Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1971, Blaðsíða 5
AF MINNISBLOÐUM Almenningsvagn no. 12 inu, sem í staðinn kam, iikast þvi, senn augasteinninn befði og stónnerki.“ „Takið nú eftir,“ hrópaði ræðuimaður. „Ég skai segja ykkur sögu. —“ Athygli álieyr enda hans var sem snöggvast vakin af þessu loforði um eitt- hvað, sem hug yrði á festandi en það virtist þó ekiki sefa hann, þótt garola konan hætti að prjóna. Hann hreytti út úr sér yfir hópinn: „Undur og stórmerki“. Svo tapaði hann þræðinum gersaimíiega. Hann strauk hendinni i si- fellu um háls sér og vltnaði i Shakespeare og því næst Galatabréf Páls postula. Ræða hans hægðist enn og komst úr öllu rökrænu sambandi, enda þótt Crashaw furðaði sig við og við á því, hve sniðuglega hann hliðsetti óviókomandi hugmyndir. Þetta var likast ræðu gamals mannSi, sem fer úr einu í annað, og þráður eng- inn tii, nema undirmeðvitaður. „Þegar ég var í Simla,“ sagði hann og setti i brýnnar eins og til að forðast sólglampann, en kannski frostið, þokan og óvistlegur salurinn hafði hj<álp azt að því að kæfa minningar hans. Hann tók enn á ný að fullvissa þreytta áheyrendur um það, að andinn dæi eíkki, þegar Mkaminn dæi, heldur starfaði líkaminn aðeins fyrir vilja andans. Maður yrði að þráast við, takast á við vand- amn . . . Átakanlegí, hugsaði Cra- shaw með sér, hvemig hann heldur dauðahaldi í trú sína, fárveiibur maðurinn. Það var þvi likast, sem lífið væri deyj andi einkasonur hans, og hann vildi halda við hann einhvers konar samfoandi áfram . . . Crashaw var réttur miðd úr áheyrendahópnum. Miðinn var frá Brown lækni, litlum, tovik- um manni á þriðja bekk; hann var i miklu eftirlæti meðal fé- lagsmanna fyrir efagimi sína. Á miðanum stóð þe.íta: „Gefaið þér ekíki fengið hann til þess að þagna? Maðurinn er ber- sýnilega fársjúkur. Og hvaða tilgangi þjónar þetta raus hans líka?" Crashaw leit út undan sér og upp i laftið og fann með- aumkun sina bráðna undan hæðnislegu augnaráðinu, sem siífellt elti hann, og lyktinni, af boðslega sætri, senn lagði úr vasaklút Weavers. Maðurinn var „utangarðsmaður"; það var bezt að ÍLetta upp á honum í foringjaskránum, þegar heim kæmi. „Ótviræð sönnun," sagði Weaver og dæsti með skræk- um hvini milli orða. Crashaw lagði úrið sitt á borðið, en Weaver virti hann ekki viðlits. Hann studdi annarri hendi á borðröndina og hallaðist fram á hana. „Ég skal færa fram," sagði hann og gerðist nú æ óhægara um miái, „ótviræða sönn . . .“ Rödd hans varð að sargi og þagnaði, eins og nál að leikinni hljómpílötu, en þögnin varði ekfki lengL Ur sviplausu andlitinu barst hljóð, sam líktist helzt háu mjáimi og vakti áheyrendur á ný til athygli. Hann fjylgdi þvi eftir, og enn án nókkurra merkja um geðshræringu elieg ar skilning, með nokkruim óskiljanlegum hljóðum, lágu hvísli og einstaka óþýðum tóni og hamraði jafnframt mieð fingr unum á borðplötuna. Hljóðin köliiuðu fram i hugann ótalda miðilsfundi, stjarfan miðilinn, bjöilubumbuna, hvíslað blað- ur framliðinna ástvina í rökkrinu, óvistleg, loftlaus herbergL Weaver settist hægt í sæti sitt og lét höfuðið falla á bak aftur. Gamalli konu varð um og ó og fiór að snökta og Brown læknir klöngraðist upp á ræðupallinn og laut yfir hann. Crashaw ofursti sá hönd læknisins titra, er hann tók upp vasakSúiinn og Qeygði honum frá sér. Crashaw fann aðra og óviðfeildnari iybt ber- ast að vitum sér og heyrði Brown lækni hvisla; „Komið þeim öllum út héðan. Hann er dáinn.