Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1970, Blaðsíða 2
SKEYTIZIMMERMANN S inn sjálfur hafði ekki trú á því, að neitt áynnist með stríði, og hann sat við sinn keip, enda þótt Þjóðverjar væru teknir að granda bandarískum skipum næstum innan sjónmáls hans. Sennilega hiefiSu Þjóðverjar komizt upp með ótakmarkaðan kafbátahernað sinn, ef Zimmer- mann hefði ekki framið þá ör- lagaskyssu sína, sem hér um fjallar. Skyssa Zimmermainins var sprottin af þeirri ráðagerð Þjóðverja að fá Bandaríkja- mönnum svo umfangsmikil vandamál að glíma við heima fyrir, að enda þótt þeir færu loks í stríð við Þýzkaland, þá neyddust þeir til að halda mikl- um hluta hers sins eftir heima. Hugmynd Þjóðverja var sú að kiomia Mexíkó og Japain í hár saman við Bandaríkin. Lengi hafði verið grunnt á því góða með Mexíkönum og Banda ríkjamönnum vegna Texasfylk is, Nýja Mexíkó og Arizóna, enda þótt farið væri að fyrn- ast yfir þessi ágreiningsefni, þegar hér var komið sögu. En eftir byltinguna 1910 var sam- komulagið grábölvað. Bylting- in hafði valdið Mexíkönum þungum höfuðverk innan lands og auk þess lögðu Bandaríkja- menn, sem hagsmuna áttu að gæta í Mexíkó, hart að stjóm sinni að láta til skarar skríða. Mexíkanar voru á bandi Þjóð- verja í stríðinu. Og nrú gerðu Þjóðverjar allt sem þeir gátu til þes's að skvetta olíu á eld þann, er logaði milli þjóðanna tveggja og kvöddu auk þess Japami til liðs við sig. Japön- um hafði lengi verið meinilla við Bandaríkjamenn, sem voru einiu umtalsverðu keppinautar þeirra á Kyrrahafinu. Þýzkalandskeisari hafði kom ið auga á það, sem nann nefndi „Gulu hættuna“, þegar árið 1895. Stríðið milli Rússa og Japana hafði styrkt hann í trúnni og valdið honum þung- um áhyggjum. Tilhugsunin um það, að hinir óæðri gulu skratt ar skyldu hafa barið uppi á hvítum mönnum olli honum sár um hugarkvölum. En þetta hindraði hann ekki í því að reyna að draga Japani út í stríð við Bandaríkjamenn. Var þetta ekkert ósvipað því er hann byrjaði bréf sín til Nikul ásar zars amnars á þessa leið; „Kæri Nikki. . “ og endaði þau á þessa; „þirm einlæigur, Villi“, en hélt svo umsvif alaust í stríð gegn Rússum, er tími var til kominn 1917. Japanir höfðu lýst yfir striði við Þjóðverja hinn níunda ágúst 1914, samkvæmt samn- ingum við Breta frá 1902. En þegar þeir höfðu náð undir sig eyjum Þjóðverja á Kyrrahafi með lítilli fyrirhöfn, Ástralíu- mönnum og Nýsjálendingum til mikiilar skeifingar, þá hægðu þeir mjög ferðina og tóku úr því lítinn þátt i striði þessu nema sendu umsaminn skipa- fjölda inn á Miðjarðarhaf. Þá fýsti lítt i hinar blóðidrifnu og skítugu skotgrafir í Evrópu og héldu sig því í hæfilegri fjar- lægð. Enda buðu Bretar þeim heldur ekki heim. Þeir voru dá lítið á báðum áttum um sam- band sitt við Japani. Það var augljóst af aðferðum Japana við það að hrifsa undir sig Kyrrahafsinýleindjuir Þjóð- verja, að þeir voru meir Þjóð- verjum að skapi, en Banda- mönnum. Þetta gerðu Þjóðverj ar sér ljóst og fóru nú að fara á fjörurnar við þá og reyna að lokka þá til liðs við sig. Japanir voru hálfvolgir liðs- menn. Þeir léku tveim skjöld- um; gerðu það raunar