Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1969, Side 4
—
SVIPMYND
•Hinn sautjánda september
fyllir Stirling Moss fertugasta
árið. Nú eru liðin sjö ár frá því
hann lenti í bílslysi því í Good-
wood, sem batt enda á kapp-
akstursferil hans. Þess slyss
sjást nú orðið fá merki í fram-
göngu Moss, enda þótt hann
hafi að sjálfsögðu ekki farið al-
gerlega varhluta af þeim. Hann
man t.d. ekkert, sem gerðist dag
inn fyrir slysið og heldur ekki
fyrsta mánuðinn eftir það. En
að öðru leyti hefur minni hans
fremur batnað en hitt. Hann
hefur endurheimt jafnvægis-
skynið og sjónina, og fer allra
sinna ferða óhindraður. Hann
hefur aðeins hægt á ferðinni.
Hann kveður ekkert geta komið
í stað þess lífs, sem hann lifði
áður fyrr.
Moss býr í einbýlishúsi í
skugga Hiltonhótelsins í May-
fair í London. Dagskrá hans er
á þá lund, að hann vaknar um
áttaleytið og fær sér kaffibolla
og greipaldin með, les blöðin
og fer yfir bréf. Síðan les hann
fyrir inn á segulband við rúm-
stokkinn. Stundarfjórðungi yfir
klukkan níu er hann kominn á
skrifstofu sína á neðstu hæð-
inni. Yfir skrifborði hans hanga
tvö bílslys. Þau eru til minja
um tvö slys, sem því nær höfðu
kostað hann lífið. Moss fæst nú
við ýmiss konar viðskipti og
skriftir en saknar alltaf öðru
hvoru síns fyrra starfs. Hann
telur sig hafa verið gæfusam-
an að velja kappakstuirinn, og
kveðuir hann kjörið starf ó-
kvæntum manni. Honum fylgi
engin ábyrgð nema gagnvart
manni sjálfum, en hins vegar
mikil spenna, ferðalög, veizlur
og viðkynning.
— Sá hluti ævi minnar var
varðaður kappökstrum og veizi
um. Ævinlega var ég að fara í
minn mikilvægasta kappakstur.
Og ég tefldi alltaf til sigurs. Ég
mat ákaflega mikils æsinginn,
sem fylgdi því að keppa til sig-
urs. Á samanlögðum ferli mín-
um hitti ég fjölmarga hrað-
skreiða náunga en færri baráttu
menn. En sumum er brýn nauð-
syn að sigra Ég er einn þeirra.
Ég hef nú þekkt Moss í fimmt
án ár. Það var í september árið
1956, að við lá, að hann hræddi
úr mér líftóruna í Goodwood.
Þannig var, að svo hafði talazt
til milli okkar, að hann æki mér
eins hratt og honum sýndist í
Aston Martin DB3S bifreið og
ég reyndi að festa mér áhrifin
í minni og gera síðan grein um
ferðina fyrir The Sunday
Times. Mér leizt prýðilega á hug
myndina, þar til kom að því að
leggja skyldi af stað. Samt
girti ég skálmarnar mður í sokk
ana og reyrði hjálmólina undir
hökuna. Því næst vissi ég varla
STIRLING SS
# FERTUGASTA HRINGNUM
Brezki blaðamaðurinn Godfrey Smitli segir frá kynn-
um sínum af kappaksturslietjunni frægu.
af, fyrr en við vorum komnir
vel á veg út í buskann.
Fyrsta hugsun mín fjallaði
um það, að Moss væri orðinn
bandóður. Bíllinn þeyttist á því
líkum hraða í fyrstu beygjun=,
að ég var viss um, að honum
hvolfdi. Það ískraði ámáttlega í
hjólbörðunum og ég fann sviða
lykt.
Ég áttaði mig ekkert á um-
hverfinu í þessum fyrsta hring.
Ég segi ekki, að ég hafi lokað
augunum en vil heldur ekki
þræta fyrir að hafa kiprað þau
saman!
Þegar maður ekur á eðlileg-
um hraða varðar landslagið veg
inn og skógar, akrar og engi
líða hjá í þægilegum straumi.
En nú sá ég aðeins glefsur og
brot. Ég sá ekki betur, en veg-
urinn sveiflaðist til eins og ólm
slanga.
I fyrsta hringnum fórum við
út af og æddum gegnum gras-
lendið. Moss hafði orðið á smá-
skyssa vegna þyngdar minnar
Hann áttaði sig miklu fyrr á
þessu, en flestir hefðu gert og
ákvað að vinna það upp, sem
tapazt hafði. Hann reyndi því
ekki að þröngva bílnum í beygj
una, heldur snarsneri í hina átt-
ina og út í grasið. Þetta uppá-
tæki skelfdi mig ekki sérlega.
Ég hafði þegar reynt hitt og
þetta. En fleira fylgdi. Brátt
missti ég allt tíma- og staðar-
skyn. Mér virtist við vera miðja
sólkerfisins og hnötturinn sner
ist kringum okkur á ofboðsleg-
um hraða. Því næst vorum við
á beinni braut á ný.
