Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1969, Blaðsíða 13
heyrír Brynhildur Buðladóttir til hvílu sinnar og hlær. Þá segir Gunnar Gjúkason maður henn- ar: „Eigi hlær þú af því að þér sé glatt um hjartaræbur, eða því hafnar þú þínum lit. Ok mikit foraff ertu, og meiri ván, at þú sér feig, ok engi væri mak- legri til at sjá Atla konung drepinn fyrir augum þér, ok ættir þú þar yfir at standa. Nú verðum vér at sitja yfir mági vorum og bróðurbana." Sigurffur Sigurmundsson Hvítárholti. Horft um öxl Framb. af bls. 5 sýnd með því, að virðuleg frú ráðherrans er í för með honum. Kæru heiðursgestir .heim- an um haf! Návist yðar færir Island nær oss, og oss nær Is- landi, lætur oss finna glöggar og sterkar ti'l djúpstæðra tengsla vorra við móðurjörð vora og feðrafold. Réttilega segir Jóhannes skáld úr Kötl- um í ffigrum íslendingaljóðum sínum 17. júní 1944: Land míns föður, landið mitt, laugað biáum straumi: eilíft vakir auglit þitt ofar tímans glaumi. Þetta auglit elskum vér, — ævi vor á jörðu hér brot af þínu bergi er, blik af þínum draumi. Og mikið fagnaðarefni má oss íslendingum báðurn megin hafsins vera það, að nú renna fleiri og fleiri stoðir undir brúna yfir hafið vor í milli, og eins og vera ber, byggist sú brú báðum ströndum. Er vér af sjónarhóli hálfrar aldar afmælis félags vors, horf um um öxl, spyrjum vér með listaskáldinu og þjóðvakning- armanninum Jónasi Hallgríms- syni: „Hvað er þá orðið okk- ar starf?“ — „Höfum við gengið til góðs götuna fnam eftir vegi?“ Starfssaga Þjóðræknisfélags- ins er of atburðarík og of mörg- um þáttum slungin til þess, að henni verði gerð nokkur skil í stuttri hátíðarræðu. En lesi ménn þá sögu, einis og hún er skráð í forsetaskýrsluim, skýrsl um deilda. og þingtiðindum fé- lagsins í Tímariti þess, fullyrði ég hiklaust að svarið við spurniingum skáldsins verður já kvætt. Þjóðræknisfélagið hefir unnið mörg og mer'kileg störf, þrátt fyrir það, sem ekki komst I verk eða betur hefði mátt fara. En því er nú einu sinni þannig háttað í lífi einstaklinga og féiagsheilda, að djúp skilur drauma og athafnir, eða eins og dr. Sigurður Nordal orðar það spaklega í fleygri fer- skeyt'lu: Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettunia dreymir. Og hvað sem öðru líður, þá á Þjóðræknisfélagið enn miklu hlutverki að gegna í menningar- lífi vor Vestur-íslendinga og í samvinnumál'um við ísland. Ef til vill, aldrei fremur en ein- mitt nú. Það er sú lögeggjan til dáða, sem ómar oss í eyrum á þessum tímamótum í sögu fé- lags vors. Svo vil ég nær málálokum lesa kvæði, sem ég hefi ort til félagsins, og mefnist „Frum- herjar félags vors“, en þar hefi ég leitast við að túlka hugsjón- ir þeirra, þakkarhuga vorn til þeirra, og minnt á þá eggjan, sem dæmi þeirra ætti að vera oss. Og svo að málsl'Okum þetta: Enn standa í góðu gildi áminn- ingarorð Arnar skálds Arnar- sonar í stórbrotnu „Ljóðabréfi til Vestur-íslendings“, sem ort er sérstaklega til skáldbróður hans Guttorms J. Guttormsson- ar, mikllsvirts félagsbróður vors og velunnara félags vors, en talar um leið til vor allra fslendinga vestan hafs: Og lengi mun lifa í þeim glæðum, sem landarnir fluttu um sæ. Þeim ÍSlenzku eðliskostum skal aldrei varpað á glæ. Þótt djúpir séu At’lanzálar, mun átthagaþránni stætt. Það tekur tryggðinni í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt. í fjötrum Framh. af