í báðum heimsstyrjöldumiuim. Þeir skör- uðu eld að sinni köku; höfðu það gott af hinuim evrópsku styrjaldaraðilum, sem þeir gátu. Japanir fyrirlitu Evrópumenn af öllu hjarta. Þeir vissu nefni- lega hvort sem var, að Evrópu mönnum var lítið um þá gefið. Ráðagerð Þjóðverja var nú sú að vekja deilur og ófrið með Bandaríkjamönnum og Japön- um, en heita Mexíkó sem ein3 konar verðlaunum. Þjóðverjar reiknuðu dæmið þannig, að færu Japanir og Bandaríkja- menn í hár saman, þá mundu Bretar þegar lýsa yfir stuiðn- ingi sínum við hina síðar töldu, af kynþátta- og efnahags orsökum. í janúarmánuði ákváðu Þjóð- verjar að hefja ótakmarkaðan kafbátahernað og hinn sext- ánda þessa mánaðar sendi Art hur Zimmermann, Secretary of State, þýzka sendiherranum í Mexíkó eftirfarandi dulmáls- skeyti: — Við hyggjumst hef ja ótak- markaðan kafbátahemað hinn fyrsta febrúar. Þrátt fyrir þetta mun okkur takast að halda Bandaríkjunum við hlutleysis- stefnu sína. Ef illa fer gerum við Mexíkó tilboð á eftirfar- andi gmndvelli: Berjumst hlið við hlið, semjum sameiginlegan frið; við veitum ykkur fjár- stuðning og styðjum ykkur í endurheimtingu Texas, Nýja Mexíkó og Arizóna. Við látum ykkur eftir samningana í smá- atriðum. Þið gerið svo forseta Mexikó kunnugt um þetta með mestu leynd um leið og fullvíst er að stríð er í aðsigi við Bandaríkin og skjótið því að honum, að hann ætti að bjóða Japönum að ganga þegar til liðs og einnig vera milligöngu- maður okkar og Japana. Vekið umfram allt athygli forsetans á því, að ótakmark- aður kafbátahemaður okkar muni að öllum líkindum koma Englandi á kné innan fáeinna mánaða. Svar óskast — Zimmer mann. — Zimmermann sendi skeytið eft ir þremur leiðum til þess að vera viss um, að það kæmist til skila. Fyrst sendi hann það eftir diplómatiskum leiðum milli Berlínar og Washington, án alls tillits til þess, að þetta var gróf misnotkun á slíkum samböndum. Skeytið fór um Kaupmannahöfn og til Bret lands þaðan, sem það var sím- að til Washington, en þar af- henti innanríkisráðuneytið Bernatorff greifa, sendiherra Þjóðverja, skeytið ásiamt fyrirmælum Zimmermanns til Bernstorffs er hljóðuðu svo: — Algert leyndarmál. Handa Yð ar ágæti til aflestrar. Afhend- ist síðan Hermálaráðherra Mexí kó, eftir öruggum leiðum. — Zimmermann sendi einnig skeytið frá Nauen, við Berlín, til hinnar miklu ritsímastöðvar í Saywille í New York og í þriðja lagi um Svíþjóð til þess að vera alveg öruggur. Bandariska innanríkisráðu- neytið afhenti Bernstorff greifa skeytið með nokkrum bakþanka, því starfsmenn þess hálfgrunaði, að hér væri um að ræða misnotkun á diplómatísk- um samböndum. Þá grunaði hins vegar ekki, að hér væri um að ræða slíkt sprengiefni sem raun var á. Bernstorff las úr skeytinu og þóttu þetta heldur dapurlegar fréttir að heiman. Hann trúði því, að afstaða Wilsons forseta væri ráðlegiuist oig viiturlegust. Svo læisti hainn ílkeytið í dulmiál á ný og semidi það, sem leið lá með Western Union símafélag- inu. Þetta var sautjánda janúar. Hinn sama dag voru dulmáls- sérfræðingar að glíma við skeyt ið í Whitehall í London í her- bergisskonsu einni, sem nefnd- ist