Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1969, Side 2
ÞJÓÐARMORÐ
búa á þeim tímum. „Yndisleg-
ar stúlkur", skrifar hamn í lok
bréfs síns til konungs, eins og
hann væri að skrifa góðkunm-
ingja og svallbróður, „eins og
villtir fuglar eða dýr, litrík-
ari og lostugri en þau sem lifa
ófrjáls."
Það var ekki síður framkoma
Indíánanna sem Evrópumenn-
irnir voru hugfamgnir af. Væri
dáðst að einhverri hálsfesti
þeirra eða öðru skrauti úr
skeljum eða fjöðrum, sem þeir
báru, var það óðara rétt fram
sem gjöf og lagskonur var öll-
um frjálst að taka sér til lengri
eða skemmri tíma. Hinar hug-
djarfari af Indíánakonunum
komu og neru sér upp við fót-
leggi sjómannanna og létu
í ljósi hrifningu sína yfir skjót-
um og ótvíræðum viðbrögðum
þeirra.
Slíkt örlæti var heillandi í
augum þessara fulltrúa hafta-
og ágimdarþjóðfélags Evrópu.
Skýrslugerðarmaðurinn fyllti
hverja síðuna eftir aðra með
lofi um Indíánana. Hið eina
sem á skorti til að þarna væri
hið fullkomna mannlega sam-
félag, var trúin á hinn eina
sanna Guð. Og þair eð umskum
tíðkaðist ekki á meðal þessa
fólks, lá í augum uppi, að það
var hvorki Gyðingar né Mú-
hameðstrúar og því ekkert til
fyrirstöðu að boða því rétta
trú. Við fyrstu messugjörðina
krupu hinir hæversku og tillit-
sömu Indíánar á kné við hlið
Portúgalanna og kysstu bros-
andi róðukrossana, sem að þeim
voru réttir. Þar sem samræður
urðu að takmarkast við bend-
ingamál, voru Portúgalamir
Kaimamura-höfðingi með höfuðskraut úr arnar- og páfagauka-
fjöðrum. Hann er lánsamur að fá að vera óáreittur í Xingu-þjóð-
garðinum — í trúboðsstöðvunum eru öll hátíðahöld bönnuð.
ekki grunlausir um að trúboðs-
starfi þeirra væri í einhverju
áfátt, og þegar flotinn hélt frá
landi voru tveir refsifangar
skildir eftir til að annast um
trúmál hinna innfæddu.
Það var bréf Caminhas sem
varð Voltaire hvatning til að
móta kenningu sína um hinm
veglynda villimann. Þarna var
maðurinn saklaus eins og barn
í móðurkviði — virtist jafnvel
undanþeginn bölvun frumsynd
arinnar. Indíánamir, sagði í
fyrstu skýrslunum, þekktu
hvorki glæpi né refsimgar. A
meðal þeirra voru engir böðl-
ar eða pyndingameistarar —
engir fátæklingar. Þeir umgeng
ust hver amnan, börn sín —
jafnvel skepnur sínar — af
stöðugri ástúð. Þeir áttu eftir
að verða fórnarlömb atburða-
rásar, sem ekki var á valdi
hinna aðdáunarfullu gesta.
Spánverjar og Portúgalar
voru orðnir að afætuþjóðum,
sem ekki gátu lengur séð fyr-
ir sér sjálfar.
Hin frjósama jörð heima fyr-
ir lá auð og yfirgefin, áveitu-
kerfin sem Márarnir létu eftir
sig voru látin grotna niður og
bændurnir reknir nauðugir til
bardaga í endalausum styrj-
öldum sem þeir áttu ekki aft-
urkvæmt úr. Efnahagsleg öfl,
sem hinir hvítu landkönnuðir
hefðu aldrei getað gert sér
grein fyrir, áttu eftir að breyta
þeim í morðimgja og þrælahald-
ara. Hinir inmfæddu gáfu ör-
látum höndum og innrásarmenn-
imir hrifsuðu til sín í græðgi
það sem að þeim var rétt. Þeg-
ar ekkert var eftir til að gefa
hófust manndrápin og þræla-
haldið. Á næstu öldum „þyrmdi
yfir meginland Ameríku af
þeim hamförum, sem þróun
vestræmnar menningar hafði í
för með sér fyrir svo mikinn
hluta saklausra jarðarbúa,"
eins og Claude Levi-Strauss
orðaði það 400 árum síðar.
