Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 1
Tileinkað formíeðrunum, sem héldu sínu striki, sligu á sporðinn — og þvi rís 5. kynslóðin frá þeim í þessu landL L. S. PERSÓNURNAR, sem gleðina leika: Madama Sire Bergmann Ottesen, veitingakona, 36 ára. Friðrilk prinis, síðar Frederilk VII., 28 ára. Hon. Arthur Edmond Dennis Dillon, síðar lávarður, 24 ára. Stefán Gunnlaugsson, sýslumaður og bæjarfógeti, síðar kammerráð, 31 árs. Síra Tómas Sæmundisson, prestur á Breiðabólstað, 27 ára. Jfr. Ragnhildur Gröndal, unnusta Stefáns. Jfr. Málfríður í Sölfhól, þjónustupía í Reykjavikurklúbbi. Gunna með augað, vatnskerling og spákona. Madama Margrét Andrea Knudsen, elklkja 46 ára. Jfr. Kirstín Cathrine Knudse,n, dóttir hennar, 21 árs. Monsieur Eugéne Robert, frans'kur herlæknir. Herra L. A. Krieger stiftamtmaður, um fertugt. Hendrichsen, polití og flautublásari. Einar spillemann, fiðlari. 2 þjónn borðalagðir með axlasnúru. Kaupmenn og frúr þeirra úr Reykjavík og Hafnarfirði, maddömur og jóm- frúr. Götustrákar. Þættirnir heita: 1. PRINS 1 BÆNUM. 2. BALL Á KLÚBBNUM. 3. VETUR Á ÍSLANÐI. Leikurinn gerist í Reykjavík haustið 1834 og veturinn 1834—35. Allir sem ávarpa Sire með nafni aðrir en Arthur og Friðrik segja: S-i-r-e, þeir nota útl. framburð og segja: S-æ-r eða jafnvel Sirí Lárus Sigurbjörnsson Frjálslega með farin söguleg gleði um danska stórmaktstíð á Islandi í þremur þáttum Birtist í fimm blöðum Lesbókar PRINS í BÆNUM. 1. þáttur. September 1834. Milliherbergið í Reykjaví'kurklúbbi gamla. Fornfálegur skenkur fyrir miðju. í efri hillum glös og nokkrar flösikur. Á sjálfum skenknum er stafli af matardiskum, tarínuföt, sósukönnur og því um líkt. Dyr inn í sálinn t.h. (við leikendur), aðrar dyr á hliðarvegg t.v. (fram í al- menninginn). Þægilegur, breiður beklkur á bakvegg t.v. við skenkinn. Framan við hann borð og tveir stólar. Lítið borð með tveimur stóluim fremst t.h. við hliðarvegg. Á sama vegg miðjum er fjórrúða gluggi. Ef út um hann sæist, væru það austur- fjöllin fjær, kirkjan og Kriegersiminni (Skólaivarðain) nær. Við borðið siitair Gunna með augað og snýr baki að áhorfendum. Hún leggur niður fyrir sér spil. Á borðinu er stór glerkúla, hulin klút. Gunna skilur elkki hina útlenzku menn, sem koma inn og skiptir sér eklkert af þeton. Helldur áfram spilamennsku sinni. Friðrik er stór og stæðilegur ungur Dani, skvapholda nokkuð. Hann er 28 ára, byrjaður að safna til yfirskeggs og ákaflega hreykinn af því. Snýr oft upp á það og setur sig í hetju- stellingar. Nefið er langt og liður á, hakan mikil og ávöl. Vel eygður. Finnur vel á sér en stillír sig af því hann er með óikunnum útlendum manni. Þesisi maður er Hon. Arthur Dillon Esq., lávarðarsonur frá frlandi, nýkominn af skipsfjöl, en skipið er „Najaden", herSkip, sem er komið að sækja prinsinn. Artlhur er aðeins 24 ára, minni vaxtar en prinsinn, knálegur og snar. Báðir tala þeir með talsverðu handa- pati, eins og til skilningisauka. Daninn þó meira, og notar ensku til áherzlu eins og það sé tungumálið, sem þeir nota. FRIÐRIK....... Hér er enginn — nobody — Sér Gunnu, — nema ein spákerling — stendur í honum hvað það er á ensku — a witch. Við Skulum setjast. Have a drink. Knýr dyra með montpriki sínu. Sezt síðan á bekkinn og hliðrar til fyrir Arthuri. ARTHUR ....... Þakka yður fyrir, wiský ef fæst. MÁLFRÍÐUR .. Ung þjónustupía, kcmur inn. Iuirrkar sér um hendur. Hvað má bjóða herrunum?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.