Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.1970, Blaðsíða 13
SKMITINN FtóMSKWtMMN u'ddl uerScx yúlrcwL en. c^u.%. ^<lrvalcjL\i<b köttar ucxt& ör \xrL hsteý- ^ájtur h^olpcx tfoxwu VuMJvucl ^slt&v. l. íor- Kcxnu til oo, oiUcxÖl cxö skcxpcx. Yno.ua, qu c>ú_t\lrcxu.u ^órat honcxm. G.k.Ví.c KóacLuloo^cx. þuC í- &tó.SCua aó s'rcxpa. mcxua cjcxrö Vcöttcxúau cxr þcfc 03 þó uaútcxöc ó. ho.ua ■bhcnacó'. ;<bun\hó'Pátur cuxvn.ru oóiú þáyfcr þao&cc ohópua 03 súcxpoóc &vúnni.ó <x\cöhcua1GudccQ.r ekcuncó hcó ácuu onm \03rcr aó,tcxud.c cxSJ rQltcucxru. Til eru fleiri tilverur Fraim,hald af bls. 9. á þessum liöna tíma, sem ég tel _mig vera að skyggnast inn í. Ég hef einnig fundið margt fleira, sem ég á ekki til núna og ég sakna mjög mikið. — Eins og hvað? — Ég get sagt þér eitt alveg fyrir víst. — Þegar ég var heima í Torfufelli, hafði ég mjög sterka löngun til þess að læra að spila á eitthvert hljóð- færi. Á þeim árum var lítið um kennslu í þeirri grein. Þegar ég var 17 ára gömul, var Tóm- as Benediktsson forsöngvari og organisti í Hólakirkju. Hann var sá eini, sem ég vissi, að ég gæti leitað til. Kona hans, Sig- urlína Einarsdóttir, hafði tek- ið á móti mér, þegar ég fædd- ist, og ég þekkti þessi hjón mjög vel. Þau voru þá flutt út í Öldu, og ég ætlaði að fara til þeirra og læra að spila á orgel, var þúin að semja um það allt saman. Konan var heilsulítil, og ég ætlaði að vinna fyrir mér í heimilinu. En þá veiktist pabþi seinni part sumarsins, og ég varð að hætta við allt saman. En ég ætla að segja þér, að mér fannst ein- hver strengur slitna. Ég gat ekki skilið þetta þá, en þegar ég fór svo aftur að kanna þetta liðna, komst ég að því, að ég hafði leikið á hljóðfæri. Það var ekki orgel, heldur eitthvert strengjahljóðfæri. Ég hafði lært á þetta hljóðfæri hjágöml um manni, mjög gömlum, og hann er mér alveg Ijóslifandi. Þaðan liggur þráðurinn inn í þá tilveru, sem ég var að byggja upp unglingur inni í Eyjafirði. Vitanlega hefur marga langað til að læra að spila, en sjáðu til, — þessi von- brigði voru svo sár. Ég get eig- inlega ekki sagt, hvað þau voru sár, það var eins og ég væri að missa einhvern, sem mér þætti mjög vænt um. En skyldan kallaði mig til þess að vera heima, því að systur mín- ar tvær og mágkona voru þá sjúklingar á Kristneshæli og sjúkrahúsinu á Akureyri, og ég varð að vera heima, það var enginn annar til, og ég mátti til. En ég hafði samt ekki mjög sterka löngun til þess að vera heima, svo að ég segi nú alveg eins og er. Það togaðist tvennt á, en löngunin varð að víkja fyrir skyldunni. — í því var sennilega viss lexía fólgin. — Já, ég býst við, að ég hafi lært mjög mikið á því og haft gott af því að láta á móti mér. Ég er heldur ekki að segja, að ég hefði unnið mikið við það að læra að leika á hljóðfæri, en þetta var bara svona ríkt í mér. Og ég hrífst alltaf mikið, bæði þegar ég heyri sungið fallega og sérstaklega, þegar ég heyri leikið. Þá finnst mér ég alltaf komast í annan heim. Það er eins og tónamagnið taki mig svo sterkum tökum og flytji mig eitthvert þangað, sem ég vil í raun og veru vera. — En þú hefur beinlínis ferð azt inn á önnur og æðri til- verusvið. — Já, étg hef oft ferðazt imin í aðrar tilverur, en ég á ákaf- lega erfitt með að færa það fraim, því að yfir það fell- ur gleymska, nema ég segi frá því um leið. Stundum er verið að minna mig á, að ég hafi sagt þetta og hitt, sem ég man ekki til að hafa sagt, þó að ég rengi það ekki. — Við vitum fjarska lítið nema um þessa tilveru, seri 1 við lifum í hér. Okkur innst þessi jörð vera stór og heimurinn stór. Ég hef nú lítið ferðazt nema um landið mitt. Ef ég ætti að ferðast eitthvað út fyrir landsteinana, fyndist mér ég vera að fara í langferð. En ef ég fer að hugsa um það í al- vöru, þá er það líklega mjög stutt ferð, því að ég hef gert mér grein fyrir því, að til eru fleiri tilverur. Ég er viss um, að ég hefði afskaplega gaman af að ferðast um úti í heimi, en ég vildi samt ekki skipta á því og að komast til þó ekki væri nema einnar tilveru á hinum leiðunum. Ef mér væri t.d. annaðhvort boðið til Ame- ríku í kvöld eða ég mætti fara inn á eitthvert tilverustig hinum megin, kysi ég hið síðara miklu fremur. Ég tala nú ekki um, ef ég gæti fært mönnun- um eitthvað þaðan, sem gæti sannfært þá um, að annað líf væri til. Þeir hinum megin eru alltaf, finnst mér, að reyna að koma þeirri vitneskju til okk- ar hérna, og þeir óska eftir því, að fólk trúi því og byggi líf sitt á þeirri vissu, að það lifi lengur en meðan það er hérna á jörðinni. — Er þá mikils vert fyrir hvern mann, að hann trúi þvi? — Já, ég tel það mjög mikla nauðsyn. En það gagnar eng- um að trúa því bara á yfirborð- inu, hann verður að trúa því af fullkominni einlægni, — hann verður að vera sannfærður. Ég held, að það sé framvinda þess ara mála, að fólkið sameinist um það og lifi samkvæmt þeirri sannfæringu. Ef allir tryðu því, væri lífið hérna á jörðinni hjá okkur miklu betra og feg- urra en það er. Það er líka án alls efa mikilvægt fyrir langa og mjög fjarlæga framtíð hvers einstaklings. — Segjum nú, að alger af- neitari þessara hluta deyi snögglega í sinni afneitun, hvernig verður honum við? — Ég býst við því, að það yrði alveg eins tekið á móti honum og hinum, sem trúa, því að miskunnsemi guðs er mikil. En hitt er víst, að hann finnur sjálfur nokkuð sárt til, eins og eðlilegt er, og er náttúrulega lengur að átta sig og samlag- ast nýju tilverusviði, sem er honum framandi, vegna þess að hann hefur aldrei hugsað um þessa hluti, þeir hafa verið honum fjarlægir. (Framhald í næsta tbl.). 1. rnarz 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ]3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.