“ Hann var óvenju bugaður í máli af lækni vönum alts kyns dauðsföíllum. Áður en Crashaw varð við bón hans kíkti hann yfir öxl Browns læknis á hinn látna. Útlit Weavers majórs olli honum órólerka. Á lamgxi ævi sinni hafði hanm séð menn deyja á margan hátt, menn, sem féliu fyrir eiigin hendi og rnenn, sem féLlu á vigvelLinum, en aldrei svo afdráttarlaus merki dauðleika. Likið hefði sem bezt getað verið búið að liggja heillengi í sjó, áður en það var fiskað upp; höldið á andlitinu virtist við það að det a af, eins og ofþroska ávöxtur. Svo það oUi honum ekki mi'killi furðu, þegar hann heyrði Brown læfkini hvisla: „Það hlýtur að vera liðin vika frá því maðurinn dó.“ Það, sem oili ofurstanum mestrar hugsumar var yfirlýs- ing Weavers um „ótvíræða sönnun"; likast til hafði hann átt við sönniun þess, að andimn lifði efnið, væri ódauðlegur. En allt, sem hann hafði með vissu sýnt fram á, var það, að án hjlálpar Mkamans, hrömaði amdlnn á einni vikiu og varð að hvísluiðum þvættingi. Það var afLt og sumt. Strætisvagnastæði, moldrok. Hún gnæfir fremst í röðiimi af huldum og óumdeilanlegwn sér réttindum, umfangsmikil eins og foldgnátt fjall. „Æ!“ Engin viðbrigði. „Æ, þetta er sárt!“ Seint og síðarmeir leit hún aft- ur og niður fyrir sig með hæg- filmuhraða. Þrjár undirhökur gengu úr skorðum við átakið. „Hvað er sárt, maður minn?“ Hún talaði í flötiun skýrslustíl. Ég stundi. „I»að er hællinn . . .“ En hún skildi okki bend- inguna, ég var líka orðinn nef- sveittur, því rétt í þessu steig einhver ofan á hinn fótinn, ein mitt þegar ég var að harka af mér rokna síðuhögg. Málið var útrætt, og hún hratt frá sér að vífandi unglingi. Hann gretti sig, og blés gúmmíhlöðru upp að vitunum á virðulegum eldri manni. Honum hrá nokkuð, og rak hnakkann í næsta mann fyrir aftan. í sömu andrá kvað við skræk rödd: „Ég var nú á undan yður . . .“, og hjaðnaði niður í iðrandi þögn. I»að var smávaxinn grámyglulegnr mað ur með skökk og óhrein gler- augu, sem skaut þessu að þeirri fremstu. Sjálflærður snikkari, sennilega giftur og magaskor- inn, hugsaði ég, laut áfram imdan köldum andardrætti á hálsinum — og rak ennið í hattnælur konunnar fyrir fram an mig. Snikkarinn gaut skelfd um ásölumaraugum á þá fremstu. Hún nísti hann augna blik með aiigiinum — og hann gufaði upp á staðnum. Gömul saga, lmgsaði ég. „Ég er vön að vera fyrst hér,“ yfirlýsti sú fremsta í sama skýrslustílnimi. Eftir þrjár tilraunir og mikið hvæs, opnuðust vagndymar, og sú fremsta steig þiingum og hægmn skrefum inn — með sín um hraða. Vagnstjórinn leit upp og