Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1971, Blaðsíða 12
Smásagan
Frainh. af bls. 7
íellt bættist fleira fólk í hóp-
Enn, og við nrðum að þrýsta
okknr þéttar saman á bekkjnn
nm. Loks komn inn móðir og
ðóttir hennar, döttirin iila far
in af einhvers konar lömim í
herðum og handleggjum og
gekk eins og liún bæri níð-
þnnga, ósýnilega byrfK á baki
sér. Maðurinn með ranða and-
litið stóð upp og eftirlét konun
wm tveimnr sæti sitt
— Hvemíg líður henni?
spurði smávaxna konan. Móð-
irin hristi höfuðið laumulega
án þess að segja nertt og smá-
vaxna konan liafði ekki augun
af stúlkunni, likt og hún væri
að grannskoða einkenni sjúk
dóms, sem hún sjálf hefði ekki
enn verið svo lánsöm að fá, en
væri þó ekki enn vonlaus um
að fá. Einu sinni kom hjúkrun
arkona inn og hringdi og fór
svo út aftur. Stundir virtust
líða og þar kom, að ilmurinn
af hádegismatnum barst að vit-
um okkar og ég sá líka af horn
inu á ísleitum Ijósgeislanum, að
það var komið fram undir há-
degi.
Ég þoidi mátið ekki lengur.
Ég stóð upp, opnaði dyrnar það
an, sem sjúkiingarnir komu og
gekk inn gangana. I>egar ég
hafði reikað um nokkra stund
án þess að mæta nokkrum
manni sneri ég aftur.
— Hinar dyrnar, sagði smá-
vaxna konan. — Reyndu hinar
dyrnar. Þau fara öll inn um
þær.
Ég opnaði hinar dyrnar og
nam staðar í sömu svifum. Kon
an á sjúkrabörunum lá þarna
aleln I háifmyrkvuðu berberg-
inn. Hún horfðl beint í augu
mér. Svípur liennar hafði tck-
ið breytingu. IJtaraft hennar
var ennþá líkgrátt og enn lýsti
örvæntingin úr aiigum henn-
ar, en hún var komin yfir endi
mörk skelfingarinnar, yfir í
einhvers konar sinnulausa
leiðslu, næstum bamalega, líkt
og óendanh-g biðin hefði snúið
hug hennar. Hún starði á mig
orðalaust og án þess að
bregða þessum svíp og ég
starði á móti í staðinn þangað
tíl ég lokaði dyrunum.
— Enginn þarna inni?
spurði smávaxna konan, í því,
að ég settist aftur.
— Enginn, sagði ég.
Og við héldum biðinni áfram.
Þrælaverzlunin
mikla
Framh. af bls. 3
unarstað væri komið; af þeim
sextíu þúsundum, sem Englend
ingar flyttu áriega Miðleiðina
svonefndu, létust fitmmtán þús-
und.
Skipin, sem þrælarnir voru
fluttir á, voru lítil en hrað-
skreið; oft um tvö hundruð
tonna skip og um þrjátiu metr
ar milli stafna. Kaupverð þræl
anna í Afriku var nálægt jafn
virðá þriggja sterlingspunda,
en söluverð þeirra í Jaanaika
fimm til sex siinnum hærra. Á
Jamaika tóku þrælakaupmenn
imir tóbak, baðmuil, sykur og
romm upp í gneiðslu og héldiu
aftur með það til Afriku-
stranda.
Uverpool var eln mlSstlW
þnæla'verzhinarinnair í Eng-
landi. Sagt var, að hver múr-
steinn í borginni aliri væri
drifinn þrælablóði. Á fyrrd
hhita nítjándu aldar vo-ru þræl
ar i háu verði og fyrir fjögur
hundruð þnaJa, sem var aigeng
ur farmur Liverpoolþræla-
skips, fengust ein tuttugu og
fimm þúsund sterlíngBp>und á
Jamaíka. Hefldarkostnaður við
hverja ferð var um það bil
átján þúsund og fámim hiundr-
uð pund og voru þá eftir sex
þúsund og fiimm hundruð pund
til handa eigandanum. Árið
1798 voru hundrað og fimmtíu
skip frá Liverpool í þrælaflutn
ingum og ffluttu þá samtalls
fknmtiu og tvö þúsund fiman
hundruð fimmtíu o,g sjö þræla.