bls. 5 hafa aldrei gengizt undir slíka lækningu og geta ekki losað sig við þær siðareglur sem þeir hafa vanizt, enda þótt þeir vilji. Að þessu leyti er reginmunur á ein- ræðissögu Hitlers og Stalins, og' þjóðanna, sem bjó við einræði þeirra. Refsingum var komið fram við glæpum nazismans með ósigri. — nazisminn varð að af- plána ósigur ef svo mætti að orði komast, — með öllum þeim þjáningum sem ósigri fylgja. Og eftir ósigurinn voru höfuðglæpa- mennirnir látnir sæta dauðarefs- ingu og þúsundir samverkamanna þeirra voru dæmdir í fangelsi. Enginn vill halda því fram, að lækningin hafi verið fullkomin, sn þýzkt þjóðlíf tók þó miklum stakkaskiptum til hins betra. Glæpir Stalins voru hins vegar krýndir sigurkórónu Hann sjálfur og fylgismenn hans tóku sinn skerf af stríðsfengnum og vel það. „Blessun' einræðis hans var lögð á aðrar þjóðir, sem síðan var stjórnar af eftirlætisnemendum Stalins. Eftir dauða hans var hann að vísu fordæmdur opinberlega, en engum dettur í hug að halda því fram, að nokkur alger breyting hafi orðið, á borð við þá sem varð í Vestur-Þýzkalandi. Enginn sam- verkamanna Stalins hefur verið leiddur fyrir rétt. Enginn hefur hlotið dauðadóm fyrir glæpina (nema ef til vill ólöglega og að viðhöfðum þeim aðferðum sem Stalin tíðkaði í Rússlandi). Ég er viss um, að í dag njóta margir fyrrverandi fangabúðaforingjar allra beirra hlunninda, sem Sovét- ríkin búa öldruðum mönnum, sem eiga allt gott skilið af ríkinu. • E iga menn þá að draga þá ályktun að blóði drifinn arfurinn frá Stalin hvíli eins og mara yfir Sovptríkiunum og forráðamönnum har sé ókleift að losna við hann? Én held að svarið verði játandi. Bók Conguests svnir svo ekki verður um villzt að stjórnarfars- renlum Stalins verður ekki beitt nema með kúmin oq gerræði, — og bað gerræði i sinni dýrsleg- ustu mvnd. Atburðirnir í Tékkóslóvakíu sýna líka greinilega, að engin ástæða er til að álíta að leiðtogar Sovétrikjanna hugsi á nokkurn hátt öðruvísi í dag, jafnvel þótt þeir virðist stundum ráðvitltir, vegna þess að aðgerðirnar fara þeim klaufalega úr hendi og ónýt- ast. Ég held því, að við verðum að gefa upp alla von um aukna sam- stöðu og skilning á milli Austurs og Vesturs í náinni framtíð, enda þótt sú von hafi víða kviknað með mönnum síðustu árin. Menn á Vesturlöndum verða að láta fara fram endurmat á afstöðunni gagn- vart Sovétríkjunum. Þeim, sem til þess veljast vildi ég gjarna gefa þessi orð Georges Kennans í veganesti. Þau eru úr bók hans „Minningar" og hann lýsir þannig þeim áhrifum, sem hann varð fyrir í Moskvu. þegar „hreinsanirn- ar" stóðu sem hæst: Enda þótt ég dáðist að leið- togum Sovétrikjanna fyrir hug- rekki þeirra og stjórnmálalega einurð, hryllti mig við öðrum hliðum á stjórnmálarekstri þeirra, alkunnu hatri þeirra og fyrirlitningu á miklum hluta mannkynsins, ótöldum hryðju- verkum, sem unnin voru í þeirra nafni, kröfu þeirra til þess að vera álitnir óskeikulir í öllum sinum gerðum, henti- stefnu þeirra og óbilgirni virð- ingarleysi þeirra fyrir sannleik- anum, laumungarráðunum og valdafíkninni, sem oft var sveipuð gerfi háleitrar hug- sjónalegrar sannfæringar. Ég burðaðist því ekki með neinar gyllivonir, þegar ég kynntist fyrirbærinu Stalinisma nánar á árunum eftir 1930, þegar Stalinismi var í hvað mestum algleymingi. En þó hlaut öllum að ofbjóða. Má vera að á fyrstu árum Sovét- kerfisins í