Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Page 14
Myndlist Framh. af bls. 3. dæmis verið þeir, að hún felur I sér næstum óendanlegan sveigjanleik. Hún ætti af þeim ástæðum varla að komast inn á sömu blindgötur og óhlutlæg list, heldur gæti hún þróazt á ýmsa vegu og ekki óliklegt, að upp af þvi spretti nýir og frjó- samir angar. Þessi sveigjanleiki virðist hafa minnkað til muna stefnuofstæki, enda er allt sýnt samtímis í megin listaborgum heimsins: Natúralismi, express- ionismi, abstraktstefna og pop- ið í öllum hugsanlegum tilbrigð um. 4 Stundum er á það minnzt, að poplistin sé ekki stofulist, og þá er líklega átt við þær mynd- ir, sem fremur efnaðir menn kaupa á sýningum til að hengja upp í stofur hjá sér. Stofulist táknar að því er virðist fremur hefðbundna list, sem allir kunna að meta og hér á Is- landi á það liklega einna helzt við hvers konar landlagsmynd ir. Þó mun svo komið, að ab- straktið telst góð og gild stofu- list og líklega munu þægilegar abstraktmyndir viðlíka góð sölu vara á sýningu og landslags- myndir í hefðbundnum stil. Gamla sagan hefur endurtekið sig ennþá einu sinni: Áhorfand inn þarf ár, eða jafnvel ára- tugi til að átta sig, og sætta sig fullkomlega við nýstárlega myndgerð. Þegar því marki er loksins náð, eru listamennirnir meira og minna orðnir afhuga þvi sem var; þeir eru rónir á ný mið og búnir að finna sér form, sem áhorfandanum og list njótandanum finnst í bili frá- leitt. Þá fyrst getur hann heils hugar samþykkt það sem hann efaðist um fyrir svo sem ára- tug. Þeir sem hristu sin virðu- legu höfuð yfir abstraktinu um 1950, þeir hrista sig enn þegar ber á góma nýmæli á borð við pop, op, hard edge, minimal art og hver veit hvað. En um leið finnst þeim mikið til um abstraktmyndir, sem þeir keyptu með semingi á árunum. Nokkur ár gætu liðið, þar til myndir í popstíl teljast fuliboð- leg stofulist og líklega talsverð ur timi þar til slikar myndir verða gefnar virðulegum land- stólpum og læonsfélögum á sex tugsafmælum. Eitt þýðingarmik ið atriði stuðlar meðal annars að því, að það gerist ekki með hraði: Popmálurum er yfirleitt ekki mjög umhugað að láta frá sér fara það sem venjulega er nefnt „fallegar myndir.“ í fyrsta lagi verður stofulist eðli sínu samkvæmt að hafa skreytigildi. Og í öðru lagi verður hún að vera þægileg. Þessu tvennu var oft fullnægt í rikum mæli á ab- straktárunum. Sennilega hefðu þó hinir svinnu og alvörugefnu frömuðir þessarar stefnu oltið útaf af einberri hneykslun, ef einhver hefði á þeim dögum tjáð þeim, að flatarmálverkin þeirra gætu helzt orðið þokka- leg skreyting og hlutgeng stofu list hjá broddborgurum eftir nokkur ár. Að vísu munum við sjá abstrakt flatakúnst á veggj um Listasafns ríkisins, að minnsta kosti meðan frömuðir þessarar liststefnu eiga sæti í safnráði, — og kannski eitt- hvað lengur. En sem sagt; mér þykir heldur líklegt, að þetta timabil verði, þegar fram líða stundir, talið heldur þyrrkings legt og ófrjótt. Þegar eftirmælin verða skrif uð um abstraktskeiðið i ís- lenzkri myndlist, þá kynni þess einnig að verða getið, að mikil einsýni og