Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1969, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1969, Page 6
 Halldór, Olafur og Helgi undir eilifðarhjóltnu, sem á að minna þá á hjartavernd. I baksýn er lista- verk tríósins „Frjáls túlkun“. KVOLDSTUND ME-Ð RÍÓ TRÍOI Þeir eru snyrtilegir, ungir menn, vel greiddir, segjast vera hógvœrir og dagfarsprúðir og œtla að halda áfram að syngja saman Eftir Hönnu Kristjónsdóttur HÚSIÐ lætur lítið yfir sér, hvar það kúrir í hlýlegum hvammi, lengst inni á Kópavogshálsi, og útsýnið er ekki slorlegt; grænair grundir og skreiðartrönur hinum megin lækjar. Það kom í ljós, að ég var á réttri leið, í æfingabækistöðvar RlÖ-tríósins. Þegar inn kemur blasir við mikil dýrð — fyrir utan tríóið sjálft og hljóðfæri þeirra — hugmyndaflugið hefur bersýnilega fengið að leika lausum liala; þéttriðin net með veggjum, glermyndin Nátt- vísa, horn, sagt komið frá Saxlandi, geitarhausinn Lúðvík og vinur hans Stalín, sem er feiminn að eðlisfari. Yfir dyrum digrari kaðl- ar en ég hef áður augum litið, rósapúðar á bekkjum og yfirlýs- ingar af ýmsu tagi á veggjunum. A kringlóttu borði er stytta af hermanni með alvæpni, hún var skírð „Karl Sighvatsson legg- ur til atlögu“ meðan ég staldraði við. Inn af stofunni er barinn Þurriður. Þar reka gestir væníanlega fyrst augun i listaverkið „Frjáls túlkun" sem þeir félagar máluðu í myrkri og féllu í stafi þegar birti og þeir sáu hvað þama hafði verið skapað. I loftinu er eilifðarhjólið, það stendur kyrrt. Ofnarnir eru málaðir skærgulir, vegna þess að upphitunin er biluð og gult er svo hlýr litur. Þeir hcita Helgi Pétursson, Halldór Fannar og Ölafur Þórð- arsson og eru allir um tvítugt. Þeir hafa sungið og spilað saman í fjögur ár og segja, að tríóið hafi orðið til, þegar þeir voru í gagnfræðaskólanum í Kópavogi og datt í hug að æfa skemmti- atriði fyrir árshátiðina. Síöan fóru þeir að koma fram víðar, í Glaumbæ, á Sögu, og þannig hlóð þetta smám saman utan á sig og nú láia þeir sig ekki muna um að þeytast landshornanna á milli og syngja. — Hvernig lög voruð þið með fyrst? Ólafur: Bandarísk þjóðlög — í svipuðum dúr og allir slíkir hópar spreyta sig á í byrjun. — En niúma? Halldór: Við erum komnir nær eingöngu út í gamanvís- ur. Þær falla í góðan jarðveg. — Iðulega syngið þið á skemmtistöðum, þar sem gestir eru meira eða minna hýrir af víni. Hefur það truflandi áhrif á flutning ykkar? Helgi: Það fer stundum í taugarnar á okkur, ef það er slæmt. Við erum hættir að koma fram á stöðum, þar sem áhorf- endur eru mjög skæðiir. Halldór: Það vantar ekki fagnaðarlætin, þegar við erum kynmitiir. Þau eru jafnvel enm meiri, þegar við förum. Helgi: Okkur líkar einna bezt að skemmta í unghjónaklúbb- um eða þar, sem fólkið er á aldrinum 25—35 ára og hefur ekki komið á staðinn með það eitt fyrir augum að drekka sig fullt. — Þið hafið vakið eftirtekt fyrir að vera snyrtilega til fara og vel greiddir. Hefur ykkur aldrei langað að safna hári og kllæðasit rósajökikunn? Ólafur: Nei. Við erum svo penir. Halldór: Þó var ég með skegg í fyrra. Helgi: ÁS'tæður eru fyrir því eins og öðru. Fjárhagslega séð er þetta betra en glamra beat í 3—4 tíma. Auk þess er sköpunarþörfinni veitt meira svigrúm. Við útsetjum sjálfir, kóperum ekki eftir erlendum plötum. Við ferðumst meira en við gerðum ella, kynnumst öllu mögulegu fólki. Og hættan á sitöðnium eir e.t.v. eklkii eiins mikiil, iþví aið vi!