Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Blaðsíða 9
pfiigts neTgun. Pa8 er elgl ölik- legt, að þessi blót hafi farið fram á Lögbergi, og að brjót- bálkurinn og askan séu menj- ar þeirra." Björn M. Ólsen víkur að því sérstaklega, hvor staðurinn hafi verið hentugri fyrir þær at- hafnir, sem áttu að fara fram að Lögbergi og telur staðinn því hentugri þvi nær sem hann var miðju þingstaðarins. Hraunriminn á milli gjánna hafi verið nokkuð afskekktur. „Ennfremur,“ segir Björn M. Ólsen, „heyrist hvergi eins vel það, sem talað er, eins og ef mælandinn stendur uppi á gjá- barminum eystra því að fyrst og fremst heyrist hvert orð, sem sagt er, þó ekki sé hátt talað, eftir allri Almannagjá suður undir Kárastaðastíg, og auk þess varpar efri (vestari) gjábarmurinn hljóðinu austur á sléttuna, sem Öxará rennur eft ir, svo að þar heyrist glöggt, þó að staðið sé langt burtu úti í Öxarárhólma.......... Þetta reyndi ég sjálfur árið 1880 á Þingvelli, og heyrðist þá vel allt, sem ég sagði, út i Öxar- árhólma, þrátt fyrir það þó lest færi um sama leyti yfir ána rétt hjá og talsverður hávaði glepti fyrir af gutlinu, þegar hestarnir óðu, og þó að nokkur gola væri.“ Hér hefur Björn M. Ólsen gert athuganir hliðstæðar þeim, sem Sigurður Vigfússon gerði því til sönnunar, að Lögberg væri á Spönginni. Virðist hvort tveggja geta komið heim með hliðsjón af hljómburði, en þó virðist hafa verið enn betra að tala af Lögbergi á gjárbarm inum eystri, ef allt það er rétt um hve langt hið talaða orð berst, sem Björn M. Ólsen seg ir. Að loknum athugunum sín- um á hljómburði frá Lögbergi á eystri bakka Almannagjár herðir Björn M. Ólsen á mál- ílutningi sínum og segir: „Fullkomin sönnun fyrir því, að Lögberg hafi verið fyrir vestan Öxará, en ekki fyrir austan, fæst af nokkrum stöð- um í Sturiungu. Fyrsti staður- inn er i Sturlu sögu, og hefur verið rétt metinn af Guð- brandi Vigfússyni og Kálund, og þarf ég þvi ekki annað en visa til þeirra." 1 Sturlungu stendur: „Ok einn dag er menn komu flestir til Lögbergs, þá gekk Sturla fram á virkið fyrir búð sina, því at þat var opt háttr hans at setja á langar tölur um málaferli sín. . .,“ þá er lýst ræðu Sturlu og and- svörum Jóns Loftssonar og Brands biskups við henni, en síðan koma þessi orð: „Síðan gengu menn frá Lögbergi ok heim til búða.“ Björn M. Ól- sen getur þess raunar, að þau orð, sem allt er hér undir kom- ið, orðin „á virkit fyrir búð sína“, vanti á elzta handrit Sturlungu. Hann telur þó, að þau hljóti að vera upphaflega í sögunni. Matthías Þórðarson, sem er ákafur talsmaður Lög- bergs á eystri barmi Almanna- gjár, vill hins vegar ekki leggja mikiö upp úr sönnunar- gildi þessa staðar í Sturlungu. Hann segir í bók sinni Forn- leifar á Þingvelli: „Ég fyrir mill leyti álít, að þessi um- ræddu 5 orð séu ekki upphaf- leg og að þau eigi hér mjög illa við. Mér þykir augljóst af allri frásögninni, að þeir höfð- ingjarnir, Sturla, Brandur bisk up og Jón Loftsson hafi allir verið staddir að Lögbergi og talað þar allir, en hitt