Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Blaðsíða 7
raunir í himinhvolfinu (en ekki neðanjarðar) missti hreyf ingin um bann við kjarna sprengjum töluvert fylgi meðal almennings. 1 stað þess var mót mælum beint gegn viðráðan- legri markmiðum — sýklahern- aði, kynþáttaaðskilnaði, Viet- namstyrjöldinni. Þótt skiljanleg væri, reynd- ist þessi dreifing almennrar at- hygli frá sprengjunni kald- hæðnisleg, eins og sést á jafn- aðarreikningi vígbúnaðarkapp hlaupsins frá 1962. Að sönnu hafa tveir mikilvægir vopnaeft- irlitssamningar verið undirritað ir frá því tilraunatakmörkunin var gerð. í öðrum eru kjarna- vopn bönnuð á tunglinu og úti í geimnum; í hinum, sem nokkr- ar þjóðir eiga enn eftir að sam- þykkja, er lagt bann við dreif- ingu kjarnorkuvopna, það er að segja útbreiðslu á kjarna- vopnum eða aðferðum við fram leiðslu þeirra til rikja, er ekki ráða yfir þeim og allar tilraun- ir hinna siðarnefndu að kom- ast yfir þau. En eitt kjarnorkuveldanna, Kína, hefur lýst yfir, að það muni hvergi nærri þeim samn- ingi koma; og að minnsta kosti tólf önnur ríki munu verða tæknilega fær um að framleiða sín eigin kjarnavopn á næstu 10—15 árum, ef þau kysu að virða samninginn að vettugi, en í honum er ekki að finna nein viðurlög gegn þeim sem gerast brotlegir. Ennfremur hafa nú viðræður Bandaríkjamanna og Rússa um vopnatakmarkanir staðið á ní- unda mánuð í Vínarborg. Gert er ráð fyrir að þessar viðræð- ur taki mörg ár. En í þeim felst engin skuldbinding til að stöðva smíði nýrra gerða af ógnarvopnum, svo sem MIRV- flaugina, sem getur stýrt allt að 10 sprengjum að mismun- andi skotmörkum i einu, svo og gagnflaugina, sem komin var fram áður en viðræður hófust. Verið er að koma upp gagn- flaugakerfi í takmörkuðum mæli í báðum löndunum — og ameríska MIRV-flaugin verður komin i gagnið árið 1972. Ekki er hinn beini fjöldi kjarnasprengja síður umhugs- unarverður. Árið 1960, þegar kjarnorkuskelfingin var í há- marki, áttu Rússar 36 eldflaug- ar, sem sprengt gátu vetnis- sprengju yfir Ameríku og Bandaríkjamenn 50 flaugar, sem gátu sprengt yfir Rúss- landi. Nú eiga Rússar ekki færri en 1430 langdrægar kjarn- orkueldflaugar (að meðtöldum þeim, sem unnt er að skjóta frá kafbátum) og Bandaríkja- menn 2382. Ef nýjustu áætlana kerfi ná fram að ganga, munu bandarískar eldflaugar og sprengjuflugvélar árið 1975 geta flutt um 11000 kjarna- sprengjur — og ólíklegt er að Rússar standi þeim langt að baki. Að sprengjumætti mundu þessi hernaðartæki samanlögð jafngilda um 15 smálestum af TNT á hvern einasta jarðar- búa. Þau munu einnig verða miklu nákvæmari en fyrri vopn — en sú staðreynd kom hinni allsgáðu stofnun „Her- fræðilegra Athugana" til að senda frá sér aðvörun um, að heimurinn kunni enn á ný að vera að nálgast það ástand þar við uppbat sprengjunnar: uppiinmngamaðurinn og nervaiaio. T.v. er J. Robert Oppenheimer kjamorkuvísindamaður og með honum er Leslie R. Groves, yfirmaður áætlunarinnar um fyrstu atomsprengjuna. Þeir standa við leifarnar af 100 feta háum stál- tumi, sem fyrsta sprengjan var reynd á 16. júlí, 1945. attunda tugi tuttugustu aldar eru þjóðir heimsins ekki lengra komnar en svo, að fáeinir stjómmálamenn virðast geta sigað milljónum manna út í stríð — jafnvel vegna persónulegra duttl- unga og