heilaþvottur ein- kenndi þá myndlistarmenn, sem fylgdu stefnunni fram til sig- urs eftir misjafnlega skömm kynni af henni erlendis, eink- um og sér í lagi í París. Vissulega var brotið blað með septembersýningunum, sem frægar urðu hér á sínum tíma og vissulega voru þeir málarar, sem þar fylktu liði, fullir sann- færingar á því, að þeir væru að frelsa íslenzka myndlist úr ógöngum afturhalds. En þeirra eigin stefna bar í sér þröng- sýna kreddu. Sumir þeirra lafa í kreddunni enn þann dag í dag, þótt list þeirra hafi staðn- að fyrir áratug eða meira. Sum- ir úr þessum söfnuði höfðu hug rekki til að fara sínar eigin leiðir með tímanum, en blutu háð og spott hjá þeim, sem eftir stóðu í kreddunni. Nú hafa hins vegar ungir menn tekið upp nýtt merki og vinna á frjáls- lyndan hátt að því að kynna nýja liststefnu, sem stundum er kölluð poplist til skilgreining- ar. En í rauninni er nafngiftin vafasöm. Nýlistin er meira og minna afkvæmi poplistar hjá hinum yngsta hópi listamanna, en langt frá þvi að vera í öll- um atriðum hreint pop. Nú er úr vöndu að ráða fyrir þá, sem eftir eru i abstraktinu. Annað- hvort er að loka sig áfram inni í fílabeinsturninum og halda áfram að dúlla við útdautt flata málverk og halda svo sýningar á nákvæmlega því sama, sem við sáum hjá þeim í hitteð- fyrra eða fyrir sex árum. Elleg ar þá „að herma eftir strákun- um“, en það gætu orðið þung spor og erfiður biti að kyngja fyrir þá suma. Poplistin hefur ekki verið innleidd með trúarlegu ofstæki, enda er hún ekki kreddubund- in. Þvert á móti er túlkunar- frjálsræðið algert og útgöngu- leiðir til allra átta. Það bendir til þróunarmöguleika, sem úti- lokað er að sjá fyrir, hvert leiða. En það er fyrst og fremst þessi vídd, frelsi og umburðar- lyndi, sem gerir mann bjartsýn an á framvinduna. Sumir hneygj ast að handverki, aðrir að vél- tækni, en hjá báðum er útkom- an tekin góð og gild. Einhver málari, sem ég man ekki leng- ur hver var, gaf þá frábæru yfirlýsingu, að „það skiptir ekki máli, hvað þú gerir, held- ur hvernig þú gerir það“. Þar er komið að kjarna málsins. Verk, sem meira og minna eru unnin í anda popstefnunnar, geta verið falleg og þægileg á að líta. Þau gætu sem bezt tal- izt stofuprýði hjá hvaða góð- borgara og listunnanda. En breidd viðfangsefnanna er mjög mikii, og sumum nútímalista- mönnum er sízt af öllu 'keppi- kefli að höndla eitthvað, sem talið mundi fagurt. Poplistin er þjóðfélagsleg; hún rúmar mögu leika til að láta álit sitt í ljós. Sumir hafa notað þetta list- form til að láta í ijós viðbjóð sinn á hermennsku og stríðs- rekstri, likt og Picasso gerði með Guernicu á fjórða áratugn um. Partur af kreddu óhlutlægu myndlistarinnar, var, að mynd mátti ekki segja neitt, sízt af öllu að þar kæmi fram skoðun. Það hefur að sjálfsögðu verið hrakið bæði fyrr og síðar. 