Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1969, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1969, Qupperneq 5
STEFAN ANDERS HIMNASKORNIR JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR ÞÝDDI Ég var orðinn miðaldra mað- ur, áður en ég komst að raun um til hvers skór væru. En dag nokkurn urðu á vegi mínum tvær gamlar konur, systurnar Jósefína og Soffía. Eftir það vissi ég meira um skó. Jósa o,g Fía, eins og þær voru kallað- ar, voru nágrannar okkar. Oft gengu þær hrörlegar tröppum ar niður á veginn, sem lá með- fram kirkjugarðinum. Þar vo<ru oít böm að ieik, og fóllk,, sem átti leið um, kastaði á þær kveðju. Þama á neðstu tröpp- unni sátu þær, gráhærðar, sól- brenndar og jafn veðraðar og grjótveggurinn, sem skuggi þeirra féll á, nutu sólarinnar og spunnu. Um margar iend- arnar höfðu þær bundið segl- garni þar stungu þær broddi handsnældunnar, með vinstri hendi jöfnuðu þær hörinn en sneru skorðaðri snældunni með þeirri hægri. Þegar ég virti þær fyrir mér, þar sem þær sátu virðulegar í síðdegiskyrrð inni, horfði á fallegar handa- hreyfingar þeirra við spunann minntist ég hinnar miklu fióð- öldu manna og kvenna, sem barst frá Grikklandi yfir Sikil- ey, yfir Sybaris til Paestum, cg þaðan til Posítanó. Og þessar tvær systur hjá hvítkölkuðum veggjum og skuggsælum olífu- trjám sýndu mér þetta ljós- lega. Þær gáfu hinu hrjóstruga en fagra landi hugtak, sem fyllti auðnina: Grikkland hið mikla. Þó fór það alltaf svo, að fötin þeirra hrifu mig úr dag- draumunum, þær voru í notuð- um fötum eins og margar aðr- ar fátækar þorpskonur, fötum, sem ættingjar þeirra í New York höfðu sent þeim. Þessir síðdegis- og kvöldkjólar á beinaberum gamalmennabúk- um þeirra litu út eins og grímubúningar, líka vegna þess, að Jósa og Fía gengu ber- fættar árið um kring. Þar sem ég vissi ekki, að þær höfðu aldrei átt skó, spurði ég þær eitt sinn, hvers vegna ættingj- ar þeirra sendu þeim aldrei skó líka. Þá leit Fía undrandi á mig og svaraði fljótmælt (hún var örari en Jósa): „Skó? Þeir gætu nú komið enn þá“. Hún tók vinstri hönd af hörnum og bandaði með henni út í loftið. Jósa kinkaði kolli. En ég vissi sama og ekkert um skó, þegar hér var komið sögu. Nú kom stríðið, og við það gerðust menn smámunasamir og leyfðu ekki neinar sending- ar af gömlum fötum og skóm frá New York til Posítanó. Þá gengu mörg gamalmenni ber- fætt, eða því sem næst. Berir fætur gömlu systranna vöktu því ekki athygli mína. Jafn- skjótt og stríðinu lauk, fóru aftur að berast pakkar, og all- ir í Posítanó gengu klæddir eins og 35. eða 68. gata í New York fyrir stríð. Til systr- anna kom líka stór pakki í segldúki. Það kom í hlut níu ára dóttur okkar að fara með hann til þeirra. Meðal annarra nytsamlegra hluta hlutu líka að vera skór, hugsuðum við. F.n næst, þegar ég sá systurnar á tröppunni, voru þær berfættar. Nú var ég ákveðinn í að hætta afskiptalausri kurteisi minni og spurði: „Voru þá engir skór í pakkanum?" Fía hnykkti til höfðinu og svaraði með vainiaiieguim átoaif’a „Skór? Auðvitað voru skór í pakkanum! Það var tími til kominn, að það kæmu skór“. Einmitt, — en af hverju sátu þær þá berfættar þarna eftir sem áður, fyrst það hafði legið á að