ð þumftum að vera í sífelldri endurnýjun. — Þið sögðuð gamanvísur? Hafa íslenzkir hlustendur húm or? Halldór: Ja, eiinis og ailiir vi'ta hefur íslenzkur húmor löngum verið þekktur fyrir klámkennt ívaf. Við getum ekki gengið framhjá því. — Var ekki talað um, þegar þið byrjuðuð, að þið hefðuð gengið í smiðju til Savanna- tríósins? Ólafur: Jú og ka'nmski eðlá- legt, þar sem hljóðfæraskipun okkar er sú sama og var hjá þeim. Og við -eiruim Mkia penir eins og þeir. Framlag Savanna tríósins var mjög gott, en laga- val þeirra og flutningur var raunar allt öðruvísi. Um það leyti, sem þeir hættu var þjóð- liaigaimairkiaðiuir tæimidiur að siirani. — Eruð þið taugaóstyrkir, þegar þið komið fram? Halldór: Jú, því er ekki að neita. Ólafur: Hjá mér lýsiir það sér þannig, að ég missi matarlyst- ina nokkrum klukkustundum áð- ur. Auk þess verð ég ákaflega syfjaður. Helgi: Það eir bótin, að oik.k- ur tekst venjulega að vekja hann, áður en á sviðið kemur. — Þið hafið ferðazt talsvert um landið? Ólafur: Við höfuim þeytzt um allt. Nema Austfirði. Þar eig- um við enn ónumið land. Halldór: Feirðiailiögiin gieita ver- ið einkar lærdómsrík og skemmtileg. Og áhorfendur eru aldrei eins. Við vorum á Ak- ureyri, þegar við byrjuðum með grínkvæðin og skynjuðum þá mögiuLeikiana á grímd og sptaiugi íkiá okikur sjáMium — fór- um að gera dáLítið grín h.ver að öðruim. Helgi: Fólk hefuir yinidi af því ef skopast er af öðrum. — Vill þetta ekki stundum rekast á skóla og nám? Halldór: Jú, ónieiitiamilegia. Helgi: Enda einum vJð ekki í sérstöku dálæti hjá skólastjór- um og kennurum. — Eruð þið dýrir skemmti- kraftar? Ólafur: Ég heild eikki. Það fer dálítið eftir því fyrir hverja við spilum og hversu fjölmennt er. Halldór: Ef teikiið er tillit til að við erum aldrei skemur en viku að æfa hvert lag, þá er ljóst að við höfum ekki auðæfi sem erfiði. En enginn okkar er harður bisnessmaður og okkur líður ákaflega illa, þegar að því kemur að gera upp. — Haigið þið sömigiSiknáinini ettir Iþví fyirir hiverja þið slkeimimtið? Ólafur: Jú, 'það er auigljóst. í fyrra skemmtum við norræn- um lýðháskólaunglingum og leituðum þá langt aftur í gaml- ar söngskrár okkar, tókum fram þjóðlög og fleira, sem við höfðum ekki flutt lengi. Það mæltist ágætlega fyrir. Og svo kynntum við á dönsku. Helgi: Og það er Lukkan, skilurðu, að fá að tala tungum. — Haifið þið sikeimmt u/tam Lamdissteimia? Halldór: Við fórumi með Æskulýðssambandinu í reisu um Noreg, Danmörku, Svíþjóð og Þýzkaland fyrir tveimur ár- um og komum fram á nokkrum stöðum. Þar fluttum við aðal- lega íslenzk þjóðlög. — Og undirtektir? Halldór: Góðar. Þetta var mikil gleðiferð. Og eins og þar stendur: solen skinnede og pig- erinie var s& stmulkike. — — Ég heyri á þessu og ýmsu. sem ég hef ekki skrifað, að þið eruð hressir ungir menn, sem viljið njóta lífsins lystisemda. Ilelgi: Um það má dieila Tveir eru trúlofaðir. — Hvað hafið þið haft þetta húsnæði lengi? Ólafur: Tvö og hállfit ár. Halldór: Góðmr kummimgi léði okfcuir þalð. Við imin- réttuðum allt sjálfir. Þetta er forn sumarbústaður og hafði staðið lengi auður. Allt var í 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. júnú 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.