er afar óeðlilegt, að Sturla Þórðarson hafi farið að „senda þeim tón- inn“ þangað frá búðarvirki sínu í nánd eða þeir farið að kalla svör sín upp í búðarvirk ið til hans. Niðurlagið á frásögn inni: „Siðan gengu menn frá Lögbergi og heim til búða,“ — bendir ótvirætt á, að þetta sam tal hafi allt farið fram að eða á Lögbergi. Að komast svo að orði, að Sturla hafi gengið fram, er öldungis eðlilegt og venjulegt mál enn í dag. Um þennan stað álít ég þvi, að hann gefi enga sönnun fyrir því, að Lögberg hafi verið vestan ár“, segir Matthías Þórð arson að lokum. Björn M. Ólsen nefndi til tvo aðra staði i Sturlungu, er sönn- uðu það, að hans áliti, að Lög- berg hefði verið fyrir vestan Öxará. Á hinum fyrri er sagt frá deilum Snorra Sturlusonar og Magnúsar goða. 1 grein Bjarnar M. Ólsen segir: „Þeim lenti saman eitt sumar á Al- þingi út af skærum manna þeirra, og veitti Sæmundur Jónsson frá Odda frænda sín- um Magnúsi. Búðir þeirra Snorra og Magnúsar stóðu hvor hjá annarri á Völlunum fyrir austan ána, og sést það á sambandinu, að búð Oddaverja stóð líka þar nálægt. Sæmund- ur veitti Snorra atgöngu, en hann fylkti liði i sundinu milli sinnar búðar og Allsherjarbúð ar, sem Magnús goði tjaldaði, og sendi orð eftir bræðrum sínum, Þórði og Sighvati; komu þeir báðir og með alla sína menn og þótti Sighvati Snorri ekki hafa haldið vel stöðunni, áður hann kom til. Það sést af þessari frásögn,“ heldur Björn M. Ólsen áfram, ,,að þeir bræð- ur Snorra, Þórður og Sighvat- ur, hafa haft búð fjarri Snorra, og má telja það víst, að þeir hafi tjaldað Hlaðbúð, sem fylgdi Snorrungagoðorði, erfða goðorði Sturlunga og kemur það vel heim, því að Hlaðbúð lá fyrir vestan Öxará. Á þessu þingi urðu þær málalyktanir, að Snorri varð að leggja mál sitt á vald Sæmundi, og undi illa við. Næsta vor stefndi Snorri Magnúsi goða skóggangssök um erfðamál til Þverárþings og gerði hann þar sekan skógar- mann. Eftir það fjöl- menntu hvorir tveggja til alþingis." Siðan koma þau orð, sem hér hafa mest sönnunargildi, en svo segir i Sturlungu: „Snorri lét gera búð þá upp frá Lög- bergi, er hann kallaði Grýlu . . . Bræður hans voru þar báðir með miklu liði. Allir voru þeir fyrir vestan á.“ Björn M. Ólsen telur, að orð- in „upp frá Lögbergi“ merki „norðar en Lögberg“ og hafi búð Snorra, Grýla, þvi staðið á Hallinum norðan við Lögberg. Matthías Þórðarson, sem er á sama máli og Björn M. Ólsen um það, að þessi staður í Sturl- ungu sanni, að Lögberg hafi verið fyrir vestan Öxará, telur liklegt, að hér sé aðeins átt við hærri stað en vallarrönd- ina neðan Hallsins. Telur hann, að Grýla muni hafa staðið í Al- mannagjá. Þriðji staðurinn i Sturlungu, sem hefur , sönnunax-gildi i þessu tilliti, að mati Bjarnar M. Ólsen, er, þar sem þeir standa andvígir hvorir öðrum Sturlusynir. Annars vegar eru þeir Snorri og Þórður, en hins vegar Sighvatur með Stui'lu syni sínum. Þeir bræður, Sig- hvatur og Þórður semja svo um, að Stuxia skyldi tjalda Hlaðbúð, og sagði Sighvatur það ráð, „at sínum megin ár væru hvárir." „Af þessu má ráða,“ segir Björn M. Ól- sen, ,,að þeir Sighvatur og Stuiia hafi verið fyrir vestan á, en Snorri og hans flokkur fyrir austan, og hefur Snori'i þá tjaldað hina vanalegu búð sina, Valhöll. Telur Björn þetta gert til að afstýi'a illdeildum. Síðan segir í Sturlungu: „Þeir Sighvatur létu lýsa hernaðar- sakir at Lögbergi á hendur Vatnsfirðingum, én Snorri lét segja til sektar Hrafnssona í Lögréttu; þat gjörði Jón murt- ur.