Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 10
SIRE Framhald af bls. 7. SIRE . ........ Má ekki skenkja í glösin aftur? FRIÐRIK........ Fyrir alla muni. Fyrir alla muni. SIRE .......... Hellir í glösin. Tekur upp aðra flösku. FRIÐRIK........ Nú líkar mér. Þetta er ljúfasta skothríð, sem ég heyri. SIRE .......... Við Arthur til að draga athygli hans frá Friðrik. Þakka yður fyrir orðin, sem þér mæltuð til síra Tómasar, þau voru verðskuduð — vel fortjent — Síra Tómas vill íslandi allt hið bezta. ARTHUR......... Mjög eftirtektarverður maður. SIRE .......... Ég skyldi bara ekki hvað þér voruð að segja um vafasaman rétt yðar — til að vera á landinu? Var það ekki full mikil hæ- verska? ARTHUR......... Það skal ég segja yður seinna. Einkennilegur maður, þessi prins. SIRE .......... Vill ekki ræða Friðrik. Hvert er erindi yðar til íslands? ARTHUR......... Ég æt.la að skrifa bók um landið. SIRE .......... Þá gátuð þér ekki hitt fyrir betri mann en síra Tómas til að fræðast af. HENDRICHSEN lögregluþjónn kemur aftur, tekur upp stöðu sína við dyrnar. FRIÐRIK........ Slangrar frá borðinu, mjög drukkinn, ætlar að taka utan um Sire. Litla pútan min — ! ARTHUR......... Riddaramennskan kemur upp í honum. Gætið að yður, prins. Ég líð engum að sýna yfirgang við konur. SIRE .......... Skiptið þér yður ekki af honum. Ég er fullfær um að verja mig sjálf. FRIÐRIK........ Stjakar við Arthur svo hann hrökklast aftur. SIRE .......... Herra býfógeti! STEFÁN ........ Já, madame. SIRE .......... Sýnist býfógetanuim nokkur vera áberandi undir áhrifum hér í húsum klúbbsins? STEFÁN ........ Ne — Skilur hvert hún fer. Ja, það mætti segja, að prinsinn hefði fengið heldur í stífara lagi neðan í því. SIRE .......... Mér ber utan manngreiningsálits að fjarlægja úr húsum klúbbs- ins persónur, sem valda hneykslun með drykkjulátum. Er ekki svo, herra býfógeti? STEFÁN ........ Það er vafalítið SIRE .......... Gefur Hendrichsen úti við dyr merki. Hendriehsen, viljið þér fjarlægja prinsinn úr mínum húsum. HENDRICHSEN Hinn mesti svoli. Tekur óþyrmilega í öxlina á prinsinum. Komdu karlinn! FRIÐRIK........ O, bölvuð pútan! HENDRICHSEN Ekkert múður. Fer með prinsinn. SIRE .......... Ljómar, kát. Þarna sjáið þér. TÓMAS ......... Sic transit gloria mundi! En nú þarf ég, góðir vinir, að tygja mig til ferðar. Ég kveð ykkur, þig Stefán, gamli skólabróðir, og yður minn imgi og elskulegi ferðafélagi. Mættum við öll heilsa nýjum degi á íslandi. Degi framfara og frelsis. ÖII, líka Sire, kveðja síra Tómas eins og jafningjar. STEFÁN ........ Ég verð þér samferða. Hann og síra Tómas fara. ARTHUR ........ Ég fer líka í herbergið sem ég hef fengið. SIRE .......... Hvar er það? ARTHUR......... Síra Tómas útvegaði mér það í gærkvöldi. Hannes Johnsen kaup- maður er að fara til útlanda og lét mér eftir íbúð sína. SIRE .......... Svo bezt ég man, er þetta ofnlaus skonsa bak við búðina. ARTHUR......... Dræmt. Lítið er það — og ofnlaust, já. SIRE .......... Yður verður kalt. í vetur. ARTHUR......... Við sjáum nú til. SIRE .......... Og þér munið að koma í kvöldmatinn kl. 6. Ég skal sjá til þess, að þið Stefán getið fengið stofuna hér til að matast í. Aðrir gest- ir get.a borðað í salnum. ARTHUR......... Ég þakka yður kærlega fyrir. Verið þér sælar á meðan. Fer. SIRE .......... Horfir á eftir honum. Hlær léttan hlátur, hermir eftir honum. Mjög eftirtektarverður ungur maður. Tekur síðan saman vín- föngin. KRIEGER .... stiftamtmaður kemur inn. Danskur embættismaður fram í fing- urgóma. Madama Ottesen? SIRE .......... Já, herra stiftamtmaður. KRIEGER .... Ég þarf að biðja yður bónar. SIRE .......... Og hver er hún? KRIEGER .... Það er að gera mér þann mikla greiða, að halda ballið í jrðar húsum annað kvöld. SIRE ............ Kemur af f jöllum. Halda ball, hvaða ball? KRIEGER .... Ja, þér hafið ekki heyrt það? Það stóð 3ko til að halda prinsinum kveðjusaimsæti svo hann fengi tækifæri til að kveðja kunningjana í bænum og í Hafnarfirði. En þegar til kom neitaði prinsinn al- veg og krafðist þess, að ég sneri skipinu við á stundinni, helzt í gærkvöld, og hann færi saimstundis og kveðjulaust til Danmerk- ur aftur. Eitthvað óvænt tafði fyrir honum í gærkvöldi — Sire fer að fylgjast með af áhuga — og í morgun gat ég sansað hann á að bíða eftir mér, því — sagen er — ég var kvaddur til Kaup- mamnahafniar af konunglegri majestæt þegar í stað og það með „Najaden", herskipinu, sem hér liggur. En nú kom nýr bobbi í bátinn. Konan mín aftók með öllu að samsætið yrðd haldið í Stiftamtmannshúsinu. SIRE ......... Hvers vegna? KRIEGER .... f vandræðum, segir ekki sanna ástæðu. Ja, þér vitið, prinsinn er nokkuð uppivöðslusamur við vín — SIRE ......... Ég kannast við það. KRIEGER . ... Ég fékk prinsinn til að bíða einn dag og loksins, þó hann helzt vildi fara án þess að kveðja kóng eða prest, gefkk hann inn á að heiðra samsætið með nærveru sinni, ef það yrði haldið hér hjá yður — í klúbbnum. SIRE .......... Þetta veit ég ekki, hvernig ég á að skilja, sem greiðasemi við mig eða nýja ósvífni frá harus hendi. KRIEGER .... Kæra Madame, þér gerið mér mikinn greiða. Þér fáið greidda 300 rdl. fyrir ómak yðar og kostnað, en vínföng og matur verður sent frá herskipinu. SIRE .......... Eins og ég sagði: Greiðasemi eða ósvífni! KRIEGER .... Hvorugt, get ég fullyrt. Af kunningjunum er það ekki sízt Madame sjálf, sem hann tilskildi í samsætið. SIRE .......... Eldsnöggt. Og þess vegna gat stiftamtmannsfrúin ekki haldið það á sínu heimili? KRIEGER .... Mikil ósköp — bevares, Madame. Á Slíkt hefur vitanlega ekki verið minnzt. SIRE .......... Á slíkt er yfir höfuð ekki minnzt, hr. stiftamtmaður. KRIEGER .... Þér sláið tíl? SIRE .......... Já, að athuguðu máli, og þó með því skilyrði, að fari prinsinn að sýna af sér — uppivöðslusemi, þá séu tveir vopnaðir dátar til staðar, sem geta járnað hann og flutt til skips án tafar. KRIEGER .... Ég Skil yðar — betænikeligheder, Madame. En er það nú eklki fullstíft stykki að flytja hann eins og hvern annan brotamann eða fanga? SIRE .......... Við skulum vona, að það komi ekki til, en í dag neyddist ég tii að vísa honum úr mínum húsum. KRIEGER .... Bevares — og ekki liðið fram að nóni. SIRE .......... Stiftamtmannsfrúin gerir þó svo lítið að standa fyrir samsætinu? KRIEGER .... Ef þér eigið við, hvort hún komi? Já, vitaskuld verðum við bæði, en forstöðuna frábiður hún sér. Til hennar kýs hún Madatme Knudsen. SIRE .......... Það get ég vel sætt mig við. Við erum vinkonur. KRIEGER .... Ég geng þá út frá, að málinu sé vel borgið í yðar höndum, kæra Madarne Ottesen og ég þakka yður kærlega fyrir greiðasemina. Ég sendi þá þjóninn minn á eftir til að ganga frá einstötkum at- riðum og yður til aðstoðar m.a. við flutninginn frá skipinu. Au revoir, Madame. Fér. SIRE ......... Kallar við dyr á baksviði. Málfríður finndu mig eitt bil. MÁUFRÍÐUR . . Kemur. Já, Madame. SIRE ......... Hér verður veizla aninað kvöld — fyrir prinsinn. Við íáum stift- amtmannsþjón og dáta í eldhúsið. MÁLFRÍÐUR . . Fljótt, án frekju. En gaman! SIRE ......... Hafðu upp á honum Hendrichsen og biddu hann að finna mig á stundinni. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. miarz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.