Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 5
HJÁ HRAFNAKLETTUM Smásaga Eftir Jón Iljalta Bcndi g :l k til eidhúss, þar sem móðir hans reiddi fram miðdegisverð, því að nú leið að nóni og enn var matazt þrímælt þar í sveit á rúmhelgum dög- um, en tvímælt á helgum og há- tíðum, þegar meira var við haft i matfagnaði. „Nú, nú,“ mælti gamla konan, þegar bóndi hafði tekið til matar síns. „Hefurðu loksins hengsiazt til að raka af hrossunum? Eða hvað?“ jrSvo er,“ sagði bóndi, „og á meðan ég var að því heyrði ég eín- kenniiega dynki og drunur, eins og fjarlægt þrumuhljóð. Kannski er eldur uppi syðra?" „Eldur, eldur, allt skal vera eidur,“ tuldraði í gömlu kon- unni, „og hvaðan virtist þér hljóðið svo sem koma?“ „Ja, það var nú ekki svo gott að greina það vegna bergmálsins, en einna heizt heyrðist mér það koma frá Hrafnaklettunum." „Hrafnaklettunum, það var þó skrýtið, þeir sem eru í fullu suðri og taka vart vel við hljóði, sem berst sunnan yfir land. Það skyldi þó aldrei vera hitt, að þú sért alltaf sami sauðurinn og hafir rétt og slétt heyrt óm frá grjóthruni þar í hiiðinni?” Við þessa athuga- semd og ádrepu varð bóndi hugsandi á svip, en þagði. „t fyrri daga,“ hélt gamla konan áfram máli sínu, „var stundum hraphætt á þeim slóðum á vor- in, áður en tekið var upp á því að steypa undan ólukkans hrafninum, þeim bölvuðum lambamorðingja, og hreinsa þá jafnframt lausagrjöt af syllum og þræðingum. Hvað þú hefur með öliu forsómað eins og flest annað.“ „Hrafnaskammirnar gera nú engum mein,“ mælti bóndi, „þótt þeir að visu séu búnir að byggja sér laup og senni- iega orpnir fjTÍr nokkru. Ann- ars veizt þú eins vel og ég, að hrafn hefur ekki orpið í klett- unum s.l. 10—20 ár fyrr en nú, og hafa þö drepizt iömb á hverju vori, án þess að hann ynni þar að. Ég anza ekki gam- aili hjátrú og kerlingabókum.“ „Hvað sem um það er,“ mælti gamla konan þung á brún, „þá þykir mér líklegt, að þú látir ekki þennan strákbjána, sem enginn hefur getað tætt með og þú rausnaðist til að taka upp á gustuk, vera með féð í Bæl- ingshlíðinni þar sem hraphætt- an er einna mest á vorin.“ „Ég hef engin fyrirmæli gefið hon- um um það,“ mælti bóndi snúð- ugt, „enda er bezta snöpin þar og jafnvel farin að koma nál i skriðurnar.“ Að svo mreltu gekk bóndi út og sneri 1i< fjárhúsa. Ær- húshlaðan var tóm, að öðru en því, að nokkrir kaggar stóðu þar á gölfi og flestir án inni- halds, en neðan í öðrum var slatti af lifrargrút og morkinni saitsíld. Út frá baggagatinu var tyrft deydes, þar sem dá- vænn kieggi var enn eftir, orð- inn níðfastur undir fargi sinu, torfi og grjóti. Bóndi lyfti sér upp í baggagatið innan úr hlöð unní, skreið inn í geil í galt- anum, réðst að heystabbanum og tók að leysa af kappi, með stórri heynál. T-fcusa heyinu, gömlum sinurudda, sópaði bóndi jafn- óðum inn i hlöðuna. Þegar komin var dyngja á gólf- ið , stakk hann nálinni í hey- stáhð og vippaði sér inn í hlöð- una á ný. Þar lét hann hey- ruddann koma i tvær, svo til jaínstórar hrúgur. Annari þeirra skipti hann upp í hneppi og bar grút í hvert fyrir sig, en hlóð þeim síðan saman hverju ofan á annað. Það var morgungjöfin til næsta dags, því að grútarbrækjan þurfti að hafa nóttina fyrir sér til þess að gerja hneppin í gegn. Hin hrúgan var kvöldgjöfin. Til þess að bæta hana hafði bóndi sildina, sem hann brytjaði smátt niður i dall í þeim tU- gangi að dreiía bitunum yfir heyið, þegar hann gæfi á garð- ann. Senn fór að líða að miðaftni og bóndi skundaði til bæjar eftir kaffisop>a, áður en dreng- urinn kæmi heim með féð. Nú heyrðust engir dynkir lengur, hvernig sem hann iagði við hiustir. Kannski hafði gamla konan rétt fyrir sér eftir allt saman, að drunumar og dynk- irnir, sem hann heyrði fyrr um daginn, hefðu stafað frá grjót- hruni í Hrafnaklettunum. Ekki var hann þó 1 yliilega sáttur við þá skýringu. Þar hafði ekki hruníð neítt að ráði eða til skaða, svo lengi sem hann mundi til og allra sízt svo snemma vors, meðan lítið hafði hlánað og vetrarklakinn sat