Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 12
Skeyti Zimmermanns Fram-h. af bls. 2 sex vikna hveitiforði í Bret- landi og kolaiðnaðurinn var í þamn vegirm að stöðvas-t. Þetta var mesta hörmungaár Breta í stríði þessu. Ef til vill var alvarlegasta hlið málsins sú, hve siðgæðisvitund fólks- ins fór hrakandi og hinn al- imenmi urgur óx. Þetta var samm nefnt byltingarár. Rússar steyptu zarmuim o-g bolsévikar komust til valda. Nokkrar meiriháttar uppreisnir urðu í fraauska hernaun og verkföll í Bretlandi. En stríðsyfirlýsing Bandaríkjamanna í apríl breytti heldur betur gangi mála og vakti bæði kjark og vonir með Bretum og Frökkum, en af hvoru tveggja höfðu farið held ur litlar sögur að undanförnu. Yfirlýsing þessi skipti sköpum með styrjaldaraðilum. En enda þótt kafbátahemað- ur Þjóðverja hefði nú neytt Bandaríkjamenn i striðið reyndi Woodrow Wilson enn allt, sem hann gat til þess að ýta Bretum til friðarsamninga. Bretar voru komnir í fjárþrot og höfðu falazt eftir láni hjá Bandaríkjamönnum, en Wilson vildi því aðeins veita lánið, að Bretar semdu frið við Þjóð- verja. Skeyti Zimmermanns gjör- breytti öllu saman. Forsetinn varð þrumu lostinn og ævareið ur, er hann las skeytið, en hikaði samt; það hafði þó enga þýðingu. Bandaríkin gátu ekki lengur staðið álengdar. Skeytið var fengið heimsblöð unum til birtingar og vakti verðskuldaða athygli, er það var gert augum kunnugt. Allir voru sammála um það, að þarna hefðu Þjóðverjar framið mestu mistök í styrjöldinni sam anlagðri og jafnframt einhver þau mestu í sögu sinni. The Literary Digest birti samantekt úr viðbrögðum bandarískra blaða við skeytinu undir fyrir- sögninni: — Zimmermann sam- einar Bandaríkin. — Innanríkisráðherrann, Ro- bert Lansing, sem var meðmælt ur því, að Bandaríkin blönd- uðu sér í styrjöldina, hafði sagt: — Ég vona að þessir vit- lausu Þjóðverjar hlaupi nú bráðum rækilega á sig. — Hon- um varð sannarlega að ósk sinni. Jafnvel hinn friðarsinn- aði forseti Bandaríkjanna var æfur af reiði yfir þeirri móðg- un, sem Bandaríkjunum var sýnd með skeytinu. Stríð var nú óhjákvæmilegt. Bretar voru hinir ánægðustu svo ekki sé meira sagt. Banda- rísku dulmálssérfræðingarnir höfðu unnið verk sitt svo vel, að innanríkisráðuneytið taldi, að einhver slyngur njósnari hefði komizt yfir skeytið ann- að hvort í Mexíkó eða í Was- hington. Þetta kom sér vel fyr- ir Hall flotaforinga, því hefðu Bandaríkjamenn komizt á snoð- ir um hina sönnu boðleið skeyt isins, þá hefði getað farið illa. Hall gerði sér ljósa grein fyrir mikilvægi þoas og laigði á það mikla áherzlu, að stolið hefði verið ráðinni þýðingu skeytisins en ekki dulmálsskeyt inu sjálfu. Þessu trúðu Þjóð- verjar og grunaði því enn ekki, að Bretum væru kunnugir dul- málslyklar þeirra. Héldu þeir því áfram að nota þá óbreytta. Annars höfðu Þjóðverjar fáu að fagna þessa dagana. Bæði japanska og mexíkanska ríkis- stjómim kvað sér vera alger- lega ókunnugt uim málið. Hvor ugt landanna fýsti að flækja sig í það úr því, sem komið var. Mexíkó ítrekaði hlutleysi sitt og Japanir héldu sínu fyrra striki. Zimmermann skoraði á Was- hington að færa sönnur á áreið anleik skeytisins. Þetta var ekki snjallt bragð, þar sem hann hlaut að vita, að Banda- ríkj amönnunum væri þetta hæg ur vandi. Því næst gerðist það svo, að Zimmermann hélt blaða mannafund og játaði þar að hafa sent skeytið, „öllum við- stöddum til mikillar furðu og léttis", eins og bandaríski inn- anríkisráðherrann orðaði