Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Blaðsíða 5
Það myndast jafnvel um hann eins konar þjóðsögur, þennan stutta tíma, sem hann dvelur í þessu litla vestfirzka sjávar- þorpi. Til gamans nefni ég þetta: Það er sagt, að oft hafi Guð- mundur leikið við nemendur sina í frímínútum. Átti það að vera uppáhalds leikur hans, að hlaða á sig eins mörgum sersla- belgjum, og framast gátu hang ið á honum, svo hljóp hann fram og aftur með barnaskar- ann um skólalóðina. Önnur saga hermir, að eitt sinn hafi svolamenni nokkurt misþyrmt einum skóladrengn- um fyrir litlar sem engar sak- ir. Þá á Guðmundur að hafa brugðið skjótt við, hlaupið að svolanum, þar sem hann stóð á þorpsgötunni eftir barsmíðina, siitið niður um hann, og klapp- að honum eftirminnilega á gumpinn, líkt og svolinn væri unglingsrengla. Þá er saga um það, að einu sinni sem oftar hafi Guðmund- ur komið á bryggju á Suður- eyri. Þar var þá fyrir mann- kerti, sem bograði yfir hálf- tunnu af steinolíu, er stóð fremst á bryggjuhausnum. Er sagt, að maður þessi hafi mjög vandræðazt um það við Guð- mund, að hann hefði engin tök á að koma tunnunni heim til sín, þar sem ekkert farartæki væri tiltækt. Á þá Guðmundur að hafa snarazt að olíutunn- unni, tekið hana í fangið, og borið hana góðan spöl upp fyr- ir bryggjusporðinn, eða þang- að sem eigandinn var til húsa, og sett hana niður við dyr hans. Þá er haft fyrir satt, að eitt sinn hafi orðið óvenju róstur- samt við samkomuhúsið á Suð- ureyri, að loknu næturralli. Guðmundur var þarna í hópn- um. Sumir af hinum bardaga- glöðustu höfðu uppi um það háværar raddir, að gaman væri að reyna afl sitt við skáldið. Ekki á Guðmundur að hafa svarað þeim neinu um sinn, en hvergi hopað. Þegar bardaga- hetjurnar höfðu virt fyrir sér tillit hans og yfirbragð litla stund, létu þeir hendur síga og urðu heldur óupplitsdjarfir. Þá á Guðmundur að hafa sagt: — Ég er sterkur, en ég kann ekki að slást. Fleiri slíkar sagnir verða ekki raktar hér. Þótt sannleiks gildi þeirra standi kannski á völtum fótum, þá felst allt að einu í þeim nokkur mannlýs- ing. Þessi Vestfjarðaþáttur um skáldið að sunnan er nú á enda. Varð skarð íyrir skiidi á skáldaþingi Vestfirðinga við brottför þess. Skáldið að sunn an fór aftur suður. Guðmundur Danielsson gerðist nú skóla- stjóri á Eyrarbakka. Hann hef- ur gegnt því starfi þar til fyr- ir skömmu, að hann setti sig niður á Selfossi — á bökkum Ölfusár. 3. Millispil Sá rithöfundur, sem hér er fjallað um, hefur um dagana lagt stund á hin fjölþættustu ritstörf, þó skáldsagnagerðin sé höfuðviðfangsefni hans, en önnur skrif eins konar milli- spil. Hann hefur sent frá sér tvær ljóðabækur og þrjú smá- sagnasöfn. (Safnrit, sem sýna eiga það athyglisverðasta, er íslenzkir nútímahöfundar hafa gert i þessum bókmenntagrein- um, geyma bæði sögur og ijóð eftir Guðmund Danielsson). Þá hefur Guðmundur verið rit- stjóri blaðsins Suðurland í 18 ár, og oft skrifað blaðið að mestu einn. Snarasti þátturinn í blaðamennsku hans, eru hin- ar mörgu mannlifsmyndir, sem koma fram i viðtalsþáttum hans við héraðsbúa. — Guðmundur Danielsson hef- ur ekki ósjaldan dvalið erlend is, um lengri eða skemmri tíma. Þetta hafa í senn verið honum náms- og skemmtiferðir, eins og ferðabækur hans tvær sýna glögglega. Á Langferðaleiðiim fjallar um Amerikuferð Guð- mundar sumarið 1945. Ýms smá atvik, sem flestum sést yfir, grípa höfundinn oft sterkum tökum, og með nokkrum penna dráttum skilar hann þeim ljós- lifandi á pappirinn. Kannski er þetta saltið i frásögninni. í byrjun bókar er höf. staddur á flugstöðinni i Keflavik, rétt fyrir flugtak, — og bregður upp þessari mynd: „Þarna inni (í veitingahús- inu) var roskinn maður drukk- inn að drekka bjór úr flösku . . . Svo kom hann til min með flöskuna sina og spurði mig, hvort hann mætti sitja hjá mér um stund. Ég leyfði honum það. „Allt er tapað,“ sagði hann, „báturínn, konan, peningarnir, börnin, heiisan." „Það er mikið," sagði ég. „Mér mistókst allt,“ sagði maðurinn og bað mig um sígar- ettu. „Okkur mistekst öllum," sagði ég til þess að reyna að hugga hann lítið eitt, — „eng- um tekst allt, sem hann ætlar sér.