Frásagnir biskupsims Barto-
lomeo de Las Casas sem var
sjómarvottur að níðingsverkum
Conquistadoranma ofbjóða
ímyndunaraflinu. Þar hlýtur að
hafa farið fram al-stórfelldasta
útrýmingarherferð allra tíma
og það er eitthvað fjarlægt og
þokukemnt við hrollvekju í svo
tröllslegum mæli. Tölur missa
merkingu síma og allt rennur
saman í vantrúarmóðu í huga
mamns, þegar lesið er um fjölda-
brennurnar, fláningarnar, kvið
risturnar og limlestingarmar.
Tólf milljónir manna voru
líflátnar, segir Las Casas, flest-
ir á hroðalegan hátt. „Herrann
virðist hafa gætt þetta fólk
slíkri auðmýkt og blíðlyndi, að
það líkist mest lömbum, og
herraþjóðin réðst á það af
grimmd úlfa eða tígrisdýra ...
Eg hef horft á Spánverjana
siga á fólkið grimmum og hungr
uðum hundum, sem rifu það í
sig ... Þeir brenndu svo marg-
ar borgir og þorp að mér er
ómögulegt að muna tölu þeirra
... Og þetta gerðu þeir allt án
nokkurs tilefnis, af einskærum
illvilja". Indíámarnir voru strá
drepnir hvar sem til þeirra náð
ist, hvort sem það var á eyj-
unum í Karabíska hafinu eða á
láglendimu með strandlengj-
unni. Brazilíu-Imdíánium var
forðað frá útrýmimgu af hita-
beltisfrumskógi á stærð við
meginland Evrópu og hálfri
milljón fermílma kjarr- og mýr-
lendis suður af homum — himu
svonefnda Mato Grosso, sem
varðveitt hefur leyndardóma
sína svo vel fram á vora daga,
að landkönnuðir á borð við
Fawcett höfuðsmamn hafa týnt
þar lífi í leit sinni að gullnum
ævintýraborgum.
Þeirra, sem eltu Indíánana
inin í frumskógimn biðu marg-
falt verri hættur en eiturörv-
ar hinna innfæddu. Kláðamaðk
urinn verpti eggjum sínum
í húð þeirra; flugnategund ein,
sem nærist á yztu himmum aug-
ams, oBi blimdu; býfhigur sett-
ust í kekkjum á slímhúðina í
mösum og munnvikjum; eld-
flugur gátu orsakað tima-
bundna lömun og padda ein,
sem hafðist við í þökum yfir-
gefinna Indíámakofa, gat dott-
ið niður á sofandi mann og
drepið hamn með einu biti. Auk
þessa voru svo allar hinar
„venjulegri“ hættur af eitur-
slömgum, kóngulóm, sporðdrek-
um af öllum stærðum og gerð-
um, í ánum voru mannætu-
fiskar, rafmagnsálar og fleiri
skaðræðisdýr.
Þeir eimu, sem auk Indíán-
anma tókst að komast gegnum
frumskógimn og halda lífi þar,
voru svertingjar þeir, sem síð-
ar flýðu umvörpum úr mámum
og sykurekrum hvítu þræla-
haldaramna og mynduðu hinar
svokölluðu quilombais eða
strokuþrælanýlendur.
Næstu þrjár aldir dró mokk-
uð úr morðumum og þrælahald-
inu, en einungis vegma þess að
nú voru færri Indíánar til að
myrða og hneppa í þrældóm.
Miklir leiðangrar, sem gerðir
voru út til að ná í vimnuafl
halda plantekrumum í Maran-
hao og Pará, eyddu öll hin að-
gemgilegri þorp við helztu hlið-
arvötm Amazon-fljótsims og sagt
er að mamnfall hafi orðið meira
en átti sér stað í þrælaverzlun-
inni við Afríku. Þeir sem
sluppu við plantekrumar, höfn
uðu oft á Jesúíta-jörðumum,
trúarlegum fangabúðum þar
sem aðbúnaður var sízt betri
og refsað var fyrir smáyf-
irsjónir með hrottalegum hýð-
ingum og iranilokun. „Sverðið
og járnstafuriran eru bezta pré-
dikunin", sagði Jesúíta-trúboð-
inn José de Anohieta.
