Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Page 4
BÖKMENNTIR OG LISTIR fafjja i tfwri' y i tIwPN N Xt y |ipr \ puii at v) ifya# ijaa \ rjsrí \] YMm aiuí \M ilLS! Óskar Aðalsteinn skrifar um og ræðir við Guðmund Daníelsson, sem á sextugsafmæli í dag Djúpskyggni og tilfinning á mannleg örlög — fyrir landinu 1. Skáld sótt heim Það hefur birt upp eftir langt slagviðri. Sólargeislarnir streyma af miklu örlæti inn um gluggann á vinnustofu skálds- ins, Guðmundar Daníelssonar. Ég er að koma inn úr dyrun- um hjá honum. Hann stendur á fætur, vörpulegur maður, svip fastur og þó svipglaður, heils- ar mér með föstu handtaki, svo föstu, að mér liggur við að kveinka mér — og segir við mig: — Þú ert þá kominn, gamli vinur. -— Já, og fer ekki aftur, fyrr en ég hef fengið að heyra það af þinum vörum, sem mig lystir, þó svo ég verði að sitja hér til dómsdags. — Til slíkrar setu er ég van- búinn að sinni, svarar skáldið. Ég slæ af og segi: — Við sjáum nú til hvernig úr þessu rætist. Guðmundur Daníelsson hlær. Kannski kemur skapgerð hans bezt fram i hlátrinum. 1 hlátri hans er bæði fluglétt kímni og þungur undirstraumur; eitt- hvað sem ekki þreytist, eitt- hvað sem er síungt, og miðlar manni hressandi hugblæ, hlýj- um og ertandi í senn — og er æ síðan. Til þessara skapgerðar einkenna hygg ég að megi rekja ræturnar til skáldgáfu Guð- mundar, djúpskyggni hans á mannleg örlög og sýn hans á landið. Og hratt flýgur stund. Það fer ævinlega svo, þegar við Guð- mundur hittumst, kannski af því að við hittumst sjaldan, kannski líka vegna þess, að við eigum sameiginlegt brennandi áhugamál; bókmenntirnar. Tal- ið berst undir eins að því, sem er nýjast uppi á teningunum í íslenzkum skáldskap og menn- ingarmálum. Að vanda varpar Guðmundur að mér ekki ófá- um orðakyndlum, sem seint munu kólna út með öllu. Og ræðan heldur áfram, þó Sigríður, kona Guðmundar, leiði okkur i aðra stofu, og bjóði upp á góðgerðir. Annars finn ég brátt, að þetta er ný ræða. Það er ekki lengur eins og bókmenntirnar séu allt lif- ið. Sigríður hefur, án þess við Guðmundur veitum þvi strax eftirtekt, sveigt tal okkar að svokölluðum hversdagslegum hlutum. Þó er þetta ekki grár hversdagsleikinn. Hvernig tal er þetta eigin- Iega? - Jú, góð kona, kona, sem býr yfir sjálfgefinni höfðingslund, sannar okkur með nærveru sinni, að hversdagsleikinn er ekki til nema í hugum okkar — þegar við elskum ekki lífið nógu heitt. 2. Á Vestfjörðum Sá atburður gerist á haust- dögum árið 1938, að ungur rit- höfundur af Suðurlandi, Rang- æingur að ætt og uppruna, axl- ar skinn sín, heldur vestur á firði, og gerist skólastjóri á Suðureyri við Súgandafjörð. Þarna er kominn Guðmundur Danielsson frá Guttormshaga. Það er um þessar mundir sem fyrsta saga mín kemur fyrir al- menningssjónir (1939), og Guð mundur G. Hagalín er lærifað- ir minn og vinur . . . Enga stund gleymi ég því, að þjóð- kunnur höfundur er setztur að á Suðureyri, og hlakka mjög til samfunda við hann. Ég hef lesið skéildsögur hans, sem út eru komnar, og reyni að skapa mér mynd af höfundinum, eft- ir efni þeirra og stílsmáta. Það dregst nokkuð að fund- um okkar beri saman, eða svo finnst mér, fullur eftirvænting- ar að kynnast nýju skáldi, en við hittumst fyrst í vinnustofu Hagalíns, og undir eins flýg- ur mér þetta í hug: -—• Þarna er maðurinn á bak við Ilm daganna, og þó allra helzt maðurinn á bak við Bræðurna í Grashaga. Ég góni á skáldið. 