Moss knúði bílinn niður
brautina á eldingarhraða. Mér
fannst hann aka af miklu kæru
leysi. Frakkinn var nær fokinn
af mér. Ég ríghélt mér og var
sannfærður um, að mikið riði á
því. Við virtumst vera að berja
í sífellu á grjóthörðum loftvegg
Nú var gildra framundan Það
var hlaðinn veggur og náði út
á hálfa brautina. Moss þeytti
bílnum fyrir vegginn og mér
sýndist við hálft í hvoru ætla
að sleppa. En rétt í því, að við
vorum að smjúga framhjá snar
beygði Moss og stefndi nú rak-
leitt á vegginn. Ég hnipraði mig
saman aftur í sætinu. Mér virt-
ist við eiga fáeina þumlunga ó-
fama að veggnum. Moss glotti
aðeins. Og — það var ekki fyrr,
en hann hafði Ieikið þetta eftir
í hverjum einasta hring, sem
eftir fór, að ég tók að meta ná-
kvæmni hans að verðleikum.
í þriðju hringferðinni hafði
ég jafnað mið örlítið. Moss gaf
mér merki og vildi vita, hvort
mér liði bærilega. Ég lyfti hend
inni dauflega á móti. Ég var
óðum að reyna að koma skipu-
lagi á hugsun mína og melta þá
reynslu, sem ég hafði orðið
fyrir og hugðist nota í grein
þá, er ég hafði talað svo belg-
ingslega um.
Eftir fimmta hringinn ókum
við að bílskúrunum. Ég spurði
Moss nokkurra spurninga og
hann svaraði, en síðan héldum
við enn af stað og fórum okkur
nú öllu hæigara. Við ókum hring
Stirling Moss
ina á rúmum sextíu kílómetra
hraða og Moss skýrði fyrir mér
þau brögð, sem hann notað
hverju sinni. Við höfðum ekið
annan hringinn á tveim sekúnd
um lengri tíma en Moss hafði
áætlað og stafaði það af þyngd
minni.
Þessi ökuferð var að sjálf-
sögðu aðeins gamanspaug, en
einum sex árum síðar var ég á
ferð með fjölskyldu minni,
þegar tilkynnt var í útvarpinu,
að Moss hefði lent í alvarlegu
slysi á Goodwoodbrautinni.
Hann hafði farið út af vegin-
um á nákvæmlega sama stað og
við forðum. Enginn veit enn
hvað olli þessu slysi. E.t.v.
mætti komast að því með dá-
leíðslu, en þá gæti Moss lam-
azt aftur, svo að hann verður
að sitja á forvitni sinni.
]MÍ oss fékk átta þúsund ster-
lingspund í tryggingarfé vegna
slyssins, en þó með þeim skil-
málum, að hann tæki aldrei þátt
í kappakstri framar. Ég spurði
hann eitt sinn, hve lengi hann
hefði haldið keppni áfram, ef
slysið hefði ekki komið til.
Hann svaraði því, að hann
hefði líkast til haldið áfram
eins lengi og hann hefði haft
nokkra sigurvon.
— Stoltið hefði svo stöðvað
mig að lokum, — bætti hann
við.
Hvernig, sem því vék við, þá
varð hann aldrei heimsmeistari.
En séu allir sigrar hans lagðiir
saman, þá eru þeir líklega
fleiri og meiri, en nokkur annar
hefur átt að baki sér. Hann tei-
ur beztu frammistöðu sína þá,
er hann ók fjögurra strokka
Lotusbíl í keppni við ótta
stirokka Ferrari í Monaco
Grand F’rix-keppninni 1961 og
héllt f oiry stuinini í niíiuitiiu hrinigium
af einu hundraði.
Einhvern tíma spurði ég Moss
þess, hvert hann héldi, að sæti
hans væri í sögu kappaksturs-
ins.
— Ég býst við, að fáir hafi
tekið mér fram í sportbílum.
Hvað Formula 1 snertir þá var
Fangio mesti ökumaður þeirra
bíla á minni tíð. Jimmy Clark
var mjög góður. Ég veit ekki
vel hvaða einkunn ég á að gefa
honum. Ég veit aðeins að ég
hefði mátt taka allvel á til að
sigra hann. En bílar þeir, sem
ég ók voru ævinlega enskir. Ég
vildi heldur tapa í enskum bil,
en sigra í erlendum. Sigux get-
ur verið afstæður eins og allt
annað. Og ég er mjög þjóðernis
sinnaður. Því miður voru enskir
bílar í lakara lagi á minni tíð.
Því fór t.d. svo, að ég vann
aldrei heimsmeistaratitilinn. En
mér var áfram um að halda
ensku bílunum til streitu. Og
það hefur heldur ekki allt að
segja að vinna heimsmeistara-
titilinn. Úr því er ekkert að
keppa að, nema vinna hann
aftur. —
Eftir að Moss hætti kapp-
akstri hefur hann oft haldið því
fram í viðtölum, að kappakst-
urshetjur þarfnist ekki hugrekk
is. Hann telur hugrekki og
kjánaskap því nær hið sama og
segir, að kappakstursmaðurinn
þurfi fyrst og fremst að vera
klár í kollinum.
