Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1969, Blaðsíða 4
Sverrir Haralðsson; Gata og hús Steinarr, en þær eru ekki í eigu safnsins. Aftur á móti er hér ein úr þessum flokki; and- litsmynd af Halldóri Laxness, máluð 1942. Þetta er aldeilis frábært portret, skemmtilega stíl fært og kunnáttusamlega málað. Mynd Gunnlaugs Blöndals af Jónasi Jónassyni, bónda á Hnjúki í Vestur Húnavatnssýslu er að sumu leyti dæmigerð fyrir portret listamannsins. Þó er hún tæplega með þeim sætleika í lit, sem spillir sumum ö'ðrum myndum hans. Mér er ekki kunnugt um, hvenær þessi mynd er máluð; ef til vill hefur hún verið góð á sínum tíma, en mér virðist hún talsvert í ætt við nútíma myndskreytingar í myndablöðum. Eigi að síður er þetta lifandi mynd. Hver gæti málað sjófugl úti við sjóndeildarhring og látið þá verða álíka stóra og húsin í forgrunni myndarinnar annar en ísleifur Konráðsson. Mynd sú er listasafn Alþýðusambands ins á eftir ísleif, á að sýna Grímsey á Steingrímsfirði, mál- uð 1961. Þar eru bátar að koma úr róðri, myndarlegir sjófugl- ar tróna á eyjum oK skerjum í langri fjarlægð, en næst á myndinni er allmikil þyrping húsa, sem helzt gefur hugmynd um miðaldaborg í Þýzkalandi. í þessari mynd er sannarlega mikið samankomið af því bams lega og óspillta sem einkennir ísleif. Arthúr Ólafsson: Draumurinn um Monu Lisu og miklum mun síðri en flest- Þetta ágæta safn ætti skilið að eiga betri mynd eftir Ágúst Petersen en þá hina stóru mynd, sem hann nefnir Tröllin á Kili. Mér finnst hún fremur slöpp elnhverskonar stlrmelkl hlaup- inn í teikninguna, sem stórspill- ir myndinni. Að sumu leyti finnst mér þessi mynd minna meira á byrjendaverk úr skóla en ávöxt af mikilli og lag- Einar Hákonarson: Um Adam og Evu Kristján Davíðsson: Enn syngur vornóttin og miklum mun sfðri en aðrar myndir sem ég hef séð eftir Ágúst. Vissulega er fróðlegt að bera saman myndir Þorvalds Skúla- sonar frá 1942—1966. Þar hefur sannarlega orðið breyting á. Hitt er svo annað mál, að ég er ekki viss um að sú breyting hafi orðið til verulegs ávinn- ings fyrir listamanninn. Þó er bæði erfitt og óæskilegt að standa í stað og sumir ná sínu bezta á unga aldri. En það á þó fremur við um ljóðskáld en málara. — Sjóvinna, mál- uð 1942 sýnir glöggt til- finningu Þorvaldar fyrir fígúr- unni, afli hennar og rytma. Sjó mennirnir sveigjast eins og balletdansmeyjar í pastelmynd- um Degas, vinnan leikur í höndum þeirra, eins og myndin hefur leikið í höndum Þorvald- ar. í abstraktmynd þeirri frá árinu 1966, sem Þorvaldur nefn ir Flug, finnst mér aftur á móti vinnri leit þroskaðs listamanns. ÖUu markvissari virðist mér mynd Jóhannesar Jóhannesson ar, A gatnamótum, málúð 1961. Þetta er algerlega abstrakt verk í geómetriskri útfærslu, og hefur að minnsta kosti skreytigi'ldi. Greinileg áhrif frá klettum og landslagi koma fram í Há- göngum Svavars Guðnasonar, sú mynd er máluð 1947, þegar gómetriska abstraktstefnan átti hug og hjarta svo margra mál- ara. Svavar bætir samt and- liti ofarlega í myndina og get ég ímyndað mér að það eigi