Hafa reiðarar tæpast soltið
það árið.
Svo varð það snemma á
nítjándu öld, að samvizkan sló
Englendinga og árið 1811
voru lagðar refeingair við
þrælaverzlun og skömmu síðar
dauðarefsing. Ekki bönnuðu
Engiendingar einungis eigin
kaupmönnum að verzla með
þræia, heldur gekk enski flot-
knn fram í þvi að hindra aðr-
ar þjóðír í þesssiri starfsemi.
Hinum þjóðunum þótti illa
gengið á „rétt“ sinn. Var það
og mjög á orði haft, að þarna
sýndu Englendingar loks sitt
rétta andlit; þetta væri enn
eitt dæmið um enska hræsni og
yfirdrepsskap. En Englending-
um gekik ekki nema gott til I
þessu og margir merkir menn
genigu fram fyrir skjöldu í mál-
inu.
Þrælaverzlunm vair þess eðl
is, að grimmdin og skepnu-
skapurinn, sem voru henni
samfara., eru ekkerf undrunar-
efni. Það er ekki hægt að
hneppa manniegar verur í
þnældóm, nema beita grdmmd
og hrottaskap. Kjör þræla
voru ennfremur ólíkt verri í
Ameríku en í Afriku sjálfri.
John Newton, þrælakaup-
maðurinn, sem síðar gerðist
prestur og iðraðist ákaflega
fyrri synda sinna, færði rök
að þessu. Hann sagði, að eng-
itr, nema Evrópumenn (ný-
lendumenn) færu með þræla
sína eins og skepnur og héldu
þeim að vinnu tii dauðs. í
Afríku var hart tekið á þeim
húsbændum, er fóru illa með
þræla.
Eftir því, sem Newtcxn segir
fóru plantekrueigendur I
Anitigua æviniega mjög ilia
með þræla sina; þeir ráku þá
áfram í sífellu, veittu þeim nær
enga hvild og eyddu ekki meiri
mat i þá en rétt þurfti til að
halda í þeim líftórunni. Gert
var ráð fyrir því, að fullhraust
ur þræli dæi eftir níu ára strit
á ökrunum. Með því móti losn-
uðu eigjendumir við það að sjá
fyrir þeim í ellinni, er þeir
væru orðnir ófærir tii vinnu.
Fyrir öllu varnú hug'sað!
Enda þött margar og Ijótar
sögur hafi gengið um meðferð
á þræi unium á leiðinni y£ir haf-
ið, þá voru þó að sjáSfsögðu
ekki allir skipstjórar á þræla-
skipum illmenni. Melrihluti
þeirra var meira að segja alls
ekki haldinn neinum kynþátta-
fordómum. Þeir stundiuðu að-
eins sitt starf og það var þeirra
hagur að koma sem flestum
svertinigjanna láíandi yfir haf-
ið. Og hvað snerti tíC daiuðsföli
þá má benda á það, að dánar-
taia meðal sjáifra skipshafn-
anna var eininig mjög há á þess
um tima.
Margir skipstjóranna fylgd-
ust vel með þvi, að hreinlætis
og sæmilegs aðbúnaðar væri
gætt um borð í skipum þeirra
og hiynntu eins vel að þrælun-
um og aðstæður framast leyfðu.
Hins vegar Voru aðstæðumar
að sjáifsögðu ekki glæsiiegar.
Skipstjórar þessa tlrna kunna
að Virðast verri menn, en þeir
voru, vegna þess hve aginini var
aknennt afar harður; sjómenn
voru kaghýddír miskunnarlaust
fjirir smávægileg agabrot. Þræi
arnir fengu sömu meðferð, ef
ekki enn verrí.
