk- landi, Belgíu og Sviss. Það er engin smáræðis landkynning. Æskilegt að tal myndarinnar, sem er auðvitað á frönsku, væri þýtt á önnur tungumál, svo sem ensku, spönsku og þýzku, svo að hún fengi ennþá víðtækari útbreiðslu. Roquefort-les-Pins, 30.—31. jan. 1968. IJr íslandsbók Samivel: Sauðfé 23. febrúar 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.