Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 10
Talið er að Páll Jónsson oft- ast nefndur Staðarhóls-Páll, enn meiriháttar höfðingi hér- lendis á 16. öld og ágætt skáld, hafi átt eitthvert rita Machia- vellis, en ekki er vitað hvert. 1 „Hugleiðing og heilræði" vís- um Páls, segir: „Tryggð er ekki til/ Trú fær engin skil/ Góður fyrir/ falskur á bak/ Flestir ráða i vil. . . “ í þessum lín- um birtist hluti kenninga Ma- chiavellis, en þó þurfa þær ekki að hafa verið ortar und- ir áhrifum frá honum. Aftur á móti minnist Staðarhóls-Páll rits eftir Machiavelli í vísu, en hvaða rit það er verður ekki greint af vísunni. Þegar menn minnast Machia- vellis kemur þeim ósjálfrátt í hug, svik og lygi, fals og flátt skapur landstjórnarmanna, því að frægasta verk Machiavellis er handbók ætluð landstjómar mönnum, „Prinsinn." Aðstæður ollu þvi að höfundur tók sig til að setja þá bók saman. Ma- ehiavelli fæddist 1469 i Flór- enz. í æsku hans ríkti þar ró og spekt. Sama árið og hann fæddist tók Lorenzo de Medici við stjórn borgarinnar og hon- um tókst að halda jafnvægi milli voldugustu ríkjanna á It- alíu, sem skiptist um þetta leyti upp i mörg smáríki. Lorenzo lézt 1492 og tveimur árum síð- ar réðst Karl 8. Frakkakonung- ur inn í Italíu með her manns i þeim tilgangi að hrifsa til sín völdin í Neapelriki. Með þeirri innrás hefst niðurlægingartíma bil Italíu. Spánverjar ná undir sig suðurhluta landsins og þótt ítölsku borgríkin reyndu að siga innrásarherjunum hvorum á annan tókst þeim ekki að vinna sameiginlega að frelsun landsins undan innrásarherjun- um. 1527 rændu hersveitir Karls keisara V. Rómaborg og með þeim atburðum innsiglaðist van máttur ítalskra landstjórnar- manna. Að lyktum náðu Spán- verjar lykilaðstöðu á ítalíu. Machiavelli lifði þetta niðurlæg ingartimabil og honum rann til rifja vangeta og vesaldómur landa sinna. Hann leit á inn- rásarliðið sem barbara og taldi ítali standa þeim þjóðum langt framar um menningu og kyn- göfgi. Föðurlandsást hans náði þó einkum til Flórenzborgar og hann reyndi að þjóna hagsmun um hennar eftir beztu getu. Undir yfirráðum Spánverja hrakaði hag borgarinnar og þegar Frakkar komu 1494 flýtti sonur Lorenzos, Pietro de Med- ici að semja við Karl 8., eftir að Frakkakonungur var farinn áleiðis til Rómar var Pietro rekinn í útlegð og lýðveldi lýst í borginni. Þótt stjórnin i Flórenz gerð- ist bandamaður Frakka, en það varð þeim til lítils gagns, Frakk ar hirtu gullið en iítið kom í staðinn. Savoranols náði völd- um í borginni um tíma, en lauk MACHIAVELLI Samtíðarmenn töldu að djöfullinn stæði með hon- um og helzta rit hans, Prinsinn, var sett á lista yfir bannaðar bækur. í þeirri bók telur Machia- velli, að menn séu eigingjarnir, svikulir, kjarklitlir, gráðugir og þó fyrst og fremst heimskir moðhausar. Stjórnmál voru að hans dómi frumskógur, þar sem siðgæði og heiðarleiki eru aðeins snörur fyrir kjána. Siglaugur Brynleifsson tók saman. að lokum lífi sínu á bálinu, dæmdur fyrir villutrú. Siðan réð Soderini þar til Mediciætt- in komst aftur til valda 1512. Machiavelli fylgdist vel með at- burðarásinni, honum sveið, þeg ar Frakkar héldu inn í ættborg hans, án nokkurrar andstöðu, hann varð vitni að falli Med- iciættarinnar og honum skild- ist að engin ríkisstjórn fékk þá staðizt án þess að njóta fylgis meirihluta þjóðarinnar. Machiavelli varð ráðsritari og síðar var hann í utanríkis þjónustu borgarinnar í fjórtán ár, eða þar til Medici ættin komst aftur til valda í borg- inni. Sem starfsmaður borgar- innar var hann sendur til samn ínga við Katarínu Sforza, sem réð hernaðarlega þýðingar- miklu landsvæði fyrir Flórenz, hann fór til Frakklands lokaár aldarinnar og fyrirmynd sína að „Prinsinum" kynntist hann 1502, þ.e. Cesare Borgia. Hann átti í samningum við páfann 1506 og Maximilian keisara 1507. Machiavelli reyndist ekki útsmoginn diplómat, en hann lærði engu að síður margt í þess um ferðum og í athugagreinum, sem hann skrifaði á ferðum sínum fæddust honum hugmynd ir, sem hann notaði síðan í „Prinsinn." Þegar Mediciættin komst aft- ur til valda, var hann hrakinn úr starfi og því undi hann mjög illa, stjórnmál voru hans ær og kýr og hann beitti öllum brögð um til þess að vingast við hina nýju landstjórnarmenn, milli