Þegar hinir óupþlýstu svert-
ingjar tootniu um borð I þræla-
stoipin voru þeir yfirleitt sann-
færðir um það, að hvítu menn-
irnÆr hygöust drepa þá og éta
siðan. Nú vonu margir þessara
manna af herskáum ættbái'kum
komnir og því hlaut fyrr eða
siðar að skerast óþyrmilega í
odda.
Áhafnir skipanna lifðu í stöð
ugum ótta við uppreisn þræl-
anna, Sjómennírnir vissu, að
þeim yrði varla langra lífdaga
auðið, ef þrælamir slyppu út.
Raunar kom það stöku sinnum
fyrir, að þrælarnir sluppu úr
haldi og slátruðu heilium áhöín
um. Vegna þessa fóru sjómenn-
ímir verr með þrælana, en þeir
hefðu ella gert. Áhöfnin þorði
ekki að sýna af sér neina lin-
kind, svo að svertíngjarnir
færu ekki að gera sér griilur;
en sjaidan vonu f'leiri, en átján
eða tuttugu manms í áhöfn
þrælaskips. Þegar þrælunum
var hleypt upp á þiljur að
teygja úr sér voru þeir hlekkj-
aðir við langa keðju, sem svo
var fest í kengi með vissu milli
bili á þilfarinu. Þeim var því
ekki hægt um vik að sleppa.
Auk þessa var oft miðað á þá
fallbyssu og stóð gjarnan mað-
ur með logandi eldspýtu reiðu-
búinn að kveikja á sprengi-
þræðunum, ef þnælamir sýndu
af sér einhverja uppreisnar-
girni. Meðan þrælarnir voru
ofan þi'lja reyndi áhöfnin að
þrifa svolítið til í svínastíun-
um niðri. Lyktin þar var óhugm
anleg; lyktin frá þrælaskipi
barst málur vegar og var t.d.
órækt merki herskipum, sem
voru á hnotskóg eftir þeim. öll
umhirða þama niðri var yfir-
leitt með þeim hætti, að sízt var
að undra, þótt einhverjir þræl-
anna væru hálf guggnir að sjá
er á markaðinn kom.
En þótt sumiir skipstjóranna
væru beztu menn (vegna þess
að það borgaði sig — í pen-
i'ngum) þá voru aðrir hrein
skrimsli. John Newton varð
vitni að því, að svertingjar
voru hvað eftir annað hýddir
þar til þeir misstu meðvitund
og ósjaldan tíl dauðs. Þá voru
þeir oft píndir dag eftir dag
með þumalskrúfum. Þegar tal-
ið var, að uppreisn væri i að-
sigi, voru forsprakkarnir i>ynt-
aðir hægt tii dauða og kváðu
kvalavein þeirra við dag og
nótt um endilangt skipið til
skemimtunar hin.um volaða lýð,
sem kúrði neðan þiija.
Vitað var til þess, að svert-
ingjum væri fteygt fyrir há-
karla. Voru þeir stundum
bundnir útbyrðis rétt fyrir of-
an öidutoppana, svo að hákarl
arnír urðu að stöfekva upp úr
sjðskorpunni til þess að ná sér
í bita. Þegar komin var dálitiS
vaða hákarla umhvenfis var
manniinum við og við kippt ötgm
hærra upp til þess að stríða há
körlunum; svona átu þeir hann
lifandi. Þegar fór að ganga á
mannvesailinginn var honuim
svo slakað niður og hvarf hann
hraðar í hákarlskjaftana en
auga festi á. Sagt var að áhafn-
ir sumra tiltekinma skipa hefðu
þetta sér oft til skemmtunar.
Þeir þrælar, sem voru svo
óheppnir að veikjast áittu mjöig
á hættu að sæta þessum dauð-
dag’a.
Þá var meðferðin á kven-
föngunum. Meðal þræla á skip-
um þessum voru ævinlega
miklu fleiri karlmenn en kom-
ur. Newton segir, að tveir
þriðju af farminuim hafi oftast
verið karlmenn. Komurnar og
börnin höfðust yfirleitt við á
sérþiljum. Hinar yngri kvenn-
anna hlutu undantekningarlaust
þau öriög að verða undirlægj-
ur áhafnarinnar og h'leypti það
mikiMi ól'gu í karlþrælana. Oft-
ast völdu skipstjórhm og síð-
an aðrir yfirmenn sér konur úr
hópnum, en svo mátti áhöfnin
gera sér gott af því, sem eftir
var.
