Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Blaðsíða 10
LÖGBERG Framh. af bls. 9. að lögréttan hafi verið á eystri gjárbarminum, en í lok máls síns, að Lögberg hafi þar ver- ið. Matthías Þórðarson getur þess neðanmáls, þar sem hann tilfærir orð Jóns, að hann hafi verið sömu skoðunar og aðrir um hans daga, að lögrétta hafi verið á Lögbergi. 1 búðaskipan á Alþingi frá árinu 1735, sem Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson hefur skráð, er ekki minnzt á Lög- berg. En í búðaskrá Jóns próf- asts Steingrímssonar frá 1783, er ber yfirskriftina: „Um búða- stæði á Alþingi við Öxará forn aldarmanna, sem landsins sög- ur og annálar um geta, þeim til fróðleiks og gamans, er það girnast áð sjá eður heyra,“ er vikið áð Lögbergi á fleiri en einum stað. Um búð Guðmund- ar rika segir Jón Steingríms- son með nærri sömu orðum og Sigurður Björnsson:.....áður var hans búð fyrir norðan ána, nærri því gamla Lög- bergi.“ Síðar segir Jón Steingríms- son: „Lögbergið er fyrir austan ána, fyrir austan lögréttutóft- ina. Eru þar vatnsgjár á báð- ar síður. Á því er so kallað Flosahlaup yfir austari gjána. Vestur af Lögberginu er bryggjuspcrðurinn, en suður af honum einstigi að búð Skafta lögmanns Þóroddssonar, Mark- úsar Skeggjasonar og Grims Svertingssonar. Jón Steingrímsson nefnir einnig mannvirkið á eystri barmi Almannagjár. 1 skrá hans segir: „Hleðslan, sem þar er á . . . Gjábarminum, var áður fjórð- ungsdóma þingstaður. Menn kalla nú það pláss kristna Lög- berg.“ Þessi síðustu orð Jóns Stein- grímssonar prentar Matthías Þórðarson með feitu letri í riti sinu um Þingvöll og segir um þau m.a.: „Þrátt fyrir allt: Hin fornhelga, þjóðfræga hæð hafði enn ekki verið svipt sínu rétta nafni, sem hún hafði hlot- ið í fornöld, sennilega þegar á upphafsárum Alþingis. Enn, 1783, kalla menn það pláss Lögberg, Kristna-Lögberg. Svo mátti og vel nefna það, þvi að lengst af hafði það og þingið verið kristið, en heitið Kristna- Lögberg hefur að sjálfsögðu ekki verið eldra en kenningin um að gamla Lögberg hafi ver- ið fyrir austan ána. Nú skilst ef til vill betur,“ heldur Matthias Þórðarson áfram, „hvers vegna Sigurður Björns- son segir í búðaskrá sinni: „skammt frá því gamla Lög- bergi, sem millum gjánna var,“ og hvers vegna hann hefur ekki viljað segja „er“ eða að- eins, „skammt frá Lögbergi, sem millum gjánna var.“ Sig- urður hefur sennilega þekkt annan stað, sem kallaður var Lögberg, en honum hefur þótt það ósamrímanlegt við Njáls- sögu, að Lögberg hafi verið þar á dögum Njáls. Og svo slepp- ir hann að minnast á það. En annar varð til þess, áður en það yrði um seinan." Lýkur hér tilvitnun i bók Matthíasar Þórðarsonar. Þá er loks að geta einnar síð- ari alda heimildar um Lögberg. 