enn i öllum glufum og sprung- um. Hvað var nú þetta? Féð stóð við húsin, en smalinn hvergi sjáanlegur eða tikarkvikindið hún Doppa, sem orðin var strákkvölinni svo fylgisöm upp á siðkastið. Bóndi, sem að vísu var hversdagslega anzi svifa- seinn, gat brugðízt har.t við þegar nauðsyn krafði og svo fórst honum nú. Hann hýsti fé sitt í mesta flýti, gaí sér ekki tima tíl að hára því, en hljöp við fót inn á dal, hóandi og kallandi. Hann hafði strax séð, að auk smalans og tikarinnar vantaði eina ána, prýðí hjarðarinnar, Forustu-Gránu. Á þessum tíma árs var hún gjörn á að prila upp undir kletta, þar sem helzt var gróðumál að finna. Hann vissi einnig ósköp vel, að stráksi var fiktsamur og tók upp á ýmsu, sem iðulega var miður gott, en þrátt fyrir það hélt hann þetta vera bezta grey, þótt ímyndunarafl hans væxi yfirleitt óþarflega fjör- ugt, að honum fannst. Honum bar í grun að slys hefði hent ána og drenginn, en hvernig það hefði að höndum boríð var erfitt að gizka á. Þegar bórdi nálgaðist Bæl- mgshiiðina, heyrði hann iágt og niðurbælt ýlfur í 1 íkarskarn- inu og greiddi þá enn ferðina. Kom hann og von bráðar þar að, sem Forustu-Grána lá neð- arlega í skriðunum, sýnOega steindauð með gapandi sár fyr- ir aftan bóginn, á þeirri sið- unni er upp snéri. Á lyngþúfu skammt frá lá smalinn á grúfu og ýlfrandi tikin, sem öðru hvoru reyndi að sleikja andlit drengsins og hendur. Bónda varð það fyrst fyrir að spyrja dreng, nokkuð byrstur í bragði, hvort hann væri meiddur, en BÖKMENNTIR OG LISTIR atv llii.il fá.y ±ia hann kvað nei við því. Við hlið Gránu lá fleygmyndaður steinn, slundarmikib og hvass eins og spjötsoddur í annan endann, sem roðinn var blóði. Bóndi tók sjálfskeiðung sinn og dró um barkann á Gránu til vonar og vara, ef eitlhvað sk> ldi blæða, en það var næsta lítið. Þá ýtti hann -við smalan- um og spurði ekki óþýðlega, hvað heíði eiginiega komið íyr- ir, og hví hann lægi hér yfir dauðri rollur.ni í stað þess að koma heim. Drengurinn grúfði sig niður í lyngið og var seinn á sér til svars, en smám saman hafðist þó upp úr honum, að hann hefði ætiað að gera mik- ið og steypa undan böivuðum hrafninum. „Og hvernig ætlaðir þú að fara að því?“ mælti bóndi van- trúaður, um leið og hann horfði á laupímn í svimháum klettun- um. Þar kúrði mú hrafnamamma hin rólegasta, en hrafnapabbi sat á snös skammt frá og garg- aði gríðarlega. „Ég veiti stein- um fram af brúninni," sagði stráksi ,,-og hélt ég gæti hitt laupinn og s.cmgt honum niður af stallinum." „Mikið dæma- laust flón ertu,“ hraut bónda af munni. „Sérðu ekki að syll- an fyrir ofan slútir fram yfir sig? Þess vegna vinnur grjót- hnan krumTragreyjunum engan skaða. En hvers vegna datt þér þessi árans vitleysa í hug?“ „Hú, hún,“ stamaði sá stutti, „er alltaf að óskapast út af því, að þú hafir vist: hvorki hug né dug tíl þess að steypa undan helvízkum hrafninum, sem muni leggjast á nýfædd lömbin og drepa þau í hrönn- «m.“ „Skiptu þér ekki af þvi, sem hún segir," mælfi bóndi snöggt. „Þú ert orðinn nógu gamall til þess að vita það og muna, að hrafninn leggst sjaldan á lifandi dýr, hítt er annað mál hvað hann gerir, þegar þau eru orðin að hræjum eða sýn- ast vera hað“ „Ætlarðu þá ekki að steypa undan krumma?“ sagði litli maðurinn, og skaut augum I skjálg upp til bónda, sem enn stóð yfir hon- um hugsandí á svip. „Nei, það ætla ég ekki að gera, hvorki nú né síðar. En segðu mér eitt dengsi minn, var ekki gaman að sjá steinana velta ofan hamra- stallana, og heyra svo hluhk- inn og bomsara bomsið, þegar þeir íkomu niður í skriðumar?" „Jú, ú, það var nú skolli gaman,“ sagði dengsi, undirieit ur og skömmustulegur á svip, en gat þó ekki varizt bros- vipru i öðru munnvikinu. Þessi eftirliking af brosi fór ekki fram hjá bónda, sem mælti höst ugri í máli en fyrr: „Datt þér þa aldrei í hug, að steinamir gæíu skaðað féð, sem var á Frh. á bls. 15. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5 20. sept. 14)70

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.