að gefa hugmynd um klettadrang og setja myndina í samband við landslagið. Annars fannst mér myndin furðulega hrá í lit, og önnur mynd eftir Svavar máluð 1958, gat tæplega talizt vel uppbyggð, en liturinn jafn hrár. Miklum mun betur út- færð í lit þótti mér abstrakt- Framh. á bls. 10 Halldór Laxness Steinn Steinarr Gunnar Gunnarsson Þórbergur Þórðarson Jón úr Vör Hannes Pétursson Thor Vilhjálmsson SJÖ ÍSLENZK SKÁLD I NORRÆNU SAFNRITI Áke Runnquist: Moderne nordiske litteratur gennem fire ártier. Fin- land, Island, Norge, Sverige. Gylden- dals Ugleböger 1968. Áke Runnquist, höfundur þessarar bókar, er fil. kand. 1945, var ritstjóri og' er nú framkvæmdastjóri Bonniers bókaútgáfunnar í Stokkhólmi. Bókin kom upphaflega út á sænsku árið 1966 og voru danskir rithöfundar með í þeirri útgáfu, en í þessari dönsku út- gáfu hefur þeim verið sleppt, en sænsk- ir teknir með í staðinn. Dönsku þýð- inguna gerðu Susanne og Erik C. Lind- gren. í þessari handbók er fjallað um 131 Norðurlandahöfund og í tíma miðað við fjóra undanfarna áratugi, eins og tit- illinn gefur til kynna. Að vísu efnir höfundur minna en hann lofar hvað jsnertir bókmenntir íslands og Finn- lands, og gerir hann raunar grein fyr- ir því strax í formála. Þar ræðir hann ástæður sínar fyrir vali á rithöfundum í bókina og segir: „Valið á finnskum og íslenzkum rithöfundum hefur að nokkru verið háð því, sem til er eftir þessa höfunda í danskri, norskri eða sænskri þýðingu — þar sem þetta er handbók ætluð til uppsláttar, og ekki bókmenntasaga.“ Að öðru leyti tekur höfundur skýrt fram, að persónulegt bókmenntamat hafi ráðið valinu, en ekki nein tröllatrú á norrænni sam- vinnu eða önnur annarleg sjónarmið, skáldverk sé engan veginn neitt áhuga verðara, þótt það sé skrifað í nágranna- landi. „Að mínu áliti er aðeins eitt sem ræður í slíkum málefnum: Eru þetta góðar bækur? Eiga þær erindi til mín? Get ég haft ánægju af að lesa þær?“ íslenzkir rithöfundar, sem fjallað er um í þessari handbók eru sjö talsins: Gunnar Gunnarsson, Halldór Kiljan Laxness, Hannes Pétursson, Steinn Steinarr, Þórbergur Þórðarson, Thor Vilhjálmsson og Jón úr Vör. Gerð er grein fyrir persónulegum ritferli skáld- anna, metin staða þeirra í bókmennt- unum og að nokkru gerð tilraun til að skipa bókmenntaframlagi þeirra í stærra þjóðfélagslegt samhengi. Fæ ég ekki betur séð en þar sé fjallað um af kunnáttu. Talin eru upp verk þeirra, og þó að það hafi ef til vill ekki verið ætlun höfundar að hafa þá upptaln- ingu tæmandi, hlýtur þó að vekja furðu, að síðasta bók Jóns úr Vör er talin vera „Með örvalausum boga“ (1951) og að sleppt skuli t.d. Brekku- kotsannád í upptalningu á verkum Hall- dórs Laxness, svo að eitthvað sé tínt til. En þó ánægjulegt sé að sjá íslenzka höfunda í riti sem þessu, má ekki gleyma því, að hér er sjór af fróð- leik um flesta samtímahöfunda á hinum Norðurlöndunum, samankominn á einn stað, í ódýrri og handhægri útgáfu. sv. j. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. febrúar 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.