Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 8
Milljarða mæringurinn ósýnilegi Um Howard Hughes, undarlegt atferli hans og ævintýralegan auð Klukkan hálftvö eftir mið nætti hringdi George E. Frankl tn jr. saksóknari Las Vegas- fylkis í fylkisstjórann, sem var í þann veginn að ganga til náða. I fjóra daga hafði rikt mikil ringulreið hjá stjórnend- um sex stórspilavíta í þessari heimsborg gleðinnar. Því að eil efu dökkklæddir menn höfðu stigið út úr einkaþotu frá Tex- as, berandi skjalatöskur, og sýndu þeir bréf upp á tafar- lausa brottvikningu Robert A. Maheu, sem var aldavinur fylk isstjórans. Maheu neitaði að yfirgefa stöðu sína og skrifstof ur og sagðist ekki láta undan nema fyrir persónulegri tilskip an eigandans, Howard Hughes, og ennfremur að allt þetta væru vélabrögð. Saksóknarinn upplýsti fvlkis stjórann um, að rétt í þessu hefði verið hringt í hann og honum tilkynnt, að Howard Hughes hefði í hyggju að ræða málin, og nauðsynlegt væri, að rikisstjórinn kæmi á átjándu hæð í Sandshóteli. Fylkisstjóri Nevadaríkis svaraði þvi ekki til, að ef hr. Howard Hughes vildi ræða við hann, yrði hann að velja hent- ugri tíma, og að öðru leyti væri það fráleitt að ætla að fylkis- stjóranum bæri skylda tii að gera sér það ómak að halda til fundar á hóteli, sem til- heyrði Hughes, og bíða þar eft ir að honum þóknaðist að hringja. Fylkisstjórinn svaraði á aðra leið. Hann ók bifreið sinni eft- ir flóðlýstri aðalgötunni i Las Vegas, „The Strip,“ sem liggur gegnum eyðimörkina, eins og upplýst fljót, þar sem flýtur ailt það fjármagn, sem Amer- íka glatar á nóttu hverri. Og á Sands, „Sverðahótel inu“, létti honum við að heyra rödd Howard Hughes. Enda þótt Paul Laxalt sé fylkisstjóri í Nevada eru laun hans ekki nema 25 þúsund doll arar á ári, þar sem aftur á móti er ógeregt að reikna út tekjur Howard Huges. Það er aðeins kunnugt, að' öll auðæfi hans mætti ef til vill meta á tvo milljarði dollara, sem er einhver mesti einkaauður i Am- eriku. Ef til vill er Paul Getty, oliukóngurinn, eini auðkýfing- urinn, sem stenzt nokkurn sam anburð. Fylkisstjórinn stjórnar Las Vegas og Nevada. En hvorugt er þó eign hans. En mikill hluti beggja tilheyrir Howard Huges. Valdi fylkisstjórans yfir hinum 439 þúsund ibúum fylk- isins lýkur með kjörtimabili hans, og það eru ekki svo ýkja mikil völd. Vald Howard Hughes yfir hinum 134 þúsund starfsmönnum verzlunarfyrir- tækja hans og stofnana varir meðan hann lifir, enda þótt hann vaki eins og velviljaður lénsherra yfir því að sérhver starfsmaður fái heitan hádegis verð, og ef svo ber undir send ir hann hina bezfcu sérfræðinga flugleiðis að beði sjúkra barna þeirra. Laxalt fylkisstjóri er viðfelid- inn maður og brosmildur. Er hann hafði hlýtt á rödd Ho- ward Hughes, sem barst langt að, frá Bahamaeyjum, lagði hann frá sér símtólið og sagði: „Ég er viss um þetta er hann. Ég þekki rödd hans.“ Það eru nú iiðin átta ár sið- an Howard Huges, hefur sézt. „Þeir sem segjast hafa séð hann, hafa það í raun og veru ekki,“ sagði Robert Maheu, áð ur en hann féll í ónáð. Og þeir, sem i raun og veru hafa séð hann, hafa ekki skýrt frá því.“ Fyrir átta árum reyndi blaða maður nokkur í Los Angeles að ná við hann einkaviðtali. Hann gróf upp símanúmer hans og hringdi. Rödd sagði honum að fara á sérstakt horn á Ólympíustræti og blikka bif- reiðarljósunum á sérstakan hátt. Hann fór á mótsstaðinn og gerði eins og fyrir hann var lagt. Þá var farið með hann í alilgamalli bifreið til flugvallar, þar sem hann var leiddur um borð í flugvél, sem stóð á flug- brautinni. Honum var vísað til sætis við hliðina á flugmannin um, og vélin rann af stað. Við stjórnvölinn sat Howard Hugh es. 1 tvær klukkustundir á flugi í bjarmanum, sem berst frá Kaliforníuströnd, gaf Hughes svör við öllum spurningum hans, eftir að hafa tekið af hon um loforð um að skýra aldrei frá þvi, sem hann ætlaði að segja honum. Siðan þessa nótt hefur Ho- ward Hughes ek'ki verið annað en rödd í síma. Og sjálfur fylk isstjórinn í Nevada þekkir ekki annað af honum en þessa rödd, og þeir, sem þiggja af honum háar fjárhæðir fyrir að stjórna fyrirtækjum hans, þekkja heldur ekki annað ein þessa rödd. Vegna þess að hann þurfti að undirrita opinber skjöl, eins og allir þeir, sem Nevadafylki veitir leyfi til að reka spilavíti, verða að gera, lét hann kalla saman leyfisnefndina í sal nokkrum. Dyr opnuðust, og maður birtist. Hann bar skjöl- in útfyllt og undirituð með hendi Hughes, síðan yfirgaf hann samkunduna og lokaði dyrunum á eftir sér. Nefndarformaðurinn hafði enga sönnun fyrir því, að und irskriftin væri ekki stæling á rithönd þessa undarlega manns né heldur hafði hann vissu fyr ir þvi að þessi maður væri raunverulega á lifi. Það var kvöld nokkurt í nóvember að lest frá Austur- ströndinni nam staðar við brautarstöðina í Ogden, sem er borg í Utah-fylki. Tveir síð- ustu vagnarnir voru dburðar- miklir einkavagnar og glugga tjöldin voru dregin niður. Þeir fluttu óþekktan auðjöfur, sem ferðaðist í fylgd með einkarit- urum af sterkara kyninu og lif verði, sem vopnaður var vél- byssum. Ekki kom til greina að fá upplýsingar um, hver það Hughes er .iafnan í félagsskap fasrurra og frægra kvenna. Að ofan: Með Ida Lupino og Ava Gardner. Til hægri: 1 einkaflugvélinni, og leikkonan Jean Peters, sem hann er kvæntur. « ’ .í. . f 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. september 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.