það. Bandaríkjamenn voru nú ekki lengur í neinum vafa. Það var augljóst af yrirlýsingu Zimmer manns, að Þjóðverjar hugðust ráðast á Bandaríkin. Fátt hefði getað ýtt öllu betur við Banda- ríkjamönnum, enda flykktust þeir nú í herinn hver um ann- an þveran. Úr þessu lá leið Þjóðverja öll niður í móti. Bandarískur her lenti í Frakklandi og Frakkar sjálfir vöknuðu til lifs og dáða. Á meðan reyndu Þjóðverjar árangurslaust að komast að því, hver hefði svikið þá og afhent óvininum skeyti Zimmermanns. Starfsliðið í Deild nr. 40 skemmti sér konunglega við hinar diplómatísku ásakanir og brigzl, sem gengu á víxl milli Berlínar, Mexíkó og Washing- ton. Þegar loks kom að skuldaskil um var sökinni allri varpað á þá Bernstorff og Zimmermann. Bernstorff var að sjálfsögðu alsaklaus og Zimmermann átti á hinn bóginn ekki alla. sökina. í báðum heimsstyrjaldanna fyr irlitu og vanmátu Þjóðverjar fjandmenn sína og þau mistök urðu þeim dýr. Ljóðskáld skrifa Framníh. af bls. 14 hver með sínum hætti: sögu vita varðarins, sem sögð er í fyrstu persónu og er mestan part sálar lífslýsing, og frásögu af áhöfn- inni á olíuskipinu, sem sögð er í þriðju persónu. Ennfremurhef ur verið skotið inn í bókina kafla nokkrum, sem er í helzti lausum tengslum við meginefn- ið til að eiga þarna heima. Elías Mar, sem skrifaði ritdóm um Strandið stuttu eftir að það kom út, skýrir frá, hvernig stendur á þessu innskoti; orð- rétt: „í þriðja kaflanum," segir El- ías, „kannaðist ég við gamalt skáldsöguefni Hannesar, er komst víst aldrei öliu lengra — sem betur fer. Enda þótt gam- an kunni að vera að innskoti þessu sem sjálfstæðiu fyrirbæri, er það tvímælalaust til lýta á „Srandinu“, skemmir heildar- svip sögunnar og glepur fyrir lesandanum, en verður ekki nema að litlu leyti til að skýra myndina af andlegu átsdgkonau- lagi vitavarðarins, eins og ætl- unin hlýtur þó að vera.“ Þessi ummæli Elíasar Mar út skýra að nokkru leyti losiara- braginn á Strandinu — aðþað er ekki heilsteypt, heldur sam- sett. Sá er þá annar galli Strands- ins, að höfundur seilist of langt út fyrir reynslusvið sitt og ómerkir með því raungildi verksins, þar se-m hann fer til að mynda að rekja endurminn- inigar Kínverja á olíuiskiipinu — heiman frá Kína. Bent hefur verfð á, svo smávægilegt dæimi sé tekið — að hann hafi ekki kunnað skil á kínverskum mannanöfnum og fari þvi skakkt með þau. Slíkt væri út af fyrir sig fyrirgefanlegt, ef það gæfi ekki sina vísbend- ing um, að fleira kynni að vera úr 1-ausu lofti gripið. Þriðji höfuðókostur Strands- ins er svo itilfinindngasemin, sem fer langt út fyrir þau takmörk, sem kallazt geta boðleg í al- varlegu skáldverki. Einikum spillir hún fyrstu-persómju frá- sögln vitavarðariins. Tilfinmdmg- um hans er ekki aðeins ýtar- lega lýst — þær eru hreint og beint útflenntar. Höfundur hef ur líka fallið í þá freistni að skapa persónur sínar sumar góðar, en aðrar vondar í sam- ræmi við hlutverk þau, sem hann ætlar þeim í sögunni. Kín verjarnir eru til að mynda góð ir menn. En skipstjórinn verð ur að vera — stöðu simnar vegna — vondur maður, þar eð hann er yfirmaður áhafnarinn- ar og ábyrgðarmaður stkipsins. Viljandi er hann látinn etja mönnum út í opinn dauðann í þeim vændum, að hann sjáifur bjargist. Sú ráðabreytni Ssamt annarri lýsing á hegðun hana hefði nægt til að sýna fram á, hvern mann hann hafði að geyma. En höfundurinn hefur verið á öðru máli, því tals- verðu aukarúmi er varið til að kunngera að öðru leyti hrak- legt