“ Þá viknaði maðurinn enn meira en áður og bað mig að fyrirgefa sér, að hann skyldi sitja hját mér við þetta borð, þvi hann væri svo ljótur og gamall, en ég svo ungur og fal- legur. —- Ég sagði manninum, sem satt var, að honum mis- sýndist um fegurð mína, og ekki hefðum við sjálfir ráðið aldri okkar, og bað hann sitja kyrran, ef hann vildi. „Nú vildi ég helzt deyja," sagði hann. „Allt er tapað, og fyrir hvað á þá að lifa?“ „Þjáningu sína,“ svaraði ég og kvaddi..." Guðmundur er athugull og glaður ferðalangur, óþreytandi að fræða lesandann og skemmta honum með smellnum hugdettum. Hann yrkir lofgerð arsálm um New York, og er þetta upphafserindið: Mikið er New York merkiieg, Manhattan fin, ■— og þar bý ég á áttundu hæð, — það held ég nú, i húsi við sjöunda Avenue. 1 miðri sagnfræðilegri frá- sögn getur dottið i Guðmund að segja skrýtlu — eins og þessa: „Mikið gróflega getur mað- urinn annars verið fróður í historíu, heyri ég ykkur tauta í hálfum hljóðum . . . En nú skal ég segja ykkur alveg eins og er: — Þegar ég bý til histor- íska bókarkafla, þá fer ég að því nákvæmlega eins og mínir góðu vinir — hinir sagnfræð- ingarnir: Ég þýði upp úr ein- hverjum doðröntum, sem ég held, að fáir hafi lesið, og smelli inn í þá einni og einni stórviturlegri athugasemd frá eigin brjósti, til dæmis: Jamm, svona gekk þetta til. — Neðst set ég svo mitt blessaða nafn: Guðmundur Danielsson." Guðmundur er eðli sínu trúr, ekki síður utan lands en inn- an, eða eðli hans er honum trútt, ef menn vilja heldur orða það þannig. Þarna, í henni Ameríku, stuðlar hann beinlín is nokkrum sinnum að því, að koma sjálfum sér i smávegis klamarí, ekki til að skrifa um sig frægðarsögur þegar heim kemur, heldur til að auðga og dýpka líðandi stund . . . Og nú verður skammt á milli lang- ferðalaga hjá skáldinu. Sumar S Suðurlöndum gefur hann út haustið 1950. Eftir stutta dvöl i N-Evrópu, er hann kominn suður á Italíu. Gullöld Róm- verja stígur inn í nútiðina í frá sögn hans. En það er hér, eins og í fyrri bókinni, að smæstu atburðir og skyndiskáldsýnir hans, gefa frásögninni nýljóm ann — skærustu litbrigðin. — Síðustu árin hefur Guðmund ur Daníelsson sent frá sér þrjár ekki alllitlar bækur, sem að megineíni fjalla um nokkr- ar helztu veiðiár landsins, veið arnar, sem þarna eru stundað- ar, mannlifið, sem þessum veið- um er tengt — og lifið i nátt- úrunni. Sumir þættimir í þess- um bókum er tær skáldskapur, þó ívafið og uppstaðan séu raunsannir atburðir. Það vill svo til, að ég gerði Guðmundi heimsókn sumarið 1967, en þá vann hann að sinni fyrstu veiðibók: Landshorna- menn. Hann las mér það, sem hann hafði þegar ritað af bók- inni. Þetta er gamansöm frá- sögn af ferðum höfundarins og félaga hans, M (svo er félag- inn jafnan nefndur í bókinni) norður i land sumarið 1962. Nú átti að veiða í Laxá i Þing- eyjarsýslu og fleiri yndislegum straumvötnum nyrðra. Ekki eru þeir G.D. og M einir á ferð. Þrátt fyrir yfirþyrm- andi veiðiáhuga, gleyma þeir ekki að taka konur sínar með í ferðalagið. Guðmundur hefur ekki lesið lengi úr þessu handriti, þegar mér verður mjög dillað: M er söguhetjan. M er kostuleg per- sóna. M er með skemmtilegri mannlýsingum, sem skráð hef- ur verið á bók síðustu árin. M er ein af þeim manngerðum í skáldskap, sem maður gleymir