Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 4
Bragi Ásgeirsson Alexander Calder á Lousiana - ■; : ■'••■:• ■ .. iliiii : |@í£í; ** * .... • ; HfffHlflffli.-llwi 1967. Sett upp í tilefni heimssýningarinnar í Montreal, .Maðurinn' . . . Ég nefndi myndina „Þrjái' skífur“, en þeir nefndu hana „Maðurinn". Þeir vildu hana nakta, sem var eðlilegt vegna þess, að „Nikkel-félagið“ lagði tíl peningana og þeir vildu að nikkelið kæmi fram. Það tók nærri því ár að fullgera myndina, því þeir þurftu að útbúa nýjar vélar til að skera málminn. Allt efnið kom frá Kanada og var sent yfir til Frakklands til mín — en var ekki í einu og öllu eins og það átti að vera. Sumt þurfti að slétta út og skera niður. Það tók meiri tíma og kostaði meiri peninga . . . Það var heilmikil heiðursveizla er við sendum myndina frá okkur í 12 miklum kössum á 12 flötum vögnum, sem svo fóru frá Antwerpen yfir úthafið í rússnesku skipi . . . Calder, niðursokkinn i að setja upp táknmynd af fjölleikahúsL Mobile og Stabile, tvö nöfn, sem eru heiti á myndum fræg- asta núlifandi myndhöggv- ara Bandaríkjanna, Alexander Calder, og ganga iíkt og rauð- ur þráður gegnum allt lífsverk hans. Alexander Calder er brautryðjandi og höfundur hreyfimyndanna, sem allt eins mætti nefna svifmyndir og ganga fyrir hand- eða vélar- afli og hreyfingum loftstrauma. Hinn einstæði franski málari og hugmyndasmiður, Marcel Duc- hamp, ráðlagði Calder 1932 að nefna þessar myndir „Mobile“, og síðan er það samnefni allra slíkra mynda. Hinar þróttmiklu og lífrænu standmyndir fann aftur á móti Jean Arp upp á að nefna „Stabile", og sú snjalla nafngift þótti rökrétt viðbót. Mobile og Stabile eru þannig alþjóðleg sérnöfn yfir mikilvægasta hlutann af lífs- verki Calders og þykir mér því rétt, að þau haldi sér í þessari grein minni. Fyrir mörgum árum átti sá, er þetta ritar, vinafólk í Kaup- mannahöfn, sem hann bjó hjá vetrarlangt og fannst honum síðan óhugsandi að sækja borg ina heim án þess að koma við hjá því. Þegar það góða fólk hvarf af sjónarsviðinu eftir mikilsvert lífsstarf, missti borg in við sundið eitthvað af ljóma sínum og varð ekki söm eftir það. Á svipaðan hátt fyndist honum mikil eyða vera í heim- sókn til Kaupmannahafnar, ef hann einhverra hluta vegna gæti ekki eytt dagstund á Lousi ana-safninu í Humlebæk. — Þessi fagri og unaðslegi menn- ingarreitur er orðinn fastur án ingarstaður, þegar hann á leið um borgina, og hann veit varla þann stað á Norðurlöndum, þar sem honum hefur liðið betur. Staðurinn býr yfir sérstæðu seiðmagni jafnt á öllum árstíð- um, og er ævintýri að sækja hann heim. Allt frá stofnun safnsins hefur það boðið upp á eftirminnilegar sýningar heims listar, enda hefur það á fáum árum unnið sér álit og nafn víða um heim sem mjög sér- stætt fyrirbæri. Greinarhöfund ur lagði leið sína þangað í steikj andi hita í júlímánuði sl, þótt honum hefði verið tjáð, að ekki væri þar annað að sjá en hina föstu upphengingu auk nokk- urra verka eítir Calder. En löngunin dró greinarhöfund þangað sem fyrr til að fá fyll- ingu í fárra daga Hafnardvöl, og einnig fýsti hann að kæla sig í sjónum. Og hvílíkur mun aður að koma afkældur úr Eyr arsundi og uppgötva á safninu veglega yfirlitssýningu á verk- um þessa snillings, 229 verk og þar á meðal mörg viðamikil. Hér gat að líta verk frá öllum tímaskeiðum í lífsferli Calders. Eg hefði kosið að koma snemma dags og dvelja þar til kvölds hefði ég vitað um stærð sýning arinnar, skoða í ró og næði og hugleiða vandlega fyrirbærið Calder. — Vinaleg krá er þama í nágrenninu þar sem menn geta snætt. En nú hafði ég skömmum tíma úr að spila, svo ég varð að fara hratt um sali, en bót í máli var, að ég náði sannverðugum litmyndum svo og að sýningarskráin, sem var skreytt fjölda mynda, bætti upp á heildarsýn. Þessi stund á Lo- usiana-safninu varð mér til meiri ánægju og lærdóms en allt það sem ég hafði séð af list samanlagt á 16 daga ferða- lagi mínu. Alexander Calder fæddist 22. júlí (eða ágúst) 1898 í Lawton, sem nú nefnist Fíladelfía í Penn sylvaníuríki. Calder áleit sig fæddan 22. ágúst, eiinis oig móðir hans hafði alltaf sagt, þar til hann árið 1942 skrifaði ráðhús- inu í Fíladelfíu eftir skirnarvott orði, og þar sögðu menn hann 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. marz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.