1 þá daga góndi ég á öll skáld, eins og naut á nývirki, einkum er ég leit þau í fyrsta sinn. Guð.nundur Daníelsson hlær að mér á sinn sérlega hátt. Þó er hann ekki beinlínis að hlæja að mér. Hann er og verður viðhlæjandi lífsins, í mótlæti sem meðlæti. — Þau, ár, sem Guðmundur Daníelsson gegnir skólastjóra- stöðu á Suðureyri, kemur hann oft á heimili Hagalíns. Á ég, nýliðinn á skáldabraut- inni margar ógleymanlegar samverustundir með þeim skáldunum. Skáldið að sunnan hefur gjarnan með sér handrit að skáldsögu, sem hann er að vinna að, og les upphátt í áheyrn okkar Hagalíns. Þetta er gagnkvæmt hjá þeim skáld- unum, að þau lesa verk sin hvort fyrir annað, meðan þau eru enn í smíðum. Hér er smámynd af fyrstu bókmenntakynningunni, sem ég var viðriðinn hjá þeim kumpán um. Guðmundur Daníelsson hef ur ekki fyrr hafið lesturinn, en hann byrjar að reykja sígarett- ur. Þetta virðist ekki trufla hann hið minnsta við að þylja upp úr handritinu, nema ef síð ur skyldi. Hagalín situr á legubekkn- um og lætur brúnir síga. Loga frá eldspýtu bregður fyrir. Skáldið að sunnan sit- ur í reykkófi við lesturinn. Enn harðnar yfirbragð Haga líns. Ég skil þetta ekki. Af hverju allt í einu þessi harka, þessi ofsi? Lestur nafna hans gefur ekki tilefni til slikra geðhrifa. Hvað er það þá? Svarið kemur leiftursnöggt. Hagalín þýtur upp, líkt og elding hafi lostið hann, hvess- ir augun á nafna sinn, og seg- ir æði gustmikill: — Geturðu sogið þennan andskota á meðan þú lest eftir þig? Er þetta öll respektin sem þú berð fyrir skáldskap þínum? Guðmundur Daníelsson hlær stuttan, heldur síðan áfram að lesa, eins og ekkert hafi verið sagt. Hagalín stikar um gölf. Hann er fjúkandi illur. Þ»ó þykist ég merkja það, að þrátt fyrir ofsann, hlusti hann með vaxandi athygli á það, sem nafni hans les. Hviss í eldspýtu. Ný sígar- etta. Nýir reykjarstrókar. Skáldið að sunnan er til að sjá eins og meiriháttar fírverk; rödd hans breið og djúp, furðu legt hvað þessi rödd getur náð djúpum tóni. Þar kemur brátt, að Hagalín fer sér hægar og er orðinn mjúkstígur. Honum er runnin reiðin. Andi skáldskaparins er yfir honum, þess skáldskapar, sem nafni hans miðlar honum með lestri sinum. Augun blika en brenna ekki. Hann er eins glaður núna, og hann var reið- ur fyrir andartaki . . . Brátt er lestrinum lokið, og þá lætur Hagalín þessi orð falla: — Það er ekki að tvila, úr þessu má gera lifvænlegt skáldrit. Guðmundur Daníelsson lítur á mig, og segir í glaðlegum ertnistón: — Trúir þú lika á mig? Mér hrökkva þessi orð af vörum: — Ég hef lítið til málanna að leggja þegar tvö eldfjöll gjósa. Eldri skáldin hlægja dátt að þessu tilsvari mínu, svo verð- ur Guðmundi Daníelssyni að orði: — Jæja, Hagalín, nú er röð- in komin að þér. Hagalín snarast að vinnu- borði sínu, þrífur handrita- búnka, leggur allmörg blöð til hliðar, segir siðan: — Jú, hingað var ég kominn þegar ég las síðast fyrir þig. Hef ekki einu sinni lesið fram- haldið fyrir Óskar, var að bíða eftir því, að þú kæmir, vissi að þín var von . . . Að svo mæltu hefur Guðmundur Hagalín lest- urinn. Guðmundur Daníelsson er að eins hálfan áratug á Suðureyri. Á þessu tímabili sendir hann frá sér skáldsögurnar, Á bökk- uni Bolafljóts, Eld og Sand. Hann þykir röggsamur skóla- maður. Og þó hann sitji lengst af við ritstörf í fristundum sínum, og leggi þar oft nótt við dag, þá sparar hann sig hvergi við að leggja þorpsbú- um lið á sviði félags- og menn- ingarmála. Hann er í blóma lífs ins. Það sópar að honum, og ekki er ofmælt að segja, að hann setji svip á umhverfi sitt. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. olktáber 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.