Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 8
Fyrri hluti FRÍT Guðrún Sigurðardóttir er landskunn fyrir miðils- og skyggnigáfu sína, m.a. af bókunum tveimur, „Leiðinni til þroskans“ (1958) og „Leiðinni heim“ (1969), sem hafa að geyma efni, sem tekið var á segulband á miðilsfundum hennar. Þar að auki er fjölda manna og kvenna um land allt kunnugt af eigin reynslu um dulargáfur hennar og bænarhita, einkum í sambandi við fyrirbænir hennar og hjálp við sjúka. Frú Guðrún fæddist í Torfufelli í Eyjafirði 2. desem- ber 1911 og ólst þar upp, en fluttist þaðan alfarin til Akur- eyrar árið 1934. Hinn 21. september 1937 giftist hún Guð- bjarti Snæbjörnssyni skipstjóra, f. 4. júlí 1908, ættuðum frá Tannanesi við Tálknafjörð. Hann lézt 18. nóvember 1967. I'au eignuðust 4 böm og áttu lengst af heima í húsinu nr. 6 við Holtagötu á Akureyri, þar sem Guðrún býr enn. Síðast- liðin 6 ár hefir Guðrún stundað afgreiðslustörf í Óskabúð- inni, sem Stefán Eiríksson á og rekur, en hann hefir verið mjög virkur við miðilsstarf Guðrúnar. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir kemst m.a. svo að orði um Guðrúnu í formálsorðum bókarinnar „Leiðin heim“: „Ég hef á seinni árum kynnzt Guðrúnu Sigurðardóttur mjög vel. Ég tel hana einhverja hina grandvörustu sál, sem ég hef mætt í lífinu, sannorða, yfirlætislausa og gagntekna af löngun til að liðsinna þeim, sem í nauðum eru“. — Enn- fremur segir Aðalbjörg: „Ég hef setið fundi í miðilssam- bandi Guðrúnar og fengið þar persónulegar sannanir fyrir þvi, að það er maðurinn minn, prófessor Haraidur Níelsson, sem stjómar sambandi hennar". Þótt Guðrún. sé hlédræg kona og lítt um það gefið að standa í sviðsljósi, lét hún tilleiðast að eiga við mig eftir- farandi samtal og leyfa birtingu hess. Sv. P. — Hvenær varðstu þess fyrst vör, að þú værir skyggn? — Ég býst við, að það hafi verið um 5—6 ára aldur, að ég fór að taka eftir því, að ég var öðruvísi en systkini mín að því leyti, að ég sá fólk, sem þau sáu ekki, talaði við það og hafði náin samskipti við það. — Voru það þá börn, sem þú lékst þér við? — Bæði börn og fullorðið fólk. Ég man sérstaklega eftir ungum, dökkhærðum pilti, — hann er mér mjög ljós fyrir sjónum enn í dag, þó að ég hafi ekki séð hann nú um mörg ár, — og gamalli konu, sem alltaf var í fylgd með honum. Hann kallaði hana alltaf Línu, en ég heyrði hana aldrei nefna hann með nafni, svo að ég muni eft- ir. — Telurðu þetta hafa verið framliðið fólk? — Áreiðanlega framliðið fólk, ég er alveg viss um það. Ég var mjög kvöldsvæf, vildi alltaf sofna svona klukkan sex og sjö á kvöldin, en vaknaði aftur á nóttunni klukkan fjög- ur og fimm. Þá var enn títt, að fólk svæfi ekki eitt í rúmi, því að ekki voru rúmstæði fyr- ir hvern einstakling, þar sem margt fólk var í heimili. Ég svaf alltaf hjá Kristbjörgu systur minni, svaf fyrir ofan hana, því að ég var stundum Svolítið hrædd. Mamma hafði alltaf þann sið, að hún bar inn handa mér mjólk og brauð á kvöldin, því að ég borðaði eng- an kvöldmat. Ég byrjaði svo á því að borða á nóttunni eða eldsnemma morguns, þegar ég vaknaði. — Og svo fór ég að tala við fólkið, sem var að koma. Systir mín var ekkert glöð yfir þessu og sagði oft við mig: „Vertu ekki að þessu, farðu að sofa, stelpa, ég vil hafa frið.