Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Blaðsíða 6
Andlit hermennskunnar á vorum tímum: ísraelskur flugmaður í amerískri Skyhawk- orrustuþotu. SÍÐARI GREIN Eftir Andrew Wilson Sú ógæfa, sem menn óttuðust á miðöldum var Guðs verk, en ógn- valdur 20. aldarinnar er gerður af manna höndum. Nútíma skyn- semistrúarmönnum kynni að virð- ast það auðveldara að snúa mönn- um frá villu síns vegar, en Guði frá reiði hans. En rökrænar at- huganir hafa leitt annað í ljós. Heimur gagnkvæmra hótana Hugmyndir um heimsendi hafa fylgt mannkyninu allt frá bernsku. Hafin yfir allan ágreining var þó trú flestra þjóðfélaga og trúarbragða á nýmyndunarhringrás. Endirinn er ekki „loka“-endir heldur sú stund, er veröldin, elliljót og syndug í augum guðanna, er eyðilögð og endurfædd í því sakleysi er henni var áskapað í upphafi. Kristin siðfræði, sem enn mótar hugsunarhátt vestrænna manna og það umhverfi, sem visindin hljóta að hrærast í, hneigist einnig að hugmynd- inni um heimsendi og endur- fæðingu og sækir hana í Gamla testamentið. Þar segir Jeremía spámaður: „Ég leit á jörðina og sjá: hún var auð og tóm . . . þar var enginn maður og allir fuglar himinsins voru flúnir .. . aldingarðurinn var orðinn að eyðimörk og allar borgir hans gjöreyddar . .. „Því að svo segir Drottinn: Auðn skal allt landið verða, en aleyðing á þeim vil ég ekki gjöra.“ Á fyrstu öld eftir Krists burð og síðar á myrkum dög- um miðaldanna komu fram hug- myndir um yfirvofandi enda- lok, byggðar á spádómum Op- inberunarbókarinnar og leiddu til fjölmennra hreyfinga. sem að sumu leyti virðast fyrirrenn arar mótmælahreyfinga okkar tíma. Dæmi um margar slíkar hreyfingar voru svipubræðurn ir, sem sáu hendi Guðs í út- breiðslu Svarta Dauða, hinnar hræðilegu drepsóttar, sem eyddi stór svæði í Evrópu fjórtándu aldarinnar í þeim mæli, að óhugsanlegt varð næstu sjö hundruð árin — þar til hernaðarsérfræðingar tóku að reikna út árangurinn af alls herjar kjarnorkustyrjöld. En á sprengjumótmælamönn- um og opinberunarmönnum mið alda er einn reginmunur. Því þar sem börn Opinberunarinn- ar gátu leitað eftir persónu- legri frelsun í væntanlegum hörmungum, var kjarnorkuaf- vopnunarmönnum slíkt fyrir- munað. Ekki g.ítu þeir heldur trúað þvi eins og H. C. Wells, að vísindalegt þúsundárariki kæmi í kjölfar eyðingarinnar. Hugmyndir þeirra um hin hræðilegu endalok voru meira i ætt við aðra metsölubók — nefnilega „Á ströndinni" eftir Neville Shute, en þar segir frá tortímingu mannsins er ban- vænt úrfelli frá aflokinni kjarnorkustyrjöld lykst um eft irlifandi mannfólk á strönd Ástralíu. Alvarlegar deilur áttu eftir að rísa um það hvort framtíð kjarnorkunnar yrði samkvæmt hugmyndum Wells eða Shute, á meðal nýrrar tegundar sérfræð inga er atómöldin gat af sér — kjarnorku „herstjórnarfræð inganna" i Ameríku. Sá þekkt- asti þeirra var hugsuður hins óhugsanlega, Herman Kahn. Skömmu fyrir 1960 ferðaðist Kahn á milli bandarískra há- skóla og hélt þriggja daga fyr- irlestra þar sem hann réðst á þá hugmynd að kjarnorkuátök milli Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna þyrftu endilega að leiða til sjálfsmorðs. Að lokn- um útreikningum sem sýndu að óhæfilegan fjölda vetnis- sprengja þyrfti til að eyða sér- hverri amerískri borg hélt hann áfram og færði rök fyrir því að framleiðslugeta þeirra 30 af hundraði íbúanna, sem áætlað væri að lifðu af meiri- háttar árás, nægðu til að rétta við efnahaginn á 10—20 árum. Megintilgangur Kahns var að sýna fram á að milli sjálfs- morðs og uppgjafar gæti ver- ið um marga möguleika að ræða — síðar bjó hann til flókinn „stiga" er sýndi hvernig mætti með góðum árangri hafa „hem- il“ á styrjöld með því að taka upp mismunandi onkustig. Hann hélt því einnig fram, að til þess að gera hina amerísku kjarnorkuhindrun trúverðuga, væri nauðsynlegt að byggja kjarnorkuheld byrgi handa al- menningi í stórum stíl. En að lokum urðu herstjórnT arfræðingarnir samróma í því að enda þótt mögulegt yrði að heyja „takmarkað strið" með venjulegum vopnum og undir það yrði að búast, væri heimur- inn öruggari ef vofu hins gagnkvæma sjálfsmorðs yrði leyft að halda sér. Er hér var komið hættu ríkisstjórnirnar með öllu yfirborðslegum af- vopnunarumleitunum sínum og lögðu í þess stað allar vonir sínar á að hægt yrði að stemma vígbúnaðarkapphlaupið og hafa stjórn á ógnunarjafnvæg- inu. En gætu þær það? Við samanburð á kvíðaefn- um atómaldar og fyrri tíma hefði getað komið í ljós að sú ógæfa, sem menn óttuðust á miðöldum hefði verið Guðs verk, en ógnvaldur tuttugustu aldarinnar var gerður af manna höndum. Nútíma skyn- semistrúarmönnum kynni að virðast það auðveldara að snúa mönnum frá villu sins vegar en Guði frá reiði hans. En rök- rænar athuganir hafa leitt ann að í ljós. Síðla á sjötta áratugnum, þeg ar Kahn var að flytja fyrir- lestra sína, tók stærðfræðingur og friða.rsinni Anatol Rapoport sér fyrir hendur að sýna fram á fánýti kjarnorkuógnunarinn- ar og vígbúnaðarkapphlaups. Til þessa notaði hann leik, er hann nefndi: Þraut fangans, þar sem hverjum tveggja leik- manna var ætluð sekt eða verð laun (uppgefin í tölum) allt eftir því hvort hann vígbjóst eða afvopnaðist einn sér eða samtímis mótstöðumanninum. Sú regla gilti í leiknum, að leikmenn gátu ekkert sam- band haft hvor við annan og hvorugur gat vitað hvað hinn var að gera. Leikurinn sannaði gerla ■—- eins og heilbrigð skynsemi gat séð fyrir — að bezt væri fyrir báða aðila ef báðir afvopnuð- ust. En hann sýndi einnig að þegar engin þekking var fyrir hendi á fyrirætlunum mótherj- ans, var betra að hætta á sekt fyrir að vígbúast en að láta koma sér í opna skjöldu. Þann ig var sýnt að rökin studdu tvær gagnólíkar stefnur. Frið- arsinninn Rapoport komst nauðugur viljugur að þeirri nið urstöðu, að fyrst enginn gat 4. oiktJÓber 1970 Hircshima eftir sprenginguna. Eyðileggingin varð miklu meiri en búizt hafði verið við. 6 LESBOK MOItGUNBLAÐSINS:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.