1 myndlistartúlkun hljóta að birt ast skoðanir og afstaða. Mynd- ræn gildi geta setið í fyrirrúmi þar fyrir. Nægir að benda á málara eins og Kitaj til rök- stuðnings. Það virðist hafa komið í kjöl far poplistarinnar og ýmissa skilgetinna afkvæma hennar, að myndlistin er naumast eins há- tíðleg og áður. Hún gengur ekki um á kjól og hvítt, graf- alvarleg og full af ábyrgðartil- finningu. Hún er þvert á móti ung og fersk og leitandi. Hún hlær framan i íhaldssemina og kreddurnar. Nýlistin er hvers- dagslist og ungir myndlistar- menn eru ánægðir með að fá einn húsgafl til að spreyta sig á. Ef til vill verður eitthvað nýtt málað þar yfir eftir fimm ár og hvi skyldi það ekki vera í lagi. Nægir að benda á gafl- málverkin í Brande í Dan- mörku, sem Bragi Ásgeirsson skrifaði um í Lesbókina 20. september s.l. 1 Reykjavík eru margir fletir, húshliðar og gafl- ar, sem dável mundu henta fyr- ir myndlist af þessu tagi. Ein- hverjir ungir menn hafa málað á vegg við Iðnó og hvers vegna ekki að skreyta borgina á þenn an hátt? Bókmenntir og listir Framh. af bls. 12. hef komið, hefur andrúmsloftið verið vinsamlegt, og hvarvetna hef ég mætt vinsamlegu fólki. Þess vegna undrast maður, að stríð skuli vera háð. Stríð eru ekki háð af manneskjum. Stríð eru eins og hvert annað slys. Manni virðist, sem hægt sé að koma í veg fyrir mörg þessara slysa, en aldrei öll. Spurning hvort nokkurn tíma sé hægt að alfriða heiminn. Annars er það hin gífurlega offjölgun mann- kynsins, sem ógnar þvi mest. Vísindin ná meiri og meiri leikni í að framleiða matvæli, svo búast má við því, að hung- urmorð x stórum stíl, verði hvað líður liðin saga. Hitt er alvarlegra, að fólkið verði svo margt, að það hafi ekki jörð til að ganga á. — Snúum okkur aftur að bókmenntunum. Hvað virðist þér um framtíð skáldsögunnar? — Ég held að skáldsag- an verði til jafnlengi og mað- urinn. Hugsanlegt, ef maður inn á langt líf fyrir höndum, að hann festi sögur sínar á eitt hvað annað efni en bók. Bók- in er ekki gömul Sögur voru skrifaðar á steina, maður veit ekki hvað lengi. Já, heyrðu, sagan mun fylgja mannkyninu á vegferð þess í gegnum lysti- garðinn; þörfin fyrir að segja frá, og þörfin fyrir að heyra ný tilbrigði um sama stefið: sorgina og gleðina í mannlegu lífi. Söguþorstinn mun ekki slokkna. — Hvað viltu segja mér um skáldsöguna, sem nú liggur á afli þínum: Járnblómið? — Það grær innan, I mér. Kannski tekst mér að rækta það og koma því tdl þroska. Langt er síðan sáð var til þess, og tími til kominn, að það fari að springa út. --------------------------------------------- , ERLENDAR BÆKUR Des Girolamo Cardano von Mailand eigene. Lebenbe- schreibung. Aus dem Latein- ischen ubersetz von Her- mann Hefele. Lebenslaufe, Band XVIII. Kösel-Verlag 1969. Æfisaga Cardanos er af ýms- um talin ganga næst æfisögu Benvenutos Cellinis. Cardano var frægur læknir og stærð- fræðingur á sínum tíma 1501— 1567. Hann bjó við einstaka eymd og fátækt fyrstu fjöru- tíu ár ævinnar og áttu styrj- aldir og pólitiskar hræringar sinn þátt i því. Það var ekki fyrr en nokkur stærðfræðileg og læknisfræðileg rit hans komu út, að hann hlaut viður- kenningu. 