Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1972, Qupperneq 4
Valdir kaflar úr verkum Laxness Það er skáldum sameiginlegt, að þau rísa mishátt í verkum sínum og Halldór Laxness er þar ekki undantekning. Hins vegar hlýtur að teljast sérstakt fyrirbaeri, hversu oft náðargáfan birtist hrein og tær í hverri einustu bók hans. Þar fer skáldið á þvílíkum kostum, að því gleymir enginn, sem á annað borð hefur yndi af íslenzku máli eins og það verður fegurst fram sett. Á þessum tímamótum í lífi Halldórs Laxness hefxu- Lesbókin snúið sér til nokkurra valin- kunnra bókmenntamanna og beðið þá að velja til birtingar örstuttan kafla úr verkum Laxness, kafla, sem þeir hafa dálæti á. Ragnar Jónsson velur ÚR PARADÍSARHEIMT Steingrímur J. Þorsteinss. velur ÚR LJÓSI HEIMSINS 10. kapitula Það var ekki fyrr en hann fór að blaða í Númarímum, að hann byrjaði að efast um gildi sinnar eigin óskrifuðu bók- ar. Við kynnínguna af skáld- skap Breiðfjörðs rann upp fyr- ir honum nýr dagur í andan- um, bjartari en hinir fyrri. Hið klúsaða kenníngaskrúð Jó- hönnurauna og annara snild- arverka Húsafells-Snorra, sem mest hafði verið að skapi Jóseps heitins, virtist skjótlega snautt og dapurt við saman- burð hreinnar eddu Breið- fjörðs og hins ljósa söguefnis hans, en þó umfram allt þess heillandi túngutaks, sem vekur í hjartanu ólœknandi kend um fegurð og sorg. Áður hafði hann haldið að öll skáld væru vegsamleg og að allur skáidskapur væri einn og sam- ur að verðleikum, svo fremi hann snerist um hetjudáðir yf- irleitt, eða endurlausnar- verk Jesú Krists sérstaklega, annaðhvort á nógu dýran eða nógu sanntrúaðan hátt. „Móðurjörð hvar maður fæð- ist", — nú uppgötvar hann skyndilega að það er munur á skáldum. Og í hverju var þessi munur falinn? Einkum í því að önnur skáld virtust ekki hafa nema mjög óljóst hugboð um þá leið sem liggur til hjartans, en Sigurður Breiðfjörð rataði alveg ósjálfrátt þessa dular- fullu leið, án þess að skilja þó eftir sig nokkur leiðar- merki fyrir hin skáldin, já hann fann sérhvert hjarta og snart það fegurð og sorg. Þegar einginn var á pallinum reis pilturinn upp skyndilega, tók fram Númarímur undan höfðalaginu og svalg nokkrar vísur, gleymdi í svip öllum þjáníngum. Ef hann heyrði einhvern í stiganum flýtti hann sér að stínga bókinni undir koddann og leggjast fyr- ir. En skáldlistin fagra lagðist ekki fyrir í huga hans þótt einhver kæmi, heldur hélt áfram að óma þar og bríma. Þegar á leið vetur kunni hann rímurnar allar utan bókar, og Breiðfjörð rikti yfir sál hans og var lionum athvarf í hverri þjáníngu, og svo bar það við, að í fyrstu sóldögum á þorra steig skáldið sjálft niður úr litla sólargeislanum á súðinni, eins og úr himneskum gull- vagni, og lagði rjóður og blá- eygur sína mildu snillíngshönd á hið kvalafulla höfuð Ólafs Kárasonar Ljósvíkíngs og sagði: Þú ert ljós heimsins. Það var einn af þessum draum um sem gera dreymandann að sælum manni, þannig að hann ber með ljúfu geði alt sem kemur fyrir. Óþreytandi hugsaði pilturinn um skáldið og vagn hans, þegar hann átti bágt, svona getur verið rnikil lækníng í einum draumi. Einn dag í myrkri skammdegisins, mitt í þessum dapra heimi, sem er svo fjandsamlegur við- kvæmu hjarta, hafði skáldið mikla komið til hans í gullreið sinni og skírt hann til ljóssins. 1. kapitula í þann tið voru sumurin laung á Islandi. Á mornana og kvöldin voru túnin svo græn að þau voru rauð og á daginn var víðáttan svo blá að hún var græn. En í þessu merkilega litrófi, sem einginn tók reynd- ar eftir að skifti sér af, héldu Hlíðar undir Steinahiíðum áfram að vera einn þeirra bæa á Suðurlandi þarsem ekki ger- ist sögulegt nema fýllinn hélt áfram að flögra fyrir berginu einsog verið hafði hér á árun- um þegar lángafi bjó. Á syll- um og í raufum bergsins óx burnirót og burknar, hvannir, tófugrös og túnglgras. Stein- arnir halda áfram að hrjóta of an líkt og hjartalaus bergris- inn væri að tárast. Góður hest- ur kann að fæðast upp á bæ einusinni á mannsaldri ef heppnin er með; á sumum aldrei í þúsund ár. Utanaf sjó, hand- anum sanda og mýrar, þúsund ár, — sami niður. Tjaldurinn kemur þegar hann er búinn að klekja út að áliðnum slætti í 1. kapitula Gaimli maðuriim sló tún sitt