Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 3
Christy Brown hefur fengið sér rafmagnsritvél. Hann hefur efn á J>ví núna og ])að er minna þreytandi að skrifa á rafmagnsrit vél, lílta fyrir þá, sem nota tærnar í stað fingranna. Það er Bryan litii, systursonur lians, sem Jiarna er með honum á niyndinni. að atvinnu og; hatar Enskinn, eins og; reyndar landar hans allmargir fram á Jiciinan dag. Húsakynnin eru langtum of þröng fyrir ])essa stóru fjöl- skyldu, kona hans elur honunt tiittug'ii og tvö hörn um dag- ana, af þeim lifa ellefu. Krakkaskarinn lifir þarna og hrærist alian daginn innanum gufnna af eilífum þvottuniim og te-uppáhellingimum. All- BÖKMENNTIR OG LISTIR ir biða ]>ess í ofvæni, er fað- irinn kemiir heim, því þá heyr- ist ]uið, á því einu, hvernig hann snýr lyklinum í skránni, hvort hann er drukkinn eða bara þéttkenndur. Og þá er að vita, hvort hann tekur af sér þunga leðurbeltið og hvort hann notar það til þess að hýða einhvern nærstaddan, og ]>á hvern. Christy er utanveltu við þetta allt saman. Hann telst ekki með. Hann bara er þarna, settur niður berrassaður á kalt gólfið, eins og böggiill, sem fleygt er frá sér. Hann er bara einn munnurinn enn að metta, ekkert annað. Og ekki á hann eftir að slíta skótauinu, drengurinn sá, það er hverj- um manni ljóst. Læknirinn seg- ir móður hans, sem var nær dauða en iífi er hún átti hann, að barnið hafi legið illa og skort súrefni í fæðingunni og þess vegna hal'i allar hreyfi- taugastöðvar í heiia hans lam- azt, utan ein, á stærð við snrá- ber, sem stjórnar stóru tánni og hinum tveimur næstu á vinstra fætinum. Nei, Christy telst ekki með. Kétt lijá honum sitiir ein systir lians og krítar á töflu, með tunguna úti í öðru munn- vikinu af einbeitni og áreynslu og tosar í sífeliu aft- ur upp um herðar sér sjalinu, sem aldrei vill tolla á grönn- um öxlunum. Það er kalt Framhald á bls. 13. svona húsum án þess að geta skýrt það á rökrænan hátt. Hefur það numið hjar.sl'átt hinnar gömlu borgar í nýju stefi? Fundið samneínara hins gamla og nýja í samræmdum takti sögu og kynslóða? Eða er þetta fólk bara snobbarar? Hver sem ástæðan er, þá hef- ur þessum Lundúnabúuim tek- izt á þennan hátt að skapa ný,t líf og nýja sögu í hinuim gömlu borgarhlutum, sem án efa mun bjarga merkuim þætti af arf- leifð borgarinnar frá glötun. Mér tókst ekki að fá upplýs- ingar urn hvort einhver kúlt- úrspámaður hefði komið þess- ari þróun af stað. Mér er nær að halda, að hér sé um að ræða eins konar ósjáifrátt endurmat og afturhvart til hins lifandi arfls, sem liðnar kynslóðir skildiu eftir sig, arfs, seim var í dauðateygj'unum og famn svar á síðus.u stundu hjá hinni nýju kynslóð, þeirri kynslóð, sem sökuð hefur verið um niðurrifs starfsemi, óskapnað og flótta. Hesthúsin i Kensington og víð- ar eins og þau eru í dag, bera h.ins vegar einlægum tilgangi og samræmi vitni og svipmót þeirra er sem hannað af hönd- um þeirra, seim leitað hafa — og fundið. Já, það er margt sem fyrir augu ók'unnugs ber í þeirri heimsþorg; Gömul hús og ný í alls kyns ás.a.ndi, skreytt áletr unum og nöfinum, sem eru svo undarlega persónuleg, að þau verða skoðandanuim viðkom- andi á einhvern óskiljanlegan hátt — ef til viil á sama hátt og fólkið, seim þyrpist um göt- urnar í stórum hópum án þess að vera hjörð, þvi látbragð og fas hvers einstaklings neitar að lúta lögmáii hjarðarinnar. Merkileg staðreynd í miiljóna borg og hugsanlega hábrezkt fyrirbæri. Og í einu ibúðarhverfinu blakti gul karlmannas'kyrta i hlýrri suimargoLunni ú;i á snúru. Ung kona — auðisýni- lega húsmóðirin — klædd nýj- ustu gerð af stuttbuxum kvenna (hot pants), hverfur inn í anddyri hússins i ein.u löngu, fjaðurmögnuðu skrefi. Skyrtan er ennþá hálflblaut og litur hennar magnast svo mjög í sólskininu, að hún stingur í stúf við daufrautt og grátt um- hverfið. Sólarljósið endurkaist- ast af þessuim iðandi gula fleti og sker i auguin. Klukkan sex kemur húsbóndinn heim úr Vinnunni og skyrtan bíður hans hrein og strokin, og bros- andi stikar hann með stutt- klæddu konuna sína á bjór- stoflu í nágrenninu — bjórstof- una sína — og kvöldinu er ey.t í bj'órdrykkju og umræður um verðlag á matvörum og knaittspyrnu, rneðan látlausir framtíðardraumar búa um sig í hugskoti þeirra. Og þegar vin- ur okkar á gulu skyrtunni er búinn að fá skammtinn sinn af bjórnum halda þau hjónakorn in heim i húsið sit:, seim einu sinni var hreysi fyrir neðan allar hellur húsnæðisvelsæmis. Kristmann Guðmundsson Suður- strönd Snæfells- ness Fagnandi lít ég fornar slóðir; — fögur er Ströndin blá — fjarðaröldunnar suð við sandinn er söngur um vorsins þrá, og mófuglar kliða í fangi fjallsins um fegurð sem hjartað á. Hrísmýraflákar með fífugeirum; — fögur er Ströndin blá ■— silfraða fossa í blómabrekkum ber yfir holtin grá, og svartgljúfruð fjöll, er til himins hefja hugans ráðvilltu þrá. Loftvegu fannhvítir fljúga svanir; — fögur er Ströndin blá — laxar spretta í ljóstærum elfum, er liðast um engjaflá, en útsærinn gælir við gulhvíta fjöru og gnauðar í hamrakrá. Umvafið sagnanna feikn og furðum — fögur er Ströndin blá — gnæfir jökulmusterið mikla, meitlað úr hvítum snjá, bjart eins og guðanna glæstu hallir. gerðar af hjartans þrá. í speglum tjarnanna festingin flýtur; — fögur er Ströndin blá — heiðlóa og stelkur syngja mér söngva um sumur, er liðu hjá, með blárjóðar nætur og draumsæla daga, dýrð, sem mitt hjarta á. 26. september 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.