Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 6
Alexander Calder heim, fór ég að mála. — En stubbur af stálþræði, eða eitt- hvað annað, sem hægt er að vinda, beygja eða klippa, er alltaf meiri örvun fyrir hugs- un mína.“ Árið 1931 gerist hann meðlimur hreyfingarinn- ar „Abstraction-Création“, þar sem einnig voru fyrir þeir: Arp, Mondrian, R. Delaunay, Pevsn- er og Jean Hélion. Calder skrif ar: „Ég held, að hinn eiginlegi uppruni listarinnar sé virðing- in fyrir efninu. Myndhöggvar- ar í ýmsum löndum og undir öllum jarðbeltum hafa hagnýtt það, sem þeir hafa haft á milli handanna, og hafa ekki þurft dýr og sérstæð efni. Það er ein ungis snilli þeirra og dugnaður, sem hefur gefið verkum þeirra gildi. Það er þvert á móti hindr un að vera svo vel útbúinn, ráða yfir svo miklu af verkfær- um og svo miklu efni, að maður hefur ekki hugmynd um, hvað maður á að gera við það allt. . . Aðalatriðið er að rannsaka það ókunna og óþekkta með lág- marki af verkfærum, en há- marki af ævintýraþrá. . Þegar ég sjálfur valdi stálþráð til að vinna í, var það af því að ég þekkti efnið út og inn frá blautu barnsbeini. Þá skemmti ég mér við að safna gömlum spottum af koparþræði frá slitn um símastrengjum til þess með hjálp nokkurra perla að búa til skartgripi fyrir leikbrúður syst ur minnar. . Það sem mótar myndbyggingu, er að því sem virðist rofna regla, beita hug- kvæmni til umsköpunar, sem listamaðurinn verður að valda. Það er atriðið sem skapar eða eyðileggur verk.“ Calder kvæn ist, snýr aftur til Parísar og leigir stórt og rúmgott hús í Rue de la Colonie 14. — Skreyt ir dæmisögur Esóps. — Heldur mikilvæga sýningu í „Galerie Percier", Rue la Boétie 14. Pormáli í sýnömigiarsikrá var eft- ir Eernianid Léger. Ári seimna heldur hann sýningu á 30 hreyf ainlaguim myndium í Galeriie Vign on. Hittáir Marcel Dudhamp, siem ræður honum að kalla myndirn ar Mobile. Sýnir í New York, dvelur hjá Miró í Montroig. Árið 1933 sýnir hann hjá Pi- erre Loeb ásamt Hélion, Arp, Pevsner og Seligman, síðan í Galerie Pierre Colle, Rue Cambacéres. Fyrsta myndin, sem einungis gengur fyrir loft- straumum, er frá þessu ári. Það eru tveir fiskar sem komið er fyrir umhverfis möndul — myndin er glötuð. Árið 1934 skrifar James Johnson Sween- ey formála í sýningarskrá Cald ers varðandi sýningu hjá Pi- erre Matisse í New York. Nú útfærir Calder sín fyrstu stóru móbile-verk: „Stálfiskinn" fyr- ir Philip L. Goodwin, New York, sem er 3.50 m hár, síðan „Morning Star“ 2.01 m. Hin vél- knúnu verk „Red „Frame“ (eyðilagt) og „White „Frame" voru gerð á þessu tímabili. Ár- ið 1934 gerir hann skreytingar fyrir ballett Mörtu Graham ,,Panaroma“, einnig „Sókara- tes“ fyrir Erik Satie. Gerir fyrstu málmstungur sínar. Nú er kominn verulegur s'kriður á framabraut Calders, hann er vaxandi nafn og umgengst hina stóru framúrstefnumenn mynd- listarinnar sem sína jafningja. Hann er alls staðar aufúsugest- ur. T.d. eyðir hann sumrinu 1937 í Varengeville í félags- skap arkitektsins José Luis Sert ásamt George Braque, Her bert Read, Pierre Loeb, Georg- es og Marguerite Duthuit og Paul Nelson. Þetta ár útfærir hann fyrir spönsku deildina á heimssýningunni í París hinn fræga kvikasilfurgosbrunn. Fernand Léger lætur svo um mælt: Áður varst þú stálþráðs- kónigur, niú ert þú „Faðir Merk- ur“. Árið 1938 skapar Calder, fyrir næsta árs heimssýningu í New York ballett 14 gosbrunna um 15 metra háa, vatnsbombur sem springa og leika undir dansi þeirra. Ballettinum var seinna komið fyrir í Detroit (General Motors Technical Center). Hann tekur þátt í sýningunni „Bandarísk list í 300 ár“, sem haldin var í París. Sama ár er sett upp fyrsta yfir litssýning verka hans af Mrs. Cordelia Pond í Arts Museum, Springfield Massachusettes. Alv ar Aalto og Fernand Léger eru viðstaddir opnunina. í formála skrifar James Johnson Sween- ey meðal annars: „Mobiler! Stabiler!" ný tegund af skúlp- túr eða alveg nýtt listrænt form. Upphafsmaður þess Alex ander Calder, skilgreinir „Mo- bile“ sem „plastísk“ form í hreyfingu, ekki einfaldar ýting ar og snúningar, heldur hreyf- ingar ólíkra forma, hraði og um mál, sem fléttast saman og mynda heild. Eins og menn hafa skapað liti og form geta menn einnig skapað hreyfingar. „í mínum fyrstu óhlutlægu jafn vægis skúlptúrum „Stabile“ var það einkum rúmið, burðarstefn ur og þyngdarpunktar, sem ég hafði áhuga á.