Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 14
GLUGGINN ueen 5 Wffj. 'ffitfffíM Steve og kona hans, hin fallega, dökkhærða Neile. þetta lita eölilega út, svo að við ákváðum, að ég skyldi bara rekast utan i bíl, sem var þama á stæði rétt við beygjuna. Þessi bill var okkur alveg óviðkomandi, en við ætluðum bara að skilja eftir miða á fram- rúðu bílsins, þar sem á stæði, að eigandinn gæti fengið tjónið bætt að fullu, ef hann hefði bara samband við skrifstofur kvikmyndafyrir- tækisins. Nú þegar ég loksins kom fyrir beygjuna, þá mistókst mér gjörsam- lega að rétt banka í bílinn. Ég klessti beint á bílinn, gjöreyðilagði hann, og þeytti flakinu á annan bíl, sem stóð á næsta stæði," Erfiðasti kafli eltingaleiksins var sennilega akstur niður snarbrattar brekkurnar, þar sem vegurinn liggur alltaf annað slagið lárétt á gatna- mótum. „I hvert skipti, sem ég kom á gatnamót, tók bíllinn harkalega niðri og ég heyrði þennan voðalega hávaða í honum, eins og eitthvað væri að bresta og springa. Einu sinni eða tvisvar, þegar ég var kominn niður einhvjjíja brekkuna, var olíupannan rifnuð í sundur og öll olían farin. Við skrúfuðum bara nýja pönnu undir og bættum olíu á vélina og héldum svo áfram með myndatökuna. Þegar myndatökunni af eltingaleiknum var að verða lokið, var einn Mustang-bíllinn að hristast í sundur. Allt hristist, frá hurðum til vélar- festinganna. Og þegar ég steig út úr bílnum, losnaði hurðin af og ég hélt á henni í hendinni." Með fullri virðingu fyrir Ford-framleíðslu, þá er óhætt að segja, að Mustang-bílarnir séu ekki gerðir fyrir slíka þrælameðferð, sem þeir hlutu hjá Steve McQueen og Bill Hickman. En það var ennþá verri meðferð, sem þeir hlutu í lokaatriði eltinga- leiksins — atriðinu á hraðbrautinni, þar sem bill glæpamannsins er klessukeyrður og stendur síðan í Ijósum logum. I þessu atriði áttu Steve og Bill að aka samhliða á miklum hraða og reyna að koma hvor öðrum út af veginum með því að láta bilana rekast saman af og til. Hraðbrautinni var lokað með aðstoð lögreglunnar á meðan á kvik- mynduninni stóð. Hinum bíiunum á brautinni var raunar ekið af hálaun- uðum atvinnumönnum í glannaakstri, sem voru þó oft á tíðum dauð- hræddir. Peter Yates, leikstjórinn, gat varla krafizt þess af kviknvynda- tökumönnunum, að þeir legöu sig í slíka lífshættu að kvikmynda þetta atriði, og þess vegna settist hann sjálfur í aftursætið hjá Steve og myndaði atriðið með lítilli kvikmyndavél. „Pete er kaldur kall í meira lagi," segir Steve. „Eitt skipti þegar við vorum á meira en 170 kílómetra hraða, öskraði hann á mig og heimtaði meiri hraða. Eða þá, að ég rækist fastar utan í bíl Bills. Og það er ekki orðum aukið, þegar sagt er, aö Pete, Steve og Bill megi þakka fyrir að hafa sloppið lifandi frá þessum æðisgengna akstri. Þessi áhugi Steve á kappakstri er engin ný bóla. Á fyrstu árum sjöunda áratugarins, þegar hann var í Bretlandi við leik í myndunum War Lover og Great Escape (Flóttinn rnikli), eyddi hann frístundum sínum á Brands Hatch kappakstursbrautinni í lánsbíl. Þegar forráðamenn kvikmyndafyrirtækisins fréttu, að hann hefði áhuga á að taka þátt í kappaksturskeppni, létu þeir setja I samningana algert bann við þess konar uppátækjum, því þeir voru hræddir um, að hann kynni að lenda í slysi. Og sagan átti eftir að endurtaka sig. Eftir hina góðu frammistöðu hans í Sebring-kappakstrinum, var hon- um boðið að vera aðstoðarökumaður heimsmeistarans Jackie Stewart i hinum heimsfræga Le Mans kappakstri. Og þó að hann feginn vildi þiggja þetta boð, gat hann það ekki, því að kvikmyndafélagið, sem hann átti allt undir, harðbannaði alla þátttöku i kappakstrinum. En Steve fær þó að aka á þessari frægu kappakstursbraut innan tiðar, því nú hefur hann hafizt handa um gerð kvikmyndar um Le Mans kappaksturinn og auðvitað leikur hann sjálfur aðalhlutverkið. Steve gæti, ef hann vildi, gerzt atvinnukappakstursmaður nú. En hann er fyrst og fremst leikari, einn sá allra vinsælasti í kvikmyndun- um nú. Hann fær um 80 milljónir króna fyrir hverja mynd, sem hann leikur í, en jafnvel það þykir ekki of há upphæð fyrir hann. Hinn þekkti kvikmyndaframleiðandi Howard Hawks sagði nýlega, að hinar raun- verulegu stórstjörnur eins og Steve McQueen og John Wayne, sem laða fólkið í kvikmyndahúsin, væru meira en þyngdar sinnar virði I gulli. En Steve hefur ekki öðlazt alla þess frægð og vinsældir átakalaust. Hann hefur orðið að berjast fyrir lífinu frá unga aldrei. Hann var vand- ræðabarn og endaði á betrunarheimili — hann fór í siglingar, vann við oliuboranir, skógarhögg, var sendill og vann öll skítverkin. Frh. á bls. 15 Bill Hickman í einu atriði eltingaleiksins í Bullitt. Steve fylgir honum fast eftir, en sést ekki á þessari mynd. )4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. siept. 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.