Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1971, Blaðsíða 14
Lausn á síðustu krossgátu
3 5 ■ 255 %z.‘ m Sg fTf ■1 r’l. Ll ÍJr 'Æ ffl
E -■ & <— Z =d O [Z Fl -\ Vn tl 0. P X 1 <•
i*. 1 s: Z — m pjr i -n 70 0 1 7Q 33 * m r li í §§g
I> ]£l JÖ 1 - * i z Z - p < r O s r r n\ c2 2
C- •z á> Ú — z fH 3 7* SL- T Vr 1 33 .í
-n Eil 70 — > P a> "2. I 3 0. 1 1 a> z - * 1 Sv XI '■ 3.1 . I
c alí rw Vi v
~n 1 i ?o J5 TO O. 70 33 O £• Sijs z >. 73 0 — 0. •30 Ou
7* FE 0, Í I r x> 1T X lf V-. z. J> % -i VN H X
2-71 5 H 33 h z^ I c p* r —1 E -1 <3 II j x •<- r
'\7? sfl c Vö x ■2; s: S 3>c |5 J>. z 3> 1 73 E *o |i i. El 70
ÍÉ3 A V. Z> 70 705 H ? n — £L m r — p 73 m Z 33 X £ JD 'ír s:
-1-1 O" 2 i>' i •n Ch ■z. 1 1 r* r — 73 c 1 1 — J= 3> n tr
<= 70 c. 33 r- za H z. 3» 70 £ -j. ~n 7* c H cr» X >
Z ri J> O, 7Ö Z E 35 t? SSj-l d — z 73 L X\ > •3 1 33 r rr>
RABB
ÞAÐ vákti óneitanlega nokkra at-
hygli, þegar nýstúdentarnir settu
upp hvítu pottlokin íyrir skömmu
og sprönguðu um göturnar á þjóð-
hátíöinni. Þeir höfðu margir hverj-
ir varpað af sér gömlum hefðum,
sem viðgengizt hafa um langan ald-
ur við slík tœkifœri, og var nú hver
klœddur eftir sínu höfði. Þetta var
að ýmsu leyti skemmtileg ný-
breytni, sem eflaust hefur komið
ýmsum spanskt fyrir sjónir í fyrstu.
Nú er hvers konar menntun orðin
svo almenn og nauðsynleg, að það
er ef til vill engin ástœða fyrir
stúdenta eina að skera sig sérsták-
lega úr, þó að áfanga sé náð á þess-
ari braut. En þaö sem skiptir eflaust
mestu er sú staðreynd, að það er
unga fólkið sjálft, sem nú brýtur
upp á nýjungum og kœrir sig koll-
ótt um gamlar hefðir og venjur, ef
því líkar þœr ekki.
Svipuð fyrirbrigði eiga sér stað
á ótálmörgum sviðum þjóðlífsins
um þessar mundir; og það sýnir, að
unga fólkið vill ekki endilega láta
steypa sig í sama mót og fyrri kyn-
slóðir. Nýlega vörpuðu nokkrir
ungir menn dulunni af margs kon-
ar yfirborösmennsku, sem einkenn-
ir alla stjórnmálastarfsemi og stjórn
málaumrœður. Ugglaust hafa marg-
ir stjórnmálaspekulantar séð skop-
stœlingu af sjálfum sér í málflutn-
ingi Framboðsflokksins; og ef til
vill hafa einhverjir lœrt ofurlítið
af tiltœkinu.
En þó að nýjungagirni og upp-
steytur af þessu tagi hafi ýmsar
bjartar hliðar, er því ekki að leyna,
að skuggi hvílir á mörgum öðrum.
Þannig er fíkni- og eiturlyfja-
neyzla að verða eitt af erfiðustu
viðfangsefnum meðal margra
þjóða. Og þaö er einmitt unga fólk-
ið, bezt menntaða kynslóð sögunn-
ar, sem veldur þessum erfiðleikum.
Víða erlendis eru háskólarnir yfir-
fullir af ungu menntafólki, sem
fallið hefur fyrir þessari vá. Eðli-
lega velta menn því fyrir sér, hvers
vegna einmitt þetta fólk gengur
fram fyrir skjöldu í þessum efn-
um. Ef einhverjir eiga að koma
auga á hættuna, sem af þessu staf-
ar, er þáð þá ekki einmitt sú kyn-
slóð, sem fengið hefur betri
frœðslu en nokkur önnur? Það er
ofur eðlilegt, að svona sé spurt.
En hvernig sem menn velta þessu
vandamáli fyrir sér, verður ekki
litið fram hjá þeirri staðreynd, að í
þessu hátterni er fólgið uppgjör
þessa unga fólks við tilveruna og
það þjóðfélag, sem það býr í. Hitt
er Ijóst, að í þessu er fólgin nei-
kvœð afstaða; afstaða, sem felur í
sér uppgjöf. En einhvers staðar er
þó pottur brotinn, aö öðrum kosti
œttu slíkir atburðir sér ekki stað.
Víða í velferðarþjóðfélögum vest-
urálfu hefur fólkinu verið búin
slík hagsœld, að það hefur ekki
lengur neitt mark að keppa að ann-
að en að seðja magann. Fyrsta
kynslóð atómáldarinnar hefur feng-
ið öll hugsanleg lífsgœöi fœrð á silf-
urdiski. En þessi sama kynslóð
horfir á reykspúandi verksmiðjur
menga umhverfi mannsins og koma
í veg fyrir, að hann geti lifað eðli-
legu lífi. Þessar andstœður, sem
hvarvetna blasa við, hljóta óhjá-
kvœmilega að kalla á andsvar. Hitt
má svo lengi deila um, hvernig
heppilegast er að bregðast við vand
anum. Fíknilyfjaneyzla unga fólks-
ins er auðvitað ekkert annað en
flótti frá vandamálunum, en orsak-
ir hennar má þó eflaust rekja til
þess nœgtaþjóöfélags, sem við bú-
um í.
Oft heyrist talað um nauðsyn
endurmats á þeim markmiðum og
gildum, sem ríkjandi eru í þjóð-
félögum nútímans. Eflaust geta
flestir skrifað undir slíkar yfirlýs-
ingar, þegar viðfangsefnin eru brot-
in til mergjar í orði kveðnu. En
spurningin er sú, hvort við erum
reiðubúin að fœkka reykspúandi
verksmiðjum og draga úr hinu
venjubundna lifsþægindákapp-
hlaupi, sem virðist hafa leitt ýmsa
í ógöngur. Getum við stöðvaö
þessa þróun eða beint henni í ann-
an farveg eða viljum við það?
Þetta eru áleitnar spurningar.
Ef til vill þurfa íslendingar ekki
enn sem komið er að hafa ahyggj-
ur af slíkum vandamálum; a.m.k.
hafa byggðarlög ekki verið lögð i
eyði hér á landi vegna verksmiðju-
mengunar eins og gerist nú í sum-
um nágrannálöndum okkar. Eflaust
verðum við þó að leiða hugann að
þessum viðfangsefnum í ríkari
mœli en áður. Þess vegna ber að
fagna því, þegar komið er fram
með nýjar hugmyndir og ungt fólk
hefur þor til þess að brjóta af sér
ýmsar hefðbundnar viðjar. í því
kunna að vera fólgin raunhœf spor
að því endurmati viðhorfa, sem oft
og tíðum er lýst fjálglega í rœðu
og riti.
Þorsteinn Pálsson.
1(1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
27. júni 1971