hégómaskapar. sagt um hvað gera skyldi við þessar aðstæður á rökfræðileg- um grundvelli eingöngu, varð svarið að finnast með skírskot- un til einhvers, sem væri handan við öll rök — og þetta „eitthvað" ályktaði hann, hlaut næstum áreiðanlega að veita að finna í ríki siðfræðinnar. Það er óljós möguleiki, að hefði heimurinn verið látinn eiga sig með kjarnorkuhræðslu sína nægilega lengi, hefðu stjórnmálamennirnir snúið sér að einhverjum siðfræðireglum til að losna úr ógöngunum: regluna hefðu þeir ef til vill fundið í húmanisma Tolstoys, heimspeki Kants, eða jafnvel öðru boðorði Krlsts. En eftir 1962, einkum vegna eldflauga- vandamálsins á Kúbu, tók af- staðan til sprengjunnar að breytast. Vandamálið ltom upp þegar Rússar fluttu kjarnorkueld- flaugar til Kúbu með það fyr- ir augum að ógna Bandaríkja- mönnum úr þeirra eigin hlað- varpa. Stjórn Kennedys krafð- ist þess að þær yrðu fjarlægð- ar, herti á eftirliti kjarna- sprengjuflugvéla og lokaði samgönguleiðum á sjó. 1 tðlf daga — frá 16. til 27. október — var heimurinn eins nærri hinum voveiflega endi og hann framast getur orðið án þess að af verði. Þá létu Rússar undan siga og fluttu eldflaugar sínar á brott gegn loforði Banda- ríkjamanna um að gera ekki innrás í Kúbu. Enda þótt margt fleira ætti þátt að lausn þessarar deilu var það útbreitt álit að á Kúbu hefði hið gagnkvæma hindrunarkerfi verið reynt og staðizt prófið — og þegar Bandaríkjamenn og Rússar gerðu samkomulag um það ári síðar, að banna kjarnorkutil- sem annar aðilinn í kjarnorku- streitunni gæti freistazt til að hugleiða hemaðarlega kosti þess að gera fyrstu gjör- eyðandi atlöguna. Kjarnavopn eru að sjálf- sögðu ekki eina aðferðin til að eyða heiminum. Þrjátiu tonn af taugagasi því er tabun nefnist myndi nægja til að drepa allt fólk á jörðinni. (Af þvi eru Rússar sagðir eiga 50.000 tonn, og þar til nýlega eyddu Bandarikjamenn 100 milljónum dollara árlega í efnafræðileg og líffræðileg vopn.) Líffræðileg efnasambönd vrðu jafnvel ennþá kostnað arminni. Aðeins hálft kíló- gramm af efni sem kallast botulinum toxin myndi með hæfilegri dreifingu geta orðið öllum jarðarbúum að bana. En það er einmitt þessi offram- leiðsla — sú staðreynd að 99.9 prósent af þeim gjöreyðingar- tækjum, sem til eru, eru óþörf, jafnvel á strangasta hernaðar- mælikvarða — sem gerir víg- búnaðarkapphlaupið svo skelfi legt. Jafnvel sumir þeirra embætt- ismanna, sem eftirlit hafa með vígbúnaðinum og eru venju- lega ekki gefnir fyrir biblíu- legar bollaleggingar, spyrja nú í alvöru, hvort vígbúnað- arkapphlaupið hafi ekki öðl- azt „sjálfstætt líf“ — innra afl, sem rökin ein megna ekki að stöðva. Þvi þeir öðrum fremur eru stöðugt minntir á, að fyr- ir hverri nýrri viðbót í her- gagnasafnið liggja rökfræðileg ar ástæður — til tryggingar gegn MIRVunum eru gagnflaug ar nauðsynlegar; til að við- halda „hömlunum“ er þörf á fleiri MIRVum og svo framveg is. Gegn slíkri svartsýni er því stundum haldið íram, að engin nauðsynleg ástæða sé til þess að viðhalda ekki ógnunarjafn- væginu, þrátt fyrir gifurlegan kostnað, á síhækkandi mæli- kvarða. En möguleikarnir fara að líkindum þverrandi. í nýlegri bók „Endalok tuttugustu aldarinnar?" eftir brezka stærðfræðinginn Des- mond King-Hele, er starfar sem sérfræðingur í hálofta- eðlisfræði