ekki. Hversu mikið likist M þeirri fyrirmynd, sem hann er gerður eftir? Hvað er skáld- skapur og hvað er raunveru- leiki, þar sem M er? Fljótlega hætti ég öllum vangaveltum; hugur minn sam- samaður sögunni. En allt i einu er eins og klippt sé á þráð. Handritið þrotið. Enn eru nokkrir kapítular óskráðir af þessari sögu . . . Guðmundur litur fast á mig og spyr: — Á ég að brúka þetta í bók? — Að sjálfsögðu gerir þú það. M er óborganlegur. Hvernig fórstu að búa hann til? Guðmundur spyr á móti: -— Hvernig býrð þú þinar persónur til? Spuming gegn spurningu — °g þögn, svo segi ég: — Þetta verður góð bók. — Góð bók; það er stórt orð, verður Guðmundi að orði. Síð- an tökum við upp annað tal. 4. Járnblómið Skáldsögur Guðmundar Dan íelssonar eru bæði margar og margþættar. Um það verður ekki deilt, að beztu skáldsög- ur hans, skipa honum á bekk með öndvegis höfundum þjóð- arinnar. Hann verður sextugur i dag, 4. okt. Hann gengur enn þá óþreyttur og starfsglaður að verki í víngarði skáldsögunn- ar. 1 skáldsögum sínum er Guð- mundur engum líkur nema sjálfum sér. Hann hefur að sjálfsögðu lært margt af öðrum skáldum. Sá lærdómur hefur ekki sett mark sitt á sögur hans, heldur skerpt persónuleg an stíl hans . . . Það hefur ver- ið ætlun mín með þessum lín- um, að lýsa Guðmundi nokkuð sjálfum, en hér verður ekki farið út í bókmenntalega könn un á skáldsögum hans, og sum- ar þær beztu, verða þvi utan- garðs í þessum skrifum. Hér gefst aðeins tóm til að benda á fáein atriði í fyrstu bændalífs- sögum Guðmundar; þar sést hann bezt sjálfur, i þvi sem hann hefur skrifað. Bræðurnir í Grasliaga komu út árið 1935. f þessari fyrstu skáldharpa hans hafi verið mundur nánast fram sem full- mótað skáld. Engu líkara en skáldaharpa hans hafi verið sjálfstillt, áður en hann tók sér stilvopnið í hönd. Sögusvið Bræðranna eru Rangárvellir, og reginfjöliin að baki sléttlendisins. Jörð og fólk verður tæpast sundur- greint i frásögninni, svo snar þáttur er lif jarðarinnar i lífi fólksins. Af frásögninni er sterkur jarðareimur, lika ilmur villtra blóma -—, og verður hraðstreym og þung á stundum, en léttfleyg í annan tíma, eins og kátur lækur. Öll eru þessi blæbrigði stilsins nátengd lifi sögufólksins, gleði þess og hörmum. Manngerðirnar í þess- ari bók eru dregnar fáum glögg um dráttum, en eru kannski um of auðskildar þegar við fyrstu sýn. Þetta er sístritandi sveitafólk, kjarkmikið og ókvalsárt, en ástriðuhitinn í geði þess leynir sér ekki, þeg- ar til átaka kemur ... 1 hléum milli sögurisa, skeður það, að hugur manns er glaðvakandi í frásögninni, þótt litið sé um að vera. Það er kannski verið að lýsa aðgerðarlitlum veðrabrigð um, eða kind jarmar, eða mó- fugl kvakar, eða einhverjir eiga ósköp hversdagslegt við- tal. En það er ekki bara þetta, sem gerist. Við skynjum hljóm að baki orðanna, ákall, ljúft og sárt í senn — og snertir okkur stöðugt. Þessi hljómur er sjálfur skáldskapurinn. Næsta sveitalífssaga Guð- Framh. á bls. 12. Sigurður Pálsson Tvær hálfblindar konur á ferð um garðinn þær rölta um garðinn leiða hvor aðra sömu leiðina dagiega fram hjá kirsuberjatrjánum upp hæðina lágu síðan niður að tjörninini íeta sig hægt um gróðursælt landslagið leiðasrt og ræða saman ber aldrei saman hálfbhndum: „hérna fór margrét með leigjandanum ég man það! bak við kirsuberjatrén" karpa máttlaust, eins og við sjálfa sig um sitt hvort málefnið rölta upp hæðina lágu síðan niður að tjörninni „hérna bak við runnann var það sem við stálumst með ást okkar ég kvíðin og sextán hann fumandi átján önduðum djúpt saman það var í fyrsta skipti og ég sem var svo hrædd ég sem var svo hrædd við blóð“ 4. otktóbefr 1970 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.