til kvöiids, hann hvonki hóf orf ið né skáraði, en fiór að öllu mjúkle-ga, án erfiðisrmxna, du'ld um hreyfíngum, iét bitið í lján- um vinna, skar grasið við rót- ina, án- þess að fiella það, verk- lagið af því tagi sem náttúr- an beitir sjálf. Gamla konan gekk út með hrífu sína, iátli dreingurinn sofnaði í slægj- unni hjá hundinum og lamb- imi. Annir síðdegisins héldu áfram undir kyrrum jöklinum. Svo var dagurinn liðinn. Um kvöiidmáí lá skáldið enm á kái- garðsveggnum. Þau sögðu að það mundi aungiran ofgæða- kostur að vera í sporum hans, og buðu honum kvöldsl'att. Dóttir hjórxa var farin að leita að kúnum, konan setti upp grautinn, bóndinn tyúti rauðum hosum og svörtu silkislagi utanyfir hvitri skyrtu, spígsporar heldri- mannalega í hánni, blístrar, fer. Allar þessair aldir fann Snati jafnmikið til sín þegar hann gekk saddur við hlið smalans að morgni dags á eft- ir kvífénu; og hafði útúr sér túnguna. Á kyrrum sumardegi berst ómur af deingingu frá næstu bæum. Það vissi á vætu ef kýrnar voru lagstar í hag- anum, einkum ef þær lágu all- ar á sömu hlið; en væri þurk- ur í vændum öskruðu þær ell- efu sinnum í striklotu um sól- arlag. Einlægt sama sagan. Eftir að Krapi varð þrevetur lét Steinar bóndi folann draga band um hálsinn, svo hægra væri að ná honum, og gánga i flokki brúkunarhrossa í heima högum. Það sumar varð hann bandvanur og lærði að gánga samsiða öðrum hesti í samreið. Næsta vor fór bóndi að venja hann við áreiði og síðan að ríða hann til gángs. Hann sér á rúm sitt, tók upp sjálf- skeiðinginn og fiór að telgja brúnspón í hrífutinda og gætti þess að láta ekki spænina falla úr lófa sínum niður á gólfið. Þau voru ekki margmál að fiyrra bragði, en leystu úr öiDum spunnínigum efitir bestiu samvisku og svöruðu einsog einn maður. Þegar bóndinn var spurður hve leinigi hann hefði búið, leit hann á koruu sína og sagði: Mamma hvað eru árin orðin mörg? Við höfum hokrað hérna rösik fjönutíu ár pabbi minn, sagði kanam. Þá svairaði bóndinn gestin- um og sagði: Og fjörutíu höfum við boll- ökað árin. teygði folann útum grundir á bjarta nóttina. Og þegar jódyn urinn nálgaðist milli lágnættis og óttu var ekki víst að allir svæfu jafn fast í bænum. Fyr- ir gat komið að lítil stúlka kæmi út á klukkunni, með ný- mjólk í skjólu. Þar var líka kominn úngur berkrikaður víkingur sem jafnan svaf með öxina rimmugýgi undir kodd- anum sinum. Er nokkur betri hestur til í allri sveitinni, spurði hann. Það kynni nú að verða leit á hönum, gæskurinn, sagði faðir hans. Skyldi hann ekki alveg áreiðanlega vera kominn útaf nykrum, spurði únga stúlkan. Ég held að allir hestar séu hálfgerðar hulduskepnur, sagði faðir hennar; einkum og sérí- lagi góðhestar. Getur hann þá stokkið uppá himninum einsog hesturinn í sögunni, spurði vikingurinn. Ekki er að efa það, sagði Steinar í Hliðum, — ef guð ríð- ur hestum á annað borð. Jamm það held ég. Skyldi annar eins hest- ur nokkurntíma eiga eftir að fæðast hér í sveitinni, sagði stii’kan. Það veit ég ekki svo gjörla, sagði faðir hennar; þó kynni að verða bið á þvi. Hitt kynni einnegin að dragast að hér fæddist í sveitinni lítil stúlka sem væri annað eins Ijós i húsi og stúlkan mín. Gesturinn spurði hvort þau hefiðu eignast margt barna, og bóndinn leiit á kornu s'ina eins- og hann ætlaðist til að hún svaraði þeirri spumingu bein't. Bömin olckar voru sextán pabbi minn, sagði konan. Og sextán átt'um við börnin, sagði bóndinn. Nú voru bömin að visu iaungu koimin á tvist og bast, Ptan þessar tvær stúlkur, önin- ur likamlega farlama, hin sið- fierðilega. Helmímg'ur hafði dá- ið á æskuskeiði, nokkrÍ!r sona þeirra týnst 1 sjó; sum höfðu reist bú í fjar'tægum stöðum. Gömliu hjónin komust hæst upp i t'vær kýr og tubtugu ær. Hafið þið altaf elskast? Bóndinn hætti sem snöggvast að telgja og h.or-ÍÖi dáMitið vandræðaiega á korniu sína. Við höfum altaf elskað guð, sagði konan. Þá var líkt og skáldið vakn- aði af draumi, hann liaiit upp forviða og spurði: Guð? Hvaða guð? Við höfu'm aútaif trúað á einn sannan guð, sagði konan.. Og á einn trúðuim við guð- inn, sagði bóndinm. Thor Vilhjálmsson velur ÚR FEGURÐ HIMINSINS 4 LESBÓK MORGUNBLASSINS 23. apríl 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.