Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 14
mm > m Lausn á síðusfu krossgátu =S.I <3^ o - M 31 3; 4 ^ ri -f- % "X ■SE. ~ z 7 2S 73 \ 4 i V ^ l/l . — — c 7> Á r C ■n 7» > 50 < rti X 2>. x - 7* * 1 r* r* o. u i ja 3> r ft> X sis * n - H c5 ^ x> > r* o. 3 U5 3! * r X X úl 4 5 7 -1 > 70 c. & ■2: z - 'i o. > 2. c r- || 3- r* O, '-x> i) loí 137.* 5 z o 3: O 2 3> ‘ ZL H » x jr lllx c 7) - X X r~ r r- C Ci-y •A a> CA — JO X> 3> & -- fv, <c ZL > X > 70 o, -•'íi fp d ? 3 - r~ 'a C r ’í ;§ o. -O »A SH r ~ < V* X>- i? M‘|| >, 73 - A 7117 5d » 0,- -n •• Ú. r o V.-n 3 3> i » c O. ÍA - o o r H tr\ r XZ04 3 z * o. > /Þ Z H X. . X J 0 K> . - » X 'Nlí íí|”i r < S- S3 X -1 r •7» 5 c 11 r>i 70 r - 5 -1 > 51 - 70 > i r a> v< “ Zt' *■ » -< 5 X * C' 'ö' «3 1? 3 r- 3> 3 *> z II V - 73 3> n 70 3) Tí 3Í F- c o 2 K> X 7> SOZ :& > m > ■ - 7» o c. r 'i X 0«5 3> r to < 4> - i 3 c 70 *i r th 30 - V-- * % 7[ ?a 3> í 3> 2 £ J3 X 5s V C H Ca C X ÞEGAR daginn tekur að stytta og nótt að lengja, snúa menn sér að því að skipuleggja menningarstarf vetr- arins. Og þar verður sjálfsagt um auðugan garð að gresja, ef allt fer að líkum. Nýjar bœkur fara að sjá dagsins Ijós um miðjan næsta mán- uð og af bókafréttum blaðanna er sýnt, að þar á meðal verða ýmsar girnilegar til fróðleiks og vœntan- lega eitthvað við allra hæfi. Ekki verður síður athyglisvert að fylgjast með starfsári leikhúsanna og Leikfélag Reykjavíkur hefur boðað að það muni sýna að minnsta kosti fjögur til fimm íslenzk verk og er það eitt út af fyrir sig svo merkilegt átak, að fyllsta ástœða er til að hvetja borgarana til að sœkja sýningarnar á íslenzku verkunum, þegar þar að kemur, til að kynnast því, hvað íslenzkir leikritahöfund- ar hafa til málanna að leggja. Þá œttu tónlistarunnendur ekki að verða afskiptir. Sinfóníuhljóm- sveitin hefur kynnt vetrarstarf sitt í stórum dráttum og fyrir tónlistarsljóan leikmann virðist vera eitt mesta tilhlökkunarefni að eiga von á svo góðum gesti sem Daniel Barenboim og svo vitaskuld Askhenazy, sem ekki telst þó lengur gestur á landi hér. Og fyrir nú utan starfsemi ótal félaga, klúbba og samtaka, sem nú hefja vetrarstarf; námskeið og skólar, allt fer að komast á skrið, enda veitir okkur ekki af upplyftingu og dálitlu menningar- og félagavafstri í löngu íslenzku skammdegi. Ríkisútvarpið undirbýr vœntan- lega vetrardagskrá sína og ekki er minnst um vert að vel takist, þar sem við þau tæki, hljóðvarp og sjónvarp, verja ýmsir hvað lengst- um tíma. Á hverju hausti, frá því ég man eftir mér, hef ég af hinum mesta áhuga kynnt mér frásagnir af því, þegar Ríkis- útvarp leggur fram starfsáœtlun sína fyrir nœsta vetur og jafnan fundið þar ýmislegt, sem œtla mœtti að vœri til skemmtunar og fróðleiks. Stundum hefur þó orðið minna úr skemmtilegheitunum en hlustendur hugðu, eklci kemur allt efnið til skila þegar á reynir eða rennur út í sandinn og sumir þœttir leggja upp laupana þegar líða tek- ur á veturinn. Þá bíða menn ekki síður í ofvœni eftir að fá fréttir að ýmsu því efni, sem sjónvarpið œtlar að bjóða upp á í vetur og verður að vona að rœkileg liausthreingerning verði gerð eftir afburða lélegt efni nú síðustu mánuði. 1 fyrra sýndi ís- lenzka sjónvarpið iðulega ágœta dagskrárliði og lofsvert var að lík- lega féll enginn mánuður svo úr, að ekki vœri sýnt eitt íslenzkt leik- rit, íslenzkir þættir af ýmsu tagi tókust margir vel og er ekki nema rétt að þakka það. Af erlenda efn- inu flaut hins vegar með svo gegnd- arlaust rusl, að nánast engu tali tekur. Ýmsar frœðslu- og skemmti- myndir, sem teknar voru til sýn- inga, áttu margar til okkar minna erindi en ekki neitt og framhalds- myndaflokkarnir, sem valizt hafa, hafa verið einkar misjafnir að gœð- um. Einhver alómerkasti slíkur flokkur hefur tröllriðið sjónvarpi á þriðjudögum, læknaþœttirnir um Kildare þykja mér óframbærilegir með öllu og ég á satt bezt að segja mjög erfitt með að ímynda mér, hvers konar áhugamál þeir áhorf- endur hafa, sem unun hafa af slíku dómadags rugli. Fyrir nú utan að lœknastéttinni hlýtur að þykja sér freklega misboðið, þegar dreg- in er upp slík mynd af einum „starfsbróðurnum“. Og fyrst ég hef nú varið einna mestu rými í þetta eilífðarmál: dagskrá sjónvarpsins, er ekki úr vegi að kvaka um það, sem heyrist alltaf öðru hverju, og all- ir virðast heyra aðrir en forráða- menn sjónvarpsins. Þar á ég við sunnudagsdagskrána, sem hefur um langa hríð verið svo sérstaklega leiðinleg, að undantekningu má telja ef eitthvað bitastœtt sést þar á skermi þegar fréttum lýkur. Mér skilst að það sé sannað mál, að sunnudagskvöld séu, þegar allt er með felldu, langbeztu sjónvarps- kvöldin, og ætti þvi að vera kapps- mál að gera dagskrána það kvöld sérlega vel úr garði. En ekki ber á öðru en að annað hvort ráði alger tilviljun hvað þá er á dagskrá ellegar að sjónvarpið velji saman, skipulega og af einbeitni, langsam- lega leiðinlegustu dagskrárliðina, sem í fórum þess eru. Jóhanna Kristjónsdóttir. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. september 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.