Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 3
það auðvitað, að hér mundi all hentugur staður fyrir tilheyr- endur að heyra frá Lögbergi, þar sem sú gjá er meira en helmingi mjórri en vestari gjá- in, og hefi ég þó oft talað við menn yfir Flosagjá, og heyrt allglöggt, sem líklegt er, þar sem gjáin er eigi nema tæpir 8 faðmar á breidd.“ Hér hefur Sigurður hugleitt hvernig Lögberg á Spönginni kæmi heim við hlutverkið á þinginu til forna og virðist þar allt koma heim samkvæmt at- hugunum hans. Ekki er mér kunnugt um, hvort slíkar at- huganir hafa verið gerðar í seinni tið, en þess ber að gæta, að ef til vill munu gjárnar hafa breikkað frá því á þjóðveldis- öld. Þriðjudaginn 1. júní segir Sigurður í skýrslu sinni: „Nær miðjum aftni tók ég að láta grafa í mannvirkið á Lög- bergi.“ Mannvirkið, sem Sig- urður talar um hér, er það, sem talið er hafa verið Byrgisbúð. Mannvirkið er hringur, sem er 60 fet á annan veginn, langs eftir Spönginni, en 53 fet á hinn veginn. Innan í þessum hring var svo ferhyrnd tóft, 31 fet á annan veginn og 21 fet á hinn. En hverfum nú að lýs- ingu Sigurðar á fornleifagreftr- inum: „Föstudaginn 4. júní hafði ég tvo menn, og lét þá halda áfram greftrinum á Lögbergi, og var honum lokið kl. 3, og ætla ég nú að það sé rannsak- að til hlítar, með því að ég hygg, að þótt meira væri graf- ið, mundi það ekki ráða þeim úrslitum, sem hér verður um að ræða, enda ógjörandi, að eyði- leggja mannvirki þetta með öllu, er litur út fyrir að vera að sumu leyti mjög gamalt. Ég lét þar grafa skurð í stefnu langsetis eftir Lögbergi, þvert í gegnum hringinn og tótt ina allt niður að berginu sjálfu og annan skurð í gagnstæða stefnu á sama hátt alveg niður að berginu; einungis skildi ég eftir tvö lítil höft ógrafin i miðri tóttinni, sem öldungis var ástæðulaust að grafa í sundur, þar áður hafði verið með hin- um skurðinum grafið þvert í gegnum sjálfa miðju tóttarinn- ar. Þar sem skurðurinn er dýpstur er hann 3 álnir á dýpt, þar sem tóttarveggurinn er hæstur; síðan grynnast skurðirnir allir út að rönd hringsins, því að hæst er þetta mannvirki í miðjunni, eins og áður er sagt. Hin fyrsta vissa, er fæst við gröftin á Lögbergi, er sú, að þar hefur aldrei staðið nokk- ur fornmannabúð eða nein verulega stór bygging, því að ekki sjást þar nema nokkrir steinar saman, og það á stangli, sem hefðu getað verið hleðslu- steinar undir nokkrum beinum vegg. Aðaleinkenni á þessu mannvirki er það, að þar sem flestir finnast steinarnir, er í fyrstu pálstungu, og svo mold fyrir neðan, og sýnist grjótinu dreift út með moldinni til upp- fyllingar mest á yfirborðinu; sums staðar sjást engir stein- ar, og er mold alveg niður i gegn, en einungis vóru stein- ar á stangli í moldinni annað hvort ofarlega eða neðarlega. Um annað verulegt grjót er eigi að ræða, er lagt gæti ver- ið í nokkra vissa röð, nema sums staðar hryggur af smá- grjóti undir hringröndinni yztu; þessi grjóthryggur kom í ljós í tveimur af hinum nefndu skurðum, enda líka, enn óljós- ara, i hinum þriðja, þar sem þeir skera umrönd hringsins, og fyrir líkum grjótvegg vott- ar bili innar I tveimur skurð- anna, og gæti sá hryggur hugs- azt að liggja undir öðrum hring innan i hinum, er hefði styttra spöl (radius); jafnvel innar kynni að sýnast votta sums stað ar fyrir grjóthrygg (hring?). Önnur aðalástæða fyrir því, að engin stórkostleg fornbúð eða bygging hafi getað staðið á Lögbergi I fornöld, er sú, að þvermál hringsins er, eins og áður er sagt, 60 fet, enn fyrir utan hringinn, bæði fyrir ofan og neðan, er eggslétt flöt á sléttu bergi, og jarðvegur að- eins 3—6 þumlungar að meðai- tali. Þannig er mannvirkið glögglega takmarkað að stærð, og lögunin er eins og áður er sagt og nákvæmlega mæld nokkurn veginn glögg hring- mynduð upphækkun með lítilli tótt innan í og með frá 3—1 áinar þykkum jarðvegi; hlýtur það því að vera ljóst, hve ólikt þetta hringlagaða mannvirki er búðum þeim, er ég gróf upp á Þingvelli. En hins vegar getur engum dulizt, að þessi þykka upphækkun á jarðvegslitlu bergi er bersýnilegt mannvirki, enda fannst þar hlutur úr járni 1% alin í jörðu niðri. Járn þetta er að lengd nær tveim þumlungum, flatt, með víðu gati í öðrum enda, en á hinum end- anum er tigulmyndaður spaði. Þess skal getið, að moldin í tótt inni að innan var svo föst, að efldur maður gat trauðlega stungið beittum stálstaf lengra en % alin niður, en moldin í hringnum var miklu lausari fyr ir. Tóttin hefur öll þau ein- kenni, að hún sé síðar byggð og standi ekki í sambandi við hringinn, þar sem hún er ekki byggð í miðju hans, og hefur yfir höfuð öll önnur einkenni en hann. Botninn á Lögbergi undir mannvirkinu sýnist vera lægstur í miðjunni; kemur það mest af því, að barmurinn að vestan hefur sig upp og hallar inn að. Neðan til i miðri þess- ari upphækkun, hér um bil eina alin 18—12 þumlunga frá berg- inu eftir því sem bergið er slétt eða óslétt, sést móta fyrir þunnu svörtu plöntulagi. Ofan á því er ljós vottur um ösku og líka viðarkol, einkanlega á einum stað, enda viðar; plöntu lagið svarta má rekja víðast hvar. Af þessu er það ljóst, að þessi upphækkun á Lögbergi eða mannvirki skiptist í tvö tímabil, hið yngra og hið eldra, þvi eldra lagið, sem und- ir er, hefur verið orðið plöntu og grasivaxið, þegar tóttin eða meiri upphækkunin var gjörð; gæti mannvirkið líka hafa tek- ið fleiri breytingum síðar. Tótt in er líklega lítil búðartótt frá Framhald á bls. 11 Rústir mannvirkisins, sem Sigurður Vigfússon gróf í á milli Flosagjár og Nikulásargjár. ' J I TVÖ ÞÝDD LJÓÐ Torgið eftir Antonio Machado Torgið á sér turn, turninn á sér svalir, svalirnar eiga sér stúlku, stúlkan hvítt blóm. Piltur átti leið hjá — enginn veit hvers vegna hann átti leið hjá! — og hafði á brott með sér torgið og turninn og svailirnar, svalirnar og stúlkuna, stúlkuna og blómið hvíta. Ég leit tvö hörð augu eftir Gunnar Ekelöf Ég leit tvö hörð augu ég el'skaði þau Ég leit tvö mild augu ég elskaði þau Ég leit tvö ósvífin augu óg elskaði þau Ég leit tvö heit augu ég gleymi þeim aldrei Jóliann Hjálmarsson þýddi. 20. sept. 11970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.