“ Bjöi’n M. Ólsen heldur áfram: „hér er það athugavert, að það átti að lögum að lýsa sekt að Lögbergi, en ekki í lögréttu. Hvernig stendur þá á því, að Sighvatur skuli hér lýsa hernaðarsakir að Lög- bergi, eins og rétt var að lög- um, en Snorri skuli bregða frá lögunum og segja upp sekt í lögréttu? Ef Lögbei’g hefði ver ið að vestanverðu við ána, þá er það auðskilið. Þá var Lög- berg á valdi Sighvats og hans manna, sem voru fyrir vestan á, og hefur Snorra ekki þótt árennilegt að fara þangað til að lýsa sektinni eða senda menn sína þangað til þess, und- ir vopn þeirra Sighvats. Því kýs hann heldur að segja upp sektina austan árinnar i lög- réttu, þó að það væri ekki lög- mætt. Ef Lögberg aftur á móti er fyrir austan ána á hraun- rimanum milli gjánna, þá er þetta alveg óskiljanlegt. Þá verður ekki séð, að Snorra hafi getað gengið neitt til að breyta frá lögunum, þar sem Lögberg þá hefði verið á valdi hans, og hins vegar gat það þá ver- ið hættulegt fyrir Sighvat og hans menn að fylgja ákvæðum laganna og lýsa hernaðarsak- irnar að Lögbergi, því að þá hefði hann orðið að fara yfir ána til þess í hendur fjand- manna sinna.“ Björn M. Ólsen segir að lok- um: „Sérhver af þeim stöðum í Sturlungu, sem nú voru taldir, virðist þannig benda til, að Lögberg hafi ekki verið á hrauni’imanum milli gjánna, heldur að vestanverðu við Öxará.“ Undir þessar niðurstöður Bjarnar M. Ólsen hefur Matt- hías Þórðarson tekið eins og rakið hefur vei’ið, að undan- skildu því, að Matthías Þórðar- son telur fyrsta staðinn af þess um þi’emur ekki hafa sönnunar- gildi um það, hvar Lögberg hafi verið. Hina staðina tvo telur Matthías, eins og Björn M. Ól- sen, skera úr um það, að Lög- berg hafi verið fyrir vestan Öxará, og þá að öllum líkind- um á austurbarmi Almannagjár, á þeim stað, þar sem Sigurður Vigfússon gróf í mannvirkið. Verður því ekki móti mælt, að hér hljóta þessir tveir fræði- menn að teljast hafa mikið til síns máls. Fæ ég ekki séð, að umræddir staðir í Sturlungu verði túlkaðir á annan veg en þeir gera og samkvæmt því hef- ur Lögberg verið fyrir vestan Öxará á þeim tíma, sem um ræðir. Þá nefnir Matthías Þórðar- son til eina fi’ásögn úr Njáls- sögu, er hann telur, að lýsi því, hvernig menn hafi staðið, er þeir hlýddu á mál að Lögbergi. f Njáls sögu segir: „Þat var einn dag, er menn gingu til Lögbergs, ok var svá skipat höfðingjum, at Ásgrímr Elliða-Grímsson ok Gizurr hvíti, Guðmundr riki ok Snorri goði váru uppi hjá Lögbergi, en Austfirðingar stóðu niðri fyrir. Mörðr Valgarðsson stóð hjá Gizuri hvita, mági sínum; Mörðr var allra manna mál- snjallastr. Gizurr mælti þá, at hann skyldi lýsa vígsökunum, ok bað hann mæla svá hátt, at vel mætti heyi’a.