Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1970, Blaðsíða 13
GLUGGINN Umsjón: Stefán Halldórsson og Sveinbjörn S. Ragnarsson l KVIKMÝMDINNI „Bullitt" tók Steve McQueen sjálfur þátt í einhverjum æðisgengnasta eltingaleik í sögu kvikmyndanna — hann og gamall vinur hans, fyrrum kappakstursmaður. geystust upp og niður snarbrattar hæðimar i San Fransiskó-borg á hraða. sem jafnvel bílamir sjálfir þoldu ekki. Einn áhorfandi að ettingaleiknum. sem sjáifur hafði staðið t öruggri fjartægð frá ölíum látunum. sagði á eftir. „Þessi náungi hVýtur að vera brjálaður — harm er i sjálfsmorðshugleiðingum eftir þessu að dæma." Það hefur þegar verið sannað í eitt skipti fyrir öll. að Steve ók sjálfur öðrum bílnum í eltingaleiknum. En þó eru margir, sem ekki fást til að trúa því, og Steve tók sig því til í marzmánuði þessa árs ög haltraðí út að rásmarkinu til að taka þátt í tólf stunda þolakstri — Sebring-kappakstrinum. Annar fóturinn var í gipsi, því nokkrum dögum áður hafði Steve dottiö af vélhjóli á 150 kílómetra hraða og brotið bein I fætinum. Hann mínntist eitthvað á „Frankenstein-fót" og settist siðan undir stýri brlsins. Tólf stundum stöar komu þeir í mark. Steve og félagi hans, aðeins 23,6 sekúndum á eftir sigurvegaranum, Mario Andretti. Og aftur heyrðust brandarar við endamarkið „Uss, þetta var ekkert — gipsfóturinn mínn var of þungur til að hægt væri að lyfta honum af benzingjöfinni." En einn kappaksturssérfræðingur heyrðist muldra ofan í bringu: „Þetta er vissulega frábær ökumaður. En lítið bara á hann. Hann er svo hræddur, að hann er að mrssa niður um sig buxurnar." En þessi frammistaða Steve McQueen — að ná öðru sæti i Sebring- kappakstrinum — hefur gjörsamlega þaggað niður í öllum varrtrúuðum, sem efuðust um þátttöku hans í Bullitt-eltingaleiknum. Ettingaleikurinn sá var hápunktur kvikmyndar, sem var ein af fimm mest sóttu kvikniyndum í heiminum árið 1969. Enski leikstjórinn Peter Yates var ráðinn til að stjórna myndinni og höfðu menn þá í huga hin vel gerðu atriði með bílaeltingaleiknum i myndínni Robbery (Rán). sem fialtaði um „Lestarránið mikla'*. Peter Yates náði Steve strax á sitt band með því að vísa algerlega á bug — kurteislega þó — kröfum forsvarsmanna kvikmyndafélagsins. sem myndina gerði, um að táta taka allan eltingaleikinn í þar ti! gerðri gerviborg, þar sem öll horn og hvassir hlutir væru klæddir froðugúmmíi. Hugðust þeir þannig bæðí spara fé og hlífa stjörnunni við stórmeiðsl- um. En Peter sagði nei — og eftir það var Steve á hans bandi. Peter ráðgerðí að láta eltingaleikinn fara fram í snarbröttum brekkum og hæð- um San Fransiskó og enda á hraðakstursbraut út úr borginni. Yfir- völd borgarinnar. sem leggia mikið upp úr heimsóknum ferðamanna, voru fljót til samstarfs og létu loka vissum götum á umsömdum tíma. Steve fékk gamlan vin sinn, vélhjólakappaksturshetjuna Bill Hick- man, til að leika glæpamanninn og aka fremri bílnum. Eitt áhrifamesta atriði kvikmyndarinnar er þegar Hickman, sem lítur út eins oa miðaldra fiölskyldufaðir á skemmtikeyrslu, snennir skyndileqa örygqisbeltin um leiö og umferðarliósin skipta og vælir siðan af stað i reykskvi af dekkj- unum — með Steve á hælunum. Til eltingaleiksins var leikumnum úthlutað fiórum Ford Mustanq-bilum oq þegar myndatökunni var loks- ins lokið, var einn bíllinn giörsamleqa ónýtur, annar var að bvi kominn að hrynja í sundur og hinir tveir voru ónothæfir, nema þeir væru np-ðit unn oq endurbvqqðir að miklu leyti. Steve hefur líka aldrei skemmt sér iafn vel e:ns og v:ð unntökuna á eltingaleiknum oq hann hefur mikíð gaman af að seqia frá ýmsum atvikum úr upptökunní: „Það var í einu atriðinu. sem éq átti að snarhevnis á m'kium hmðs inn í litla hliðargötu oq striúkast utan í bíl á stæði. Peter v;Idi láta Steve McQueen, stórstjama áratugarins. Steve McQueen, ein dáðasta stjarna kvikmyndanna, er jafnframt einhver efnilegasti kappakstursmaðurinn í heiminum. Og honum líður miklu betur undir stýri í Ferrari-bílnum sínum en í einhverjum gleðskapnum í Hollywood. Hér segir frá helztu afrekum hans í kvik- myndaleik og kappakstri. 20. sept 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ]3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.