Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1971, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1971, Side 2
Hvötin að ganga, á hólm við andstæðing, berja hann niður og sigra hann, hefur lengi fylgt manninum og gerir það raunar dyggilega enn. Um og fyrir aldamót voru á stjái margs kyns hólmgöngumenn, sem að sumu leyti höfðu við miðun af foraiim hetjum fom aldarinnar. Við íslendingar áttum einn slíkan: Jóhannes Jósefsson, sem fór út í heim og gekk á hólm óvopnaður á móti mönnum, sem höfðu hnífa. Slíkar viðureignir þóttu mjög æsandi og Jóhann es fór víst ekki halloka þar. í>að þótti Iíka mjög skemmti- legt að sjá menn berjast með berum hnefum og gátu slíkir bardagar verið miklar mann- raimir, ef kappamir reyndust jafnir. I»á var ekki verið að stöðva leikinn eftir 16 lotur, ef úrslit voru ekki íengin. Þeir urðu þá að berjast áfram þar til yfir lauk og voru dæmi til að úrslit fengj- ust ekki fyrr en í 75. lotu. Alharðasti bardagamaður með berum hnefum fyrir alda mót var John L. Hann var Bandaríkjamaður með mikið yfirskegg eins og sannur aldamótamaður og að öðru leyti var hann frekar blátt áfram. Hann drakk wisky eins og vatn milli þess sem hann barði á andstæðing um sínum. Kæmi hann inn á bar, tilkynnti hann: „Ég er John L. Sullivan og ég get flegið hvem tíkarson lif- andi.“ I»að var sagt, að i hringn- um kynni hann enga vöm, því hann var alltaf í sókn. Að ferð hans var sú, að nota fíl efldan hægri handlegg sinn til að hamra viðstöðulaust á andstæðingniun, unz hann gaf sig. J»á endaði hann viður eignina með því að gefa hin Sullivan barðist með berum hnefum og drakk viskíið ómælt þess á milli Um John L. Sullivan einn hinna síðustu þeirra hnefaleika- kappa, sem börðust með berum hnefum inn með mikilli drykkju og árum saman barðist hann víða um heim og hafði ævim- lega sigur. En þar kom, að hann fann ofjarl sinn eftir að farið var að berjast með hönzkum. Hinn 7. september barðist Sullivan við fyrrver- andi bankaritara að nafni James Corbett. Sigurlaunin voru Sidlivan mjög í hag. Menn héldu, að hann gæti ekki tapað slagsmálum. En þegar í upphafi bardagans var Ijóst, að Sulli\’an var ekki lengur í formi. Það háði honum einnig, að hann var ekki vanur að berjast með hönzkum. Þetta var raunar keppni um heimsmeistaratitil, og hanzkar voru nú notaðir i fyrsta sinn. Sullivan hélt út fram í 21. lotu. I»á var andlit hans eitt blóðstykki orðið og kappinn örmagna I fyrsta sinn lá Sullivan sigraður í hringnum. En hann var líkur sjálfimi sér. I»egar hann komst til meðvitundar, stauiaðist liann á fætur, lyfti upp hendi and- stæðingsins og tdlkynnti: „Herrar mínir og frúr, ég heiti John L. Sullivan og ég get flegið hvern tíkarson lif- andi.“ En áhorfendur hróp- uðu á móti: „Nema herra Cor- bett.“ Sullivan bætti við: „Það gleður mig sem Banda- ríkjamann, að titillinn tiiheyr ir okkur enn.“ Siðan sneri þessi gamla kempa sér undan og grét eins og barn. I»að var sagt, að margir hefðu viknað með honum. Eftir ósigurinn sökk Sullivan sífellt lengra í fen drykkjuskaparins, unz hann tók sig allt í einu til og snar- hætti. Hann gerðist bindindis postuli síðustu ár ævinnar, en kapphm var búinn að fara illa með sig og dó sextugur að aldri. um hálflamaða andstæðingi rothögg á kjammann. Samt varð fjöldi bardagamanna til að skora á hann og á átta mánuðum sló hann niður 60 andstæðinga og flestir féllu þegar í fyrstu lotu. Jafnframt vann Sullivan sér inn hundr- uð og þúsundir dala, en þeg- ar hann dó sextugur árið 1918, átti hann samtals 15 dali í eigu sinnL Erfiðasti bardagi Sullivans fór fram 8. júlí 1889, þegar hann barðist við jakamenni að nafni Jake KUdrain. Sá var nokkuð drykkfelldur eins og Sullivan. Slagsmálin stóðu í 75 lotur og Kildrain var búinn að skola niður hell ing af wiskyi áður en yfir lauk. Lotu eftir lotu lömdu þeir hvor annan með berum hnefunum. I sjöundu lotu leit ekki sem bezt út fyrir SuIIivan: Kildrain kom á hann slíku höggi, að nærri lá að eyrað rifnaði af. Eftir lotuna fékk Sullivan sér væn an slurk af wiskýi, en menn sáu, að honum var brugðið. Kildrain lagði til við dómar- ana, að þcir stöðvuðu leikinn og dæmdu