Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 13
barði, og aS |n1 undanteknu hefur venjuleg-ur ökumaður sennilega sjaldnar legið á bak inu undir bílnum sínum eða setið í skurði og grúft andlit- ið í örvæntingu í höndum sér heldur en þetta samtíma vísu- brot vill vera láta: „Hann lagði sig undir í leiðindastundir að lagfæra bílskrjóðinn sinn.“ Önnur aðalorsök tafa og bil- ana var þekkingarskortur margra ökumanna á tækjum, sem voru fióknari en venjulegt reiðhjól. Ekki bætti úr skák, að fæstir framleiðendur töldu það skyldu sína að leggja til almennilegar leiðbeiningabæk- ur. Hinn verðandi bílstjóri stóð jafnan frammi fyrir of- gnótt stanga, fótafjala og dæla, og til að tryggja rétta og samræmda notkun þeirra, virtist þurfa lipurð apa og alla átta limi kolkrabbans. Flestar ráðleggingarnar komu frá vin- mn, sem vildu vel: „Aktu ekki meðfram ám, því það veldur truflunum I biöndungnum. Og forðastu kvöidkulda, rok og skóga, því það hefur sömu áhrif “ Önnur stór skref voru ennþá óstigin: Þróun úðarablöndimgs ins og uppfinning lágspenntr- ar segulkveikju, sem loksins frelsaði bilstjórann úr þeim þrældómi að þurfa að hlaða rafhlöður sínar. Þetta var eitt af séreinkennum „Mercedes“ Daimlers árið 1901. Árið 1904 voru komnir vatnskassar, fjöi- strokkavélar fram i, ásdrif og grindur úr pressuðu stáli. Glæsidagar kappakstra milli höfuðborga voru liðnir undir lok og enduðu með hinni rauna legu keppni milli Parísar og Madrid árið 1903. I>að var frá þeim tíma og fram til fyrri heimsstyrjaldarinnar að sumir hinna miklu sígildu bíla sáu dagsins Ijós. Margir þeirra voru franskir, svo sem eins og Turcat-Méry bíllinn (afkom- andi Turcat-fjölskyldunnar er núna reynslufiugstjóri lijá Concorde í Toulouse), eða hinn glæsilegi Delauney- Belleville með sína tunnulög- uðu mótorhlíf, og síðar hinir frægu Bugatti-bilar með hinn sérkennilega skeifumyndaða vatnskassa. Brezkir og amer- ískir framleiðendur urðu seinni af stað, en hin liógværa hugvitsamlega snilli, sem lá að baki Rolls Royce og Cadillac- bílunum unnu brátt upp hinn tapaða tíma. Nú var hægt að tala um raunverulegan bíla- heim, sem stöðugt óx upp með hverjum nýjum ákafamanni, eins og mr. Toad, hinni stór- lcostlogu skopmyndapersónu, í kímnitúlkun Kenneth Grahams í „The Wind and the Willows“, en liann þurfti ekki annað en sjá bll til að komast niður á það vitsmunastig að likja eftir flauti hans í aðdáun. Fyrstu lict.juárin voru liðln. Bíllinn var ekki aðeins orðinn gott tæki, sem almenningur hafði sætt sig við víðast hvar, heldur og sögulegur iðnþró- unargripur. Árið 1910 var Panhard-Levassor bíll af árgerðinni 1894 keyptur fyrir hundrað sterlingspund með al- mennri fjársöfnun og gefinn Nationai Science Museum í London. Nú var hægt að fara að safna bílum. Bókmenntir og listir Framhaid af bls. 3. þarna inni, eldsneytið af skom um skammti — og veturinn gengur einhvem veginn ailtaf fyrr í garð hjá hinum snauðu. Allt í einu skoppar krítin úr höndum litlu stúlkunnar. Hún beygir sig niður að ná í hana, en eitthvað annað verður fyrra til, eitthvað sem líkist hendi — fótur Christys. Hann nær því næst í töfluna líka og fer að draga á hana linur með krítinni. Krakkaskarinn safn- ast saman umhverfis hann og starir á fyrirbærið eins og í leiðslu. Það er