andvarpaði. Veslingur- inn, þetta á sér þá langa sö^u, hugsaði ég, og hnaut um stærð ar gat á gólfdúknum. Vagnínn hallaðist venju fremur þegar hún settist, en rétti við afttír er skuggahjörðin á eftir henni smátíndist inn. Snikkarinn skauzt eins og nuis í autt sæti. I»að var komin dögg á gleraug un. Ég settist gegnt þeiiTÍ fremstu. Nú voru allar undir- hökurnar komnar í réttar skorður. Augun voni eins og pottjám i sárið. Feitar hendur, enginn hringur. Tröstespiser, of mikið sælgæti, hugsaði ég. Farið í sjoppu á kvöldin. „Síð- asta blaðið af „Djörfum ástum", þrjár rjómasúkkulaði með rús- ínum, eimi sígarettupakka og tvo kók.“ Hún einblíndi á snotr an steinhring, sem ég bar. „Hvemig náðu þér í þennan hring, maður minn?“ Það tók mig augnablik að raða saman brotuniim, síðan svaraði ég stundarhátt: „Ég stal honurn." Margir flissuðu, snikkarinn rak upp kvumpna hláturroku — svo steinþagnaði hann, og var horfinn. Hún nennti þessu ekkl lengur, og fór að horfa á ekkert út um örþrifaráð latra strætisvagnafarþega — glugg- ann. — Langdregið hemlaísk- ur, náð næstu stöð. Gömul kona, lítið meira en skýluklút- ur og mjóir leggir, þumlungaði Sig inn. Á hæla hennar kom bústinn og andstuttur hjassi. Aðkenning af astma, hugsaði ég, dró nagla úr sætinu, og stóð upp fyrir gömlu kommni. Hjassinn varð á undan henni. „Ég stóð upp fyrir gömlu kon- unni.“ Svarar hjassinn: „Ég sá enga gamla konu“ — og fór að horfa út um örþrifaráðið. Hún stóð þarna í tinandi um- komuleysi gamalmeima, þar til hressileg „skvísa", sem jóðlaði tyggigúmmí á methraða, stóð upp fyrir hemii — og fussaði um leið á einkeimilega jarðfast an nagla með slútandi hatt á koUinum. — „Brýturðu ekki eggin mín, strákur!" Það var holdgröim og tóbaksgul kona, sem hreytti þessu í freknóttau patta, „Hvaða egg,“ sagði hann, tróð sér af tar í vagninn, og samstundis kvað við kór af formælingum. Meðan jiessu fór fram greip konan með blauta pokann eldsnöggt imi stöngina. að fara oní mann, eða hvað?“Það sá á hattkoU aftan við hana. Sem ég horfði á hinn glataða eggjarétt síga yfir ný- hreinsaðan frakkann, í ban- vænan poll á gólfinu, var arg- að aftan úr vagninum: „Kvadda maður, á ekkert að stoppa og bnrt með bífurnar á jiér, stráknr!" „Getið þér aldrei lært að hringja?“ svar- aði vagnstjórinn, og nam stað- ar þegar fremsti farþeginn steig ofan á gírstöngina, og þerraði nm leið blóð eftfr brot úr franiniðunni af jieirri liend- inni, sem hann studdi eklri á öxl vagnstjórans. Ménn þyrpt- ust út í ráðvilltum linappi, með brambolti og sársaukavein um. Vagnstjórinn snýtti sér, setti í annan — fyrsti var bil- aður — og ók til móts við ný ævintýri á næsta leiti. Það tókst, og fyrsti farþeginn brölti inn. Mesta menningarþjóð í heimi, miðað við fólksfjölda, hugsaði ég, og dró fæturna inn undir sætið til öryggis — beint ofan í eggjapollinn, sem sú fyrsta féll í með þimgum dynk, þfegar hemlarnir virknðn óvænt á síðustn stöð. „Svo kem ur annað vers . ..“ Egill. 26. september 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.