þess sem hann skrifaði ráðlegg- ingar sínar niður, sem hann ætl aði stjórnmálamönnum. Hann skrifaði ráðinu í Flór- enz ráðleggingarbréf í nóvemb er 1512 og það þótti þess eðlis, að ástæða var talin til að hefta frelsi hans og skömmu seinna var hann settur í myrkrastofu píndur en fljótlega látinn laus. Ástæðan var grunur um að hann stæði að samsæri um að steypa stjórninni. Hann hvarf nú út i sveit, settist að á smá- býli, sem hann átti þar og hóf ritstörf. Hann kom öðru hverju til Flórenz, var tekinn í nokk- urs konar sátt af Mediciætt- inni og hlaut smásposlur, með- al annars var hann sendur til Rómar þar sem hann hlaut styrkveitingu frá páía til þess að skrifa sögu Flórenzborgar. Hann lézt í júnímánuði 1527. Það er sáralítið vitað um einkalíf Machiavellis. Hannvar kvæntur Mariettu Corsini og þau eignuðust sex börn. Rit hans eru: Prinsinn, Athuga- greinar um rit Livíusar. Hern- aðarlistin og Saga Flórenzborg- ar, auk þessa setti hann saman leikrit og ýms smærri rit. „Prinsinn" er talið höfuðrit hans. Þegar honum veittist ekki lengur sú unun, sem hann hafði af stjórnmála- og samninga- vafstri, þá tók hann að setja saman „Prinsinn". Hann segir sjálfur í bréfi að í því riti fjalli hann um landsstjórn og landstjórnara, eins og hann telji að þeir verði heppilegast- ir. Fyrirmynd hans er talin vera Cesare Borgia. Cesare hafði unnið sér ríki með mjög vafasömum aðferðum, reyndar með stuðningi páfans, föður slns. Hann hafði notað hvert tækifæri til þess að ágæta sig í augum almennings, andstæð- ingum sínum hafði hann rutt úr vegi með eiturmorðum og leigu morðingjum og hafði stefnt óhikað að markinu, að verða einvaldi. Machiavelli telur I „Prinsin- um“, að menn séu eigingjarn- ir, svikulir, kjarklitlir, gráðug ir og þó fyrst og fremst heimsk ir moðhausar. Hann ráðleggur landstjórnarmanninum og þá einkanlega valdaræningjanum sem ætlar sér að ráða löndum, að notfæra sér hræsni, grimmd og svik til þess að vekja ótta við sig. Hann telur að land- stjórnandanum beri að sundra þjóðinni í f jandsamlegar fylk- ingar og gera alla fyrirmenn fólksins höfði styttri. Land- stjórnarmaðurinn skyldi engum trúa, því að enginn trúir hon- um. Stjórnmálin voru að dómi Machiavellis frumskógur, þar sem siðgæði og heiðarleiki eru aðeins snörur, sem kjánarnir álpast x, og i þeim skógi gildir aðeins valdið, sem er fengið með hrottaskap, klækjum og til litsleysi um annarra hagi og vilja. 1 slíkum skógi hlaut sá að sigra, sem væri ljón og ref ur í einni persónu, maður sem kunni að látast annað en hann ætlaði sér og gæti vakið ótta og skelfingu bæði hjá vinum og óvinum. Skoðanir manna á bókinni fylgja tíðarandanum hverju sinni. Fyrst í stað eftir að bók- in kom út, hún var fyrst prent- uð 1532, héldu kirkjunnar menn því fram að djöfullinn hefði verið með í verki, bókin var samin og væri til þess ætl- uð að spilla landstjórnarmönn um og eyðileggja ríki þeirra. Því var „Prinsinn" settur á lista yfir bannaðar bækur. Mót mælendur héldu því fram, að ritið væri handbók Jesúíta og notuð af þeim í baráttunni gegn mótmælendatrú. Víða á Ítalíu var sú skoðun ríkjandi, að bók in væri aðvörun við harðstjór- um. 18. aldar skynsemisdýrk- endur töldu hana vera satíru um konungsdæmið. Á nítjándu öld töldu menn ritið vera skrif að í þeim tilgangi að frelsa It- alíu undan erlendum yfirráðum og höfundur hefði kosið frem- ur innlendan harðstjóra en yfir ráð útlendinga, samkvæmt þeirri kenningu var ritið skrif- að af ættjarðarást. Snemma á tuttugustu öld tóku menn að álíta ritið nokkurs konar vís- indarit í stjórnfræði, félags- fræðilega rannsókn á eðli valds ins. Þetta mat á ritinu lýsir bet ur tíðarandanum á hverjum tíma en ritinu og tilgangi þess. Machiavelli setti rit þetta sam- an í hálfgerðri útlegð og það er frábrugðið öðrum ritum hans um efni og stíl. í stjórnmálum var hann lýð- veldissinni og erfiðleikar hans stöfuðu einmitt af furstum þeirra tíma sem hann lifði á. Þessi atriði hafa löngum stað- ið i mönnum, þegar sú spurn- ing vaknar, af hverju skrifaði hann „Prinsinn"? Sú ráðgáta verður ráðin á hverjum tíma, en svarið verður ekki Machia- vellis. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. siepit. 19*70

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.