Á nítjándu öld var komið
einskonar ömurlegt patt í ref-
skákina. Indíánaþrælar voru
ekki jafn auðfemgnir og áður
og með aukinni vimmuhagræð-
imgu og fylgjandi verðfalli á
negmm frá vesturströnd Af-
ríku — sem allavega þoldu
vinnuna betur — var stoðum
kippt undan innlendri þræla-
verzlun. Og um leið og Indíán-
inn missti gildi sitt sem nytja-
vara, var hægt að líta til hams
með augum döggvuðum af vikt-
oríanskri rómantík. Að minnsta
kosti ein skáldsaga var skrif-
uð um hann, fljótandi af mærð
og tilfimnimgasemi í anda „Síð-
asta Móhíkanams". Hagnýtari
afstaða var aftur tekin í gúmmí
kapphlaupinu mikla um alda-
mótin, þegar það uppgötvaðist
að hinn meinlausi og snotri
Indíáni var miklu betur fall-
inn til að leita uppi gúmmítré í
frumskóginum heldur en svert-
imgjarnir. Á meðan heimurinn
leit undan voru allar gömlu
pyndinga- og ofsóknaaðferðirn
ar teknar upp að nýju þar til
samvizkan vaknaði aftur til
lífsins við að gúmmíævintýrinu
lauk og Indíámafriðunin gekk í
gildi.
Gúmmíævintýrið í Brazilíu,
sem hófst með tilkomu bifreið-
arinnar og gúmmíhjólbarðamna
og þeirri staðreynd að hevea
tréð á bökkum Amazonfljóts
gaf af sér langsamlega bezta
gúmmíið, sem fáanlegt var, á
sér enga hliðstæðu í sögu Vest-
urlanda nema ef vera skyldi
gullæðið í Klondyke. Miðdep-
ill þess var borgin Manaus,
sem risið hafði á dögum þræla-
veiðanna þar sem mætast stór-
fljótin Amazon og Rio Negro
en féll síðar í niðurníðslu til
jafras við himn þverrandi áhuga
á framleiðslu heraraar. Hún reis
nú upp endurnærð af nýrri
blóðgjöf og breyttist í einni
svipan í suðræna Gómorru. Ný
ríkir gúmmífurstar böðuðu sig
opinberlega í kampavíni og
sendu föt sín í þvott til Ev-
rópu, frúr þeirra létu leggja
gerfitennur síraar demöntum og
meðal annars lúxusvamings
sem fluttur var iran, voru reglu-
legir skipsfarmar af pólskum
jómfrúm, 13 ára að meðalaldri,
sem kostuðu um £500 (á raú-
verandi gengi) fyrstu nóttina,
þar sem kyramök við jómfrú
voru talin óbrigðul læknimg við
kymsjúkdómum. Næstu nótt var
verðið lækkað niður í tuttug-
asta hluta þessarar upphæðar.
Illræmdaista af hinum brazi-
lisku gúmmífélögum var Perú-
amska Amazonfélagið, sem olli
alheimshneyksli vegna uppljóstr
ana Sir Roger Casement um
það bil sem vindurinn var að
fara úr brazilísku gúmmíblöðr-
unni í samkeppmi við hinar
nýju, malajisku gúmmíplant-
ekrur. Þegar samvizkan tók
aftur að bæra á sér í yfirvof-
andi efnahagshmni og Brazil-
íumemn höfðu vanizt þeirri til-
hugsun, að auðsæld þeirra
yrði emdaslepp, fóru þeir að
reikna út kostnað hennar
i mararaslífum, í ljósi þeirrar
staðreyndar, sem nú var öllum
kunn, að Perúanska Amazonfé-
lagið eitt hafði raunverulega
látið myrða 30.000 Indíána. Sög
ur gengu af gúmmífélögum sem
gerðu út menn til hausaveiða í
frumskóginum og var þeim
gert skylt að hafa með sér
heim höfuð þeirra Indíána, sem
þeir höfðu drepið og hlutu
laun sín samkvæmt því. Starfs-
meran gúmmífélaganna akemmtu
sér við að kvelja og drepa
Indíánaþrælana og gruraur lék
jafnvel á að sum félögin hefðu
ekki vílað fyrir sér mamnát, en
notað veiklaða og vinnutrega
þræla til eldis starfsmöraraum
sxnum.
Nú var Brazilía enn komin
með samvizkubit út af Indíán-
unum og löggjafar henmar á-
minntu hver anraan og vitrauðu
í hin göfugu orð José Bonifa-
cio árið 1823, sem felld höfðu
verið inn í stjórnarskrána: „Við
megum aldrei gleyma því,“
sagði Bonifacio, „að við erum
valdaræningjar í þessu landi,
né heldur hirau, að við erum
kristnir memn.“
Hugarástandið var albúið til
heitstreraginga um að ekkert
þessu líkt mætti nokkru sinni
eiga sér stað aftur og Vernd-
unarþjómustan — einstæð í ná-
ungakærleika sínium í sögu-
Ameríku — var stofnuð árið
1910 undir forustu Marshall
Rondon, sem sjálfur var Indí-
Framhald á bls. 11.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
22. júraí 1969