Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1970, Side 10
Aldri forsetafrúarinnar er haldið leyndum. Sé spurt eftir honum í höllinni, fær maður kuldalegt svar: „Aldurs henn- ar er ekki getið í opinberum æviatriðum henniar." Frönsk dagblöð og tízkublöð hafa því ekki árætt að geta sér til um aldur hennar. En fólk, sem tel- ur sig vita hið sanna, segir hana fædda árið 1907. En hvað sem því líður, þá blandast eng- um hugur um, að forsetafrúin er fjörleg og aðlaðandi kona, sem heldur sér vel. Frú Pompidou ól þá von í brjósti að hún gæti farið að starfa utan heimilis, þegar einkasonur hennar, Alain, sem er fæddur árið 1944, væri vax- inn úr grasi. „Nú er sonur minn orðinn læknir”, segir hún, „og mig hafði dreymt um að setja á stofn listsýningarsal á vinstri bakkanum.“ Nú hefur hins veg- ar skipazt svo, að hún verð- Klæðnaður forsetafrúarinnar í Bandarikjaförinni vakti fullt eins mikla athygli eins og Frakklandsforsetinn sjálfur. Frúin var ur fyrirmynd milljóna franskra nánast sem gangandi auglýsing fyrir tízkuhús Parísar. Hér sjást nokkur sýnishom. CLAUDE POMPIDOU forsetafrú í Frakklandi F rú Claude Pompidou er há vexti og ljós yfirlitum, glæsileg fremur en fögur, hlát- urmild og opinská í tali. Hún er ólík flestum öðrum forseta- frúm, sem Frakkland hefur átt, og er alger andstæða Yvonne de Gaulle, fyrirrennara síns. Hún er engan veginn hrifin af því að þurfa að setjast að í hiinind kuldaleigu . Elyséehöll þar sem 250 ára gömul saga hefur sett fremur þunglama- legt svipmót á sali og hallar- garða, en hún tekur bústaða- skiptunum með jafnaðargeði. Þessi unglega og sjálfstæða kona er einnig sérstæð að því leyti, að hún er ein af örfáum forsetafrúm Frakklands, sem er ekki einu sinni orðin amma, þegar hún flytur inn í forseta- höllina. kvenna í stíl og smekk næstu árin. Frú Pompidou hefur alltaf tekizt að halda einkalífi sínu utan sviðsljósanna, enda þótt maður hennar hafi gegnt opin- berum störfum allt frá árinu 1948. Hún viðurkennir, að sér muni falla miður sú breyting, sem nú hlýtur að verða. Þegar eiginmaður hennar var forsætisráðherra í stjórn de Gaulle, sagði hún einu sinni í blaðaviðtali: „Það er andstætt eðli mínu að vera í sviðsljós- inu. Ég vil vera ég sjálf, vera eins og mér er eiginlegt og gera það sem mér dettur í hug þá stundina. Ég hef megnustu SVIPMYND andúð á öllu sem er falskt eða tilgerðarlegt”. Ekki alls fyrir löngu lét hún svo um mælt: „Allra verst þykir mér, að nú get ég ekki iengur lónað um götur Parísarborgar, þegar mér dettur í hug, til þess að verzla, eða skreppa inn í kvikmynda- hús”. Skemmtilegasta dægradvöl hennar til þessa hefur verið að bjóða nánum vinum heim eina kvöldstund, en meðal beztu vina hennar eru t.d. málarinn Bernard Buffet og skáldkonan Franeoise Sagan. Þá er spjall- að yfir látlausum kvöldverði og hlustað á Bach, Beethoven eða einhverja nýrri tónlist. Claude Pompidou. Georges Pompidou hefur alltaf reynt að koma til móts við óskir konu sinnar um að varðveita friðhelgi einkalifsins. Þegar hann tók við hamingju- óskum stuðningsmanna sinna við úrslit forsetakostninganna 15. júní s.l., var hann einsam- 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. apríl 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.