Allt frá því Moss náði sér
eftir slysið hefur hann orðið að
byggja afkomu sína á því, að
hann var eitt sinn fræg kapp-
aksturshetj a. Fyrrum atvinnu-
keppandi í golfi getur orðið
kennari, en fyrrum kapp-
aksturshetja, sem ekki má
koma nálægt kappakstri verður
að leita á önnur mið. Moss hef-
ur verið varkár í vali sínu.
Hann eir alinn upp í heiðar-
leika, stundvísi og orðheldni og
kurteisi. Hann stofnaði sjálfur
hlutafélagið, Stirling Moss Ltd.
Einnig á hann viðgerðarverk-
stæði og ferðaskrifstofu og
hluta í skartgripaverzlun og
þvottahúsi. Ennfremur er hann
forseti ótal kappakstursklúbba
og samtaka og ritstjóri bifreiða
og kappELksturstímarita. Hann
ritar greinar og selur þær víði
um heim. — Einu löndin, segir
hann, þar sem greinamar mínar
ganga ekki út eru England
og Þýzkaland, en þaðan fæ ég
flest aðdáendabréfin. —
I fyrra eð var skildi Moss við
aðra konu sína, Elaine Barbar-
ino. Þau hjón áttu eina dóttur
barna, Allison að nafni. Hún er
nú tveggja og hálfs árs gömul
og heimsækir föður sinn dag-
lega, þegar hann er staddur í
London. Auk þess fær hann að
hafa hana hjá sér um aðra
hveirja helgi.
— Þá sæki ég hana á laug
ardagsmorgnum og skila henni
á sunnudagskvöldmn, — segir
Moss. — Ég kem henni í rúmíð
og stjana við hana en fóstrna
er samt alltaf með henni. Ég
vil að telpan hafi kunnugleg
andlit í kringum sig. Henni á
að finnast sem hún sé heima h)á
sér. Méir þykir ákaflega vænt
um hana og það er afar mikil-
vægt að raska lífi barna sem
minnst. Þau eiga ekki að þurfa
að þjást fyrir gerðir foreldr-
anna. —
Hann getur vel gert sér í hug
arlund að kvænast í þriðja sinn
enda þótt hann hafi tapað tvisv
ar, eins og hann orðar það.
Hann segir, að því megi líkja
við kappakstursslys. Þótt mað-
ur lendi í slíku, þá flögri aldrei
að manni að gefast upp. — Og
séu tvær manneskjur samhent-
ar í hjónabandi, þá hlýtux það
að vera dásamleg reynsla. —
Nú orðið lifir Moss mjög ein-
földu lífi. Þegar hann stundaði
kappakstur reykti hann hvorki
né drakk. Nú reykir hann einar
fimm sígarettur á degi hverjum
og nýtur þeirra allra í hæsta
máta. Einnig bragðar hann svo-
lítið hvítvín. Hann borðar spar
lega og sleppir oftast hádegis-
matnum. Hann notar líka sakk
arín í stað sykurs. Hann kaup-
ir sjálfur í matinn þótt hann
hafi ráðskonu. Hann hefur mest
dálæti á frystum mat og honum
er kunnugt um verðið á hverri
einustu fæðutegund. Hann segist
hafa garnan af að fylgjast með
því, hvað hægt sé að fá fyrir
peningana sína.
Moss gerir ýmislegt sér til
gamans í tómstundum sínum.
Hann safnar frímerkjum — ó-
stimpluðum, vel að merkja.
Einnig fylgist hann mjög með
kappakstri í sjónvarpinu. Svo
fer hann til Monaco. Hann veit
hvar feitt er á stykkinu. Hann
kemur sér einhvers staðar fyrir
á vel völdum stað og fylgist
þaðan með brögðum kappakst-
ursmannanna. Honum finnst í-
þróttin hafa tekið stakkaskipt-
um, frá því hann hóf að stunda
hana sjálfur. Einnig finnst hon-
um keppendurnir hafa breytzt.
— Mesti ökumaður á minni
tíð var Fangio. Honum svipaði
þó lítt til kappaksturshetju.
Hann var mjög góðlegur og að
sama skapi vænn í sér. En sá
gat ekið. Sumum er taktur með-
fæddur, einkum blökkufólki.
Kappakstur var Fangio sannar
lega meðfæddur. En fleiri voru
góðir en Fangio. Ég get nefnt
Tony Brooks og Mike Haw-
thorn. Mike var geysilegur öku
þór á sínum tíma, en hann var
misjafn. Atvinnumaður getur
ekki leyft sér slíkt. Hann verð-
ur að taka á öllu sínu í hvert
sinn. —
— Sumir félaga minna settust
að erlendis, — bætir Moss við.
— Það genði ég aildriei. Hefði ég
ekki borgað skatta í tuttugu ár
væri ég betur staddur núna.
Ég hafði miklar tekjur í bá
daga, en afföllin voru líka
mikil. Sannleikurinn var sá, að
þetta skipti mig ekki megin
máli. Mér þótti vænt um stai'f
mitt. —
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
5. oikitöbar I9'09