“ Það var ósköp eðli- legt. — En þá talaði ég við karla og konur og sjálfsagt ungt fólk líka. Ég man nátt- úrulega ekki nú ljóst eftir öllu þessu fólki. Það hefur sjálfsagt verið margt fólk, sem þarna kom, og ég hafði einkum sam- skipti við það á morgnana. Þá var ég vel vakandi, og hugur minn hefur þá verið vakandi fyrir þessu líka. — Gerðir þú þér grein fyrir því á þessu skeiði, að þetta væru ekki mennskir menn, eins og við köllum þá venju- lega? — Nei, ég gerði mér alls ekki grein fyrir því þá, ekki fyrr en ég var orðin tíu eða ellefu ára. Mér féll þetta illa, vegna þess að mér fannst sjálfri ég vera eitthvað undar- leg, vera öðruvísi en aðrir, og ég fékk af þessu mjög mikla minnimáttarkennd, sem fylgir mér allt fram á þennan dag og er mjög rík hjá mér. Nú er ég orðin fullorðin kona og búin að ganga í gegnum nokkuð margt í lífinu, eins og auðvitað allir gera, og þar af leiðandi er ég farin að sigrast á henni að nokkru, en hún kemur samt stundum yfir mig, og ég á ákaf lega erfitt með að einbeita mér, þegar ég finn þessa sömu van- máttarkennd, sem ég eignaðist, þegar ég var barn. — Hefurðu fundið til óþæg- inda, — ekki vegna þess að þú gerir þér ljóst, að þetta er ekki almennt, — heldur einungis vegna fyrirbæranna sjálfra? Hafa þau vakið þér ótta eða óþægindi? — Já, ég á til dæmi um það, að ég hafi algerlega misst stjórn á mér af hræðslu, bæði frá því að ég var ung stúlka í Torfufelli, og einnig eftir að ég fluttist hingað til Akureyrar. En nú er ég algerlega orðin laus við það að sjá t.d. slys og þvílíkt, en það sá ég áður. — Fjarskyggni? — Já. Ég á til margar at- hyglisverðar sögur af því tagi. Til eru vitni að sumum þeirra. Nú er maðurinn minn dáinn, en hann var þátttakandi í einu slíku atviki, sem var mjög al- varlegt. Ég missti eiginlega al- veg stjórn á mér við það, sem ég sá þá og vaknaði upp við að nóttu til. Það var, þegar menn- imir af Helga lentu upp á Faxasker í Vestmannaeyjum. Þá vaknaði ég upp klukkan tvö um nóttina, alveg tryllt. Þá varð mér svo illa við, að Guð- bjartur réð varla við mig, því að ég skipaði honum alltaf að bjarga þeim. í vitundinni var ég hjá þeim, en ég vissi ekki, hvar ég var stödd. Börnin sváfu allt í kringum mig, meira að segja í þessari stofu, — þá höfðum við hana sem svefn- herbergi, — en ég vissi ekki, hvar ég var, ég bara skipaði honum alltaf að bjarga mönn- unum, og mér fannst hann vera afskaplega linur að bjarga þeim ekki. Hann var eiginlega ekki búinn að koma mér í jafn- vægi um morguninn, þegar fólkið kom á fætur, ég var svo miður mín. — Fannst þér, meðan það var, þú fremur verða vör við fjarskynjanir, ef um var að ræða einhver átakanleg atvik, eða voru það einnig hversdags- leg atvik? — Nei, bara þessi átakan- legu atvik. Ég get ekki munað, að ég sæi neitt af því tagi nema slys, ekki, sem er mér Ijóst. Sennilega hef ég þó lent í því að sjá eitthvað fleira, en eins og þú veizt, gleymist það fyrr, — hitt mótast inn í vitundina og gleymist ekki. — Er einhver frásaga af þessu tagi, sem er þannig vax- in, að hún mundi engan skaða, þótt hún spyrðist? — Ja, — náttúrulega veit ég ekki, hvað ég má segja hana nákvæmlega. Ættfólk þess, sem í hlut átti, er lifandi, og ég veit ekki, hvernig það tæki því. En að þessari sýn eru vitni. Hana bar fyrir