dauðaþögn. Móður barnanna verður órótt, er hávaðinn hljóðnar svo snögglega, hverfur frá pottum sinum og þvottinum, keiiiur fram og þurrkar sér um hend- umar á svuntunni um leið, til þess að aðgæta, hverju þetta sæti. Hún krýpur niður hjá Christy og teiknar ,3-“ á töfl- una. Án þess að hika gerir fót- ur Christys slíkt hið sama. „Þetta var önnur fæðing mín,“ segir Christy, „og reynd ar þó hin eina og sanna, því mcð þessu varð ég fyrst að ein hverju í annarra augum." Önnur fæðing Christys átti sér stað þegar hann var þrettán ára gamall og sagan af því, hvernig það varð, er ein af þessum sögum, sem ekki eiga sér stað nema á írlandi. Það var hátið í Dyflinni og Christy kynntist ys og þys göt unnar í hátíðaskapi, borinn á öxlimi eldra bróður síns. Lækn ir einn, dr. Collins, íri, sem lengi hafði verið búsettur í Suður-Afríku, leit í svip þessi undurbláu, athugulu augu og gat ekki gleymt þeim. Sjö ár- um siðar, er dr. Collins flyzt aftur til ættlands síns og sezt að í Dyflinni, tekur hann sig til og hefur dauðaleit að drengnum, sem hann leit forð- imi daga og linnir ekki látum fyrr en einhver verður loks til þess að segja homim: „Ætli það hljóti ekki að vera aum- inginn hans Paddy Brown, sem maðurinn á við. Þau búa úti í Kimmage-hverí'inu.“ Og læknirinn eyðir næstu árum í að kcnna „aimiingjan- um hans Paddy Brown“, aum- ingjanum með augun undur bláu og koma homim til þroska. Collins er ekki aðeins læknir, heldur einnig cinn þeirra mörgu, sem langað hefur tU þess að verða rithöfundur. Han'n finnur sér verkefni þar sem Christy er, að koma lion- um til þroska verður annnð ævistarf hans. Og dr. Collins gefst ekki upp þótt á móti blási, heldur þraulcar þangað til fóturinn aumingjans er orð- inn honnm eins nýtur og hcnd urnar eru þeim, sem eðlilega eru skapaðir og þruglið úr barka hans er orðið að skilj- anlegu máli og timgutaki. Þriðja fæðingin var svo út- gáfa bókarinnar og viðtökurn- ar, sem hún hlaut. Christy verður á svipstundu frægur og mikils metinn. En það skiptir hann engu. Aðspurður, hvað hann langi til, að hverju hann keppi í lífinu, anzar Christy Brown: „Fyrst og fremst langar mig til þess að skrifa, skrifa meira og meira.“ Og tU að halda upp teknum hætti um að skoða mannlifið af sínimi sjónarhóli, sitja á kránum, horfa á fólk og tala við það. Honum þykir góður írski bjórinn og segist drekka rúma fjóra lítra yfir daginn. „Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af göngulaginu,“ seg- ir hann og hlær við. „Ég hef aUtaf verið borinn á höndum.“ Og Christy Brown lieldur áfram að skoða mannlífið og framvindu þess undir viðiun, bláum himni írlands, sem spegl ast í augiuii hans, þessum und- urbláu aiigum, sem svo lengi hafa horft á dagana liða hjá. Litið á listina Framhald af bls. 9. hlekkurinn. En það var meira málverk í þessum myndum; einkum og sér í lagi i stóru myndinni. Hörður Ágústsson kom ánægjulega á óvart, einkum með stóru myndinni, sem hann nefnir hrúður. Hörður var einn þeirra, sem geltust upp í abstraktinu og var um árabil að ná sér eftir það. Hann fetar varfærnislega hinn fígúratífa myindstíg og eys ekki yfir mann úr neinum lita- skálum, en hrúðrið er ismeygi- lega góð mynd. Giuinar Örn Gunnarsson er maður nefndur og mér skilst að hann sé sjómaður og óskól- aður í myndlist