framkvæmd hafi einhvers staðar leynzt leifar af þeirri trú, að þjóðfélaginu mundi síðar verða gagn að áþjáninni og ofbeldinu sem hún bjó við. En í Rússlandi „hreinsanatímabilsins" blasti hvarvetna við ruddamennska, blygðunarleysi óð uppi og al- menn mannréttindi voru fótum troðin. Stórþjóð sat hneppt í fjötra ótrúlega slægviturs mik- ilúðugs en yfirmáta miskunnar- lauss hrottamennis. Niðurlæg- ing Rússlands varð mér æ augljósari þessi ár sem ég dvaldist í Moskvu. Hvert áfall- ið öðru verra reið yfir og greipti þær hryllilegu myndir i huga mér, sem óafmáanlegar eru. Einn aðalkosturinn við bók Conquests er sá, að við getum tileinkað okkur svolítið af þeirri reynzlu, sem hafði slík áhrif á Kennan. Menn skyldu vona að hún opni augu manna fyrir því sem Kennan hefur viljað halda fram: Að allt samneyti við So- vétríkin verður að grundvallast á okkar styrkleika og hinni fyllstu varúð. SKULDASKIL Framh. af bls. 5 hófu mig upp og allt í einu var ég staddur á tindi Sínaífjalls, þar sem fótspor guðs liggja. Loftið vair hrenmi- steinismengað, varir míriar bruninu eins og þær yrðu fyrir þúsundum ósýnilegra neista. Ég opnaði augun. A ldnei hafði ég eða hið innst í mér glaðzt svo yfir ómennskri sjón, sem var eitis og sköpuð handa hjarta mínu. Þessi sýn var án vatns, án trjáa, án fólfcs. Án vonar. Hér finnur örvænting- arfullt eða stolt hjarta hina stærstu hamingju. Ég leit á klettinin, sem ég stóð á. Tvær djúpar skoruir höggnar í granítið hlutu að vera spor spámamnsins með lúðurinn, sem beið þess að hið soltna dýr kæmi til baka. Hafði hann ekki skipað því að bíða á tindi Sínaífjalls? I>að beið. Ég beið einnig. Ég beygði mig yfir hyldýpið, hlustaði. Skyndilega, langt, langt í fjarska heyrðist bergmál af þungu fótataki. Einhver nálg- aðist og fjöllin skulfu. Nasa- vængir mínir titruðu — loftið var mettað ólykt. Hann kemur — hann fcemur, hvíslaði ég og reyrði beltið fast ar utan um mig eins og til þess að vera viðbúinn bardaga. Ó hvað ég hafði þráð þetta aúgnablik. Loksins að standa. augliti til auglitis við þetta gráðuga villidýr frá frumskóg- um himnanna, án þess að þessi samvizkulausa veröld stæði á milli og villti mér sýn. Augliti til auglitis við hið ósýnilega, óseðjandi. Hinn ástríka föður, sem étur börn sín, varir hans, skegg og neglur bróði drifið. Djarflega skal ég tala til hans, kunngera honum þjáning ar mamnkynsins, fuglanna, trjánna og steinanna — við erum öll sammála. Við viljum ekki deyja, ég held á bæna- skjali, sem við höfum öll sfcrif- að undir, tré, fuglar, dýr og manneskjur, og við óskum þess ekki, faðir að þú étir ofckur, ég er ekki hræddur að afhenda það. Ég talaði, ég bað, og ég reyrði beltið fastara. Og þá, meðam ég beið var eins og jörð- in bifaðist og ég heyrði þung- an andardrátt. — Það er hann, hann er kominn, hvísl- aði ég. Það fór hrollur um mig og ég sneri mér við. En það var ekki Jehóva, Je- hóva var það ekki, það varst þú, ættfaðir minmar hjart- fólgnu krítversku moldar, og þú stóðst frarmmi fyrir mér, strangur aðakm'aður með sítt snjóhvítt skegg, með þurrar samanbitnar varir seiðandi, logandi augnaráð og timian- rætur fléttaðar í hár þitt. Þú leizt á mig, og eins og þú sást varð mér ljóst að þessi heim- ur er ský, hlaðið stormum og eldingum og þar er engin björg uinarvon. Ég leit upp, horfði á þig. Mig langaði til að segja við þig* Finnst engin björgun, kæri