“ Og hann bætir við: „Menn geta ekki nálgast þessa hluti með rökfræðinni einni. Menn verða að kynnast þeim persónulega.“ Árið 1939 hlotnast Calder fyrstu verðlaun í samkeppni um skúlptúr úr trefjagleri, sem Mu seum of Modern Art gekkst fyr ir. Á næstu árum gerir hann stöðugt fleiri og fjölbreyttari tegundir af „Móbile“, sem dreif ast um allan heim. Árið 1943 er alúmíníum orðið sjaldséð vara, en Calder gerir sér lítið fyrir og hagnýtir alúmíníumbát, sem hann átti í skúlptúr. í sama mund braut hann upp á nýj- ung, smáformum sem skorin voru í tré og stundum máluð, og innbyrðis tengd saman með litlum bútum af stálþræði. „Eft ir viðræður við J.J. Sweeney og M. Duchamp, sem þá bjó í New York, nefndi ég þessa hluti „samstirni.“ Á sama ári gengst nútímalistasafnið í New York fyrir stórri yfirlitssýn ingu á list Calders, og J.J. Sweeney skrifar með réttu fræg an formála. Árið 1945 deyr fað ir hans, og sama ár brennur bú garður hans í Roxbury. Hann gefur Mobile-myndina „Svörtu liljuna“ safni vesturevrópskrar listar í Moskvu. Sovézka sendi- ráðið í New York sendi verkið, að því er ætla má til Moskvu, en listamaðurinn heyrir aldrei meira um það. Árið 1946 held- ur Calder mikilvæga sýningu í París á nýrri verkum. Jean Baiul Sartre ritar formália í sýn- ingarskrá. Á þessum árum var farið að gera kvikmyndir um fyrirbærið Calder, frægir list- fræðingar taka að rita bækur um list hans — söfn og sýn- ingarsalir um allan heim kepp- ast um að fá myndir hans til sýningar. Hann gerir leikmynd ir fyrir balletta og leikverk frægra leikhúsmanna. Útfærir veggteppi. New York Times út nefnir hann einn af beztu lista mönnum í skreytingu barna- bóka síðustu fimmtíu árin. Öll söfn, sem eitthvað kveður að, fala verk eftir hann. Cald- er skreytir anddyri, lofthvelf- ingar og opinberar byggingar víða um heim, vinnur mikið með heimsfrægum arkitektum. Hon- um hlotnast fyrstu verðlaun á Biennalinum í Feneyjum 1952. Árið 1958 hlýtur hann Carne- gie-verðlaunin, og sama ár kaup ir arkitektinn Eliot Noyes stab ilið „The Black Beast“, sem gert var 1940. Calder segir: „Þegar ég fór að búa til „Stab- ile“ og þyngri hluti, það er að segja, eftir að Eliot Noyes keypti „The Black Beast“, vann ég oft í mörgum verk- smiðjum samtímis og árið 1958 var ég með þrjár verksmiðjur í takinu í einu, tvær í Water- bury og eina 10 mílur í burtu. Mér fannst ég vera líkt og mik- ill kaupahéðinn þegar ég ók frá einni verksmiðju til ann- arrar. í þeirri fyrstu gerði ég „Mobile“ fyrir Unesco, í ann- arri hina 45 feta háu „Mobile“ fyrir flughöfnina í Idlewild, en í þeirri þriðju, sem var í Wat- ertown, „The Whirling Ear“ fyrir heimssýninguna í Brússel. Sú mynd stendur þar ennþá, sem gjöf frá Bandarikjunum, en vélinni hefur einhver stolið!“ Calder flýgur á milli heimsálfa og útfærir pantanir og stundun? eru myndirnar svo stórar, að hann á í erfiðleikum með að finna nægilega stór verkstæði, svo að þegar Calder leitar þau uppi þorir hann varla að gera grein fyrir hve stórar myndirn ar eiga að vera: „Og þetta get- ur verið mjög áhættusamt, mað ur á í hættu að fá eitthvert ferlíki, sem fer hvergi vel og er breiðara en þjóðvegurinn — jafnframt fær maður risavax- inn reikning, en maður nær líka ef til vill einhverju, sem er ómaksins virði.