utan það er hann hefur séð og reynt sjálf- ur. En hann hefur sýnilega haft augun opin og myndir hans þrjár báru þess vott, að hann hefur talsverða æf- ingu að baki. Þær voru með því athyglisverðara á þessari sýn- ingu. Páll 'Andrésson er nýr mað- ur, sem fetar troðnar slóðir. Á þeim slóðum eru sem kunnugt er ýmsar leiðir færar, þó ekki séu þær ailar frum- legar. Myndir Páls eru ssemi- legar í lit og teikningu. „Ótti“ ber vott um áhrif frá Edvard Munch; þann akur hafa að vísu margir reynt að plægja. Jónas Guðvarðsson hefur um hríð dvalizt á suðllægari breidd argráðum, þar sem myndlist á sér gamla og rótgróna hefð. Myndir hans tvær á þessari sýningu voru yfirlætisleysið tltsefandi; H.f. Árvakur, Reykjavik Framkv.stJ.: llaraldur Sveinsson Rltstjórar: Matthías Johannessen Eyjólfur Konr&S Jónsson ASstoSarrltstj.: Styrmlr Gunnarsson RltstJ.fltr.: Gisli SÍcurSsson AuKlýslngar: Arnl GarSar Kristinsson Ritstjórn: ASalstræU 6. Sími 1010« uppmálað, en samt tók mað- ur strax eftir þeim, jafnvel á undan miklu lltsterkairi mynd- um. Jónas hefur tekið þeim breytingum, sem eðlilegt hlýt- ur að teljast fyrir málara, sem hefur augun opin fyrir þvi, sam gerist í kringum hann. Hann er enn á mörkum hins abstrakta eftir því sem bezt verður séð og minnir í fágun á sumt eftir Sverri Haraldsson og Hring. Ég geri mér ekki ljóst hvort þessar myndir Jónasar eru fortakslaust betri en margar ágætar abstrakt- myndir, sem hann sýndi áður en hann fór utan. En það er auðsæ í þeim ákveðin þróun, sem byggir á þvi bezta sem ein kenndi Jónas og það er vel. Vilhjálmur Bergsson hetfur af markað sér mjög sérstakan bás og haldið áfram að þróa sina myndlist til verulegr- ar fágunar. Myndir hans jaðra við það súrreallíska, en eins og ég tók fram fyrr í öðru sambandi, er það ekki hvað hann gerir, sem hrifur mig, heldur hvernig hann gerir það. Sveinn Björnsson heldur sig við fantasíur, síðan hann sagði skilið við lífið á sjónum og þær eru hans sterka hlið. 1 þetta sinn brá hann útaf venju um vinnubrögð og vann á pappír. Sveinn kann að tapa einhverju í styrk við það, en þegar allt kemur til alls, hygg ég, að þessi aðferð horfi til framfara hjá Sveini. Hann var nokkur hornreka á þessari sýn- ingu; myndirnar nutu sin illa frammi á ganginum. Valtýr Pétursson átti eina góða mynd á þessari sýningu; það var stóra myndin, Stormur, full af krafti, litagleði og stormi. Ég hygg, að hún sé með betri myndum, sem Valtýr hefur sýnt. Eýborg Guðmundsdóttir hef- ur samkvæmt upplýsingum í sýningarskrá verið 6 ár að lima upp kubbana sína. Áreiðanlega má ekki hraðvinna svona alvar- leg listaverk. Ég held að Ey- borg ætti að taka sér 7 ár næst. Þeir ísleifur Konráðsson og Engilberts eru trúlega aldurs- forsetaæ á þessari sýningu ásamt Magnúsi Á. Árnasyni. Það kann að vera alrangt at- hugað, en einhvernveginn á maður síður von á gagngerum breytingum, þegar málari er kominn yfir sjöunda tug- inn. Engilberts tekst betur en mörgum öðrum að vera nýr, þótt hann haldi sig við það sama. ísleifur hefur verið sér á blaði frá þvi hann byrjaði. 