Mikið hefur verið ritað um
þessi mál Margar ambáttimar
voru keyptar beinlinis til kyn-
maka; sumar lentu i vændishús
um, en aðrar urðu frii'iur eig-
enda sinna. Sumir efnaðir
plantekrueigendur héldu heil
búr hörundsdökkra kvenna og
hafa þaar varla aliar verið öí-
undsverðar, því margir þessara
herramainna höfðu sérkennileg-
an smekk í kynferðismáium. 1
New Orleans gengu myndar-
legir negnapH'tar ákaft kaup-
um og sölum, og rifust auðugir
kjmviMingar um þá.
Konum plantekrueigendanna
var meini'Ma við það, hve eigin
menn þeirra litu ambáttimar
hýrum au.gum. Ambáttirnar
sjáifar voru yfirleitt hieldur
ekki hrifnar af ágengni hinna
hvitu húsbænda sinna. En þær
höfðu ekki atkvæðiisrétt I mái-
inu og í Suðurríkjiunum var
nauðgun ekki refsiverð — ef
um blakka konu var að ræða.
Hnignun þrælaverzlunarinnar
um Atlantshaí leiddi smám sam
an til þess að farið var að
„rækta“ þræla. Þrælaeigendur
litu beinl'inds á arabáttir síinar
sem hverjar aðrar barneigna-
maskinur og ýttu hvað þeir
gátu undir lauslæti þeirra;
hétu þeim jafnvel verðlaunum
fyrir hvert barn, sem þær
fæddu. Börn axnbáttarinnar til-
heyrðu húsbónda hennar og
þrælamargi'r plantekrueigend-
ur höfðu of.t nokkrar tekjur af
sölu þessara barna. Þeir seldu
jafnvel börn þau, sem þeir
höföu sj'áJlfir getið við ambáitt-
um simi m.
Þessi niðurlæging konunnar
var einhver ljótasti þáttur
þrælasögunnar. Þegar á allt er
litið var siðfræði þrælaverziun-
arinnar sízt betri, en nasista sið
ar meir.
ÞrælaLhald var bannað með lög
um í brezku Vestur-Indlium ár-
ið 1833 og plantekrueigendum
greiddar tuttugu og fimm mdMj
ónir sterlingspunda í skaðabæt
ur. Þrælahaid þreifst hins veg-
ar í Bandaríkjumum fram íil
1865, en þá var það bannað og
kostaði borgarastyrjöld.
Þrælaeigendur í Suðurríkj-
Peter Curman
Til vina minna
í Rúmeníu
Eftir dvöl í landi ykkar skil ég
hví menn fæðast með tvö eyru:
Annað er til að taka á móti orðum
Hitt er til þess að hlusta með.
Upptökueyrað er stórt og rúmgott
og getur því hýst orðtök eins og:
„samvinna við öll friðclskandi lönd,
stöðug, síaukin framþróun o.s.frv.“
Hlustunareyrað er af einhverjum orsökum minna
og rúmar aðeins hluta orðtakanna:
„ . . . vinna . . . elskandi . . . aukin.“
Læknar allra landa sem rannsakað hafa þennan vandi
standa ráðþrota.
Að vísu niá með hormónum fá hlustunareyrað
tíl að vaxa í rctta stærð.
En hætt er þá við að upptökueyrað
yxi um leið og vandinn yrði óleystur
ef ekki meiri.
Skjótasta leiðin að áliti skurðlækna
— að höggva hiklaust af hlustunareyrað —
væri ekki nokkur einasta lausn því upptökueyrað
glataði við það gíldi sínu.
Aðstæður þessar hafa orðið til þess
að menn fá að eiga eyru sín, enn um sinn.
Rannveig Ágústedóttir þýilrti.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
27. júni 1971