því sakleysislega nafni Deild nr. 40. Þetta var aðal- taugamiðstöið upplýsiingaþjóin- ustu brezka flotans og yfirmað ur hennar var Sir Reginald Hall, flotaforingi. Velgengni upplýsingaþjónustunnar í styrj öldinni var ekki sízt honum að þakka. Hall var nokkurs konar njósnasnillingur. Hann var slyngur stjórnmálamaður. Eitt er að komast að leyndarmálum en annað er að geta metið þýð- ingu þeirra á sannvirði og not- fært sér þau. Sá maður, sem þetta getur verður konungur njósnaranna. Þetta gat Richard Sorge. Og þetta gat Reginald Hall. Hall var sérfræðingur í dulmál slyklum Þjóðverj a. Varnarmálanefndin hafði mælt svo fyrir árið 1912, að færi Bretland í stríð við Þýzka land, þá skyldi það verða fyrsta verk brezka flotans að skera á símastrengi Þjóðverja um Atlantshaf. Þetta var gert að morgni hins fimmta ágústs 1914 og annaðist ritsímaskipið Telconia verkið. Voru tekiin upp mörg humdruð mietra af strengnum svo ógerningur yrði að bæta tjónið. Þjóðverjar urðu því að bjargast við rit- símasamband sitt við umheim- inn og einnig þar reyndu Bret- ar að klekkja á þeim með því að reisa truflumiarstöðvar (miomi toring sitatkms), víðs vegar. Svo var það í ágúst 1914, að þýzka skipið Magdeburg strandaði í Baltíska hafinu og Rússar komu á vettvang. Þeir skutu skipið í kaf. í því þafð sökk, var loftskeytamaður þess skotinn, er hann var að reyna að fleygja merkj abókinni fyrir borð. Rússarnir náðu bókinni og höfðu vit á því að senda þetta ómetanlega herfang sitt til Lundúna. Upp frá því veittist Bretum auðvelt að ráða í allar merkj asendingar Þj óðverj a um Nauenstöðina. Hall komst á snoðir um óteljandi mikilsverð- ar ráðagerðir og bjargaði brezka flotanum ósjaldan frá skakkaföllum Árið 1915 breyttu Þjóðverjar dulmáls- lykli sínum. Bretum tókst eftir það irueð einfliverjum ráðum að þröngva einum dulmálsfræð- inga þeirra til að skýra fráhin um nýja lykli og gerði hann það. En svo fór hann að óttast um líf sitt og vildi komast til Englands fyrr en allt kæmist upp. Englendingar vissu hins vegar, að tækist honurn það, færi Þjóðverja að gruna margt og settu þvl smá slys á svið; hinn ógæfusami dulmálsfræð- ingur hvarf til feðra sinna og Þjóðverja grunaði ekkert. Árið 1915 var það svo, að hafurtask Wilhelms Wassmuss, er var nokkurs konar þýzk út- gáfa af Arabíu- Lárusi, féll í hendur Bretum og fundust í því dulmálslyklar þýzkra dipló mata. Brezka upplýsingaþjón- ustan hafði því ærið há spil á hendi, er hér var komið sögu. Hefði hún verið undir stjórn einhvers minni manns, má gera því skóna, að fyrr eða síðar hefði hún gert einhverja smá- skyssu, er hefði vakið grun Þjóðverja. En Hall flotaforingi sá til þess, að ekkert slíkt gerð ist. Það vildi hoiiiUim tiL, að Þjóð- verjar breyttu sjaldan lyklum sínum. Þeir voru vissir í eigin sök og fyrirlitu bæði Breta og Bandaríkjamenn, sem þeirtöldu hreinræktaða asna, Þetta varð þeim loks að falli. Að miorgini himis sautjáinda janúar 1917, þegar Deild nr. 40 hafði ráðið skeyti Zimmermanns til sendiherrans í Mexíkó, gerði hún sér þegar ljósa hina geysi- legu þýðingu þess og gerði taf- arlaust boð eftir Hall flotafor- ingja. Hall