Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1972, Blaðsíða 6
Börnin Anna og Jóhann. Á kornakrinum. OVE BAK FRUMBYGGJA LÍF Á SUÐUR- GRÆNLANDI A SUDVESTURHLUTA GRÆNLANDS, þar sem nú er er héraðið Julianeháb var á miðöldum kallað Eystribyggð og voru íbúarnir fólk frá hinum norrænu löndum. Af orsökum, sem enn eru óljósar, hvarf þetta fólk i kringum aldamótin 1500. Hinir norrœnu menn, eða Grœnlendingarnir eins og þeír nefndu sig sjálfir, höfðu sauðfjárrækt að aðalatvinnuvegi. Frá þvi þeir hurfu og fram á byrj- un þessarar aldar var landið kringum hina yfirgefnu bæi í eyði, en þá byggðust þeir að nýju af fólki sem upprunnið var úr ýmsum hlutum hins danska rikis — þó að mestu frá Grænlandi sjálfu. Þessir frum- byggjar hafa tekið upp hina gömlu atvinnugrein Norðurlandabúanna. NÆRRI SYÖSTA BÆ GRÆNLANDS, NANORTA- LIK, sér inn 70 km langan fjörð, er Tasermiut heitir. Við strendur fjarðarins og í aðliggjandi döl- um voru á tímum norðbúanna meira en tuttugu bæ- ir, auk margra dreifðra gripahúsa og fjárrétta. I miðja austurströnd Tasermiutfjarðar er vik, eða öllu heldur lón, Tasiussaq. Austan við það hefur til forna staðið bær, sem nú er merktur númerinu 137 á Þjóðminjasafninu. Upprunalegt nafn staðarins er óþekkt. Við vitum aðeins með nokkurri vissu, að Tasermiut hét Ketilsfjörður og vissar likur benda til að víkin hafi heitið Arosvík á miðöldum. Sumarið 1967 kviknaði aftur lif 'í tóftum númer 137. Frumbyggi var fluttur þangað með fjölskyldu sína og byrjaður að skapa rammann um heimili þeirra og vinnustað. Hjónin og börnin kepptust við að byggja ibúðarhús, fjárhús og að ryðja hið gamla heimaengi norðbúans, túnið, sem á þeim fimm öldum er liðnar eru frá hvarfi síðasta norð- búans, hefur horfið undir pilvið og einiberjalyng. Frumbyggjarnir voru Karl Kristensen, kona hans Ida og börn hennar af fyrra hjónabandi, Kariri og August. Karl er fæddur árið 1937 i syðri hluta ríkisins en Ida er frá Grænlandsbyggðinni Friðriksdai, sem er um 50 km norðvestur af Hvarfi. Karl kom fyrst til Grænlands tuttugu og tveggja ára að aldri. Hann vann þá sem aðstoðarmatsveinn í Syðri-Straumsfirði. Árið 1961 starfaði hann við upp- setningu magnarastöðvar fyrir Norræna simafélagið í Friðriksdal. . Sama ár kynntist hann Idu. Séra Petersen frá Nanortalik gaf þau saman i hinni gömlu kirkju bræðrafélagsins i Friðriksdal. UNGU HJÓNIN FÓRU SNÖGGA FERÐ til Dan rnerkur en fluttust svo aftur i Friðriksdal, þar sem Karl gerðist sjómaður. Hann útvegaði sér lítinn kútter. Jafnframt því hafði hann oft vinnu við loft- skeytavakt í lóranstöðinni nær byggð, en hún bætti upp tekjurnar, sem oft voru litlar af fiskveiðunum. Miðin undan Hvarfi eru stormasöm og Karl hefur frá mörgum viðburðarikum sjóferðum að segja frá eyjunum og sundunum við suðurhluta Grænlands. Honum féll sjómennskan ekki sem bezt, því hún var erfið vegna storma og íss á hafínu. 1 þess stað hugs- aði hann sér að gerast fjárbóndi. Á miðöldum höfðu hinir norrænu íbúar lifað af þessari atvinnugrein. I Friðriksdal stundaði margt fólk sauðfjárrækt í hjá- verkum. Karl er mjög laghentur og getur búið allt mögu- legt til sjálfur — en það er hinn mesti kostur þegar menn búa afskekkt. Um leið og hann litaðist um eftir stað, þar sem hann gæti hafið sauðfjárræktina, bjó hann í haginn fyrir sig með því að smíða olíulampa, aftaníkerrur og alls konar muni, sem nota máttl á sauðifjárbúi. Árið 1964 gerðist hann svo fjárbóndi í Herjólfs- nesi nærri hinhi frægu kirkju frá norðbúatímanum. Jörðin er um tvo kílómetra frá Friðriksdal, hinum megin við fjörðinn. Karl keypti fáeinar kindur, sem hann flutti í Herjólfsnes og byggði yfir þær fjár- hús þar. En vegna rústanna fékkst ekki leyfi til bú- setu. Karl varð að litast um eftir öðrum stað. Þá fann hann hentugt bæjarstæði þar sem kallast Nalagssut („flatlendið") í Tasiussaq-víkinni við Tas- ermiutfjörð nærri rústum nr. 137. í sumarleyfinu árið 1966 hófst smíði húsanna í Nalagssut. Karl flutti byggingarefni, vélar og allt sem hann hafði viðað að sér og smíðað til staðarins í 22ja feta fiskibát sinum. Loftskeytastarfinu í Frið- riksdal hélt hann fyrst um sinn til að vinna sér inn peninga. VETURINN 1966 TIL 1967 VAR ÖVENJU HARD- UR og lágu ísa- og snjóalög um landið frá október fram í maí, en shkt eru harðindi hjá fjárbændum, sem ekki gera ráð fyrir i eðlilegu árferði að þurfa að gefa fénu inni nema tvo til þrjá mánuði að vetr- inum. Karl hafði flutt 50 kindur til Nalagssut og þær horféllu allar. Nokkrum kindum, sem orðið höfðu eftir i Herjóifsnesi varð þó bjargað. 