Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 8
Louise Sutherland Á REIÐHJÓLI UM ÍSLAND HÖFUNDUK frásagnarinnar, Louise Sutherland, er ný- sjálenzk kona, sem ekki lætur sér allt fyrir brjósti brenna og telur reiðhjól nægilega gott farartæki til að koniast leiðar sinnar, jafnvel kringum hnöttinn. I vor þegar veg- irnir voru í sem verstu ástandi, lagði luin leið sína aust- ur til Gullfoss og Geysis og segir hún frá þeirri ferð hér. En um þessar mundir mun Louise Sutherland stíga á reið- lijólið sitt einhvers staðar norðanlands. Hún hefur farið í hnattferð á hjólinu og skrifað bók um þá ferð, sem heitir „I follow tlie wind“. Örstuttur kafli er birtur úr þeirri bók, þar sem segir frá ferðalagi á þjóðvegum Indlands. Ég rann upp á Nýja Sjálandi og þar gekk ég í skóla. Nú er langt um liðið og af því, sem mér var þá kennt um Island man ég nú þetta eitt: Island er lítil eyja hinum megin á hnett- inum. Það ætti fremur að heita Grænland (og Grænland fs- land) vegna Golfstraiumsins, sem leggur leið sína þangað frá ströndum Norður-Ameríku. A íslandi eru eldfjöll og hvera svæði. Mér var einnig sagt, að einhvern tíma skyldi ég taka miig upp og ferðast þangað. Nú er komið fram í júnímán- uð árið 1970. Ég steind hér og rýni á Geysi og minni bræður hans gegnum skýfallið. Á morg un stendur til að veður verði betra og þá get ég loks hafizt handa um að kanna allt svæðið rækilega. Mér er tjáð, að ís- lenzku veðri sé í engu treyst- andi, nema því, að það muni bráðlega breytast. Nú er nýr dagur runninn. Og satt var orðið: veðrið hefur breytzt. Að minnsta kosti svo- lítið. Skýfallið hefur sett ofan og minnir nú ekkert á það nema einstaka skúrir úr skýi einu, sem enn heldur sig hér uppi yfir; þetta er reyndar hið merkilegasta ský, það teygir sig regnbogi úr því yfir í hæð- irnar fyrir handan. Hveralandið. Suðupyttir, gos pyttir og gufumekkir. Ég er að bera þetta saman í hugan- um við Waka (nafnið er kom- ið úr Maórímáli og ekki viðlit að bera það allt fram) og Rot- orua, hverasvæði Nýja Sjá- lands. Mér virðist helzti mun- urinn sá, að mestallur jarðhiti á Nýja Sjálandi er bundinn einium stað (amniars staðar eru aðeins fáeinir óverulegir gufu- pyttir), en hér á íslandi stígur gufa úr jörðu um landið þvert og endilangt. Hins vegar er auðþeikktur brenmisteinseiimur- inn hinn sami. Ég hafði reiðhjóil í för með mér til íslands. Það er bezta leiðin, þótt seinleg sé, til þess að kynnast landi vel. Ég hugð- ist hefja íslandskönnun mína með því að hjóla sem leið lá, upp að Gullfosisi og Geysi. í Reykja.vík var mér sagt, að ísland væri raefnt land elds og ísa. En þegar hér er komið sögu, er ég komin að þeirri nið- urstöðu, að hið torfæra land elds og ísa, sé öllu meira rétt- nefni. Víst er um það, að veg- irnir eru ógreiðir yfirferðar og veðrið lætur ekki að sér hæða. En góðvild og greiðasemi fólks ins bætir það upp. Ég náttaði fyrst við Heillsu- hælið í Hveragerði. Mér var leyft að tjalda þar á lóðinni og einnig leyfð afnot af öll- um þægindum. Ég fékk mér sundsprett í lauginni og fór í heita sturtu. Svo var mér boð- ið að borða með fólkinu. Nokkr ir sjúklinganna voru mælandi á enska tungu og ég eyddi kvöldinu við hinar ánægjuleg- ustu samræður við þá. Nóttin var köld og hráslagaleg, en það mun ekki óvenjulegt um þetta leyti árs. Ég hafði líka tjaldað á skjólsælum stað. Daginn eftir hófust raunir