Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 1
Friedrich de la Motte Fouqué var um skeið einn frægasti rit- höfundur Þjóðverja. Hann var uppi 1777—1843. Skrifaði hann aðallega riddarasögur, en hafði mikinn áhuga á germanskri fornöld og norrænum bók- menntum. Hann var náin vin- ur E. T. A. Hoffmanns, sem Lesbókin birti greinar um ný- lega. Er höfundur var að vinna að þeim, kom það óvænt í ljós, að Fouqué þessi hafði verið kjörinn heiðursfélagi Hins ís- lenzka bókmenntafélags 1820 og skilið eftir sig spor í ís- lenzkum bókmenntum. * egar ég var að kynna mér hinar ýmsu heimildir um furðumanninn E.T.A. Hoffmann vegna greina minna um hann nýlega í Lesbókinni, kom mér í rauninni fátt á óvart. Það mikið vissi ég um hann fyrir, að ég tók ýmsum hlutum sem næsta eðlilegum, sem hefðu ver- ið mjög ótrúlegir, ef einhver annar en Hoffmann hefði átt hlut að máli. Þó var mér að sjálfsögðu margt nýtt, svo margt, að ekki var það einungis, að ein grein yrði að tveimur, heldur var ég kominn í hinn mesta vanda við að ljúka þeim. Því að þeim mun betur sem ég kynntist Hoff- mann gegnum hinar fjölmörgu heimildir, sem ég kannaði ítar- lega, þeim mun ófullkomnari fannst mér sú mynd, sem ég gerði af honum með þessum greinum. Þegar maður kynnist manni að einhverju marki, verður mað- ur fljótt var við vini hans, ef hann á nokkra. Og Hoffmann átti marga og þar af nokkra mjög góða. Sinn góðvinahóp gerði Hoffmann heimsfrægan undir nafninu „Serapionsbræð- ur“, sem var samheiti fjögurra binda af smásögum hans.Þeir vinirnir voru um skeið tíðir gestir í kránni Lutter og Wegn- er í Berlín og naut hún frægð- ar Serapionsbræðra, meðanþeir enn hittust þar, og síðan enn í 125 ár, eða þangað til húsið var lagt í rúst árið 1945. Hin- ir síðustu gestir voru óboðn- ir, stormsveitarmenn, og þeir voru miklar andstæður hinna göfugu riddara rómantíska tíma bilsins. Samtímagestur hjá Lutter og Wegner hefur lýst klæðaburði Hoffmanns svo, að hann hafi ávallt séð hann í brúnum, síð- um lafafrakka, gulum nankins buxum og í rósóttu vesti. Þann- ig klæddur hefur Hoffmann síð- an verið mér fyrir hugskots- sjónum. Og ég sé hann lifandi fyrir mér benda mér með fjör- ugum leik andlitsvöðvanna, eins og hann sjálfur kallaði það, á mann, sem situr við hornborð þeirra, mann, sem hann segist endi'lega þurfa að kynna mig fyrir, og það er hátíðleg glettni í svip hans: Friedrich baron de la Motte Fouqué. Og í rauninni var það Hoff- mann, sem kynmti mig fyrir baron de la Motte Fouqué. Án Hoffmanns myndi ég aldrei hafa kynnzt honum. Ég er sannfærður um það. Og ég er honum þakklátur fyrir, því a’ð EFTIR SVEIN ÁSGEIRSSON, HAGFRÆÐING - FYRRI HLUTI Samtímamynd af Foqué eftir Veit, þýzkan málara og vin Fouqés. ég hef haft mikla ánægju af kynnum mínum af Fouqué. Og eins og menn brátt hljóta að verða mér sammála um, þá tel ég það skyldu mína gagnvart hinni miklu bókmenntaþjóð minni að gera uppskátt um þessi kynni. Hoffmann kom mér sann- ax-lega á óvænt með þennan barón de la Motte Fouqué. Ég vissi það um hann fyrir, að hann hefði samið ævintýrið „Undine“, sem vinur Hans Hoff mann, byggði samnefnda óperu sína á. Hafði Fouqué einnig ort óperutextann. En hann reynd- ist einnig vera sá hinn sami Fouqué, sem hafði skrifað bók- ina „Ferðir Þjóðólfs íslend- ings“, sem kom út árið 1815 eða árið áður en Undine var frum- sýnd. Það var sú bók, sem vakti foi-vitni mína á Fouqué, þótt ég þættist vita, að þessi Islendingur hans væri ekkert nema nafnið. Eg fór á Landsbókasafnið til að skoða bókina, en þræddi um leið af ræ'lni þau spor, sem ég þar gat fundið eftir Fouqué. En þá kom ýmislegt óvænt í ljós. Ég varð eigi lítið undrandi þegar ég komst að raun um það, að Friedrich barón de la Motte Fouqué hefði verið kjörinn heið urslimur Hins islenzka bók- menntafélags 1820! Og við undrun mína átti þó nokkuð eftir að bætast. Þessi aldavinur Hoffmanns, sem é g hafði svo oft rekizt á, þegar ég var að kynna mér ævi hans, hafði skilið eftir sig greinileg spor í íslenzkum bókmenntum. Honum þótti slíkur sómi að þessu heiðurskjöri Bókmennta- félagsins, að hann orti mikla drápu, sem í voru 21 erindi, og sendi félaginu, sem lét sér- prenta hana. Hét drápan: „Is- land. Ein skaldengruss.“ ís- land. Skáldakveðja. B jarni Thorarensen s'var- aði drápunni fyrir hönd Bók- menntafélagsins með kvæðinu: „íslands Riddari", og er það 17 erindi. „Bragningur í brynju“, þannig hefst kvæðið, og þessi bragningur er sem sagt Fouqué. f kvæðabók Bjarna Thoraren- sens, sem út var gefin 1847, stendur þessi skýring undir heiti kvæðisins: „Ort 1821 til Friedrich de la Motte Fouqué til svars uppá kvæði frá hon- um: „Island. Ein Skaldengruss." En í þeirri útgáfu er einnig annað kvæði, sem heitir „fs- land“, og í sviga fyrir neðan stendur: (brot). í útgáfu kvæð- anna 1884 segir svo í athuga- semdum aftan við kvæðin, að kvæðið sé „brot og sýnist vera þýðing.“ Það stendur heima, því að þetta er einmitt þýðing á skáldakveðjunni góðu frá Fouqué! Þetta er þó aðeins þriðjungur hennar, 7 erindi af 21.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.