“ Alain Prévost lýsir Calder þannig: „Calder hlustar meira en hann talar, hann virðir fyrir sér handahreyfingar annarra, og þegar maður er með honum, hefur maður það á tilfinning- unni, að hann sé sá sem leiðir. Komi einhver með lausmælgi rekur Calder hann í gegn með einni setningu og samtímis hlær hann til að mýkja broddinn. Honum líka ekki uppgerðar skoðanir, hver og einn á að tjá það einlæglega, sem hann hugs ar, og kynna sig rétt. „Hin frjálsa náttúra er líf mitt,“ kvak ar Parísardama á hjallanumfyr ir framan les Deux Magots. „Þá eruð þér dauðar,“ bætir Calder við.“ . . . Árið 1960 er Calder heiðraður af The Archi tektural League of New York, og hlýtur gullmedalíu „Ameri- can Institute of Architects“. Hann verður meðlimur „Nation al American Institute of Art and Literature“. Árið 1961 ákveður Calder að byggja heil- mikla vinnustofa í Saché í Loire héraði. Um aðdraganda þeirr- ar framkvæmdar segir hann: „Um vorið fórum við til Le Havre, við komum við í Norm- andí til að heilsa upp á málar- ann Pierre Tal Coat og fjöl- skyldu hans. Hann bjó í gömlu klaustri og þar var risastór hlaða af yngri árgangi og mjög há til lofts. Á gólfinu stóðu hundruð mynda, sem hölluðust í rétthyrning hver að annarri, þannig að maður hafði það á til finningunni, að ef maður fyndi veika punktinn og ýtti lauslega á, þá félli allt saman. En þetta var risastór vinnustofa. Égvarð mjög afbrýðisamur og æstur í að fá hliðstæðu. Strax og ég kom til Roxbury skrifaði ég Je an Davidsson í Moulin Vert í Saché, og bað hann að byggja í skyndi risastóra vinnustofu!" Sagt um Calder: „Calder er eins konar ljóshjálmur, sem eins og allir aðrir ljóshjálmar er hengd ur upp í loftið, en andstætt öðrum slíkum, er ekki burðar- grind fyrir birtugefandi efni, heldur loftsnúra fyrir drauma okkar.“ Jaques Dupin lýsir pílu- móbilunum 1968: „Stabilin skera rúmið, hina svörtu skugga þeirra ber mikilúðlegia við himin þegar áður en þeir leggja til atlögu og láta and- stæðar spennur í strúktúr opin bera algjörleika sinn. Þeir ákvarða auðveldlega nákvæma afmörkun sína til rúmsins. „Mó bile“ aftur á móti láta vissa óákveðni svífa yfir hinu lausa formi, sem hinar glóandi hreyf ingar þess rita í rúmið þar til hin aflgefandi orka fjarar út. Pílurnar virka loks ekki eins ákveðið á rúmið og skynjunina, í þeim eru faldar „víbrasjón- ir“, árekstrar, sem lengja og leysa upp áttir þeirra, pendúl- hreyfing tengir samband þeirra við jörðina og Ijósrás þeirra í rúminu rífur þær út úr sér- hverju áætluðu jafnvægi." Svo sem allir staðfastir lista- menn lætur Calder ekki segja sér fyrir verkum enda hefur það komið fyrir, að myndum, sem honum hefur verið falið að gera, hafi verið hafnað, en hann hefur tekið því með ró- semi hins þroskaða listamanns og heldur ótrauður sinn veg. Athugull lesandi mun fljót- lega gera sér ljóst af þessari ágripskenndu samantekt lífsfer ils Calders, hvílíkur frumkraft- ur og hugmyndaj öf ur hann hef ur verið. — Áhrif hans á aðrar listgreinar eru svo víðtæk, að engin tök eru á að víkja að þeim hér — væri ærið efni í aðra grein og einnig girnilegt til fróðleiks, en áhrifa þeirra gætir m.a. ótvírætt í húsagerð- arlist, leikmyndagerð og margri tegund hagnýtrar myndlistar, allt frá bókaskreytingum til skartgripa. Alexander Calder flutti mark visst hina léttu og fjaðiurimögn- uðu hreyfingu inn í nútímalist og birti samtíð sinni yndis- þokka og töfra hennar á hærri sviðum. (M.a. stuðzt við æviágrip Calder's í Lousiana Revy). Útgefandtí Hjf. Árvakur, Heykjavik. rrámkv.stj.: Haraldur Sveinsson. Bitstjórar: SigurSur Bjarnason irá Vlgur. JWatthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsi'on, iRitstj.fltr.: Gísli Sigurðoson. Auglýsíngar: Árni Garðar Kri$tinrson, Ritstjórn: AðaUtræti 6. Sími lCilCD. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. miarz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.