gerði sér þegar ljóst, að hann yrði að geta notfært sér skeytið án þess að ljóstra því upp, að hann hefði þýzku dul- málslyklana undir höndum. Eng in önnur lausn kom til greina. Honum var einnig ljóst, að af- leiðingar skeytisins yrðu mjög Bretum að skapi; Bandaríkja- menn mundu umsvifalaust sker ast í leikinn. Það var skylda Halls að leggja skeytið þegar í stað fyrir utanríkisráðherr- ann, Arthur Balfour. En Hall rasaði ekki um ráð fram. Hann hélt til skrifstofu sinnar með skeytið og settist nú við að hugsa sitt ráð. Ef Balfour sýndi bandaríska sendiherranum skeytið mundi sendiherrann þegar gera Washington viðvart. En svo óheppilega stóð á, að sendiherra þessi var svo mjög hlynntur Bretum, að Banda- rikj'aforseti treyisiti honium ekki nema mátulega. Bandaríkja- menn mundu því strax geta þess til, að skeytið væri til orð ið í brezku leyniþjónustunni, er þeir fréttu hvar sendiherr- ann hefði fengið það, og hyggð ist hún með þessu gabba Banda ríkin út í stríðið. Hins vegar mundu Þjóðverjar auðvitað gera sér ljóst, að skeytið var ófalsað og einnig, að óvinurinn hefði komizt yfir dulmálslykla þeirra. Með þessu lagi áynnizt sem sé alls ekkert. Hall reis á fætur, gekk yfir að peningaskáp sinum stakk skeytinu inn í hann og læsti honum. Hann ætlaði að lúra á þessu. Hall grófst fyrir um þær þrjár leiðir, sem Zimmermann hafði sent skeytið eftir. Hann náði sambandi við útsendara sinn í Mexíkó, „Mr. H“, og sagði honum að reyna að kom- ast yfir afrit af skeytinu. „Mr. H“ tóikist þetta og senidi Hall skeytið þegar um hæl. Þetta var eimitt eintak það, sem þýzki sendiherrann hafði sent frá Washington til Mexíkó, eft ir að hann hafði ráðið skeytið frá Zimmermann og í þessu ein taki voru nokkrar viðbætur hans. Þessu næst varð að láta líta svo út, sem Bandamenn hefðu annaðhvort komizt yfir skeyt- ið í Washington eða Mexíkó. f Washington áttu menn hægt um vik að sannreyna áreiðan- leik skeytisins með því einu að fara í spjaldskrá Western Uni- on símafélagsins. Og til þess, að Þjóðverja grunaði ekki, að Deild nr. 40 hefði lykla þeirra undir höndum, þá lét Hall bandarísku sérfræðingana í sendiráðinu endurlæsa skeytið í dulmál áður, en það var sent áleiðis. í endiaðam janúar var hiinin fyrrnefndi ótakmarkaði kaf- bátahernaður hafinn og skip- tapar fóru að verða ískyggilega tíðir. Bandaríkin slitu stjórn- málasambandi við Þýzkaland, en samt sem áður lýstu þau ekki yfir stríði og rættist þar framangreind spá Þjóðverja. Þjóðverjiar höfðiu reiknað dœm- ið rétt fram að þessu og hefðu þeir ekki tekið það óheillaráð að etja saman Bandaríkjunum við Japan og Mexíkó, þá hefðu Bandaríkin sennilegast haldið hlutleysisstefnu sinni. Hefði svo farið, þá hefðu vamir Breta því niær öruiglg- lega hrunið saman árið 1917. Af hverjum fjórum skipum, sem lögðu úr enskri höfn í apr- ílmánuði var einu sökkt. Nærri milljón lesta skipastóli var sökkt í þessum mánuði og tveir þriðju hlutar þessara skipa voru brezkir. Skip hlutlausra þjóða neituðu að sigla á brezk- ar hafnir. Ekki var eftir nema Fraimh. á bls. 12 2 12. júlí 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.