ættfaðir? En tunga mín var límd við góminn. Mig langaði að koma nær þér, en hnén voru mátt- laus. Þá réttir þú út höndina eins og til drukknandi manns og reyndir að bjarga mér. Ég greip strax um hönd þína, sem vair klistruð mörgum litum, eins og þú værir enn að mála, hún var brenmandi heit. Ég snerti hönd þína, safnaði nýj- um fcröftum og hita frá henni, ég gat talað. — Elskaði ættfaðir, sagði ég, — gí'fðu mér ráð! Hann brosti, lagði sína hönd á mína, og hönd hans v»r ekki hönd, heldur marglitur eldur, loga/rnir læstu sig um mig, alla leið inn í heila. — Farðu eins langt og þú kemst, sonur minn! Rödd hans var djúp og dimim eins og hún kæmi frá undir- djúpum jarðar. Hún þrengdi sér inn í minn innsta skiln- ing, en hjarta mínu hlýmaði ekki. — Herra, sagði ég, — gefðu mér ráð, enn þá erfiðara, enin- þá kritverskara! Og í sömu andrá, um leið og ég sagði síð- ustu orðin fór eldsbjarmi um loftið, minn ósigrandi herra með timianræturnar í háriniu hvarf mér og á tindi Símaí- fjallis var aðeins eftir rödd, upphafin, voldug, skipandi rödd og loftið titraði: — Farðu Lengra en þú kemst! Ég vaknaði af svefninum hræddur. Það var þegar kominn dagur. Ég fór fram úr, gekk út að glugganum, út á svalirn- ar. Það var hætt að rigna. Steimarnir hlógu og gljáðu. Blöð trjánna voru þung af tárum. — Farðu lengra en þú kemist! Það var rödd þín, enginn annar á jörðinni hefði talað svo karlmannlega, enginn ann- ar, óseðjandi herra! Ert þú tkki hinn vonlausi, ó- dýrkaði leiðtogi minnar land- varnarskyldu ættar? Og erum það ekki við, hungruð, særð, heimsk og þrá, sem höfum yf- irgefið hið þægilega líf og allt öryggi, þú gengur á undan og við flykkjumst á eftir þér til þess að yfirstíga takmörkin? Bjart andlit örvæntingarinn- ar er guð, bjart andlit vomar- innair er guð. En þú, herra, skipar mér að fara amnan veg, handan vonair og örvæntimgar. Ég horfi í kring um mig, ég horfi inn í sjálfan mig, dyggð- in er komin á villigötur, rúm- ið og efnið er vegvillt. Skyn- semin verður aftur >að ná völdum og skapa ný lög og reglur. Heimurinn þarfnast full kom>niara samræmis. Þa'ð er það, sem þú vilt og þangað akipar þú mér og hefur ævinlega gert. Daga og nætuir heyri ég skipun þíma, ég barð- ist fyrir því að komast þang- að sem ég ekki komst, ég hafði gert það að köllun minni. Hvort ég kemst eða ekki, það átt þú að segja mér, ég mæti þér augliti til auglitis. Foringi, orustan er á enda, ég stend reikningsskil. Það er hér, sem ég hef barizt, og þann ig hef ég barizt hér, ég hef særzt og svikið — en aldrei fánann! Tennurnar glömruðu aif angist, en ég batt rauðan klút um ennið, svo emgimn sæi blóðið og ég barðist ótrauður. Hverja einustu ögn af kraim- inni sál minni mun ég rífa í burtu, þar til einnig hún verð- ur moldarhnaus, hnoðaður saman úr tárum, svita og blóði. Ég get sagt þér það um bar- áttu mína að mér hefur létt. Ég kasta dyggðimni, smániinni og sannleikanum frá mér eims og byrði. Hvernig gazt þú skap- að Toledo í stormi? Eims og svört ský umkringd gulum eld- imgum er sál mín. Þú færð að sjá hana, þú munt vega hana milli augnabrúna þinna, sem eru eins og sverð að lögun, og þú munt dæma hana. Manstu hina þýðingarmjklu setningu okkar Krítverja? — Snúðu aCtur til staðarims, þair sem þú brást, og fcveddu það. sem þér lánaðist. Ef ég hef brugðizt, þá vil 20. apríl 1909 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.