þeir kæmu? Ég sneri mér að Jósu. Hún svaraði næstum eins og Fía, en andvarpaði guð- ræknislega, að nú gæti hún dá- ið ánægð, fyrst skórnir væru komnir. Þar sem ég gat ekki fundið samhengið milli skónna og ró- legs dauðdaga, hætti ég að spyrja. Ég hefði líklega ekki komizt að hinu sanna um til- gang skófatnaðar, ef Jósa hefði ekki dáið skyndilega nokkrum dögum eftiir samtal okkar. ViS fréttum aðeins, að hún hefði dottið niður steintröppurnar í dimmu húsi þeirra systrannn. Næsta dag litum við inn á heim ili hinnar látnu, eins og sið- venja er. Ég sá á augnaráði Fíu, að henni lá eitthvað á hjarta. Þess vegna bað ég kon- una og börnin að fara heim á undan mér. Jósa heitin hlust- aði á, næstum eins og í lifanda lífi, kyrrlát og með dauft bros á vörum. í byrjun samtalsins hrundu Fiu nokkur tár af hvörmum. Því næst anidvarpiaiðd hún, sló sér á brjóst, ákallaði Maríu mey og bað Jósu einu sinni enn fyrirgefningar. Hún yrði að trúa einhverjum fyrir þessu, tautaði hún, hún yrði að létta á hjarta sínu, hún væri enn of hrædd við prestinn. Hún rmxndi einhvern tímann játa þetta í skriftarstólnum, þegar hún væri orðin kjarkmeiri. En Jósa hefði nú ekki alltaf verið neinn engill, — þó að hún væri orðin það núna. Fía gaut ásakandi augunum á hina látnu. Margt hafði skeð, margt og mikið, á heimilinu, síðan pakkinn kom. Hún ætti bágt með að segja frá því. Þá hafi hún n°iSzt, lagzt upp í rúm og sagzt vera veik. „Ég vildi láta Jósuþjóna mér, ég vildi láta hana snúast í kringum mig eins og skopp- arakringlu. Já, það vildi ég.“ Þegar ég spurði hana, hvers vegna í ósköpunum hún hefði borið hefndarhug til systur sinnar, sem hafi verið svo góð- lynd, leit hún á líkið og hristi höfuðið. „Því verður Jósa sjá*f að segja frá,“ sagði hxin ákveð- in. „Ég segi yður bara það, sem ég lief gert“. Á þriðja eða fjórða degi ímyndunarveiki Fíu, hafi Jósa uppgötvað, að hún væri að gera sér þetta upp og hafi þess vegna látið hjá líða að koma með vatns- glasið, sem hún hafi beðið um. Jósa hafi sagt, að það væri svo dimmt í steintröppunum niður i kjallaraeldhúsið og hún vissi eklki, hvair keirtíð væiri oig eld- spýtunniar. Þá kallaði Fía skipandi til systur sinnar, að hún væri eldri, áttatíu og sex ára, — en Jósa var bara áttatíu og fjöguma. Og sitthvað fleira hrópaði hún. Áður en hún sagði mér orðréft setninguna, sem í rauninni voru bölbænir, laut hún niður, leit til öryggis á hina látnu og hvíslaði: „Svo sagði ég — já, herra, ég sagði: „Drepstu þá, letiblóðið þitt“.“ Skiljanlegt var, að gæða- skinnið Jósa beið ekki eftir meiru af þessu tagi, heldur fór að þreifa sig áfram niður stig- ann. Einmitt þá heyrði Fía hrópað: „Heilaga jómfrú!“ Síð an varð allt hljótt. Fía þurrkaði sér um augun á pilsfaldinum, stóð upp og gekk að líkbörunum. „Þarna.