sér í hag. Svar Sullivang var ákveðið: Ifann kom gífurlegu höggi á Kil- drain, svo hann lá flatur á bakinu. Hendur þeirra beggja voru alblóðugar og í 68. lotu varð að gefa Kildrain morfin til að lina þjáningar hans. I þeirri lotu kom Sullivan þungu höggi imdir höku Kil- drains, en samt entist hann enn í sjö lotur. I»á kom lækn ir til skjalanna og sagði fylg- ismönnum Kildrains, að yrðí leikurinn ekki stöðvaður strax, mundi það kosta Kil- drain lífið. Sullivan var dæmdur sigur. En þetta varð síðasti hnefaleikabardag inn með berum hnefum. Sullivan hélt upp á sigur- f ..... > BÖEMENNTIR OG LISTIR i Barnabókmenntimar eru eins konar blindgata í bók- menntaheiminum. Fuilorðnir lesa ógjarnan bamabækur, ræða þvi sjaldan um þær, og þá sjaldan þær ber á góma, eru þær gjarnan fljótaifgreidd- ar með yfirborðslegum albæf- ingum. Af sömu ástæðu standa barnabókahöfundar skör lægra en aðrir höfundar fagurra bók mennta. í reyndinni njóta þeir sjaldnast sömu hlunninda og aðrir höfundar, þó svo eigi að heita á pappírnum. Telst til viðburða, ef verðlaun, sem veita má hvaða höfundi, sem vera skal, falla barnabókahöf- undi í skaut. Eða hefur það annars nokkurn tima gerzt hérlendis, ég man það ekki? Og hljóti hann einhverja við- urkenningu I orði, er hún rétt- lætt (ég segi réttlætt, þvi svo er þvi einmitt háttað) með þvi, að bækur hans hafi svo við- tækt gildi, að þær eigi raunar erindi ti'l alira, fuilorðinna ékki síður en barna. Þetta smnuileysi gagnvart baraia- bókahöfundum veldur ekki að- eins því, að hinum snjöllustu meðal þeirra er haldið niðri. Sýnu háskalegri er sú afleið- ingin, að lélegir höfundar eiga þarna greiða leið fram I fremstu röð án þess um sé feng izt eða jafnvel eftir tekið, þar eð jafnan er leitazt við að finna eitthvert meðallag fyrir þessa tegund bókmennta, ein- hverja einkunn, sem eigi við alla. Þannig hefur verið stað- hæft, að barnabökahöfund- ar vandi Mtt miáifar sitt. Sú ásökun á við suma, einkum þýð endur, en fráleitlega við aðra. Þá er barnabókahöfundum borið á brýn, að þeim hætti til reifaraskapar, ýki efni sín meir en góðu hófi gegni, til að bækur þeirra gangi betur út. Sú ásökun á ekki heldur við aila. En hitt er staðreynd, að barnabökahöfundur á meira undir því en nokkur annar, að bækur hans nái sem fyrst til lesenda. 1 fæstum dæmum tjóir honum að vænta viðudkenning- ar „eftir sinn dag“, Mjóti haran enga með samtíð sinni. Hann verður þvi öðrum höfundum fremur að geyma sér í mirani þá höfuðreglu, að nokkuð verð ur að bera til sögu hverrar. Böm virða bækur með öðr- um hætti en fu'llorðnir og menntaðir lesendur. Þau lesa nær eingöngu sér til skemmt- unar, afþreyingar. Gagnslaust væri að segja við barn undir fermingaraldri: liestu þessa bók, þvi hún hefur list- gildi, höfundurinn er frægur, verðlaunaður og svo framveg- is. Fengist eitt og eitt bam til að lesa bók á þeim forsendum, bók, sem því þætti annars leið- infleg, þá væri það vegna hlýðni einnar saman og fá böm munu vera svo þæg og lái þeim enginn. Þau vetrða sjálf að finna veiginn í þvi, sem þau lesa, hvert fyrir sig; skírskoti bók ekki til þeirra, fleygja þau henni frá sér, það er einfalt mál. Að þessu leyti er samkeppnisaðstaða barna- bókahöfunda erfiðari en ann- arra rithöfunda, sem tekst oift að greiða götu verka sinna vegna annarlegra sjónarmiða, til að mynda persónulegrar frægðar, sem þeim hefur þá ef til vill fallið í skaut vegna ein- hvers allt annars en ritstarfa. En þessar staðreyndir valda þvi að hinu leytinu, að höf- undi, sem börnuim feLlur í geð, leyfist mairgt, sem öðrum höf- undum munidi hreint ekki hald ast uppi átölulaust. Börn geta ekki dæmt um vinnubrögð höf- undar til jafms við fuilorðna; gera ekki háar kröfutr til vand aðs málfars, svo dæmi sé tekið. Þyki þeim bók skemmtileg, gildir þau eimu, hvernig hún er „byggð upp“. Þau taka ekiki hart á prentvi'llum, að minmsta kosti meðan þær stórtefja þau eklki í iestrinuim. Þau eru því vægiir gagnrýnendur að öðru leyti en því, sem við kemur Ármann Kr. Einarsson H 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. september 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.