“ Um þetta seg- ir Matthías: „Menn hafa ver- ið vanir að nefna sjálfa Lög- bergsupphækkunina í daglegu tali Lögberg. Þar, „at Lög- bergi“, hafa miðpallsmenn lög- réttu átt sæti, er lögsögumað- ur sagði upp lög, og aðrir þeir, er hann ákvað. Við lýsing saka hafa menn staðið „at Lög- bei’gi“, þ.e. uppi á þessari upphækkun, og svo hafa menn ætið gert, þá er þeir „skyldu mæla málum sínurn." Nú hafa verið raktir helztu staðir í fornritum, sem hafa má hliðsjón af til ákvörðunar um, hvar Lögberg hafi verið á Þing völlum. Og eins og hér hefur komið fram, og fyrr bent á af fræðimönnum, benda þeir stað- ir, sem skýrast tilgreina af- stöðu, til þess, að Lögberg hafi verið vestan Öxarár. Þegar fornritum sleppir, eru búðaskrár á Þingvöllum þær heimildir, sem næstar koma að aldri. 1 búðaskipan Sigurðar lögmanns Björnssonar frá 1700 segir um búð Guðmundar rika: ,, . . . áður var hans búð aust- an við ána og austur undan Þorleifshólma, skammt frá þvi gamla Lögbergi, sem millum gjánna var og einstigi að.“ Sem millum gjánna var, stendur í handriti Sigurðar Björnssonar. Hefur hann fyrst skrifað, sem millum gjánna er, en strikað er út og skrifað var fyrir ofan. Næsta heimild um Lögberg er ummæli Jóns Ólafssonar frá Grunnavík, sem er að finna í tveimur ritum, Lexicon Is- landico-Latinum undir orðinu vebönd og annars vegar í Con- tractismus. Eru orð hans til- færð hér eftir bók Matthíasar Þórðarsonar: Þingvöllur. 1 Lexicon Islandico-Latinum seg- ir Jón: „Ég meina Lögberg hið forna hafi verið skammt fyrir norðan Snorrabúð, þar á því hallandi bergi við eystri gjár- barminn, því þar fann ég circa 1724 ferkantaða hraunsteina, setta í hálfhring. Þeir voru all- ir mátulega stórir til að sitja á. Af þeim gerðum við, sem þá vorum með Páli lögmanni Vída- lín, stillur yfir ána, af lög- réttueyrinni yfir á hólmann. Á þeim get ég þeir hafi setið, lög- réttumennirnir." 1 Contractismus segir Jón Ól- af sson: „Hún (þ.e. lögrétta) meina ég til forna hafi verið á eystri gjárbarminum, skammt fyrir ut- an Snorrabúð, fá faðma norðar; því anno 1724, circiter, þá vér komum með Páli Lögmanni Vídalín til lagakonferenzen, scil. viku fyrir alþing, eður þann 8. Julii, sem þá tiðkaðist, fann ég þar ferkantaða hraun- steina á berginu, mátulega til að sitja á, og voru flestir grasi vaxnir; þá tókum við upp, veltum niður af Hallinum og gerðum stillur af við eyrarend ann sunnanverðan, fyrir neð- an lögréttuna, so ganga mátti þurrum fótum, fyrst yfir á Fógetahólmann, og síðan sett- um við eins stigsteina þaðan yf- ir kvíslina, so ganga mátti heim að Þingvöllum þurrum fótum, og þurfti ei hest; en þó álpuð- ust sumir af ógætni, vanstill- ingu eða drykkskap stund- um út af þeim. Þar hygg ég heitið hafi Lögberg til forna." Lýkur hér tilvitnun Jóns frá Grunnavík. Hann nefnir í upp hafi máls síns í Contractismus, Framh. á bls. 10. 4. olktóibea- 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.