innræti hans, og það held- ur hetur fjálglega. Sá er og ljóður á Strandinu, að það endar slapplega. Ef til vill stafar það af því, að niður- laginu hafi verið ætdað tákn- rænt gildi fremur en skáldsögu legt. En lokaorð bókarinnar — lögð í munn vitaverðinum — hljóða sivo: . . . ég flýti mér upp_ til sól- eyjunnar í varpanum. Ég stend hjá henni og hugsa að seinna — ef til vill í júní, júlí, eða september — muni ég byrja á nýrri skáldsögu. Hún á að f jailla uim mann og um konu og um nokkur börn. Og það sem gerist er það að sóleyj,arnar vaxa í túndrau, og á kvöldin koma laigðsíðar lamþærnar nið- ur að læknum til að drekk,a. . . Og annað gerisf ekki í þeirri bók.“ Hafi Strandinu verið ætlað einhvers konar völuspárgildi, þar sem skipbrotið og mann- skaðinm téknar hin mikflu ragna rök, þá er þessi endir sögunni samkvæmur — að jörð skuli gróa og dyggvar dróttir yndis njóta. En að öðru leyti kemur endirinn laklega heim við at- burðarás verksins; lafir aftur úr því sem hver annar dra-tt- hali. Fleira mætti reikna Strand- inu til frádráttar. En vitanlega verður það ekki sómasamlega afgreitt með því eirau að telja upp vankanta þess, þvr paw er — eins og Helgi Sæmundsson orðaði það — „álitleg bók, þótt misheppnuð sé“. Með hlið sjón af faglegum vinnubrögð- um er það forvitnil'egt iskáld- verk. Að beita til skiptis mis- munandi frásagnaraðferðum gat ekki talizt til nýbreytni, en var samt reynt þarna með nýj- um hætti. Ýmis mikilsverð smá- atriði eru — hvert í sdnu lagi — nosturslega unnin. „Átyllan hlaut að vera höf- undi bæði nærtæk og heppi- leg. En onsök þess, að honum tókist éklki betur upp, getur vafalauist talizj; bókmenntasögu leg fremur en persónuleg. Þó rithöfunda sfcorti eikki sögu- efni á þeim árum, sem Strand- ið varð til, skorti þá í víðtæk- asta skilningi markmið og við- miðun. Þeso vegna varð Strand ið sundurlaust innbyrðis. Og sem heild varð það alls ekki nógu skilmerkileg hliðsitæða þeirra „geigvænlegu atburða", sem því mundi þó ætlað að tákna. ~ - Þá er að geta Hannesar Pét- urssonar (1931). Hann er ára- tug yngri en fyrrgreind skáld, en í bókmemntasögulegu til- liti skilur skemmra á milli þeirra og hans, ef miðað er við útgáfu fyrstu bóka. Sé á hinn bóginn miðað við sögulegan bakgrunn, er bilið mun breið- ara; Hannes verður trauðla tal- inn tia sömu skáldakynsilóðar og Jón Óskar og Hannes Sig- fússon. Auk þesis að hafa sent frá sér fjórar ljóðabækur hefur Hann es skrifað mikið í laiusu máli. Meðal bóka hans af því tagi eru Sögur að norðan (1961), safn fcólf smásagna. Allt er það frásögur úr dreifbýlimu — úr sveit eða þorpi — og er sak- laust að geta sér til, að átthag- ar höfumidar séu hið raumveru- lega baksvið þeirra, enda gefur bókarheitið það óbeint til kynma. Og minnsta kosti ein sagan (Ferð inm í fj allamyrkr- ið) er studd alkunnum tilgát- uim er ekki sterkiari rök- um. Allar taka sögumiar megimimið af eimiuim manrni, hver þeárra, en aukapersónur eru fáar og oft harla fjarlæg ar aðalsöguhetjunni. Og allt er þetta sögur um einmanaleika og sjálfsblekking í einhverjum skilnmgi. Mikið er um víðáttu. Og í tveim sagnanna er í hvorri sagt frá einuim manni. á ferð um fjöll. Auðséð er, að höfundur skoð ar viðfang&efni sín bæði í ná lægð og fjarlægð; bæði með augum heimamannsins, gem er þaulkunnugur umhverfi og sögufólki; og með augum fram andi manns, sem skyggmir sögu sviðið úr fjarlægð; hefur stærri og fjölbreyttari vettvang til við miðunar. Þannig geta málefni söguhetjanna