Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 6
Valdimar Kristinsson VEGIR UM HÁLENDIÐ A3 undanförnu hefur mikið verið rætt um vegi yfir hálendið, og mun ástæðan einkum vera fréttir af hinni ódýru vegarlagningu frá Búrfelli að Þórisvatni, sem unnið er að á vegum Landsvirkjunar. Á síðari árum hafa ferðalög um hálendið stöðugt aukizt, og með tilkomu brúarinnar á Tungnaá munu þau enn aukast verulega. Ferðir um þessar slóðir eru þó engin nýjung, enda er þeirra oft getið í fomum sög- um. Síðar tóku við aldir útilegumanna og óhollra vætta, og það var ekki fyrr en á öldinni sem leið, að menn tóku að hætta sér inn á hálendið á ný. Fyrsti " bíllinn fór Sprengisandsleið árið 1933, og síðan hafa ýmsir látið sig dreyma um raunverulega hálendisvegi, en veruleik inn hefur virzt fjarri í þeim efnum þangað til nú, að góður vegur er allt í einu farinn að teygja sig upp á há- lendið í sambandi við virkjanamál. Flestir munu hafa litið á hálendisvegi sem skemmtiferðaleiðir eingöngu, en ekki virðist útilokað, að þeir geti einn- ig haft mikilvægu hlutverki að gegna fyrir fólksflutninga milli byggðarlaga og fyrir meiriháttar vöruflutninga. Er því nauðsynlegt að fá úr þvi skorið, hvort u.m hagkvæma fjárfestingu gæti orðið að ræða með lagningu hálendis- vega. Aðaltilgangur þessara hugleiðinga héir C'r að gera nokkra grein fyrir, um hvaða leiðir er einkum að ræða, en þær eru sýndar á meðfylgjandi korti. Tölum- ar á kortinu sýna fjarlægðir í km frá Reykjavík, og endatölurmar eru i sam- ræmi við upplýsingar, sem Vegagerðin hefur látið frá sér fara. Fyrst er haldið sem leið liggur frá Reykjavík og austur að Selfossi og sið- an upp í Þjórsárdal. Þjórsárdalur hlýt- ur að verða fyrir valinu, þar sem þang- að hefur verið lagður mjög góður veg- ur vegna Búrfellsvirkjunar og jafn- framt styttir efri brúin á Þjórsá leið- ina norður. Að vísu er hún köllu'5 bráðabirgðabrú, en samgöngumálaráð- herra hefur lýst því yfir, að ekki mætti hverfa brú af þessum stað, og þörfin er einnig augljós vegna áframhaldandi virkjanaframkvæmda. Verður því að telja víst, að bráðabirgðabrúin veröi leyst af hólmi af varanlegri brú síðar. Frá Þjórsá liggur nú nýr og góður vegur að Tungnaárbrú. Þar verður ein mitt hin fyrirhugaða Sigölduvirkjun, og hljóta einhverjir eftirlitsmenn að búa þar að staðaldri í framtíðinni. Þarna verð ur væntanlega efsta byggð sunnan jökla, og þá eru yfir 170 km að Þov- móðsstöðum syðst í Sölvadal, Eyjafjarð- armegin, yfir 180 km að Mýri í Bárðar- dal og um 240 km að Möðrudal fyrir austan. Þetta geta reynzt drjúgir áfaug ar í misjöfnum veðrum, og ef fært yrði á öðrum árstímum en á sumrin, þyrftu helzt margir bílar að fara saman. Ann- ars færi það e-ftir umfeirðinni og al- mennri reynslu, hve varlega þyrfti að fara. og mikið öryggi er fólgið í tal- stöðvunum, sem nú eru komnar í svo marga bíla. En hvað sem því líður, þá þyrfti að vera að minnsta kosti einn góður áningarstaður á leiðinni, sem væri opinn, meðan einhverrar umfcirðar væri von. „Nýi jökuldalur" (með þessu móti er hægt að komast hjá deilum um nafn- giftina) virðist kjörinn í þessu sam- bandi. Hann er nokkuð miðja veg-i milli Norður- og Suðurlands, og þar er þegar risið myndarlegt sæluhús. Væri auðvelt að bæta þar við fjölbreyttari þjónustuaðstöðu, eftir því sem umferðin leyfði. Nálægt