mínar! Tengslin milli hjólsins og vagrasins slitnuðu. Selfoss var um þriggja klukkustunda ferð að baki. Ég hjólaði þangað í þeirri von að rekast á viðgerð arverkstæði, þar sem éig gæti fengið einhverja lausn mála minna. Verkstæðið fann ég, en viðgerðarmaðurinn var ekki mæltur á ensku. Hann hringdi í kunningja sinn, sem kom von bráðar og á endum tókst okkur að draga upp allskýra mynd af bilun þeirri, sem hér var um að ræða. Við ókum til slysstað ariras, sóttum vagninn og ókum síðan aftur til verkstæðisins. Viðgerðarmaðurinn kunni sann arl'ega sitt fag. Áður en klukku stund var liðin var vagninn kominn í samt lag aftur og ég af stað. Viðgerðin kostaði ekki grænan eyri; viðgerðiarmaður- inn kvaðist ekki hafa nema ánægju af því að hjálpa stúlku í vanda staddri. Þegar leýð að kvöldi þykkn- aði í lofti. Ég sá ekiki betur en væri að draga til roks. Ég hjól- aði því heim að bæ einum og baðst leyfis að mega sofa þar í hlöðunni. Það var auðsótt mál. Hlaðan var mjög stór og nærri hálffull af mjúku, þurru heyi. Uti fyrir geisaði stormurinn og regmo streymdi úr loftinu, en ég var þurr og mér var hlýtt og leið eins og bezt varð á kos- ið. Þegar ég lagði upp morgun inn eftir var farið að hegla og jörð orðin alhvít. Rokið var enn í hámarki og vegurinn slæmur. Skyndilega áttaði ég mig á því, að hjólið og viagninn höfðu slitið samvist um á nýjan leik. (Brotið var þó ekki á sama stað og daginn áður). — Jæja — ,hugsa ég msð sjálfri mér, — það á eklki fyrir mér að liggja að sjá mikið af íslandi, haldi þessu áifram. — Ég steig af hjólinu og tek til að drösla vagninum áleiðis. Ég kom auga á sbóran bóndabæ uppi með beygju, sem þarna var á vegiraum. Úr beygjuraini lá vegur til vinstri, en ég sá ekkert skil'ti. Ég hélt því áfram upp að bænum. Það kom á dag inn, að þar var stærðar við- gerðarverkstæði með öllum til- heyrandi tækjum. Tveir menn eyddu heilu síðdegi í viðureign við vagninn minn. Ég þykist viiss um, að þetta haf-i komið sér mjög illa fyrir þá, en ekki höfðu þeir samt orð á því. Loks var viðgerðinni lokið og ég hélt aftur af stað. Brátt kom ég að stórri og fallegri kirkju. Ég nam staðar og skoðaði hana, en hélt svo áfram till Skálholts — að viisu ekki af ásettu ráði, því ég ímyndaði mér alltaf að ég væri á réttri leið til Gullfoss og Geysis. Margar haglskúrir höfðu dun ið yfir þá um daginn og mér leizt lítt á að tjalda eins og á stóð. Ég hélt því enn heim að næsta bæ. Þar hitti ég fyrir unga stúlku, sem reyndist kunna svolítið fyrir sér í ensiku og tók hún þvert fyrir það, að ég svæfi úti í hlöðu, heldur bauð mér í bæinn. Fjölskylda þessi var dæmigerð búandfjöl- skylda; átti nokkrar kýr og eitt hundrað fjár. Sauðtourður stóð yfir og allir voru önraum kafn- ir. Saiuðburðurinn leiddi huga miran heim. Ég hafði miikla ánægju af dvölinni þarna. Morguninn eftir var öl,l jörð in (a.m.k. það, sem ég fiékk séð af henni) komin undir þykka snjóbreiðu og enn dreif úr lofti. Við koirrauimst áð þeirri niðurstöðu, að mér væri ráð- legra að halda kyrru fyrir um daginn. Ég tók þeitfa ráð og drap tímann með prjónaskap þann dag. Er leið á daginn fór- um við svo í ökuferð og heim- sóttuim gifta dóttur hjónanna. Þegar þangað var komið var Fraimlh. á bls. 14 A leiðinni að Gullfossi. Svona eru vegimir víða, mjög ógreiðfærir yfirferðar. 8 LESBÓK MOBGUNBLAÐSINS 12. júlí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.