“, sagði hún með áherzlu, „sjáið þér, herra, sjáið þér þessa skó. Hún var komin í þá“. Ég stóð upp og gekk næ- Fíu. Á fótum hinnar látnu voru skór, lakkskóir, ætlaðir fyrir dans og tyllidaga. Slaufurnar á þeim voru á ská, og hælarn- ir voru næstum eins háir og kampavinsglas. Já, Fía hafði rétt fyrh’ sér: Á þessum skóm niður kjallaratröppurnar . . . Ég skildi allt í einu, að skórnir höfðu ekki aðeins gert út af við Jósu, heldur líka kom ið af stað rifrildinu milli þeirxa systranna. „Fallegir skór“, sagði ég, „sýndu mér nú þína snöggv- ast“. Fía saug upp í nefið, gekk að kommóðunni og kom þaðan með hvítan pappakassa. Þarna lágu þeir, líka gljáandi af lakki, líka með slaufum, lika með háum hælum, en samanbor- ið við svífandi blómabikarana, sem Jósa átti, voru Fíu skór kerlingarlegir, vanalegir, snotr ir. Ég horfði í ellidauf augu Fíu og sagði: „Mér finnst Jósu skór fallegri". „Ójá, mér lika“, sagði hún og setti stút á munninn. „En að þú skyldir leggjast í rúmið og skipa systur þinni fyr- ir verkum —“, ég hristi höfuð- ið ávítandi. Fía grét hljóðlega um stund. Hún virtist þó vera ákveðin í segja frá öllu og gera hreint fyrir sínum dyrum. „Já, herra“, byrjaði hún, „ég var vond við hana Jósu. En hún var nú ekki sem bezt við mig heldur. Þegar við tókum skóna úr pakkanum, hrifsaði hún til sín þessa fallegu ogfór með þá út í hornið þarna. „Þetta eru mínir“, sagði hún aftur og aftur. „Þessa hefur Ettore sent mér“. En í bréfinu frá Ettore stóð ekkert um það, hvorri okkar skórnir væru ætl aðir. Dóttir yðar, herra, las bréfið tvisvar fyrir okkur, en þar stóð ekkert, ekki aukatekið orð, um þetta. „Allt í lagi, syst- ir góð,“ sagði ég, „þá skal hvorug okkar eignast skóna. Sú okkar, sem deyr fyrr, eign- ast þá“. Var það ekki réttlátt, herra? En hvað sagði þá Jósa: „Uss, ég þekki þig. Þegar ég er dáin, klæðirðu mig í hina“. Þá varð ég veik af reiði og lagð- ist í rúmið. Jú, mér finnst núna, að ég hafi raunverulega verið dálítið veik. Og hvað ger ir nú Jósa? Fyrir augunum á mér fer hún í skóna og gengxrr á þeim kringum rúmið. Gengur, segi ég, hún hökti eins og löm- uð hæna, skórnir voru alltof litlir á hana, þeir hefðu verið mátulegir á mig! Þegar ég sagði henni það, hrópaði hún, — eng inn hefði trúað því um hina hæggerðu Jósu: „Klaufir, klaufir ætti hin heilaga jóm- frú að gera á þann, sem tek- ur frá mér þessa skó“. Ég get svarið, að Jósa sagði þetta. Sagðirðu þetta ekki, ha?“ Fía beindi þessari spui-ningu að hinni látnu, að vísu með lágri og grátkæfðri rödd. „Ég veit, að ég lét hana snúast í kring- um mig“, sagði hún dapurlega, „en herra, ef hún hefði nú far- ið úr skónum við og við, á kvöldin eða á nóttunni, — enginn báttar með skó á fótun- um — hefði hún þá hrapað nið- ur stigann?“ Ég féllst á þetta, þó minnti ég hana á, að Jósa hefði verið yngri en hiin, og yngri systir- in ætti að fá fallegri skóna. Eftir jarðarför Jósu, kom úr dimmu skauti ættbálksins frændi nokkur, sem fluttist með konu og fjölda barna inn á neðri hæð húss Fiu, án þess að hafa spurt hana um leyfi. Hann kvaðst sóma síns vegna ekki geta látið háaldraða frænku sína búa þarna eina. Fía stöðvaði dóttur mína á götu og hvíslaði að henni, að þessi frændi væri mesti bragða- refur. Hann væri bara að bíða eftir, að hún dæi til að eign- ast húsið, dýnurnar, húsgögn- in og pottana. En þetta væri nú ekki það versta. Hún nálgaðist eyra telpunnar og hvíslaði. „Hann vill fá skóna mína, Bea- trice, handa konunni sinni. Og Framh. á blis. 14 niiiiimiimiiii miii iiiii ■■ iiiiiii • nirn'mmaammmmmmmam LESBÓK MORGUNBLALSINS 5 f okjtóher 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.