Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 2
SIRE FRIÐRIK........ Af sárri reynslu. Er nokkuð annað til en brennivln? Bíður ekki eftir svari. En hafðu það franskt. Cognac. Xil skilningsauka fyrir Arthur. MÁLFRÍÐUR . . Snarar flösku og glösum frá skenknum á borðið. Sem herrunum þóknast. FRIÐRIK........ Þurrlega og svo sem um sjálfsagðan hlut væri að ræða í skjóli þess, að hinn skilur ekki. Hver sefur hjá þér núna stúlkukorn? MÁLFRÍÐUR .. Verður að kvikindi eins og til var ætlazt. Stamar. T-t-aldk. — Sárnar svo að tár koma í augun. ARTHUR......... Hvað er að? FRIÐRIK........ Ekkert — nothing — ég spurði stúlkukornið saimvizlkuspurningar. — Skál. Skál fyrir erindi yðar til þessa lands, úti á veraldar- rassi, og botna ég þó raunar ekíkert í, hvað manni með fúllu viti gengur t.il að sikrifa bók um ísland? ARTHUR......... ísland er mjög mikilsvirt hjá mörgum menntamönn/uim úti í heimi. FRIÐRIK........ Ekki mörgum, vinur, efcki mörgum. Nokkrum sérvitringuan og hérvillingum. Það er allt. That’s all. ARTHUR......... Brosir. Ég má efcki reikna með yðar tign sem væntanlegum les- anda að bókinni? FRIÐRIK........ Nei f jandinn fjarri mér. Ég hef annað við minn tíma að gera en að lesa bæfcur. — No harm anyhow. — En þér getið gert mér greiða, þér getið keypt af mér heila mólevittið. ARTHUR......... Skilur ekki. Mólevitt? FRIÐRIK........ The damn thing. ARTHUR......... ísland? FRIÐRIK........ Já — Yes —. Með lús og sauð. Og þorskinum í ofanálag. Hlær. ARTHUR......... Hægrt og kurteislega eins og þetta gæti komið til mála. Ég er hræddur um, að það verði pyngju minni ofviða. FRIÐRIK........ Snöggt eins og hann hafi hitt á óskastundina, Mér er sagt, að þér séuð rikur maður? ARTHUR........... Ekki ríkur. Faðir minn átti jarðir á frlandi. Bróðir minn hefur tekið við eignunum. í minn hlut komu aðeins 5000 £. FRIÐRIK........ Aðeins? Það eru 45 þúsund ríkisdalir. Það er auður um þessar slóðir. ARTHUR ...... Heldur áfram þankagangi sinum. Við erum sjö systkinin, þar af þrír bræður eldri en ég og langlífi er yfirleitt í minni ætt, svo það verður seint, ef nofckurn tíma, að röðin kemur að mér. FRIÐRIK........ Góður reikningshaus. Við skulum gera þessu betur skil. Á við vínið og drekkur. 5000 £ og sjö systkini, þar af tvær systur, gera 7 fullgilda erfingja auk titilarfa, það gerir um það bil 350.000 rdl. árlega í vexti i sjö staði. Það má lifa af minna en 50 þúsund rdl. á ári. Bróðir yðar hlýtur að vera stórauðugur maður. ARTHUR ...... Afi minn var alltaf í fjárhagskröggum. Hann var talinn mesti lygalaupur á Englandi. FRIÐRIK........ Hlær. Skál fyrir afa yðar. Eg sé, að ég hef hitt á réttan mann. ARTHUR......... Réttan? Til hvers? __ FRIÐRIK........ Kaupa af mér víxilinn. ARTHUR......... Áðan vár það landið? FRIÐRIK........ Landið? Öllu má nafn gefa. Sannleikurinn er ®á, að það er líkt ástatt með mig og yður. Á dögum afa míns komst svolítill rugl- ingur í erfðaröðina í Danmerkurríkjum. Út af meintu kvenna- fari Struensee læfcnis, bevares, sem kostaði hann höfuðið, vesal- , ings manninn. Afi minn og faðir urðu erfðaprinsar hvor eftir annan, og verður faðir minn næstur konungur í Damörfcu, Krist- ján VIII, en ég eftir hann, Frederik VII, ef báðir Hfa, himis vegiar er núverandi konungur, Frederik VI, tengdafaðir minn, faðir Vil- helmínu konu minnar. — ARTIIUR........ Botnar ekkert í þessari kóngaröð, jánkar og jánkar. Mcðan Friðrik hefur verið að útskýra kóngaröðina, kemur Stefán bæjar- fógeti inn. Hann er í einkennisjakka og með liúfu. Politíið Hend- richsen með síða herðaslá og háan hatt fylgir honum, en að öðru leyti óvirkur í leiknum. FRIÐRIK........ Nofckuð flókin kóngaröð í þessum norrænu löndum. Hvað finnst yður hr. bæjarfógeti? STEFÁN ........ Merkilegur með sig. Nú, jæja. Struensee gerði strik í rei'kningfem. FRIÐRIK........ Við Arthur. What do you thinfc? ARTHUR......... í hreinskilni sagt, ég hef akkert vit á henni. FRIÐRIK........ Við Stefán. Hvernig er það? Má bjóða bæjarfógetanum í glas með ofckur? Bíður ekki eftir svari, mundar prikið. STEFÁN ........ Ég er akki vanur að drekka vín í vertahúsi né við búðarborð. — Mikið segjandi blik til politísins, sem hverfur allur í sjálfan sig. En góðu boði yðar tignar get ég efcfcá neitað, sérdeilis þar sem mötunautur minn Mr. Dillon hefur þegar tekið til dryfckjunnar. Við Arthur. Síra Tómas er ökominn? ARTHUR....... Svo er það, en skipsfélagi miiin hlýtur að koma á hverri stundu. FRIÐRIK...... Og hvað má bjóða? Franskt brennivín? STEFÁN . . . ... Tafck, franskt. rauðvín aðeins. FRIÐRIK...... Þá náum við í píuna. Bankar á hurðina með prikinu sem fyrr. MALFRÍÐUR . . Kemur inn sýnu styrkari á taugum, hefnr áttað sig á manngerð- inni. Hvað er það nú? FRIÐRIK...... Værir þú á þeiim buxuiruum, gæti það verið sitt af hverju. En nú vantar eitthvað, sem bæjarfógetinn kallar franskt rauðvín, en þeir kalla messuvin í kristnum löndum. MÁLFRÍÐUR . . Gerið svo vel. Setur vín og glös fyrir Stefán. FRIÐRIK...... Og hefur þú gert upp við sjálfa þig, hver var síðast í sæng hjá þér, eða hefurðu gleymt því? MÁLFRÍÐUR . . Djörf, ekki ókurteis. Svo mikið man ég, að það var efcki yðar tign. FRIÐRIK...... Það var rétt, stúilka mín. Svarax fyrir sig sú litla. Þig verð ég að finna í fjöru, ef ég væri efcfci á förum á morgun. MÁLFRÍÐUR . . Get ég gert nokkuð fleira fyrir herrana? FRIÐRIK...... Nei, þakka þér fyrir dúfan, nema skilaðu kveðju til húslmóður þinnar. Ég kallla það litla kurteisi af henmi að þjóna okkur ekfci persónulega til borðs. MÁLFRÍÐUR . . Madaman hefur átt. vöfcunótt í nótt. FRIÐRIK...... Rekur upp hrossahlátur. Sem sagt, tengdafaðir minn rak mig til íslands út af missætti í hjónabandinu, en bæði hanin og faðir minn verða að hafa setið á veldisstóli, áður en röðin fcemur að mér. Og sem sagt, ég er aðfcrepptur í meira lagi, imdir smásjá Kriegers nánasar stiftamtmanns og fjárhaldi hans. Sem sagt, ég er blanfcur, á hvínandi kúpunni. Ég veðset yður eyjuna fyrir 30 rdl. láni. ARTHUR....... 30 rdl.? Hvað er það í £-um? FRIÐRIK...... Það eru 3£ — 3 sh. — 3 gíneur í gulli. STEFÁN ...... Ég lána yður upphæðina án veðs. FRIÐRIK...... Það þigg ég ekki. ARTHUR....... Meira í gamni en alvöru. Og hvemig viljið þér orða veðið fjrrir láninu? FRIÐRIK...... Grípur ritblý og blað. Veðset hér með Mr. Arthur Dillon vort land, ísland, fyrir 30 rdl. láni. Friðrik prinis. Og svo þetta venju- lega: Verði lánið greitt — hm — ber að skila landinu í öldungis sama ástandi og það var veðsett. — Er þetta ekfci nóg. — Ég veit. Þér gerið athugasemd við upphæðina. Það er efcki nema von. — No wonder. En með hliðsjón af erfðavonum mínuirn er landið mér náfcvæm'lega svo mikils virði. Ég myndi jafnvel efcM lá yður, þótt yður fyndist upphæðin helzt til há. ARTHUR......... Og með hliðsjón af erfðavonum mínum eru þetta kaup á jafn- ræðisglrundvelli. Greiðir honum út peningana. FRIÐRIK........ Ég vLssi, að þér væruð réttur maður — the right man. Slkál. Þeir drekka. Ég eftirlæt yður landið allt og óska yður góðrar viðkynn- ingar við væntanlega matmóður yðar. 9kál. ARTIIUR........ Sire Ottesen? FRIÐRIK........ Segið þér maður, sjer eða Sær, því það er hún, Grandseigneur í pilsi, einhver hin mesta í vorum rikjum. En látið hana aldrei tæla yður út í fjárhættuspil. — Hún gerði það í nótt svo mig furðar ekki á höfuðverknum — rúðd mig inn að skinninu — og dnafklkum tevatn í fullu húsi af brennivind. Er það furða, þótt ég sé lang- þyrstur. Drekkur án þátttöku Arthurs. Hún hlunnfór imig, merin sú arna. Þér vitið, Parísarlýðurinn kallar undaneldishryssur sjera eins og þeir hérna prestana, en aldrei hossaði hún mér haerra en, tevatni í bolla — You understand? og elcki er það hálfa leið til himnarílkis. ARTHUR.......... En hann skilur ekkert. GUNNA .......... Upp úr eins manns hljóði. Nú fyrst dámar mér! FRIÐRIK......... Hvað er spáfcerlingin áð segja? STEFÁN ......... Sérðu eitthvað í spilunum, Gunna? GUNNA .......... Heldur betur. Kóng með tveimur drottningum og hinni þriðju þó mi'klu gildastri. r , r : FRIÐRIK __________ Og hvað.á það nú að tákna, móðir góð? „ r CtUNNA ....... Ég lagði upp spil fyrir yður af bríaríi og þetta kom upp. Það muri 1. marz 1970 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.