Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 1
27. tbl. 12. júlí 1970. 45. árg. V________________________■ • ___________________J ÖLAGASKYSSUR mætti nefna þaxi mistök, sem verða stórkostlega afdrifarík, ráda gangi atburða og örlögum f jölda manna. Greinarf lokkur um þess konar ef ni hef st hér. t»að er sagan af skeytinu, sem átti þátt í að E»jóðverjar töpuðu fyrri heims- styrjöldinni. Eftir Charles Franken SKEYTIZIMMERMANNS Um vorbil árið 1917 voru all ir styrjaldaraðilar að niðurlot- um komnir. Það var úr þeim allur bardagamóður. Tala fall- i/nma var geysihá orðin. Bretar höfðu misst fleiri menn, en alla þá, sem voru á vígveilinum 1917. Franski herinn var orð- inn niðurdreginn og rambaði á barmi uppreisnar. Eftir margra ára nöturlegan skotgrafahern- a'ð hafði alls ekteert áunnizt en milljónum mannslifa hins vegar verið kaistað á glæ. Hern aðaryfirvöld höfðu sýnt af sér dæmafátt virðingarleysi fyrir mannslífum og leiddi af því, að hermennirnir hneigðust orðið fremur að því að halda í sér líftórunni eftir því sem aðstæð- ur framast leyfðu þeim, heldur en sækja ótrauðir til sigurs. Uppreisn var í aðsigi. Ekki voru Þjóðverjar betur staddir, enda þótt Lloyd Ge- orge segði um þá árið 1917, að þeir höguðu sér eins og þeir væru í þann veginn að vinna stríðið. En Bretum hafði tek- izt að koma þeim í hungurkví og auk þess var mannfall þeirra svo mikið, að þeir voru farnir að skrá fimmtán ára gamla drengi í herinn. Og gremjan sauð í landslýðnum. Austurriki rambaði á heljarþröm. Enda þótt Bretar væru að gjaldþroti komnir þá harðneit- uðu þeir að setjast að friðar- samningum við Þjóðverja. Bret ar reiddu sig á það, að Banda- ríkjamenn kæmu Bandamönn- um til hjálpar, ef í óefni færi. Andi Schlieffens, fyrrum yf- irmanns þýzka herforingjaráðs- ins, sveif enn yfir vötnum þessa stríðs, sem hann hafði varið ævi sinni til þess að ráðgera og skipuleggja. Schlieffen varfull Ijóst, að tækist Þjóðverjum ekki að koma Frökkum á kné þegar á fyrsta mánuði stríðs- ins, gæti hvorugur aðila unnið það, vegna þess, að hernaðar- máttur þeirra og auðlindir voru hnífjöfn. Þjóðverjar, Bret ar og Frakkar höfðu varið mörgum árum og milljónum mannslífa til þess að sannreyna þessa kenningu. Bretar reiddu sig á það, að Bandaríkjamenn skærust í leik inn, en Þjóðverjar þóttust hins vegar vissir um að sigra að lok um fyrir tilstilli kafbáta sinna. Þeir gerðu ráð fyrir því að leggja Breta að velli með ótak- mörkuðum kafbátahernaði. Hins vegar óttuðust þeir, að slíkur hernaður mundi vekja Bandaríkjamenn af værum blundi og ýta þeim til aðstoðar við Baji'dameinin. En Þj óðverjar töldu sig reiðubúna að taka þessa áhættu. Þetta hefði líka vel getað heppazt. Þjóðverjar fengu ým- is hemiaðarleg forsikot árið 1917. Eitt var hrun Rússlands; það gerði Þjóðverjum kleift að flytja allmargar herdeildir frá austurvígstöðvunum og til Frakklands. Annað var hin skipta skoðun Bandaríkja- manna, en þar var geysimargt um þýzkættað fólk. Að vísu hafði árásin á Lúsitaniu, (þá þúsund manns og af þeim hundrað tuttugu og fimm Banda ríkjamenn) valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum. En síðan voru liðin tvö ár og þrátt fyrir hinn aukna kafbátahernað höfðu Bandaríkin enn ekki sýnt af sér neina tilburði á þá átt að skerast í leikinn. Vel gat þó verið, að þau færu á stúfana, er þeim yrðu ljósar afleiðingar kafbátahernaðar Þjóðverja, en Þjóðverjar þóttust þá vissir um að geta sigrað Breta fyrr em Bandaríkjamenn fengju tíma til að hervæðast. Þá voru og skoðanir Wood- row Wilsons, Bandaríkjafor- seta, Þjóðverjum einnig hag- stæðar í þessu máli. Wilson trúði á „frið án sigurs", og þessi skoðun hans höfðaði eig- iinlegia h.vorki til Þjóðverja né Bandamanna, enda þótt hún væi'i ónieitanleiga sikynsamleg og raunar eina hugsanlega lausnin, skærust Bandarikin ekki í leikinn. Wilson gerði sér jafn ljósa grein fyrir málunum og Schlieffen hafði gert. Nú hölluðust fjölmargir Banda- ríkjamenn að því, að þeim bæri að skakka leikinn, en forset-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.