1 þetta sinn fór hann á kostum og dugði ein mynd til þess; Hvítserkur á Húnaflóa orðinn að fíl með ranann niðri í sjón- um. Sjófuglaskarinn og blúnduverk skýjanna, allt var það á sínum stað. Gott skáld Isleifur. En vinnubrögðunum hefur lítið eitt hrakað; fínleik- inn, sem svo mjög einkenndi Is- leif, hefur eitthvað þokað. Um afganginn get ég verið stuttorður. Myndir Hafsteins Austmanns, Jóliannesar Jó- hannessonar og Kristjáns Davíðssonar voru allar fallegar, hreint augnayndi og góð stofu list. En mér er fyrirmunað að skilja, hvemig ágætir málarar á bezta aldri hafa geð i sér til að mála svo að segja upp sömu myndimar í áraraðir. Nóg um það. Ein hinna danskættuðu mynda Agústs F. Petersen hefði Eka sannarlega verið nóg. Jafnvel Eyvindur og Halla verða dönsk í meðferð hans. Rammarnir voru samt góðir. 1 bókmenntakritik er oft vik ið að þvi, hvort bækur séu vel eða illa út gefnar. Það felur í sér frágang og útlit, letur, kápu og prófarkalestur. Það er hin ytri umgjörð verksins. Rammar utan um listaverk eru tilsvarandi umgjörð. Veru- leg framför hefur orðið í þeirri grein uppá síðkastið og mikill meiripartur verkamna á haust- sýningunni var í smekklegum og óaðfinnanlegum römmum. Nokkrir málarar, sem ég hirði ekki að nefna, láta sér þó sæma að hrækja utanum myndir sínar einhverju spýtnabraiki og hafa hvorki fyrir þvi að skera i hom né yf- irhöfuð að láta falla sæmilega. Þesskonar frágangur er sam- bærilegur við það, að rithöf- undur nennti ekki að lesa próf arkir af bók. Subbulegir og illa smíðaðir rammar eru vanvirða við sæmileg verk og vanvirða við sæmileg verk. Ef höfundur getur ekki borið virð- ingu fyrir verki sínu, er varla von til þess að aðrir geri það. Grafíksýningin var dálitið illa sett frammi í anddyri og hefði þar að auki mátt vera fjölbreyttari. Ragnlieiður Jóns dóttir náði fínlegum áhrif- um, en Jens Kristieifsson er til muna kröftugri. Hann velur sér þann kost eins og fleiri að marka sér örþröngan bás. Hann átti hvorki meira né minna en sex myndir, — en þær voru allar eins. Af öllum listgreinum, sem fram komu á þessari sýningu, á vefnaður sér elzta hefð á ís- landi. Þar ættum við að standa mjög föstum fótum með merki- dega arfleifð að bakhjarli. Svo virðist sem konur leggi einvörð ungu fyrir sig myndvefnað, en hversvegna? Efnið hefur sjálf- stæða möguleika og geysilega viðtæka. Mér finnst alls ekki rétt að eftirláta kvenþjóðinni einni þessa merku listgrein, eða getur á nokikurn hátt verið kvenlegra að vefa en að mála? Ég treysti mér ekki til að fjalla um vefnað þessara svinnu kvenna, en þátttaka þeirra jók á fjölbreytnina. Þá er skúlptúrinn eftir. Þeir bræður, Jón og Guðmundur Benediktssynir hafa sótt fram i þessari grein gegnum árin og áttu ef til vill athyglisverðasta skúlptúrinn á sýningunni. Eir- skúlptúr Guðmundar stæði sig hvar sem væri og íslenzkri list er verulegur fengur að járn- myndum Jóns. Sigurjón Ólafs- son er svo marghliða og frjór listamaður, að eirmyndir hans tvær gefa aðeins takmarkaða hugmynd um styrk hans. Ragnar Kjartansson átti þama ágætt — og dýrt höfuð, mótað eftir ásjónu Jóns Engilberts. Að lokum skal stjórn Norræna hússins þalkkaður þessi prýði- legi salur i kjallaranum. Eink- um og sér í lagi var lýsingin góð og er mikill munur á því og til dæmis i Bogasalnum. Með þessurn sal og nýja sýn- imgarhúsinu á Miklatúni verð- ur gamalt vandamál úr sögunni — til ánægjuauka fyrir alia parta. Gísli Sigurðsson. 26. september 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.