hjá konunglega flughernum, bendir höfundur á, að jafnvel þótt aðeins 2 prósent líkur væru til þess á einhverju einu ári, að hið gagn kvæma hömlukerfi yrði brotið niður, yrðu líkurnar 60 prós- ent um næstu aldamót. Tvö prósent er mjög lausleg áætlun því að sjálfsögðu er næsta ómögulegt að mæla slík- ar líkur í tölum, En að mögu- leiki á kjarnorkustyrjöld vegna reikningsskekkju er fvr- ir hendi og eykst með tímanum, má ráða af því hve illa skyn- semi gæddum ríkisstjórnum með sameiginlegan áhuga á tak mörkun vopnabirgða hefur tek izt að varpa af sér fjötrunum. Bjartsýnismenn, þeirra á meðal flestir kristnir menn, munu halda áfram að vona að eitthvað rökum æðra verði íundið, er visað geti á veginn út úr þessu ástandi. En svart- sýnismennirnir geta einnig lagt íram sín guðfræðilegu rök: hafi maðurinn drýgt höfuð- synd i Hiroshima, mun hann verða að halda áfram að taka afleiðingunum þar til þær vaxa honum yfir höfuð og eyða hon- um. ERLENDAR BÆKUR Literaturwörterbuch Glossary of Literary Terms — Giossaire de termes litt- éraires. W.V. Ruttkowski / R.E. Blake. Francke Verlag. Þessi orðabók er ætluð þeim, sem leggja stund á almenna bókmenntasögu, samanburðar- bókmenntir og bókmenntir al- mennt. Orðunum þ.e. hugtökun, um er raðað eftir málum, auk þess er hin latneska eða gríska rót orðsins gefin þegar tilefni er til þess. Rit þetta er mjög þarft, þar sem það fyllir það skarð sem er i öllum orðabók- um varðandi þessi hugtök og bætir því úr brýnni nauðsyn. Goethe — Sein Leben und seine Zeit. Riehard Friedenth al. R. Piper & Co Verlag. Ævisögur Goethes eru orðn- ar margar, en þó eru nokkrir áratugir siðan verulega ítar- leg ævisaga hans hefur verið skrifuð. Höfundurinn hefurum áratugi rannsakað verk og lifs hlaup skáldsins og árangurinn er þessi bók, sem er nýtt mat á skáldinu að nokkru leyti og lífi þess, sem byggist á auknu heimildamagni að nokkru og breyttu mati á þeim tímum, sem hann lifði. Bókin er vel skrif- uð og sýnir mjög svo þverr- andi áhrif hinnar rómantísku hugmyndar, sem réð mynd Go- ethes i ritum manna fyrir nokkrum áratugum. Dickens. George Wing. Writ ers and Critics 67. Oliver and Boyd 1969. í ár er hundrað ára ártíð Dickens og í tilefni þess kom þetta kver út i ritsafninu Writ- ers and Critics, en þar hafa birzt margar ágætar ævisögur skálda og rithöfunda. Höfund- ur rekur þá æviþætti Dickens, sem orkuðu á skáldsagnagerð hans. Æska Diekens varð hon- um óþrjótandi náma fyrir- mynda og þaðan kom honum at burðarás margra verka sinna. Wing fjallar einnig um gagn- rýni verka Dickens, frá miðri 19. öld og fram á okkar daga. Tlie Fontana Economic llist- ory of Europe. L 8 III. L3; IV. 1.8. General Editor: Carlo M. Cipoila. Fontana/ Collins 1970. Þessi fimm hefti spanna mis- munandi timabil m.a. stjórnar- far, efnahagsstjórn og stefnur og fjárhag ríkja á tímabilinu 900—1500. Þættir úr 3ja bindi fjalla um framfarir í tækni og iðnbyltingu frá 1700—1914 og fólksíjölgun í Evrópu á sama tímabili. Úr fjórða bindi eru þættir um iðnbyltinguna í Belgiu, Hollandi og á Norður- löndum 1700—1914. Rit þetta er vandlega unnið af færustu höfundum og fyrir- heit þau sem gefin voru í upphafi útgáfu þess hafa fylli- lega rætzt. 4. októbeir 1970 LESBOK MOR GUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.