Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 7
SIRE Fraimhald af bls. 3. unni, sem fór svo efnilega af stað. Var búin að gefa mér þrjár drottningar. GUNNA .......... Tautar. Eina, eina í alvöru, ekki prinsipissu. FRIÐRIK......... Hlær. Nei í almáttugs bænum, ekki prinsessu. Ríkiskassinn þolir ekki margar slíkar á 14—16 þúsund rdl. í eftirlaun á ári. Mér lízt betur á þá gildu. STEFÁN ......... Gunna, sláðu upp spili fyrir vin okkar hérna, Mr. Dillon. GUNNA .......... Gefur sig að spilunum. FRIÐRIK......... Magister bibendi gefur einn umgang. Seilist aftur fyrir sig í skenkinn eftir glasi fyrir síra Tómas, hellir i glösin. Skál fyrir brúði og brúðguma. Skál, séra minn. Þeir lyfta glösum fyrir Tómasi. GUNNA .......... Þetta er undarlegt. Kemur upp sama spil og áðan, þó verður ekki úr því hjónaband, þér munið eiga aðra úr yðar stétt, en alla dagá dóttur með þeirri — FRIÐRIK......... Knýr dyra með prikinu. Við köllum á stúlkuna, Málfríði lipurtá. Hvað segirðu gamla mín? Sama spil? Ekki þó sú gilda? GUNNA .......... — með þeirri gildu. Dyrnar opnast og í dyrunum birtist Sire eitt ljómandi bros. Hún er hnelliun kvenmaður, engan veginn gild, lieldur fastholda og þrifleg. Er í upphlutsbúningi með skuplu og hringkraga, með látúnsbúnaði á brjóstinu í keðju um hálsinn. Hörundsliturinn frísklegur undir glóbjörtu hárinu, ekki smáfríð í framan, heldur hefur hún sterka andlitsdrætti og regiulega, þó bregður út af við nefið, á því er vinstra megin örlítil varta, alls ekki til óprýði, undirstrikar miklu fremur höggmyndarsvipinn þegar hún er al- varleg, en kitlandi kátínusvipinn, þegar hún hlær. Hún hnjákar herrunum veraldarvön, ávarpar Gunnu glaðlega. SIRE .......... Ertu að spá fyrir herrunum í mínum húsum, G-unna mín? Strangt tekið er það ekki eftir reglunum. En segi bæjarfógetinn ekfci neitt, og lögreglan þegir, segi ég heldur ekki neitt. ARTHUR......... Hefur komið fram fyrir borðið. Stendur beint í vegi fyrir Sire. GUNNA ......... Ég var að spá fyrir þessum þarna. SIRE .......... Við Arthur. Og var spáin góð? Brosir. Þér munið vera nýj kost- gangarinn minn? Ég sá yður í svip í gærkvöldi. STEFÁN ........ Já, má ég kynna. Hon. Arthur Dillon, enskur ferðamaður frá ír- landi og matmóðir okkar, forstýra Reykjavíkurklúbbsins Madame Sire Bergmann Ottesen. ARTHUR......... Mikill heiður. Mjög mikill heiður. SIRE .......... Mín er ánægjan. Ég kvíði því mest, að yður falli ekki maturinn á íslandi. Með snöggri hreyfingu til borðsins. Þar stendur Friðrik bísperrtur og glottandi meðan kynningin fer fram. Hvað má bjóða herrunum? f fyrsta skipti en ekki síðasta endurtekur hún setn- inguna á dönsku, alls ekki apalega, heldur svo sem utanbókar- lærdóm barns, sem er sér ekki fullkomlega mcðvitandi, hvort það hafi skilizt. —■ Hva má jeg byde d’Herrer? STEFÁN ......... Eitthvað létt, Madama Sire. Það er velkomandaminni fyrir Mr. Dillon og hestaskál fyrir síra Tómas — það er líka satt, þið þekk- izt efcki. Madame Ottesen — síra Tómas Sæmundsson. SIRE ......... Heilsar síra Tómasi með handabandi, mjög eðlilega. Það gleður mig — Deí glæder mig — Ég fékk boðun um blaðið yðar og hans Jónasar í vor. Þér ætlið að vera svo góður að senda mér það? TÓMAS ......... Uppveðraður. Þar fékk Fjölnir sinn fyrsta kaupanda í Reykjavík, fyrir utan Stefán Gunnlaugsson, náttúrlega. FRIÐRIK........ Fjölnir. Hvað er það fyrir blað? TÓMAS ......... Drýldinn. Uppreisnarblað. Niður með alla danska stjórn á íslandi! FRIÐRIK........ Það er bara svona. SIRE .......... Stefán sýslumaður. Af tilefni dagsins ætla ég að koma með kampavín — Campagne! FRIÐRIK........ Bravó, Sire kann sig. Það er sem ég hef alltaf sagt. Sire er kjarnakvenmaður sem myndi prýða hverja hirð. SIRE .,........ Er farin fram. FRIÐRIK........ Jæja, móðir góð. Allt í allt var þetta góð spá. Ég er ánægður fyrir mína parta. Louise Rasmussen er þvengmjó ennþá, það er Jensína Weiner líka. Hlær. En mjór er mikils vísir. Svo það má einu gilda. Þú hefur unnið til launanna. Gjörðu svo vel. Borgar henni 3 gullpeninga. GUNNA ......... Þetta er alltof mikið, prins minn góður. 30 rdl. ARTHUR......... Alveg dolfallinn. Ensku pundin! ísland í heilu lagi! STEFÁN ........ Örlæti prinsins fer ekki fram hjá honum. FRIÐRIK........ í venjulegum hetjustellingum. Ekkert. Ekkert. ísland — smá- munir. TÓMAS ......... Hvað er maðurinn að þvæla? ARTHUR......... Hallar sér að' Tómasi og stingur á sig skjalinu. Mjög merkilegt. Þurrlega. Eða sýndarmennska á háu stigi. TÓMAS ......... Brjálæði! Honum kippir í kynið. Hreinasta brjálæði eða hrein- asta ósvífni. Þrír gullpeningar fyrir ómerkiiegan spádóm. Og þetta á eftir að verða kóngur! Guð hjálpi íslandi! GUNNA ......... Tekur um hendur Friðriks, tárast. Þakka yður fyrir góðverk gagn- vart fátaékri konu. FRIÐRIK........ Við Hendrichsen lögregluþjón. Fylgdu dömunni heim! Slær út með licndinni. GUNNA ......... Skotrar heila auganu hrædd upp á Friðrik, en þar er enga misk- unn að finna. HENDRICHSEN Leiðir hana út eins og hann sé að taka hana fasta. SIRE .......... Kemur aftur með 4 flöskur, sem hún setur á skenkinn. Afkorkar eina. Gjörið þið svo vel — Vær so gu! Kampavín Ghampagne! FRIÐRIK........ Tekur við sánu glasi. Allir fjórir fá glas. Bravó. SkáL Lifi Sire! STEFÁN ........ Bkki vil ég mótmæla skálinni, en það hæfir að drekka velkom- am.idaminnd fyrst skála. Veltoomínm Mr. Dillon. Lifi hann! FRIÐRIK........ Orðinn fullur. Þau lifi, húrra, húrra, húrra! ARTHUR......... Fer allur hjá sér. Ég þaktoa. Mjög athyglisverð skál. Ég leyfi mér að mæla fyrir hestaskál míns góða ferðafélaga á ítölsku, con tante grazie per tutte le serate che abbiama speso discudando la Is- landa, með kærri þökk fyrir allar þær kvöldstundir, sem við ræddum um málefni þessa lands, sem ég ef til vill með vafasöm- um rétti — Brosir til Friðriks, — en þó nokkrum, get kallað mitt. Og megi hann hitta brúði sína, vafalaust mjög eftirtektarverða konu, heila á húfi og við góða heilsan í Norðursýslunni eftir vel heppnaða og góða ferð. Alveg úttæmdur. Hans skál. FRIÐRIK........ Bravó. Skál fyrir séra presti og uppreisnarmanni á fslandi. Tengdapabba væri rétt mátulegt að svelgjast svolítið á. Það kæmi vel á vondan. Drekkur. Framhald á bls. 10. Sveinbjörn Beinteinsson LJÓÐ Þögult er mannsins myrkur myrkur á alla vegu áttin eirðarlaus hringur alltaf í sömu sporin Nú sé ég loksins ljósið ljósið í hendi þinni aftur vegur í augsýn aftur birtir af degi Ekki veit ég um veginn veginn ef hann er nokkur myrkur og enginn munur munur á nótt og degi Vísaðir þú mér veginn veginn til réttrar áttar ljómar hér allt af ljósi ljósi en hvar er myrkrið Oft hef ég beint af augum ætt fram í þennan sorta hamrarnir hengiflugið hingað og ekki lengra 1. marz 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.