Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 2
Lögberg á milli gjánna, eða lög- sögumannsþúfa, hafi öll Spöng- in borið Lögbergsnafnið, eins Og sumir fræðimenn álíta. (Ljósm. j.h.a.) Lögberg ar verða hér á eftir. En þaó sem ég vildi einkum vekja at- hygli á, þegar í upphafi máls míns, er, hve einróma sú skoð- un er í lögskipuðum kennslu- bókum, að Lögberg hafi verið á éystri barmi Almannagjár og hvergi annarsstaðar. 1 bókinni, sem síðast var vitnað til, Is- landssögu Jóns Jóhannessonar, er þess að vísu getið neðan- máls, að á 18. öld hafi staður- inn á eystri bakka Almanna- gjár verið kallaður Kristna- Lögberg, en Heiðna-Lögberg eða Gamla-Lögberg hafi verið kallað á Spönginni milli Flosa- gjár og Nikulásargjár. Þessi at- hugasemd neðanmáls dregur þó ekkert úr þeirri fullyrðingu Jóns í meginmáli, að Lögberg hafi verið á eystri barmi Al- mannagjár. En þetta hefur ekki alltaf verið svo. Fyrir nokkrum ár- um ritaði Helgi Haraldsson, fræðimaður á Hrafnkelsstöðum, grein í Andvara, sem hefst á þessum orðum: „Hvar er Lögberg? Þetta þykir mönnum að vonum skrýt- in spurning. Eins og Lögberg sé týnt! Fyrir 50—60 árum hefði eng- um dottið i hug að varpa fram þessari spurningu. Þá vissi hvert fermingarbarn á Islandi, hvar Lögberg var. Þá var kennd landafræði eftir Morten Hansen, og þar stendur, að milli Nikulásargjár og Flosa- gjár sé hraunrimi. Það er hið foma Lögberg. Sömuleiðis lærðum við ís- lendingasögu eftir Boga Th. Melsteð. Þar er þessi póstur: „Lögsögumaðurinn var formað- ur lögréttu og stjórnaði þingi. Hann átti að segja upp eða hafa yfir fyrir öllum þing- heimi lög þau öll, er í gildi voru, og átti hann að hafa lok ið því á þrem þingum. Af þessu var nafn hans dregið. Lögin sagði hann upp á þeim stað, er kallaður var Lögberg." Þessu til staðfestingar eru Örin bendir á nef hraunrimans, sem Sigurður Vigfússon nefnir Byrgisbúðarrima. svo birtar tvær myndir eftir Daniel Bruun. Undir annarri myndinni stendur m.a. þetta: „Á miðri myndinni til hægri handar sést hamarinn, hið svo- nefnda Lögberg, og gjárnar beggja megin.“ Bókin, sem þetta er í, var gef in út 1904 og þar er hægt að ganga að þessu, ef menn vilja". Þetta voru orð Helga á Hrafnkelsstöðum. 1 grein sinni leiðir hann svo ýmis rök að þvi, að Lögberg hafi ekki ver- ið á eystri barmi Almannagjár, heldur á Spönginni milli Flosa- gjár og Nikulásargjár. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, hvers vegna þvi var fortakslaust haldið fram í kennslubókum laust eftir síð- ustu aldamót, að Lögberg hefði verið á milli Flosagjár og Niku lásargjár og hvers vegna því er nú haldið fram jafn efalaust, að það hafi ætíð verið á eystri barmi Almannagjár. Tveir menn hafa einkum rannsakað fornminjar á Þing- völlum, þeir Sigurður Vigfús- son, fornfræðingur og Matthi- as Þórðarson, þjóðminjavörður. Sigurður Vigfússon gerði fornleifarannsóknir á Þingvöll- um árið 1880. Hann kom þang- að austur 27. mai um vorið og daginn eftir segir hann m.a. þannig frá rannsóknum sínum: „Föstudaginn 28. s.m. hafði ég til að skoða staðinn, og at- hugaði fyrst hraunið upp með Flosagjá, sér í lagi hraunrima þann, er Byrgisbúð á að hafa staðið á.“ Ekki velkist Sigurð- ur i vafa um, að Lögberg hafi staðið á þessum rima og segir formálalaust: „Um kveldið mældi ég Lög- berg.“ Fylgir síðan nákvæm skrá um mælingar á Spönginni og þeim mannvirkjaleifum, sem þar var að finna. Nefnir hann þar m.a. Lögsögumannshól. „Fyrir vestan Flosagjá móts við Lögsögumannshól er stór breið lægð, með grasi vöxnum móum og mosaflám, er þar al- veg hallalaust og gott að standa og sitja, þótt mikill mannfjöldi væri. Vestri barm- urinn á Lögbergi er þar fyrir víst 5 álnum hærri en barmur- inn vestri á Flosagjá gagnvart Lögsögumannshól. Fyrir austan Nikulásargjá, gagnvart Lögsögumannshól, er likt farið landslagi og á Lög- bergi; á móti hólnum er berg- hæð, þakin þykku mosalagi, en þegar suður frá henni dregur, lækkar eins og á Lögbergi; þar er og grasi vaxin lægð, og er Séð yfir hraunrimann, sem Sigurður Vig fússon kallar Byrgisbúðarrima. 2 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 20. sepit. 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.