1 Annálum Bókmenntafélagsins segir frá þvi er Niku- lás Magnússon, sýslumaður, drukknaði árið 1742 í gjá þeirri, sem síðan er við hann kennd, að hún væri „skammt frá Heiðna-Lögbergi." Hér hafa nú verið dregin fram þau rök, sem að þvi hníga, að Lögberg hið forna hafi verið á austurbarmi Almannagjár og rakin hefur verið í megindráttum rökstuðn ingur fræðimanna fyrir þvi. Rétt er þó að taka fram, að sú úttekt sem hér hefur verið gerð á heimildum og vísindaritum er hvergi nærri tæmandi, enda ekki rúm fyrir tæmandi könn- un í ekki lengra máli. Skal nú að lokum í stuttu máli gerð grein fyrir helztu .niðurstöðum af þeirri athugun, sem ég hef gert hér að framan. í niðurlagi fyrri greinar gat ég þess, að Sigurður Vigfús- son teldi sig hafa sannað það með fornleifarannsókn, að Byrgisbúð hefði ekki verið á Spönginni, né nein önnur búð til forna. Þessu hefur ekki ver- ið hnekkt með rökum í þeim rit- um fræðimanna, sem ég hef fjallað um. Engu að síður hef- ur Byrgisbúð á Spönginni ver- ið teiknuð inn á kort, sem af Þingvöllum hafa verið gerð og má sjá í vísinda- og fræðirit- um. Rökstuðningur Matthíasar Þórðarsonar, sem fyrstur gerir þetta, er sá, að það hafi tvi- mælalaust verið á Spönginni, sem þeir Hafliði settu niður dóminn 1120. Hinn staðinn, sem Sigurður Vigfússon hafði bent á og Björn M. Ólsen talið allt eins líklegan, útilokar Matthí- as með þvi að skáka honum út úr þinghelginni, en mörk þing- helginnar eru ekki fullljós. Vírðist mér ekki stætt á þessu á meðan nýjar fornleifarann- sóknir hafa þá ekki tekið af tvímæli um niðurstöður Sigurð- ar Vigfússonar. En nú mætti, með kolefnisrannsókn úr mann virkisleifum á Spönginni, sjá hvort þar hefði verið reist mannvirki á 10. eða 12. öld, enda þótt ekkert verði um það fullyrt, að órannsökuðu máli, hve mikið slík rannsókn kynni að leiða í ljós. En eins og þessi mál standa, er skyldugt að gera slíka rannsókn. Þá virðist ekki hægt að ganga framhjá því, sem í búða- skrám segir um Lögberg á Spönginni. Ekki get ég fallizt á þau rök Matthíasar Þórðarson- ar, að orð Jóns Steingrímsson- ar um Lögberg á austurbarmi Almannagjár hafi mikið heim- ildargildi, en orð hans um Lögberg á milli gjánna séu marklaus. Þetta er að laga heimildir í hendi sér. Hitt er ljóst af Sturlungu, að Lögberg hefur verið á austur- barmi Almannagjár. En hve- nær? Árið 1216 og árið 1229. Eldri heimildir um Lögberg á austurbarmi Almannagjár eru ekki óyggjandi. Hvað Njáls- sögu snertir, verður hér að sjálfsögðu að miða við ritunar- tíma hennar en ekki þann tíma, er hún á að hafa gerzt. Nöfnin Heiðna-Lögberg og Kristna-Lögberg hafa ekkert fortakslaust heimildargildi, en spyrja má, hvers vegna slík nöfn komi upp. Með öðru, sem hér að framan hefur verið rftk- ið gætu þau verið visbending í þá átt, að Lögberg hefði ekki alltaf verið á sama stað á Þing- völ'lum fremur en lögrétt- an. Þeir fræðimenn, sem um þetta efni hafa fjallað, hafa hins vegar ætíð gert ráð fyr- ir, að Lögberg hafi aðeins ver- ið á einum stað og þvi hafa þeir stundum reynt að þröngva heimildum meira en réttmætt getur talizt, en gengið framhjá öðrum, sem ekki komu heim við þeirra kenningu. Með fornleifagrefti og kol- efnisrannsóknum hygg ég að komast mætti að nokkru til botns í þessu máli, a.m.k. mætti komast nær hinu rétta en enn virðist hafa verið gert. Slíka rannsókn er skyldugt að gera, ef sú helgi, sem menn telja Þingvelli bera, er meira en nafnið tómt. Slíka rannsókn er