orðið stórbrotin eða hégómleg, allt eftir því hvaðan og hvemig á þau er horft. Höfundur finnur til mað söguhetj'Um sínum og skilur þær. Og hamn veit líka, hvaða takmörk þröngur sjónhringur setur reymslu þeirra og viðhorf- um. Þanmig er sem hverju efni sé brugðið upp í tveim vídd um — eins og bakhliðin sé felld inn í forhlið oérhverrar myndar. Sem dæmi mætti taka þá söguna, sem vera mun einna stytzt í bókinni og heitir Mað ur í tjaMl. Hvorugt er marg- brotið, sögusviðið mé söguefnið: Ellefu tjöld vegagerðarmanna — og mennimir hér og þar í kringum tjöldin að jafna sig eftir erfiði dagsins. Sunnanrút an ekur hjá. Farþegamir kasta velktum dagblöðum til mann anna. Örskotsstund stamda þeir þarna augliti tiil auglitis — ’heimamenn anmans vegar, fram andi menn hins veigar; lítið svið, þaoan sem gefiur þó sýn inn á víðáttumeiri vettvang. En ein um vegavinnuimannanna bregð ur ekki fyrir þessa stundina. Hann er eldri að árum en himir. Hann hefur hallað sér út af imni í tjaldi og les í bók, síðan orðrétt í sögunni: „Venjulega komst hann efcki nema fáeinar síður í bókinni áður ein heyrðiist til á'ætlumiar- bílanma í fjarska, hvernig þeir þokuðust nær og nær og fóru að erfiða upp brekkuna rétt vestan við tjöldin. Þá var það sem ævinlega kom dáiítið rót á hugann, tilfinning, kymlega ljúf og sár í einiu, vaknaði í brjósti hans, því hann hafði aldrei ferðazt neitt um dagana, aldrei komið tiíl höfuðstaðarims og ætti það líklega ekki eftir. . .“ Hér er ekki mikið sagt: gam all maður l'eggur frá sér bók rna, sem hann var að lesa, með an gnýr framandi veraldar líð ur hjá. Nokkurn veginn sátt- ur við l'ífið þreyr hamm fá- breytta ævi sína, sean kemiur og fer eims og rútan. En tíminn hef ur gert anniað og meira en nema brott ævi hanis — hann hefur líka bægt honum frá þeim tækifærum, sem honum hefði boðizt, væri hann nú ung- ur. Þytur iðandi lifs frá fjörr- um slóðum snertir streng í bi\ósti hans. En aldurinn njörv ar hann niður, stíar honum frá samtið sinni. Hann er því í al- mennasta skilningi dæmigerður fyrir þann hluta þjóðarinnar, sem verður eftir „fyrir norð- an“, þegar aðrir fara „suður“. í djúpum akörðum heitir önn- ur saga — ferðas-aga Gamal'íels söðdasmiðs, sem kann hvergi betur við sig en á verkstæð- in-u heima og í kompunmi inn af því. Nú hafa örlögin knúið hanm í ferðalag um fjöll og fimiiinidi, ríðandi á lánshrossi; varpað honum út á víðáttu, þar sem h.ann finnur sig einan, yfir- gefinn og ofurseldan geigvæn leguim máttarvöldum, en reynir að hugga sig við, að skammt miumi heim á verkstæðdð og í kompumia irun af því. Me'ð hálfum huga áræðir hann að stíga af baki til að snæð.a af nesti sinu — óttas-t þó, að sér miuni ganga illa að komast á bak aftur; Em seim hanrn hvílist þarna í miakiindum, breigð- ur fyrir óhugnanlegri s-jón: Sauðkind, afiskræmd af dýrbiti, sprettur óvæmt og skyndilega fram úr víðernunum, „einblíndi á hann“ og ,,kom nær, alveg upp í hann“. Ærður af skelf- ing klifrar Gamalíel á bak hrossinu og „enn var drjúgpr spölur heim á verkstæðið, enn sást hvergi til bæj.a, — hann var aleinn einhvers staðar í djúpum fjallaiS'körðum." Hér má greina lítið eitt af dul þjóðrögunnar, en mun meira að kómík. Gamalíel söðla smiður er ein kleiner herr; í sernn virðiulegur og umkomu- laus; og mjög svo hjálparvana þarna mitt í ógn öræfianna. Hvort honum finns-t stutt eða 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. júlí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.