1 ævisögunni kemur fram að hann lét sér fátt mann legt óviðkomandi. Bókin er skemmtileg aflestrar, frásögn in lipurleg. The Great Scliism 1378. John Holland Smith. Turning Po- ints in History. General Edi tor: Sir Denis Brogan. Ham- ish Hamilton 1970. Þegar babýlónskri útlegð páf anna lauk í Avignon og þeir sneru aftur til Rómar, hófst hin mikla kirkjusundrung. Erkibiskupinn af Bari var kos- inn páfi, og tók sér nafnið Urb an VI. Hegðun hans, hofmóður og oflæti eftir páfavalið gekk út í slikar öfgar, að sumir töldu að hann hefði bilað á geðsmunum við upphefðina og svo fór að annar páfi var val- inn skömmu síðar. Þannig hófst kirkjusundrungin, sem lauk ekki fyrr en 1415. Höfundur rekur sögu kirkjunnar þetta tímabil, sem var timi mikilla átaka innan kirkjunnar og upphafstími frekari átaka, sem hófust með siðaskiptunum. Deil ur páfanna og stuðningsmanna þeirra koma hér mjög við sögu og lýsingar höfundar á fram- ferði þeirra og hegðun er oft kátbrosleg. Alain Robbe-Grillet: Dupont er dþd. Pá dansk ved Else Mammen. Gyldendal. Kþbenhavn 1969. Alain Robbe-Grillet er einn af forvígismönnum nýju skáld- sögunnar frönsku og þessi bók, Dupont er dþd, kom út árið 1953, á fyrstu árum þessarar bókmenntastefnu. Að efnisupp- byggingu er hér um að ræða — Þú skrifar stððugt, Guð- mundur? — Já, það er mín aðferð til að lifa lífinu. Júli — ágúst, 1970. Óskar Aðalsteinn. spennandi og viðburðaríka skáldsögu, þar sem afbrot og misferli skipa veigamikið rúm. En jafnframt er hér um að ræða lifandi mynd af frönskum hafn arbæ og því umhverfi, sem þar þrífst og dafnar. Söguþráðurinn er í stuttu máli á þá lund, að Dupont pró- fessor hefur lifað af morðtil- raun og er á sjúkrahúsi. Hon- um er ókunnugt um, að Wallas, lögregluforingi í París, er kom- inn til bæjarins til að upplýsa „morðið“. Þeir, sem að morðtil- rauninni stóðu, vita hins vegar um ferðir lögregluforingjans, en þrátt fyrir það tekst þeim hvorki að finna Wallas né Du- pont. Nú hefst mikill eltingarleik- ur i franska hafnarbænum, elt- ingarleikur, sem er i senn spenn andi og tvísýnn. Ástandið mót- ast af þvi að allir vita eitthvað, en enginn nóg. Ord om Vietnam. En inter- nationell Antologi. Gyldendal. Kþbenhavn 1967. Styrjaldir hafa löngum orðið skáldum yrkisefni og er Víet- namstyrjöldin þar engin undan tekning. 1 þessari bók birtast alls eitt hundrað ljóð um þessa styrjöld eftir sextíu og fimm höfunda. Er þar margt þekktra nafna, svo sem Tarjei Vesaas, Arthur Lundkvist, Pablo Ner- uda og sjálfur Ho Chi Minh. Ljóðin eru birt í sænskum, dönskum eða norskum þýðing- um og bókin kom út um leið hjá Gyldendal í Osló og Bonni- ers í Stokkhólmi. Fjórtán skáld og rithöfundar á Norðurlönd- unum þremur hafa annazt rit- stjórn verksins. 1 mörgum ljóðanna í þessu safni birtist andúð skáldanna á stríðinu sem slíku og þrá þeirra eftir friði. En I sumum ljóðanna er tekið upp merki baráttunn- ar eins og í eftirfarandi ljóði eftir Ho Chi Minh, sém Göran Sonnevi hefur þýtt á sænsku: De gamla tyckte om att sjunga om naturen: Snö oeh blommor, máne och vind, floder, berg, rök. Vár tids dikter borde armeras med stál; Ocksá poeterna borde veta hur kampen ska föras. Hann var alltaf baráttuglað- ur, gamli maðurinn. .14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. oiktóber 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.