1 apríl 1967 ffluttist Karl með f jölskyldu sína, afgang- inn af búslóðinni og hálft hundrað f jár til nýja stað- arins. Vegna illviðris bjuggu þau þó um skeiS hjá Egon Jensen í Saputit, nærliggjandi fjárbýli. Þegar Karl tók sér um síðir bólfestu i Nalagssut, var enn kafsnjór yfir öllu. í hálfbyggðu ibúðarhúsinu var sleg- ið upp tjaldi. Um vorið og sumarið fengu þau að reyna allar raunir frumbyggjans og vinnan við bygg- ingu hins nýja heimilis varð ströng. Vetrarríkið tafði mjög ailar framkvæmdir. Gröftur gekk erfiðlega, jafnvel eftir að snjór var horfinn, vegna þess hve klaki var djúpt í jörð. Þegar gera átti birgðakjallar- ann, var aðeins hægt að skafa fáeina sentimetra upp á meðan sólar naut við og bíða siðan þar til meira hafði þiðnað. Strax og lagnaðarísinn var horfinn fóru Kari, Ida og Karin að bera sand frá ströndinni upp að húslóðinni. 1 fjárhúsið þurfti mikla steinsteypu. Grafið var í útfiri en steypt á flóði. Steypuhrærivélin var heimagerð — tjaslað saman úr gömlum vatns- dunk, framhjóli áf bil og svo framvegis, en reyndist hin bezta enda þótt hlegið væri að henni. Stundum var haldið áfram að vinna til klukkan 1 eða 2 eftir miðnætti. Hlé voru fá eða engin. Fyrsta sumarið var íbúðarhúsið fullgert, smíðað úr gömlum trékössum og öðrum umbúðum frá Friðriks- dal. Ennfremur var gert fjárhús (9x24 m) með steypt- um sökkli og tréveggjum. Samtimis var jarðvegur ruddur tU ræktunar. Tún gamla norræna bóndans var nokkurn veginn hreint af grjóti en i timans rás alvaxið pílviði, birki og einiberjalyngi. Karl vann jörðina með litlu vélherfí. Kona hans og börn gengu á eftir og rykktu upp runnum og rótum. Einiberja- runnarnir stungu illilega og oft voru fingur þeirra al- settir ljótum sárum. Grænlenzka kjarrið er ótrúlega flækt. Runnarnir eru oft mjög gamlir. Greinarnar og einkum margslungm rótarflækjan eru seigar og erfið- ar í meðförum. Þegar smáhlé varð á einu starfinu var strax hlaup- ið í annað. Til allrar hamingju sumraði vel. KARL OG FJÖLSKYLDA HANS HÖFÐU ENGAR TEKJUR af búinu fyrr en um vorið 1968. Féð var ekki rúið, lömb voru engin. Þau höfðu öll drepizt í harðindavorinu — aðeins fullorðnar kindur komust lífs af. I október 1967 fékk Karl 100 lítil og léleg lömb lánuð i landbúnaðarstöðinni Upernaviarssuk við Juli- aneháb. Mörg þeirra voru langt leidd og drápust um veturinn. Fyrstu lömbin fæddust um vorið 1968 en voru þó ekki mörg þrátt fyrir gott veður, þar eð lambærnar voru illa haldnar eftir veturinn 1967. Flest urðu lömbin 50 og tekjurnar urðu því mjög rýrar árið 1968—'69. Eftir rúninguna vorið 1968 fór Karl til Narssars- suaq, þar sem hann vann við niðurrif húsa í gömlu amerísku herstöðinni frá þvi í siðari heimsstyrjöld- inni, „Blue West One". Timbrið, sem var ágætt, lét hann flytja heim til sín til húsabyggingar. Um vorið 1969 urðu lömbin um 120, en enn gat þó ekki verið um verulégar tekjur að ræða vegna þess að auka þurfti bústofninn og skipta um hið léleg- asta af fénu. Samanlagðar tekjur árið 1969 fóru ekki yfir 110.000 kr. Sumarið 1969 var túnið stækkað og Karl byggði sér fallegt verkstæðis- og vélahús með framhlið úr hlöðnu grjóti. Um vorið 1970 fæddust 250 lömb og nú var það versta um garð gengið. Fyrri hluta sumars var byggð stór hlaða (12x12 m) með steinsteyptum veggjum. Síðan hafa Karl og f jölskylda hans byrjað smíði nýrr- ar og stærri íbúðarbyggingar (9x11 m) og verður hún úr steinsteypu en framhhðin úr sérlega völdum, vel löguðum steinum. Á milli þeirra á .að mála með hvítu. Auk Karls eru þarna tveir aðrir fjárbændur, þeir Egon Jensen og Jörgen Poulsen, i 5 og 9 kílómetra fjarlægð. Aðeins þrjá kilómetra frá Nalagssut, hin- um megin við víkina, er lítil verstöð, Tasiussaq. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. apríl 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.