mig á fyrstu árum út- varpsins. Ég sá slys, dauða- slys, og ég fór úr sambandi ná- kvæmlega á þeim tíma, sem slysið var að gerast, og það gerðist á stað, sem ég hafði þá aldrei komið á. — Ég átti þá heima í Rósen- borg, var nýkomin af sjúkra- húsi og bjó hjá Laufeyju syst- ur minni, sem þá var nýgift. Það kemur kona í heimsókn til hennar þennan dag, frú Elín Lyngdal, og drekkur hjá henni kaffi. Á eftir segir Laufey við mig: „Þú þværð nú upp fyrir mig, meðan ég fylgi henni frú Elínu heim til sín niður í Hafn- arstræti.“ Þær leggja svo af stað, en ég fer að taka fram af borðinu. Þá dregur úr mér all- an mátt, og ég get mig ekki hreyft. Ég verð að setjast, og ég sezt niður, þar sem ég er komin. Mér fer að líða óskap- lega illa, og ég finn allt í einu, að ég er komin á stað, þar sem ég hafði aldrei komið áður. Þar sé ég slysið gerast, og ég sé það eins greinilega og ég sé þig sitja þarna í sófanum. Þar með er mér lokið. Ég rek upp hljóð og veit svo ekki af mér, fyrr en Laufey kemur heim. Þá heldur hún, að eitthvað hafi komið fyrir mig, af því að ég var nýstaðin upp úr veikind- um, og segir: „Ertu eitthvað veik?“ En ég segi: „Nei, hann er dáinn.“ „Hver?“ segir hún og fer að spyrja mig nánar. Þá segi ég henni þetta í samhengi, sem fyrir mig hafði borið. Hún heldur, að þetta sé bara ein- hver vitleysa, þetta sé eikiki raunverulegt, og segir, að ég skuli reyna að gleyma þessu, ég hafi sjálfsagt bara sofnað og mig hafi dreymt þetta. En ég vissi vel, að mig hafði ekki dreymt það. En daginn eftir er fregnin lesin í útvarpinu, al- veg eins og ég var búin að lýsa atburðinum fyrir systur minni. Tímanum skeikaði held- ur ekki. Og þau heyrðu þetta bæði, Björgvin maður hennar og hún. — En eftir að ég fór að hafa fundi og komst í samband við Harald prófessor Níelsson, hef ég aldrei séð slys. En ég hef stundum fundið fyrir ein- hverju, sem er að koma, þó að ég hafi aldrei gert mér grein fyrir því, hvað það er, og oft fundið, að eitthvað mundi verða að, ýmist á sjó eða landi, en ég hef aldrei síðan komizt inn í það og aldrei orðið fyrir því að horfa á það. — Og ekki heldur getað sett það í samband við ákveðnar persónur? — Ekki alltaf, að minnsta kosti, það kom að vísu einu sinni fyrir. — En hefurðu séð atburði, sem annaðhvort eru löngu liðn ir eða þá eiga eftir að koma fram seinna? — Ja, — ég veit nú eigin- lega ekki, hvað ég á að segja um það. Ég býst nú við, að ég hafi hvort tveggja reynt, en það má nú lengi um það deila. Ég býst við, að allur fjöldinn vilji hafa sannanir fyrir því, þó að ég þurfi þær ekki fyrir mig. — Geturðu alltaf gert skýr- an mun á lifandi fólki og fram- liðnu? — Ekki alltaf. — Getur það ekki verið óþægilegt fyrir þig, t.d. í fjöl- menni? — Það hefur nú stundum komið fyrir, að ég hafi orðið eitthvað sauðarleg, og fólk hefur þá kannske misskilið framkomu mína. Ég er ekki að segja, að það hafi verið mjög áberandi, en ég hef stundum átt erfitt með sjálfa mig og ver- ið í vandræðum. Ég þekki sjálfa mig nú orðið, hef synt milli skers og báru og reynt að vera róleg, unz ég hef verið búin að átta mig á þv£, hvort fyrir augu ber lifandi fólk eða framliðið. Það kom að vísu 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. miarz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.