Fjórðungsöldu mundu leiðir skiptast. Greiðfær leið yrði norður í F.yjafjörð, ef sæmilega tækist til með brekkuna niður af hálendinu. Niður í Bárðardal er að nokkru leyti greiðfært nú þegar, nema hvað brú vantar á Skjálfandafljót hjá Mýri. Austurleiðin mun ekki þurfa að bíða eftir stóru Aust- urlandsvirkjuninni, heldur er hægt að gera hana færa með tveimur stuttum brúm, og vegarlagning þar mun að öðru leyti ekki miklu erfiðari en á leiðunum norður. Amar, sem um er að ræða, eru Jökulsá á Fjöllum og Kreppa. Nálægt Upptyppingum falla þær í svo þröngum gljúfrum, að innan við 20 metra brýr mundu ná vel yfir hvora þeirra. Þarna mundu fullkomin brúarmannvirki því kosta tiltölulega lítið. Þegar mun hafa verið athugað um brúargerð á Kreppu, enda mun virltjanamönnum vera orðið nauðsynlegt að komast auðveldlega um svæðið allt að Kverkfjöllum. Er líklegt, að þangað verði fljótlega flutt gömul brú, og má segja, að þarna opnist þá nýr heimur fyrir vísindamenn og nátt- úruunnendur. 'En þegar svo væri kom- ið, mætti ekki lengi dragast, að Jökulsá á Fjöllum yrði brúuð líka, þar sern Austurleiðin væri þá þegar opin. Samkvæmt þessu virðist ekki þurfa að leggja í mjög mikla fjárfestingu til að stórbæta leiðirnar um hálendið. Brúa þyrfti Fjórðungskvisl hjá „Nýja jökul- dal“, leggja allgóðan veg niður af há- lendisbrúninni niður í Eyjafjörð, brúa Skjálfandafljót hjá Mýri og koma áð- urnefndum brúm á Kreppu og Jökulsá á Fjöllum. Með þessu móti væri að vísu aðeins kominn sumarvegur, en siðan mætti smám saman leggja upphleyptan veg um þessar slóðir og haga fram- kvæmdum eftir aðstæðum. Reynist unnt að gera hálendisleiðirnar greiðfær- ar meiri hluta árs, þá væri ekki um lít- ið mál að ræða. Miðað við Reykjavík mundi leiðin til Akureyrar styttast um Framh. á bls. 14 •t Úr sjálfsævisögu Bertrands Russells Þriðji hluti Niðurlag Sá tími, sem ég dvaldi í Rúss landi, var eins og samfelld og stígandi martröð. Ég hef skýrt frá því á prenti hvað mér virt- ist vera sannleikurinn, þegar ég velti þessu öllu fyrir mér eftir á, en ég hef ekki lýst þeim hryllingi sem þyrmdi yfir miig, á mielðlan éig dvaldist þarma. Andrúmsloftið sem við dróg- um að okkur var þrungið grimmid, örbirigð, tortryigigini o-g ofsóknum. Njósnarar lágu sí- fellt á hleri til að heyra sam- ræður okkar. Á nóttunni heyrð um við oft skothvelli, og viss- um að þá var verið að myrða hugsjónamenn í fangelsum. Hin ráðandi yfirstétt hafði engu minna sjálfstraust en fram- leiðslan frá Eton og Oxford. Mér þótti sem verið væri að eyðileggja allt er ég mat mikils í mannlífinu, í þeim tilgangi eiinium aið þjóinia þrönigri heim- spekistefnu, og af völdum þessa ríkti ólýsanleg eymd hjá millj- ónum manna. Meðal bréfanna sem biðu mín, þegar ég kom heim frá' Rúss- landi, var eitt frá Kína, þar sem mér var boðið að koma og dveljast um eins árs skeið við fyrirlestrahald á vegum Kín- verska fyrirlestrasambandsins, kínverskrar stofnunar sem stefndi að því að flytja inn einn merkan útlending á ári. Ég ákvað að þiggja boðið, ef Dora vildi koma með mér. Við ferðiuð-umst til Kína frá Marseilles með frönsku skipi siem nief-nidiist Po-rtois. Fyrstu mánuðir okkar í Peking voru sannkallaðir hamingjudagar. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. júlí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.