skyldugt að gera, ef íslending- um er enn annt um hinn fom- helga stað. Eftirfarandi spil er frá tvímennings- keppni og er einlkar lærdómsríkt hvað snertir úrspil. Norður A V ♦ ♦ Vestur A V ♦ * Á-8-5 K-10-3 D-G-2 D-G-9-2 Austur A 7-3-2 V 8-6-4 + 10-7-6-4 * K-7-6 K-D-G-6-4 7 K-8-3 Á-8-5-4 Suður A 10-9 y Á-D-G-9-5-2 * Á-9-5 * 10-3 Sagnir voru þær sömu við bæði borð eða þessar: Suður — Vestur — Norður — Austur 1 Hjarta 1 Spaði 1 Grand Pass 3 Hjörtu Pass 4 Hjörtu Allir pass Útspii var einnig það sama við bæði borð þ. e. spaöakóngur. Við aranað borðið drap sagnhafi í borði með ási, lét út tíguldrottmingu, gaf heima og Vestur fékk slagirun á tígul- kóng. Vestur tók næst slag á spaða og síðar í spilinu fenigu A.—V. 2 slagi á lauf og þar með var spilið tapað. Við hitt borðið drap sagnhafi einmig með spaðaási, en lét næst út laufa 2. Austur drap með laufa 6, sagmhafi drap með tíunmi og Vestur fékk slaginm á laufaás. Nú tók sagnihafi slag á spaða- drottniragu og þacr sem hamn gat ekki látið út tígul, lét hann út spaðaigosa. Sagnlhafi trompaði, tók síðan hjartaás, iét út hjarta 5 og drap í borði með tíunni. Næst lét hann út laufa 9, Austur drap með kóngi og lét út tígul, en það skipti engu fyrir sagnihafa bví hann drap með ási, lét út hjarta, drap í borði með kónigi, tók drottningu og gosa í laufi og gaf í 2 tígla heima og vamm þar með spilið. Augljóst er að Austur getur vamað því að spilið vinnist með því strax í óðrum slag að drepa með laufa kónigi og láta síðan út tígul. Þá fá A.—V. alltaf 4 slagi, en það er mjög erfitt fyrir Austur að sjá þessa varnarleið strax í byrjuin spils og á það treysti sagnhafi. Hnefaréttur 1 VPPHAFI ÍSLANDS BYGGÐAR og nokkra ára- tugi þar á eftir er okkur sagt, að ríkt hafi hér nokkur hnefa réttur. Þ.e. að ríkir höfðingj- ar, sem börðust um völd., eign ir og mannaforráð „létu hend- ur skipta“ án þess að fara að landslögum eftir að lög voru sett í hinu unga íslenzka lýð- veldi, lýðveldi, sem við nú- lifandi íslendingar erum stolt- ir af og af mörgum öðrum þjóöum hefur verið talið til fyrirmyndar. MEÐ VAXANDI MENNT- UN og e.t.v. af ýmsum öðrum ástœðum virðist sem hnefa- réttur hafi minnkað markvisst á hverri öld allt fram til byrj unar 20. aldar. Landslög og hinn almenni atkvæðisréttur fengið að njóta sín og þeir sem borið hafa lœgri hlut í þeim viðskiptum ekki talið vænlegt að leita réttar síns með liðsafnaði, vopnaviðskipt um eða öðru ofbeldi að forn- manna sið. MEÐ SÍAUKINNI MENNT- UN, eða a.m.k. síauknum út- gjöldum til skóla- og menn- ingarmála og ört vaxandi hundraðshluta þjóðarinnar, sem nú stundar skólanám og lýkur hinum ýmsu stigum þess, virðist eðlilegt, að félags legar samþykktir njáti sín bet ur og séu meira virtar en með an minna var kostað til þess að mennta þjóðina og hún bjó við fátækt og varð að sætta sig við ýmiss konar óréttlátan yfirgang og búsifj- ar erlendra stjórnarvalda og innlendra handhafa þess valds. EN SVO UNDARLEGA BREGÐUR VIÐ, að þessi er 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. október 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.